Morgunblaðið - 21.10.1995, Page 2
2 C LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tónlistarhátíðin Norðurljós
hefst á morgun
Ný endurreisn
Tónlistarhátíðin
Norðurljós hefst með
tónleikum í Háteigs-
kirkju á morgun kl. 17. Þar
koma fram Camilla Söderberg
blokkflautuleikari, Sarah Buck-
ley víóluleikari og Martial
Nardeau þverflautuleikari. Það
er tónlistarhópurinn Musica
Antiqua sem stendur fyrir há-
tíðinni í samvinnu við Ríkisút-
varpið en á henni verður lögð
áhersla á tónlist frá miðöldum
fram að klassískum tíma.
Sverrir Guðjónsson söngvari
er einn meðlima tónlistarhóps-
ins. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að undirbúning-
ur hátíðarinnar hefði staðið
lengi en stefnt er að því að hún
verði fastur viðburður á þess-
um árstíma.
Á tónleikunum núna erum
við einkum með verk frá bar-
okktímanum og endurreisn,"
sagði Sverrir. Hann sagði að
töluvert væri gert af því í dag
að flytja gamla tónlist með upp-
runalegum hljóðfærum og það
myndu þau einnig kappkosta
að gera.
Musica Antiqua hópurinn
hefur hingað til einbeitt sér að
tónlist frá endurreisn og bar-
okktímanum en er að færa út
kvíarnar með þessari hátíð þar
sem teygt verður á tímanum í
báðar áttir, að sögn Sverris.
Fleira til en Mozart
Mikill áhugi hefur vaknað á
gamalli tóniist á undanförnum
árum og hafa þá sumartónleik-
arnir í Skálholti skipað stóran
sess með áhersiu á barokktón-
list. „Það virðist vera einhver
vakning í gangi og það virkar
þannig á mig að það sé ákveðin
endurskoðun á döfinni. Við
erum að færast inn í nýja öld
og þá er fólki tamt að líta um
öxl. Mér finnst eins og það sem
er að gerast í tónlistarheimin-
um í dag sé einskon-
ar ný endurreisn og
fólk lítur bæði aftur
fyrir sig og fram á
veginn í sama
mund.“
Aðspurður um
hvort hann haldi að
fólki finnist kominn
tími til að hvíla
Mozart, Beethoven
og fleiri, sem hafa
verið mikið leiknir
á þessari öld, sagð-
ist hann halda að
fólk væri að vakna
til vitundar um að
það sé svo margt
annað til. „Klass-
íska tímanum hefur
verið haldið mjög á lofti og
mikið er til af upptökum af
efni frá þeim tíma, en af því
ráðast vinsældir oft. Nú er sí-
fellt að aukast framboð á gam-
alli tónlist á geisladiskum og
það hefur sitt að segja,“ sagði
Sverrir.
Munkasöngur hefur verið
vinsæll upp á síðkastið og
blaðamaður spyr hvort hópur-
inn hafi hug á að flytja slíkt
efni.
„Á þessari hátíð munum við
flytja það sem við höfum verið
að fást við og erum að fást við
en í framtíðinni sjáum við fyrir
okkur að fitja upp á ýmsum
hlutum sem ekki hafa verið
mikið fluttir hér.“
Hátíðin er haldin í samvinnu
við Ríkisútvarpið sem mun
styðja við bakið á hátíðinni og
hljóðrita tónleikana.
Fyrstu tónleikarnir verða
eins og áður sagði í Háteigs-
kirkju á morgun, aðrir tónleik-
arnir í Kristskirkju 29. október
og þriðju og síðustu tónleikarn-
ir 30. október í Þjóðminjasafn-
inu en þar mun Sverrir koma
fram ásamt Guðrúnu Óskars-
dóttur semballeikara og Snorra
Erni Snorrasyni lútuleikara.
Sverrir Snorri
Guðjónsson Örn Snorrason
Nýr bókmennta-
gagnrýnandi
ÞRÖSTUR Helga-
son hefur verið ráðinn
nýr bókmenntagagn-
rýnandi Morgunblaðs-
ins.
Þröstur er fæddur
1967. Hann lauk B.A-
prófi í íslensku frá
Háskóla íslands 1991
og MA-prófi í íslensk-
um bókmenntum frá
sama skóla 1994. Rit-
gerð hans nefnist Til-
urð höfundarins. Efl-
ing sjálfsverunnar á
18. og 19. öld í ljósi
íslenskrar skáldskaparfræði.
Hann starfaði á Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla íslands árið
1993, vann þar við nýtt uppfletti-
rit um íslenskar bókmenntir.
Þröstur hefur ijallað um bók-
menntir í blöðum og
útvarpi. Hann hefur
einnig haldið fyrir-
lestra um íslenskar
bókmenntir hér heima
og erlendis. Hann var
gagnrýnandi Dags-
ljóss RÚV veturinn
1994-95.
Þröstur hefur verið
blaðamaður á Morg-
unblaðinu frá því í maí
á þessu ári. Sambýlis-
kona hans er Eygló
Björk Ólafsdóttir við-
skiptafræðingur.
Þröstur hefur starf sitt sem
bókmenntagagnrýnandi blaðsins
með því að skrifa um skáldsöguna
Hraunfólkið eftir Björn Th.
Björnsson. Ritdómurinn birtist á
bls 7 í menningarblaðinu í dag.
Bókastefnan í Frankfurt
Peter
Hoeg
Jostein
Gaarder
Halldór
Guðmundsson
Ólafur
Ragnarsson
Leitin að þriðja
manninum
Abókastefnunni í
Frankfurt, þeirri 47. í röð-
inni, var mikið talað um
norræna bylgju eða norræna inn-
rás. Norðurlandahöfundar vöktu
töluverða athygli. Tveir þeirra eru
nú metsöluhöfundar í Þýskalandi,
þeir Peter Hoeg frá Danmörku,
höfundur Lesið í snjóinn, og Norð-
maðurinn Jostein Gaarder með
Veröld Soffíu. Gaarder var á stefn-
unni jafnan umkringdur blaða-
mönnum og sjónvarpsmönnum.
Norræna bylgjan
Halldór Guðmundsson útgáfu-
stjóri Máls og menningar sagði
norrænu bylgjuna staðreynd og nú
væri verulegur áhugi hjá þýskum
útgefendum á bókmenntum Norð-
urlandaþjóða. Hann þakkaði þetta
ekki síst framgangi Heegs og Ga-
arders. Fyrir sjö til átta árum sagði
hann að áhuginn hefði aðeins ver-
ið fyrir hendi hjá fáeimgn hug-
sjónamönnum. Nú spyrðu stóru
forlögin tíðinda frá íslandi.
Vegna mikils áhuga, sérstak-
lega í Þýskalandi (sá áhugi
byggir reyndar á gömlum
grunni eins og Halldór benti
á), kvaðst Halldór telja það
klúður og skammsýni ef
Norðurlandaráð léti það
tækifæri glutrast niður að
norrænar þjóðir yrðu í
brennidepli á bókastefn-
unni, eins og þær eiga kost
á og mikið var rætt um í
fyrra. M væri hreyfing í
þessum efnum og greinileg
markaðssveifla sem þyrfti
að nýta. Meðal þjóða sem
telja sig hafa grætt á
„brennideplinum" eru Hol-
lendingar sem voru í önd-
vegi í hittifyrra. Næst verða
það írar.
Gulleyjan eftir Einar Kára-
son kom út í Þýskalandi í sumar
og hlaut mjög lofsamlega dóma.
Meðal höfunda sem Mál og menn-
ing gefur út og eru væntanlegir á
þýsku á næsta ári eru Einar Már
Guðmundsson (Englar alheimsins)
og Gyrðir Elíasson (Svefnhjólið).
Halldór Guðmundsson sagðist
hafa orðið var við að Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs hefðu
áhrif út fyrir Norðurlönd. íslenskir
höfundar væru orðnir vel kunnir á
Norðurlöndum, en nú færðist
áhugi á þeim sunnar í álfuna.
Hann nefndi Frakkland og Spán í
því sambandi, gerður hefði verið
samningur á bókastefnunni um
útgáfu Engla alheimsins í Frakk-
landi og vel horfði með útgáfu á
Spáni. Halldór Guðmundsson gat
að lokum sérstaklega áhuga Hol-
lendinga á íslenskum bókmennt-
um. Hollenska forlagið, De bezige
bis, gefur út á næsta ári verk eft-
ir Einar Kárason og Einar Má
Guðmundsson. Sama forlag gengst
fyrir norrænni bókmenntahátíð á
Hollandi á næsta ári og býður
þangað tveim höfundum frá hveiju
Norðurlanda. Að mati Halldórs
Bókastefnunni miklu í
Frankfurt lauk á
mánudaginn. Jóhann
Hjálmarsson var á
stefnunni og fylgdist
með norrænni innrás í
Þýskaland og ræddi við
höfunda, útgefendur
og gagnrýnendur.
Guðmundssonar hefur orðstír Bók-
menntahátíðinnnar á íslandi borist
víða og hún hefur átt þátt í vel-
gengni íslenskra rithöfunda. „Við
erum ekki utanveltu," sagði
Halldór.
BÆKUR komast með ýmsum
hætti inn á Bókastefnuna í
Frankfurt.
Þriðji maðurinn
í sama streng og Halldór tók
Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-
Helgafells. Hann sagði að útgef-
endur á stefnunni væru bjartsýnir
og töluðu um uppsveiflu. Eftir að
áhugi hefði minnkað á bókmennt-
um frá Suður-Ameríku væri aug-
ljóst að athyglin beindist að Norð-
urlöndum og menn biðu í ofvæni
eftir þriðja manninum, norrænum
höfundi sem gæti fyllt flokk ílaegs
og Gaarders.
Ólafur sagði að áhugi á skáld-
sögum og fagurbókmenntum yfir-
leitt næði líka til barna- og ungl-
ingabóka. Sjálfur legði hann
áhersiu á verk barnabókahöfunda
með því að kynna Guðrúnu Helga-
dóttur og höfunda sem fengið hafa
íslensku barnabókaverðlaunin.
Hann væri með átak um að koma
þeim á framfæri.
Halldór Laxness og Ólafur Jó-
hann Ólafsson voru sem áður í
forystu hjá Vöku-Helgafelli. Ólaf-
ur Ragnarsson orðaði þetta þannig
að annars vegar væru bókmenntir
fyrir börn og fullorðna, hins vegar
flokkur matreiðslubóka sem mælst
hefði afar vel fyrir, enda væru js-
lenskar uppskriftir alþjóðlegar. ís-
land væri deigla sem ynni úr al-
þjóðlegri matargerð og sama
mætti að vissu marki segja um
fagurbókmenntirnar.
Endurskoðaðar og nýjar þýðing-
ar á verkum eftir Halldór Laxness
halda áfram að koma út í Þýska-
landi. Fyrirgefning syndanna eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson kom út í
þýskri þýðingu í sumar, en dómar
hafa enn ekki birst. Á Englandi
var skáldsögunni vel tekið, en þar
heitir höfundurinn Olaf Ólafson.
Útgáfuréttur á Benjamín dúfu,
skáldsögu Friðriks Erlingssonar,
hefur verið seldur til Dan-
merkur, Finnlands, Svíþjóðar
og Ítalíu. Gegnum þyrni-
gerðið eftir Iðunni Steins-
dóttur hefur komið út í
Þýskalandi.
Ólafur sagðist hafa orð-
ið var við áhuga á bókum
Elíasar Snælands Jónssonar
hjá útgefendum, hið ævintýralega
í bókum hans og íslensk náttúra
höfðaði meðal annars til Þjóðveija.
Athyglisvert var það sem kom
fram hjá Ólafi Ragnarssyni að sí-
vaxandi margmiðlun sem setti svip
á bókastefnuna væri ekki ógn held-
ur viðbót. Ólafur sagði að bóka-
stefnan speglaði breytingar í
margmiðlun og fjölmiðlun yfirleitt,
en hefðbundnar bækur væru ekki
látnar gjalda þess, gróskan væri
mikil í bókaútgáfu.
Sagan
Norski gagnrýnandinn,
Kjell Olaf Jensen, sagðist
finna norræna bylgju á bókastefn-
unni. Hann nefndi höfunda eins
og Svíana Torgny Lindgren og Per
Olav Enquist og landa sinn Kjell
Askildsen sem væru ekki síður
merkir og að sínum dómi meiri
höfundar en þeir sem mest er hald-
ið fram. „Kjell Askildsen kemur
út í Frakklandi bráðlega og vegur
hans vex“, sagði Jensen, „en hann
verður aldrei metsöluhöfundur."
(Því má bæta við að nýlega er
komið út eftir hann smásagnasafn
hér heima: Síðustu minnisblöð
Tómasar F. fyrir almennings sjón-
ir). Torgny Lindgren er mjög mik-
ils metinn í Þýskalandi og víðar
og gæti hafnað á tindinum með
þeim Hoeg og Gaarder því að, eins
og Kjell Olaf Jensen orðar það,
„hefur hann hið epíska sem fólk
sækist eftir, SÖGUNA.“
Kjell Olaf Jensen er ekki jafn
hrifinn af landa sínum, Erik Fos-
nes Hansen, sem lét sig ekki vanta
á bókastefnuna enda kunnur í
Þýskalandi og hefur verið á met-
sölulistum þar. Bók hans um
nokkra félaga í hljómsveit skipsins
Titanics, Sálmur að leiðarlokum,
var mjög rómuð.