Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNIMAR SJÓIMVARPIÐ ■ STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER Kl. 21.40 ► Katrín mikla (Cath- Bandarísk sjónvarpsmynd um Katrínu miklu af Rússlandi. Seinni hlutinn verður sýndur á laugardagskvöld. |#| n (IC ►Fjandakornið (Demon lll. U.Uu Seed) Bandarísk spennumynd frá 1977. Myndin gerist í framtíðinni og segir frá baráttu fólks við tölvu sem hefur ákveðið að söisa undir sig öll völd í heiminum. Kvik- myndaeftirlit ríkisins telur mynd- ina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. LAUGARDAGUR 7. OKTOBER K| 91 QC ►Katrfn mikla (2:2) lll. 4 I.UU (Catherine the Grcat) Bandarísk sjónvarpsmynd um Katrínu miklu af Rússlandi. K| 9Q jCM heljargreipum lll. 4u.ll) (Misery) Bandarísk spennumynd frá 1990 byggð á sögu eftir Stephen King. Vinsæll skáld- sagnahöfundur lendir í bílslysi. Kona ein, einlægur aðdáandi hans, hjúkrar honum eftir óhappið en fljótlega kem- ur í ljós að hún er ekki heil á geði. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER Mm QC ►Froskaprinsinn ■ IU.UU (The Frog Prince) Kvikmynd gerð eftir ævintýri Grimm- bræðra um prinsinn sem er unnustu sinni ótrúr og breytist í frosk. Honum er mjög í mun að losna undan álögun- um en reynist það örðugt. K| 19 1 C ►Ríkharður III Leikrit Rl. lU.IJ Williams Shake- speares í uppfærslu BBC frá 1982. Ríkharður III ríkti yfir Englandi frá 1483-85. Hann var afskræmdur krypplingur og átti enga von um hylli kvenna. Hann braust til valda til þess að geta náð sér niðri á þeim sem bet- ur voru af guði gerðir og þótti illur viðskiptis og óbilgjarn. K| 99 9U ÞL®ni Þýsk mynd m hI. LLmLU 1994 um örlög telpu af gyðingaættum sem elst upp hjá fósturforeldrum á valdaskeiði nasista. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER K| 91 1C ►Skíðafrí nl. L I. IJ (Asoen Aspen (Aspen Extreme) Vinirnir T.J. og Dexter segja skilið við færibandavinnuna í bílaverksmiðj- unni og halda til Aspen þar sem ríka og fræga fólkið leikur sér. Þeir koma sér í mjúkinn hjá þotuliðinu og gerast skíðakennarar. K| 99 9^ ►'-estin til Yuma IM.4u.4U (3:10 to Yuma) Vestri um efnalítinn bónda sem flytur hættu- legan útlaga til móts við lestina til Yuma. Útlaginn náðist eftir að hann hafði ásamt félögum sínum rænt póst- vagninn og gerst sekur um morð. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER Kl.2i.40 | ►Utanveltu í Beverly Hills (The Beverly HiUbiHies) Gamanmynd um ekkilinn Jed Clampett sem býr upp til íjalla ásamt börnum sínum. Dag einn þegar hann er úti á veiðum finnur hann olíu á skikanum sínum, selur stórfyrirtæki réttinn til olíuvinnslu og ákveður að flytja með krakkana til Beverly Hills. ► í kjölfar morðingja Kl. 23.15 Bruce Willis er í hlutverki heiðarlegs iögreglumanns sem kallar ekki allt ömmu sína. Tvö ár eru liðin síðan hann var lækkaður í tign fyrir að hafa verið með uppsteyt við yfirmenn sína. Þá var hann ósammála þeim um það hver hefði myrt föður hans og flölda manns að auki. Nú er annar ijöldamorðingi kominn á kreik og okk- ar maður er sannfærður um að þar sé banamaður föður hans á ferðinni. Stranglega bönnuð börnum. K| 1 9(1 ►Hrói Höttur (Robin II1. I.4U Hood) Hér kynnumst við Hróa hetti eins og hann var í raun og veru. Hann er gamansamur og hvergi smeykur. Hann vekur ótta á meðal ríkra en von á meðal fátækl- inga. Stranglega bönnuð börnum. K| 99 9C ►Leyndarmál (Those III. LU.UU Secrets) Örlaga- þrungin sjónvarpsmynd um konu sem gerist vændiskona þegar hún kemst að því að maðurinn hennar hefur hald- ið fram hjá henni. Þegar henni er misþyrmt af einum viðskiptavina sinna ákveður hún að snúa við blaðinu og leita sér hjálpar. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER K| 99 9fl ►Tvífarinn (Doppel- nl. 4J.JU ganger) Hi-ollvekjandi spennumynd um Holly Gooding sem kemur til Los Angeles með von um að geta flúið hræðilega atburði sem átt hafa sér stað. Holly er sannfærð um að skuggaleg vera, sem líkist henni í einu og öllu, sé-á hælum hennar. Tvífarinn myrti móður stúlkunnar á hrottalegan hátt og er knúinn áfram af hatri. Stranglega bönnuð börn- um. ÞRIÐJUDAGUR10. OKTÓBER K| 99 RC ►Heimkynni drek- III. 4J.U3 anna (Habitation of Dragons) Hér er á ferðinni áleitin fjöl- skyldusaga um tvo bræður sem beij- ast um eignir og vöid en verða að snúa bökum saman þegar til kastanna kemur. MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER K| 99 «C ►Skjaldbökurnar II III. 4J.4J (Teenage Mutant Ninja Turtles II) Sjálfstætt framhald fyrri myndarinnar um skjaldbökumar fjórar sem lenda í ótal ævintýrum of- an- og neðanjarðar en finnst ekkert betra en að fá góðan pítsubita í svang- inn. Leikstjóri Michael Pressman. 1991. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi mjög ungra barna. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER K| 9fl CC ►Fær f flestan sjó III. 4U.JJ (Over the Hill) Olympia Dukakis er í hlutverki Ölmu Harris sem er staðráðin í að lifa lífinu þótt hún sé komin á sjötugsaldurinn. Hún fer frá Bandaríkjunum til Ástral- íu að heimsækja dóttur sína. Þar fær hún heldur kuldalegar móttökur hjá tengdasyni sínum og ákveður því að bregða undir sig betri fætinum og skoða Ástralíu upp á eigin spýtur. Kl 99 1 n ►Wall Street Bud Fox III. 4 J. IU gengur illa að fóta sig i kauphallarbraskinu á Wall Street. Hann kynnist stórlaxinum Gordon Gekko en til þess að þóknast honum verður Bud að selja mammoni sálu sína og temja sér algjört siðleysi. K| 1 1 f) ►Partísvæðið (Party Rl. I. IU Camp) Hvað gerist þegar hóp af hressum táningum og léttkærulausum sumarbúðaforingjum er sleppt lausum? Sumarbúðimar verða að einu allsheijar partísvæði! BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Brýrnar í Madisonsýslu Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Mið- aldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslú en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. Umsátrið 2 * *'A Steven Seagal berst við óþokkana um borð í hraðlest. Ágæt „Die Hard“ eftir- prentun frá smekklegasta hasar- myndaleikara kvikmyndanna. Hundalíf (sjá Bíóhöllina) Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið * * Tveir Englendingar kynnast smábæj- arlífi í Wales sem er um margt skrýt- ið og skemmtilegt. Myndin notarleg en átakalaus og minnir um of á sjón- varpsefni. BÍÓHÖLLIN „Die Hard 3“ * * * Hörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gegndar- lausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. Hundalíf * * * Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk talsetning eykur enn á fjörið. Tveir með öllu * -k'A Líklega besta svertingjahasarmynd sem komið hefur hingað í langan tíma. Formúluafþreying að sönnu en skemmtigildið er ósvikið. Casper * k'A Bráðfjörug brellumynd um samskipti manna og misgóðra drauga. Hittir beint í mark hjá smáfólkinu. Að eilífu Batman *** Dökk en ekki drungaleg og mun hressilegri en forverarnir. Auðgleymd en bráðfjörug á meðan á henni stend- ur. Meðan þú svafst * * Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. HÁSKÓLABÍÓ Frelsishetjan ***'/.'i Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota, Williams Wallace. Sýnir það einnig (einkum í íjöldasenum) að hann er mjög svo liðtækur leikstjóri. Frelsis- hetjan er ein af bestu myndum ársins. Casper * k'A Bráðfjörug brellumynd um samskipti manna og misgóðra drauga. Hittir beint í mark hjá smáfólkinu. Kongó *'A Brellumar eru flottar, sömuleiðis kvik- myndatakan og tónlistin. Metsölubók- in hans Crichtons um demantanámur og náttúruhamfarir í Afríku hefur myndast illa og leikhópurinn er afleit- ur. Franskur koss * *'A Kaflaskipt rómantísk gamanmynd þar sem Kevin Kline heldur hlutunum á floti. Aðrir fá bragðminni texta í þoss- ari nýjustu mynd Lawrence Kasdans, sem örugglega gerir meiri lukku hjá konum en körlum. Skógardýrið Húgó ** Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Dredd dómari * Sly Stallone er breskættuð hasar- blaðahetja framtíðarinnar en það verð- ur honum ekki til framdráttar í vond- um spennutrylli. Don Juan * *'A Johnny Depp fer á kostum sem mesti elskhugi allra tíma í skemmtilega öðruvísi ástarsögu. „Major Payne“ *'A Damon Wayans er oft spaugilegur í mynd um nk. Rambó sem tekur að sér að þjálfa drengjaflokk og allir sigra að lokum. REGNBOGINN Frelsishetjan * * *'A Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. Dolores Claiborne *** Kathy Bates fer á kostum í spennu- mynd byggðri á sögu Stephen Kings um móður sem sökuð er um morð. Leikstjórinn, Taylor Hackford, leggur ekki síst áherslu á feminíska þætti sögunnar af konum í karlrembusamfé- lagi. Veikasti hlekkurinn er Jennifer Jason Leigh í hlutverki dótturinnar. Gleymum París * *'A Skemmtileg rómantísk gamanmynd um raunir hjónalífsins í nútímanum. Ófáir brandarar stytta manni stundir og efnistökin eru alltaf geðþekk. SAGABÍÓ Umsátrið 2 (sjá Bióborgina) Ógnir í undirdjúpum * * *'A Fantagóður kafbátatryllir, æsispenn- andi og skemmtilegur. Denzel Wash- ington og Gene Hackman fara á kost- um, sérstaklega er sá síðamefndi í essinu sínu. STJÖRNUBÍÓ Tár úr steini * * *'A Tár úr steini byggir á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson Einkalíf ** Þráinn Bertelsson gerir unglinga- menningunni, kynslóðabilinu og gam- ansögum af íslendingum skil í brota- kenndri gamanmynd, sem á að höfða mest til unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.