Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 C 3
MEÐ einlægri vinsemd má
breyta öllu til betri vegar og
meira að segja ræningjar
geta orðið heiðarlegt fólk.
Enginn er bara hetja og eng-
inn er bara óþokki, og allir
verða að fá að vera svolítið öðruvísi en aðr-
ir . . . Umburðarlyndi í sinni einföldustu
mynd.“
Þessi orð er að finna í formála rithöfundar-
ins ástsæla Thorbjörns Egner að leikritinu
Kardemommubænum sem verður frumsýnt í
fímmta sinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins í dag
kl.13.
Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri segir að
boðskapur verksins felist í hnotskum í orðum
Egners. Kardemommubærinn sé öðru fremur
kærleiksrík sköpun. „Þessi heimur, Kar-
demmommubærinn, er svo fullur af kærleika
að það flóir yfír alla barma. Ræningjamir
ræna ekki af illsku heldur af nauðsyn og þótt
Soffía sé skapvond er ekki í henni slæmur
þráður. í Kardemommubæ hafa allir kærleik-
ann að leiðarljósi.“
Leikstjórinn segir ennfremur að Kar-
demommubærinn sé dæmi um nánast fullkom-
ið verk fyrir börn. „Það er allt í þessu upp-
byggilega verki sem er að mínu mati mjög
hollt veganesti fyrir börn. Færi betur ef allt
barnaefni hefði jafnkærleiksríkan boðskap."
Vinsæll höfundur
Norðmanninn Thorbjöm Egner þarf vart að
kynna en fáir rithöfundar hafa unnið hug og
hjörtu íslenskra ungmenna með jafn afgerandi
hætti. Hann sneri sér snemma að listum og
eftir Egner liggja fjölmargar bamabækur sem
hann myndskreytti sjálfur. Þeirra þekktastar
em Dýrin í Hálsaskógi, Karíus og Baktus og
Síglaðir söngvarar, auk Kardemommubæjarins.
Gerði hann leikrit upp úr öllum þessum sögum,
samdi tónlistina, teiknaði leikmyndir og búninga
og sviðsetti oft sjálfur. Verk Egners hafa verið
þýdd á 24 tungumál, þar á meðal rússnesku,
kínversku og arabísku. Hann lést árið 1990.
Kolbrún Halldórsdóttir sá Kardemommubæ-
inn í Þjóðleikhúsinu ung að ámm — eins og
fjölmargir landsmenn. „Verkið fór beint inn í
hugarfylgsnin og það má eiginlega segja að
maður hafí þetta í genunum,“ segir hún. „Sem
leikstjóri sæki ég minn innblástur beint í þessa
minningu enda trúi ég því að upplifunin í leik-
húsinu sé ein sterkasta upplifun bernskuár-
anna. Mig fýsir alltaf að endurvekja þessa til-
fínningu hjá fullorðnu fólki en galdur ieikhúss-
ins nýtur sín aldrei betur en þegar hann nær
inn í bamssál hinnar fullorðnu manneskju."
Samkvæmt hefð
Kardemommubærinn hefur jafnan verið
settur upp í Þjóðleikhúsinu samkvæmt hug-
myndum höfundarins og em leikmynd og bún-
ingar unnin með hliðsjón af fyrirmynd Egn-
ers. Kveðst Kolbrún alltaf hafa verið staðráðin
í að fara hina hefðbundnu leið. Nýju fólki fylgi
hins vegar nýjar hugmyndir og útfærslur.
Áratugur er síðan Kardemommubærinn var
síðast á fjölunum hér á landi og Kolbrún seg-
ir að óhjákvæmilegt hafi verið að skoða hvað
hafi gerst í mannlífinu og tækni leikhússins
síðan. „Við tækifæri sem þetta er nauðsynlegt
að spyija sig hvemig leikhúsið geti komist
fetinu lengra en síðast með uppsetningu sem
þessa.“
Að sögn Kolbrúnar felst áherslubreytingin
að þessu sinni einkum í áferð leikmyndarinnar
sem er eftir Finn Amar Arnarsson. „Hún er
teiknuð með mun sterkari hætti en áður, auk
þess sem við bmgðum á það ráð að styrkja
hið suðræna andrúmsloft bæjarins — sem
Egner sótti til Marokkó — meðal annars með
því að bæta við blómahafið.'"
Bjöm Bergsteinn Guðmundsson gerir lýsingu
í Kardemommubænum að þessu sinni, búningar
em eftir Guðrúnu Auðunsdóttur, tónlistar- og
hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson og
hljóðstjóm er í höndum Sveins Kjartanssonar.
Dansstjóm er í höndum Agnesar Kristjónsdótt-
ur og Katrín Þorvaldsdóttir sér um dýragervi.
Það voru systurnar Hulda og Helga Valtýs-
Morgunblaðið/Ásdís
TOBÍ AS gamli hylltur á 75. afmælisdaginn.
RÆNINGJANA þijá (Hjálmar Hjálm-
arsson, Pálma Gestsson og Om Arna-
son) vantar tilfinnanlega ráðskonu og
í skjóli nætur ræna þeir Soffíu frænku.
KAMILLA litla (Guðbjörg Helga Jó-
hannsdóttir) fær að fara á Kar-
demommuhátíðina í fylgd Soffíu
frænku (Olafíu Hrannar Jónsdóttur) og
Tobíasar gamla (Áma Tryggvasonar).
HIN HEILAGA
MINNING
Þjóðleikhúsið frumsýnir Kardemommubæinn,
hið sívinsæla bama- og fjölskylduleikrit Thorbjöms
Egner, í fimmta sinn í dag. Orri Páll Ormarsson
leit inn á æfíngu og upplifði umburðarlyndi í sinni
einföldustu mynd.
dætur sem fyrst kynntu Egner og verk hans
fyrir íslendingum í barnatíma Ríkisútvarpsins
á sjötta áratugnum. Öll eru verk hans þýdd
af Huldu en Kristján frá Djúpalæk annaðist
bundna málið. Algengt er að þýðingar á erlend-
um leikhúsverkum séu teknar til endurskoðun-
ar enda segir Kolbrún að þær séu almennt
taldar eldast illa. Öðru máli gegni hins vegar
um Kardemommubæinn.
„Það þekkir hvert mannsbarn á íslandi þetta
leikrit. Fyrsta uppfærsla Klemenzar Jónssonar
og hans leikhóps var gefin út á plötu sem
börn hafa hlustað á í þrjátíu ár. Þýðingarnar
á söngtextunum falla að vísu ekki alltaf rétt
inn í laglínuna en þjóðin þekkir lögin með
þessum áherslum. Þetta er því í okkar huga
„rétta leiðin" til að syngja þau. Við þýðingun-
um verður því ekki hróflað."
Máli sínu til stuðnings bendir Kolbrún á,
að þótt Kardemommubærinn sé barnaleikrit
sé leikhópurinn ekki síður að setja verkið upp
fyrir fullorðna. „Við hefðum kannski ekki vald-
ið börnunum svo miklum vonbrigðum ef við
hefðum gert einhveijar róttækar breytingar á
leikritinu. Við hefðum hins vegar hróflað við
hinni heilögu minningu foreldranna."
*
Ovenju
lengií
embætti
KARDEMOMMUBÆRINN er vinsælasta
barnaleikritið i sögu Þjóðleikhússins en
verkið hefur fjórum sinnum áður verið
sett upp þar á bæ: 1959,1965,1974 og
1984. Hafa 128 þúsund gestir sótt sýning-
arnar, sem er aðsóknarmet, en þær eru
orðnar 233 talsins.
Leikstjóri í fjórum fyrstu uppfærslun-
um var Klemenz Jónsson og hann er ekki
langt undan að þessu sinni þar sem nýi
leikstjórinn, Kolbrún Halldórsdóttir, fékk
hann til liðs við sýninguna sem listrænan
ráðunaut. „Það er mjög mikilvægt að
geta leitað til Klemenzar en hann átti
stóran þátt í að skapa þennan heim á sín-
um tíma, í mikilli þökk Thorbjörns Egn-
er,“ segir Kolbrún.
Fjölmargir leikarar hafa tekið þátt í
leiknum í gegnum tíðina og margir oftar
en einu sinni. Róbert Arnfinnsson slær
þó öllum við en hann fer nú í föt Bastíans
bæjarfógeta í fjórða sinn. Uppfærslan sem
Róbert missti af var árið 1974 en þá var
hann við störf erlendis. „Það er alltaf
jafn gaman að ganga inn í gamla starfið
enda er andrúmsloftið í Kardemommubæ
alltaf eins. Það verður hins vegar að við-
urkennast að menn sitja venjulega ekki
svona lengi í embætti," segir Róbert.
Emilía Jónasdóttir túlkaði Soffíu
frænku á eftirminnilegan hátt í tveimur
fyrstu uppfærslunum. Heillaði hún meðal
annars höfundinn svo rækilega upp úr
skónum, þegar Þjóðleikhúsið bauð honum
á sýningu árið 1960, að hann breytti teikn-
ingum sínum af persónunni litillega með
hliðsjón af túlkun Emilíu. Guðrún Steph-
ensen og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir fet-
uðu í fótspor Emilíu 1974 og 1984 og nú
er röðin komin að Ólafíu Hrönn Jónsdótt-
ur.
Þrír leikið Tobías
Þrír ástsælir leikarar hafa skipt hlut-
verki Tobíasar gamla á milli sín. Jón
Aðils reið á vaðið, Árni Tryggvason kom
næstur, þá endurtók Jón leikinn, árið
1974 brá Baldvin Halldórsson sér upp í
turninn og nú rifjar Árni upp gömul kynni
af öldunginum geðþekka.
Hlutverk ræningjanna þriggja voru í
fyrstu tvö skiptin í höndum Ævars Kvar-
ans (Kasper), Baldvins Halldórssonar (Je-
sper) og Bessa Bjarnasonar (Jónatan).
Bessi var einnig með í þriðju uppfærsl-
unni en þá skipti hann um ham og varð
Kasper. Randver Þorláksson brá sér þá
í gervi Jespers og Þórhallur Sigurðsson
var Jónatan. í siðustu uppfærslu hélt
Randver sínu striki en Pálmi Gestsson
var þá kominn í hlutverk Kaspers og Örn
Árnason i hlutverk Jónatans. Að þessu
sinni er Pálmi áfram Kasper, Örn spreyt-
ir sig á Jesper og Hjálmar Hjálmarsson
leikur Jónatan.
Aðrir leikendur að þessu sinni eru Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Magnús Ragnars-
son, Hinrik Olafsson, Krislján Franklín
Magnús, Benedikt Erlingsson, Sveinn Þ.
Geirsson, Bergur Þór Ingólfsson og Ag-
nes Kristjónsdóttir. Ennfremur Guðbjörg
Helga Jóhannsdóttir, Þorvaldur Krist-
jánsson, Jónas Óskar Magnússon, Þorgeir
Arason og fjöldi annarra barna, unglinga
og hljóðfæraleikara.
TONUST
Langholtskirkja
TÓNLEIKAR
Flytjendur: Karlakór Reykjavíkur,
Kór Langholtskirlqu, Diddú, Anna
Guðný og fl. Þriðjudagur
17. otkóber.
BAROKKORGEL í Langholts-
kirkju, hvað skyldi það nú vera?
Víst híjómar orðið vel, þótt óíslenskt
sé, og víst geta raddir þessara org-
ela hljómað fagurlega og saman
geta þær einnig hljómað fagurlega
en þó því aðeins að þeim sé af þekk-
ingu og næmum smekk saman rað-
að í hljóðfærinu, sem ákvarðast af
hljómburði og stærð kirkjunnar, sem
hýsa skal hljóðfærið.
Eins og nafnið bendir til eiga
barokkhljóðfæri nútímans að vera
eftirlíking af hljóðfærunum sem
smíðuð voru á tímum barokksins,
þ.e. á tímum Bachs og fyrir hans
tíð. Orgel þessi voru smíðuð með
þá músík í huga sem skrifuð var á
þessum tíma og lýkur með orgelbók-
menntum Bachs. Rómantísk tónlist,
í þeirri mynd sem við skilgreinum
hana, þekktist ekki þá og orgelin
því ekki hönnuð fyrir þann stíl. Með
rómantíkinni byggðu menn önnur
orgel sem skilað gátu rómantísku
orgelbókmenntunum og komu þá til
ýmis hjálpargögn sem fyrri tímar
þekktu vel og voru rómantíkinni
nauðsyn.
Orgel og kirkja þurfa að fallast
í faðma. Undirritaður minnist þess
að á tónleikaferð um Þýskaland lék
hann á eitt slíkt barokk-orgel í sér-
lega fallegri gamalli kirkju og svo
vel harmoneruðu saman bygging-
arstíll þessarar gömlu kirkju og
Sungið
og spilað
til orgel-
kaupa
orgelsins að undirritaður fékk á
tilfinninguna að kirkjan hefði verið
byggð utan um orgelið. Spilaborð
barokk-orgelsins var minna en það
sem ég átti að vunjast (þ.e. hafði
færri nótur) og skapaði mér erfið-
leika í þeirri efnisskrá sem ég flutti,
auk þess að á efnisskránni voru, í
bland, rómantísk og nútíma verk-
efni sem flytja hefði átt á öðru vísi
hljóðfæri. I annað sinn lék undirrit-
aður á orgel, sem undir venjulegum
kringumstæðum hefði ekki verið
talið gott hljóðfæri, en var sett upp
í nýlega steinkirkju, stóra, tóma
og ferkantaða og hijómaði líkt og
verið væri að róta í glerbrotum í
glerkistu.
Eigi að síður urðu þetta mér (og
fleirum) eftirminnilegir tónleikar
vegna umhverfis og hljóms. Svona
eru orgel og því er áríðandi að velja
þannig að í ljúfa löð falli. Undirrit-
aður á svolítið erfítt með að sjá og
heyra fyrir sér barokk-orgel í bygg-
ingarstíl Langholtskirkju og einnig
svolítið erfítt að sjá fyrir sér tónlist-
ina og altarisþjónustuna við sama
vegginn — austurhliðina. Einnig
fínnst honum svolítil synd að eiga
ekki von á að heyra rómantíska
tónlist í sinni réttu mynd, í miklum
og líklega ágætum orgelhljómi
kirkjunnar, en þá væri einnig 32
radda orgel of lítið. En svona skulum
við allir verða ánægðir í lokin; en
væri þó ekki líkt Islendingum; en
að minnsta kosti höfðu allir þeir
ágætu listamenn, sem fram komu
á tónleikunum til styrktar orgel-
kaupunum, fallega trú á fyrirtæk-
inu, svo ágætlega sungu þeir og
léku.
Stærstan hluta efnisskrárinnar
báru þær stöllur Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir og báðar töfruðu þær áheyr-
endur, Sigrún með sína óvenju hríf-
andi söngrödd og Anna Guðný sem
sýndi enn einu sinni hversu frábær
kammermúsiker hún er.
Með ósk um að sem flestir sam-
eini sig um orgelkaupin.
Ragnar Björnsson