Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 C 7» SUNNUDAGUR 8/10 Scorsese og Tarantino í blóðugum leik við kvikmyndaeftirlitið. Skolla- leikur í Holly- wood ■ . skk. f EINS og einhverjir kunna að vita vinnur leikstjórinn Martin Scorsese nú að gerð myndarinn- ar Spilavíti, eða Casino. Það er hins vegar á vitorði fsérri að búið er að taka upp fjölda ógeð- felldra atriða fyrir myndina sem aldrei er ætlunin að sýna áhorfendum. Leikurinn er til þess gerður að fá samþykki kvikmyndaeftirlits Bandaríska kvikmyndasambandsins (Moti- on Picture Association of Amer- ica eða MPAA) fyrir því að myndin verði sýnd sem stærst- um aldurshópi. Scorsese er bundinn samningi um það að frumútgáfa Spilavít- is verði bönnuð yngri aldurs- hópum í fyrstu atrennu. Að því búnu klippir hann út ofbeldis- fyllstu atriðin til að þóknast eftirlitinu og fær myndina leyfða fyrir stærsta aldurshóp bíógesta eins og til stóð í upp- hafi. Leikstjórar eru gjamari á að beita þessari tækni en þeir vilja viðurkenna enda er hug- myndin sú að virðast koma til móts við kröfur eftirlitsins. Höfuð í skrúfstykki Þessu til sönnunar má nefna atriði úr Spilavíti þar sem sögu- hetjan Nicky (Joe Pesci) festir höfuð eins bófans í skrúfstykki og snýr þvingunni þar til það springur. „Það var afskaplega gaman að mynda þetta atriði en þetta var bara æfing,“ segir förðunarmeistarinn Howard Berger. Fyrirtæki hans hafði getið sér gott orð fyrir sannfær- andi vinnubrögð í myndum Tar- antinos og hlaut því veg og vanda af framkvæmd fyrr- greinds atriðis í kvikmynd Scor- seses. „Leikstjórinn vildi haga þvi þannig að blóð sæist spýtast út úr augasteininum áður en aug- að springi. Hann sagði „ég veit að þetta er út í hött en ég vil vera viss um að geta haldið þeim atriðum sem upphaflega stóð til“,“ segir Berger. Segir hann jafnframt að Tar- antino hafi beitt svipaðri að- ferð við gerð Reyfara eða Pulp Fiction. „Quentin sagði að við skyldum ekki taka það nærri okkur þótt okkar vinna skilaði sér ekki í endanlega útgáfu myndarinnar. Meðal þess sem við bjuggum til fyrir hann voru nokkur höfuð til að sprengja því ein söguheljan, Vince, verð- ur fyrir því óláni að hleypa af byssu á farþega í aftursæti bif- reiðar," segir Greg Nicotero einn starfsmanna Bergers. Nýtt morgunútvarp á Bylgjunni „Stað- góður frétta- morgun- verður“ Þau eru mætt til vinnu í húmi nætur. Upp úr klukkan fimm fá þau sér fyrsta kaffibollann, meta stöðuna og leggja línurnar fyrir daginn. Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal hefja síðan út- sendingu á morgunþætti Bylgj- unnar á slaginu klukkan sex og eru að til níu. Þetta er þríeyki þar sem útsendingarstjórinn Þráinn Steinsson er mannþekkjarinn sem veit alltaf nákvæmlega hvað fólkið við hljóðnemann gerir næst. En af hveiju ákváðu þau að hefja útsendingu klukkan sex á morgn- ana í stað hálfsjö eins og verið hefur? „Það gefur okkur visst forskot að byija svona snemma," segir Margrét. „Við getum til að mynda aflað okkur frétta af veðri og færð um land allt nokkru áður en þær upplýsingar birtast annars staðar. Og það er ekki síst mikil- vægt nú þegar vetur gengur í garð.“ Með símsambandi við árris- ula karla og konur vítt og breitt um landið, bílstjóra og sjómenn, fá umsjónarmenn morgunþáttar- ins fyrstu fréttir af færð og veðri. í þættinum er þó aldeilis ekki bara verið að spjalla um veðrið. Fréttir líðandi stundar skipa háan sess og umfjöllun Þorgeirs og Margrét- ar um fréttatengd mál gefur hlust- endum Bylgjunnar glögga mynd af þjóðmálaumræðunni. Morgunstund gefur gull í mund „Þátturinn er eiginlega eins og gott fréttablað með fyrirsögnum og útdráttum um helstu hitamálin. Þetta er eins og staðgóður frétta- morgunverður sem býr menn und- ir daginn,“ segir hinn reyndi út- varpsmaður Þorgeir Ástvaldsson um efnistökin. „Þótt við Margrét séum mætt hérna í bítið hvem Margrét Blöndal Þorgeir Ástvaldsson virkan dag þá erum við á vaktinni allan sólarhringinn og getum reitt fram nýjar hliðar á málunum að morgni. Það kemur því iðulega fyrir að úr viðtölum okkar spinnist fréttir fyrir fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2.“ Og það má með sanni segja að víða hafi verið komið við þennan morgun sem spjallað var við Mar- gréti og Þorgeir. Þau höfðu meðal annars rætt við lögregluna á ísafirði um ófærð á Breiðadals- heiði, spjallað við krabbameinssjúk börn sem voru að leggja upp í lang- ferð frá Leifsstöð alla leið til Legó- lands í Danmörku, fjallað um aug- ljós skattsvik, setningu Alþingis og snarlega fjölgun í Alþýðu-' bandalaginu. Það er því líklega rétt hjá Margréti Blöndal og Þor- geiri Ástvalds þegar þau segja að það einfaldlega borgi sig að vera fyrst á fætur. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. Tónlist eftir Felix Mendelssohn. — Te Deum fyrir einsöngvara kór og hljómsveit. Audrey Michael, Nathalie Stutzmann, Suzana Teixeira, Marcus Schaeffer og José Fardilha syngja með Gul- benkian kórnum og -hljómsveit- inni i Lissabon; Michel Corboz stjórnar. — Oktett ópus 20. Hausmusik kammersveitin leikur. 9.03 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti) 10.03 Veðurfregnir. 10.20 Velkomin stjarna. Leiftur frá Jifshlaupi séra Matthíasar Jochumssonar á 75. ártíð hans. Séra Sigurður Jónsson í Odda blaðar í Söguköflum og Bréfum séra Matthíasar (2:5) 11.00 Messa í Laugarneskirkju. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.45 Veðurfregnir, auglýsingar og tónlist. 13.00 Rás eitt klukkan eitt. Um- sjón: Ævar Kjartansson. 14.00 Jón Leifs. Fyrsti þáttur af fjórum: Æsku- og manndómsár. Umsjón: Hjálmar H. Ragnars- son. 15.00 Þú, dýra list. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 16.05 Hver er framtíðarsýn bænda? Bændur i Ölfusi og Borgarfirði sóttir heim. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 17.00 Tónleikar Kroumata slag- verkshópsins íá Sólstafa-hátíð 19. mars sl. endurteknir. Um- sjón: Þorkell Sigurbjörnsson. 18.25 Smásaga: Saga handa börn- um eftir Svövu Jakobsdóttur. Höfundur les. (Fyrst á dagskrá 1975) 18.50 Dánarfregnir og augiýsingar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Kórtónlist. — Nánie, ópus 82 eftir Johannes Brahms. Kór og hljómsveit Tékknesku fílharmóníunnar í Prag flytja; Giuseppe Sinopoli stjórnar. — Lorca svíta, ópus 72 eftir Einojuhani Rautavaara. Kór Danska útvarpsins syngur; Stef- an Parkman stjórnar. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 20.40 Þjóðarþel. Eyrbyggja saga Endurtekinn sögulestur vikunn- ar. Þorsteinn frá Hamri les. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Guðrún Edda Gunnarsdóttir flytur. 22:20 Tónlist á síðkvöldi — Píanókonsert númer 1 f e-moll ópus 11 eftir Fréderic Chopin. Dinu Lipatti ieikur með Tonhalle hljómsveitinni í Ziirich; Otto Ackermann stjórnar. Hljóðritað í Lundúnum 1947. 23.00 Fijálsar hendur. Umsjón: Illugi Jökulsson. 0.10 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur frá morgni) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Næturtónar. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Urval dægurmálaútvarps liðinnar viku. 13.00 Umslagið. Umsjón: Jón Stef- ánsson. 14.00 Þriðji maðurinn. Umsjón Árni Þórarinsson og Ing- ólfur Margeirsson. 15.00 Tónlistar- krossgátan. Umsjón Jón Gröndal. 17.00 Tengja. Um^jón: Kristján Sigurjónsson. 19.32 Milli steins og sleggju. 20.30 Ljúfir kvöldtónar. 22.10 Rokkland. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 23.10 Frá Hróar- skeldurhátíðinni. Umsjón Ásmund- ur Jónsson og Guðni Rúnar Agn- arsson. O.IOLjúfir Næturtónar. Fréttir RÁS I og RÁS 2 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. NÆTURÚTVARPID 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 og 6.00 Fréttir og fréttir af veðir, færð og flugsamgöngum. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 9.00 Þórður Vagnsson. 12.00 Gylfi Þór. 16.00 Inga Rún. 19.00 Einar Baldursson. 22.00 Lífslindin. 24.00 Tónlistardeild. BYLGJAN FM 98,9 10.00 Morgunkaffi. 12.15 Hádeg- istónar 13.00 Sunnudagsfléttan. Halldór Bachman og Erla Frið- geirs. 17.00 Við heygarðshornið. Bjarni Dagur Jónsson. 19.19 19:19 20.00 Sunnudagskvöld. Jóhann Jóhannsson. 1.00 Næturhrafninn flýgur. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BROSID FM 96,7 13.00 Gylfi Guðmundsson. 16.00 Kristinn Benediktsson. 18.00 Ókynnt tónlist. 20.00 Pálína Sig- urðardóttir. 22.00 Böðvar Jónsson. 23.00 Ókynnt tónlist. KLASSÍK FM 106,8 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Óperukynning. Randver Þorláks- son, Hinrik Olafsson. 18.30 Blönd- uð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Tónlist. 9.00 Kirkjudagskrá. 11.00 Tónlist. 13.00 Kirkjudag- skrá. 15.00 Tónlist. 17.00 Kirkju- dagskrá. 19.00 Tónlist. 22.00 Ró- legt og fræðandi. SÍGILT-FM FM 94,3 9.00Sunnudagstónleikar. 12.00 Sígilt f hádeginu. 13.00 Sunnu- dagskonsert. 16.00 íslenskir tónar. 18.00 Ljúfir tónar. 21.00 Tónleik- ar. 24.00 Næturtónar. FM 957 FM 95,7 , 10.00 Samúel Bjarki Pétursson. 13.00 Ragnar Bjarnason. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Pétur Rúnar Guðnason. 22.00 Stefán Hilmarsson. 1.00 Næturvaktin. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Siggi Sveins. 17.00 Hvíta tjaldið 19.00 Rokk X. 21.00 Súr-’ mjólk. 1.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.