Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 C 7 TONLIST Selfosskirkja SAMSPILSTÓNLEIKAR Flytjendur: Camilla Söderberg, Hörður Áskelsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Ólöf Sesselja Ósk- arsdóttir. Mánudagur 2. október 1995. VERK norður-þýskra barokk- meistara voru viðfangsefni flytjend- anna í kirkjunni í kvöld. Það var reyndar ævintýri líkast þegar komið var fram á Kambabrún, á leið aust- ur, að líta Ölfusið sem eitt stjörnu- haf svo langt sem sjónin gat teygt sig. Ljósin í Hveragerði, Selfossi, Stokkseyri og Þorlákshöfn runnu um stund saman í eitt ljósahaf og augnablik sá maður inn í þá fram- tíð þegar óslitin byggðin hlekkjar þessa staði saman, þeir verða ekki lengur til sem einstaklingar og byggðin þá heitir Ölfusbær eða Ölf- usborg, með u.þ.b.. tvær milljónir íbúa. Skyldu milljónirnar þá verða hamingjusamari en þúsundirnar í dag? Það er víst jafn ómögulegt að svara þessu og svara sovésku kon- unni sem langaði til að eignast bíl en vegna kerfisins varð að bíða í mörg ár eftir að sú ósk rættist, ef óskin þá rættist nokkurn tíma. Undirritaður stakk því að konunni að biðtíminn kynni að styttast veru- lega ef þjóðin tæki upp kapitalisma. Ljósadýrð og september- tónleikar Konan hugsaði sig litla stund um og spurði síðan: Heldur þú að við yrðum hamingjusamari? Svar hafði ég ekki tilbúið. En fagurt og magn- að er umhverfi Selfosskirkju með lygnt og ógnandi fljótið á aðra hönd sem lítur út eins og saklaus sund- laug í stjörnublikinu en engu þyrm- ir sem það fær hönd á fest. Það eru kannske fyrst og fremst þessir töfrar, þessar andstæður, sem halda saman byggð á þessu landi, frekar en viturleg og ástrík handleiðsla ráðsmannanna okkar í öllum tilvik- um. Ráðsmennskan við kirkjuna á bökkum Ölfusár virðist þá vera framsýn og viturleg. í upphafi tón- leikanna var Tómasi Guðmundssyni prófasti þakkað hans stóra framíag til tónlistarmála kirkjunnar og þar með að stuðla stórum að september- tónleikahaldi kirkjunnar í upphafi, tónleikahaldi sem nú er komið á fastan fjárhagslegaii grunn og hef- ur hlotið lof og fastan sess í tónlist- arlífi Sunnlendinga. Tónleikamir hófust á Kantötu eftir G.Ph. Telemann nr. 41 fyrir sópran, blokkflautu og fylgirödd. Nokkra stund tók í byijun að sam- ræma tempóið og kannske endaði fyrri arían í því að verða í hraðara lagi. Rafmagnsorgel hafði verið fengið að láni til tónleikahaldsins. Líflaus tónn rafmagnshljóðfærisins fellur ekki vel að tóni blokkflaut- unnar né heldur söngraddarinnar og því erfitt að ná hreinum og lif- andi samhljómi þessa þriggja hljóð- færa. Þarna hefði þurft að koma til lítið „positiv". Camilla er framúr- skarandi blokkflautuleikari og mús- iserar fram í fíngurgóma, hún má þó passa sig á að yfirtúlka ekki, en við það jaðraði í kvöld. Þessi barokk-karlar skila sér best í ein- faldri, hreinni meðferð, meira þurfa þeir ekki. Marta Guðrún Halldórs- dóttir söng í öllum verkunum utan tveim, Prelúdíu (og fúgu) í D-dúr eftir Buxtehude, sem Hörður spilaði á hið ágæta orgel kirkjunnar og hljómaði ágætlega niður til okkar áheyrenda, en orgelið og kirkjan eru eins og samlynd systkin, en þannig á það líka að vera. Hitt verkið var Sónata í f-moll fyrir blokkflautu og orgel, sem Camilla og Hörður léku ágætlega, en þó glytti á vandamálið með stemmn- inguna milli þessara tveggja hljóð- færa. Marta er músikölsk vel og söngvön og fallegast söng hún ljóð- in þijú úr ljóðabók Schemelli svo og síðasta verkið á efnisskránni, aríuna úr kantötu nr. 39, „Höc- hster, was ich habe“, eftir J.S. Bach. í þessum tveim verkefnum söng hún veikt, en þá naut röddin sín best við hljómburð kirkjunnar. í sterkum söng virkaði röddin dálít- ið sár en alla meðferð þarf að miða við þann hljómburð sem fyrir hendi er, einnig þarf hún, sem einsöngv- ari, að gleyma hluta af kórtradisjón- inni. En fallegir tónleikar voru þetta sem þakka skal, um leið og kirkj- unni, organista hennar, tónlistar- nefnd og aðstandendum öðrum skal óskað til hamingju með það mikla tónlistarstarf sem fram fer innan kirkjunnar og þar með þessa ár- vissu steptembertónlistardaga, sem í ár teygðu sig fram á 3. október. Ragnar Björnsson Svart og hvítt KVIKMYNDIR Bíóborgin NEIEREKKERT SVAR ■k -k Leikstjóri Jón Tryggvason. Handrit Jón Tryggvason og Marteinn Þórs- son. Tónlist Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. Kvikmyndatökustjóri Ulfar H. Hróbjartsson. Klipping Jón Tryggvason. Aðalleikendin- Heiðrún Anna Björnsdóttir, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, Skúli Gautason, Ari Matt- hiasson, Roy Scott, Michael Liebman, Magnús Jónsson. Íslensk-Norsk gerð af Glansmyndum í samvinnu við Nordisk Film Development og RÚV. 1995 NÝR kvistur, Nei er ekkert svar er vaxinn í íslenskri kvikmyndaflóru og hann næsta kynlegur. Einhver mundi kalla hann „flippaðan“. Útlit hennar er mjög sérstakt en langar senur setja mark sitt á hana, stund- um með tilætluðum árangri, í önnur skipti trufla þær frásögnina. Þá er myndin í svart/hvítu sem er harla fátítt en á vel við innihaldið og myndbygginguna. Það geggjaðasta við Nei er ekkert svar er sj álft hand- ritið og persónumar sem eru skyld- astar þeim í Veggfóðri og Sódóma Reykjavík en ganga þó mun lengra. Þá ber myndin þess merki að hafa verið gerð fyrir smámynt, engu að síður hafa kvikmyndagerðarmenn- inir unnið hálfgert kraftaverk fyrir þær rétt rúmu 30 milljónir sem þeir skröpuðu saman, einkum hjá stórframleiðandanum norska, Peter Borgli. Aðalpersónurnar era systur sem þekkjast lítið, Sigga (Heiðrún Anna Bjömsdóttir) og Dídí (Ingibjörg Stefánsdóttir), ólíkar einsog hvítt og svart. Sigga er dagfarsprúð sveitastúlka, ljós og björt og hug- leiðir að giftast sveitamanninum sínum (Magnús Jónsson) en Dídí er dökk yfirlitum, forhert borgar- barn á kafi í hverskonar rugli og þráir það heitast að komást af landi brott. Kemur Sigga til Reykjavíkur til að kynna sér hagi systur sinnar og er ekki fyrr komin til höfuðborg- arinnar en Dídí hefur platað hana til að hjálpa sér að stela eiturlyfja- sendingu frá tveimur, erlendum dópmöngurum. Þá koma til sögunn- ar íslenskir kollegar þeirra, hópur glæpamanna og allir vilja systurnar feigar og upphefst allsheijar elt- ingaleikur. Heldur groddaleg blanda sem borin er á borð fyrir áhorfendur: eiturlyf, nauðganir, morð, barsmíð- ar og persónurnar allar hálfgerð úrhrök utan Sigga. Þetta fer sjálf- sagt fyrir brjóstið á sumum en mergur málsins er sá að efnið og efnistökin era öll farsakennd og HELDUR groddaleg blanda sem borin er á borð fyrir áhorfend- ur: eiturlyf, nauðganir, morð og barsmíðar. fáranleikinn jafnan í fyrirrúmi. Bakgrannurinn á sér tæpast stoð í íslenskum raunveruleika, því er Nei er ekkert svar hreinræktuð fantasia þar sem seinheppnir, krambúleraðir krimmar gera hver mistökin á fæt- ur öðrum, þetta eru broslegar per- sónur sem minna á lúðana hans Tarantinos. Kvenpersónurnar era kjaftforar, öskrandi á allt og alla , útlit Dídíar minnir óneitanlega á Umu Thurman karakterinn í Reyf- ara. Svo þessi djöfulskapur allur er á léttu nótunum og oft á tíðum meinfyndinn. Það er þvi hin undar- legasta ráðstöfun að banna þetta óvenjulega sprell unglingum innan 16, sem er strangasti dómur sem íslensk mynd hefur fengið til þessa hjá eftirlitinu. En vitaskuld er það unga fólkið sem myndin höfðar fyrst og fremst til. Nei er ekkert svar er ákaflega óhefðbundin að allri gerð, kvik- myndagerðarmennirnir hafa gengið með óvenjulega drauma í kollinum og haft getu til þess að láta þá rætast. Utkoman er svart/hvít á flestan hátt. Margt frumlegt og meinhæðið á meðan annað gengur síður upp, heildarútkoma létt og hress en ekkert ýkja merkileg. Væri forvitnilegt að sjá hvers þeir Jón, Úlfar og Marteinn væru megn- ugir með fullar hendur fjár. Þá fengjum við heldur engan kynlegan kvist. Sæbjörn Valdimarsson NÚ STENDUR yfir sýning á myndum Birgis Schiöth „Heima er best eldhugar og afreks- menn“ á Mokka við Skólavörðu- stíg. I kynningu segir: „A sýnmgu Birgis gefst fólki færi á að skyggnast á bakvið tjöldin og tengja saman nokkur nöfn og andlit er tilheyra þessari ann- ars mjög svo mislitu og ósam- FRA sýningunni á Mokka. Eldhugar o g afreks- menn stæðu myndlistarfjölskyldu. Nafn og andlit Birgis er hins Morgunblaðið/Ásdís vegar lítt þekkt stærð í heimi myndlistarinnar. Hann á hvorki verk í eigu Listasafns Reykjavíkurborgar né Lista- safns íslands, hvorki bönkum né öðrum stofnunum, enda þótt hann sé kominn á eftirlauna- aldur og hafi haldið fjölda sýn- inga í gróðurstöðvum og fé- lagsheimilum vítt og breitt um landið.“ Síðasta sýningar- helgi SÝNINGU Haf- dísar Olafsdótt- ur í Gerðarsafni í Kópavogi lýkur á morgun, sunnudag. Sýn- ingin heitir Vatn og tengjast myndirnar allar hafi og vatni. A sýningunni eru stórar tré- ristur og ein- þrykk af koparplötum. Þetta er fjórða einkasýning Hafdísar. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda sam- sýninga bæði hér heima og erlendis. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-1981 og hefur kennt við sama skóla frá 1985. HAFDÍS Ólafsdóttir MENNING /LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930, Kristín Gunnlaugsdóttir, Forn leirl- ist frá Perú og Konur og vídeó. Ásmundarsafn Stillinn í list Ásmundar fram á haust. Listasafn íslands Haustsýn. Safris Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gerðuberg Inga Ragnarsd. sýnir til 16. nóvem- ber. Hlynur Hallsson tii 15. okt. Gallerí Fold Haukur Dór sýnir til 8. október. Bima Matthíasd. í kynningarhomi. Gallerí Sævars Karls Árni Ingólfsson sýnir. Gallerí Sólon íslandus Myndlistarsýn. 8 myndlistarmanna. Gerðarsafn Hafdís Ólafsdóttir, Þóra Geirsdóttir og Kristín Geirsdóttir sýna til 8. okt. Gallerí Birgis Andréssonar Frank Reitenspiefi og Margrét Magnúsdóttir sýna til 15. okt. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson stendur í allan vetur. Listhúsið Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir til ára- móta. Nýlistasafnið Austurrískir myndlistarm. sýna til 15. okt. Mokka Birgir Schiöth sýnir til 27. okt. Gallerí Stöðlakot Margrét Salóme sýnir til 15. okt. Gallerí Greip Kristinn Már sýnir til 15. okt. Listhús 39 Þorfinnur Sigurgelrss. sýnir til 16. okt. Nýlistasafnið Jörgen Knudsen og Kurt Johannes- sen flytja gjöming. Vinnustofa Ástu Guðrúnar Yfirlitssýn. Ástu Guðrúnar, Hall- veigarstíg 7, út okt. Við Hamarinn Samsýn. sex myndlistarmanna. Hafnarborg Valgerður Hauksdóttir sýnir til 16. okt. Gallerí Allra handa, Akureyri Gunnar Rafn Jónsson sýnir til 10. okt. TONLIST Laugardagur 7. október Sverrir Guðjónsson kontratenór og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari á Kjarvalsstöðum kl. 16.30. Lúðra- sveitin Svanur í Stykkishólmskirkju kl. 17. Sunnudagur 8. október Orgeltónleikar vegna. stofnunar minningarsjóðs Páls ísólfssonar í Hallgrímskirkju kl. 17. Minningar- tónleikar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar i sal Grunnskóla ísafjarðar kl. 20.30. Þriðjudagur 10. október Tónleikaröð LR hvert þriðjudags- kvöld kl. 20.30. í kvöld 3-5 hópur- inn, kvintettar og tríó._____ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 14. okt. Taktu lagið, Lóa lau., sun. 8. okt., mið., lau. Stakkaskipti lau. 7. okt., fös. Sannur karlmaður lau. 8. okt., fim., fös. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur sun. 8. okt., lau. Súperstar miðnætursýn. fim. 12. okt., lau. Tvískinnungsóperan fmmsýn. lau. 7. okt., mið. Hvað dreymdi þig, Valentína? sun. 8. okt., mið., fös., lau. íslenska leikhúsið í djúpi daganna lau. 7. okt. Möguleikhúsið Ævintýrabókin frams. lau. 7. okt., lau. Loftkastalinn Rocky Horror miðnætursýn. lau. 7. okt., fim., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og háðvör sýnir Himna- ríki, lau. 7. okt., mið., fim., fös., lau. íslenska óperan Carmina Burana frumsýn. lau. 7. okt., fös.P lau. Kaffilcikhúsið Ársafmæli Kaffileikhússins lau. 7. okt. Haustvísa í Hlaðvarpanum sun. 8. okt. Sápa þtjú frams. fös. 13. okt., lau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.