Morgunblaðið - 26.10.1995, Side 10

Morgunblaðið - 26.10.1995, Side 10
10 B FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HÖNNUN OADI ■ Á.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 VIÐSKIPTI íslenskt við- haldsforrit fyrir Atlanta FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur gert samning við Tölvuvæðingu hf. í Reykjanesbæ um gerð hug- búnaðar til að halda utan um við- hald á ört stækkandi flugvélaflota félagsins. Eftir því sem næst verð- ur komist er þetta fyrsta íslenska forritið, sem unnið er frá grunni fyrir viðhald á flugvélum. Atlanta er nú með á annan tug flugvéla á sínum vegum. Að sögn Hlyns Tómassonar, deildarstjóra, er allt meiri háttar viðhald boðið út en minni háttar viðhald er unn- ið á viðgerðarstöðvum félagsins í Manchester og í Jedda í Saudi- Arabíu. Hann segir að forritið eigi eftir að einfalda allt skipulag og eftirlit með viðhaldi. Tölvuvæðing hf. hefur á síðustu árum annast gerð viðhaldsforrita fyrir Hitaveitu Suðurnesja og fleiri aðila í Reykjanesbæ en þetta er fyrsti samningur fyrirtækisins utan þess svæðis. Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson NÝTT aðsetur ísafjarðarleiðar hf. er á Strandgötu 12a á Isafirði. Atvinnulífið'kallar á öruggari þjónustu kjarni málsins! ísafirði - Vöruflutningafyrirtækið ísafjarðarleið hf. á ísafirði, var flutt um síðustu helgi í nýtt 430 fer- metra húsnæði, en til þessa hefur þetta sex ára gamla fyrirtæki haft aðstöðu í gömlu leiguhúsnæði, sem áfast er við hið sögufræga Edin- borgarhús á ísafirði. Fleiri fyrirtæki eru til húsa í hinni nýju byggingu, sem fyrirtækið Ágúst og Flosi hf. hóf byggingu á í byijun sumars, en ísafjarðarleið er það fyrsta sem flytur inn í húsið. Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna, sér það um vöruflutninga á milli ísafjarðar og Reykjavíkur. Stofendur fyrirtækisins eru þeir Kristinn Ebenesersson og Ólafur Halldórsson, en þeir störfuðu báðir hjá vöruflutningafyrirtækinu Gunn- ari & Ebeneser, sem sá um vöru- flutninga á milli framangreindra staða um áratuga Skeið. Kristinn sagðist í samtali við blaðið sjá fram á sífellt aukna vöru- flutninga á landi, og með betri bíl- um og betri vegum yrðu aðrir vöru- flutningaaðilar lítt samkeppnishæf- ir. „Atvinnulífið kallar á sífellt meiri og öruggari þjónustu. Landflutn- ingar geta státað af öruggustu flutningunum í dag og það voru ekki margar ferðir sem féllu niður hjá okkur á síðasta vetri vegna snjóa og ófærðar. Það var með ólík- indum hvað Vegagerðinni tókst að halda vegunum opnum og það má einnig koma fram að sjónarmið stjómenda Vegagerðarinnar hefur breyst mikið gagnvart þjónustu af þessu tagi að undanförnu. í dag höfum við þriggja daga mokstur í viku sem var ekki til umræðu fyrir nokkrum árum,“ sagði Kristinn. Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun Hugbúnaðargerð — heildarsýn „A Global View of Software Engineering“ European Software Process Improvement Training Initiative — ESPITI er átak á vegum ES til að bæta hugbúnaðargerð í Evrópu. • Fjallað verður almennt um hlutverk tölvunotkunar og hugbúnaðar og eðli þeirrar tækni sem þarf til að fullnægja þörfum samfélagsins og iðnaðar. Hið sérstæða hlutverk hugbúnaðar. Flokkun hugbúnaðar. Gæði hugbúnaðar og hugbúnaðarferla. Þróunarumhverfi. Mælingar í hugbúnaðargerð og gagnvirkni. • Prófessor Meir M (Manny) Lehman, prófessor í tölvunarfræðum við Imperial College, London. Hann starfaði áður m.a. hjá Ferrati og IBM og er höfundur bókarinnar „Program Evolution - Process of Software Change". • 30. okt. - 1. nóv. kl. 13.00-17.00. • 7.500 kr. Skráning og upplýsingar: Sími 525 4923. Fax: 525 4080. Tölvupóstur: endurm@rhi.hi.is Heildsölu- deild hjá Opnum kerfum NÝ DEILD hefur verið stofriuð innan Opinna kerfa hf., til að annast heildsöludreifingu á Hewlett-Packard prenturum og Hewlett-Packard Vectra PC vélum. Deildin mun sérhæfa sig í dreifingu, lagerstjórnun og söluþjónustu til endursöluað- ila. Með því að aðskilja heild- söluna frá almennum rekstri opnast tækifæri til að vinna með öllum traustum endur- söluaðilum á íslenska mark- aðnum,- segir í frétt frá fyrir- tækinu. í beinu framhaldi var sölu- aðilum fjölgað en þeir eru nú Aco hf., Boðeind sf., EJS hf., Heimilistæki hf. og Tæknival hf. Agnar Már Jónsson tölv- unarfræðingur hefur verið ráðinn sölustjóri heildverslun- arinnar. Hann hefur starfað hjá Opnum kerfum hf. undanf- arin 5 ár. í starf markaðsfull- trúa var Karl Brynjólfsson ráð- inn. Hann hefur starfað hjá Örtölvutækni-Tölvukaupum hf., undanfarin fimm ár, nú síðast sem sölustjóri. Nýir IBM-segul- diskar til Rb NÝLEGA gerði Reiknistofa bank- anna samning við Nýherja hf. um kaup á nýjum IBM seguldiskum (RAMAC-2). Þessi ákvörðun kemur i kjölfar könnunar reiknistofunnar og stóð valið á milli IBM og EMC, segir í frétt frá Nýheija hf. RAMAC-2 diskarnir fela í sér tvöfalt öryggi í öllum helstu þáttum diskavinnslu ásamt svokölluðu RA- ID-5 öryggi, þannig að þótt einn diskur bili tapast engin gögn og ekki þarf að slökkva á diskakerf- inu. Diskarnir eru mjög hraðvirkir og eru auk þess með ljósleiðara- tengi (ESCON). Þessi diskakaup eru talin þau stærstu (136 gíga- bæti) sem gerð hafa verið hérlendis frá upphafi. Diskarnir verða afhent- ir RB í nóvember/desember nk. Reynir Gíslason Samskip USA Simi: 00 1 804 627 6285 Fax: 00 1 804 622 6556 austir tengiliðir á báðum endum Samskip bjóða nú öfluga flutningaþjónustu milli íslands og Norður-Ameríku. Áætlunarsiglingarfélagsins eru á þriggja vikna fresti og er siglt á Sheet Harbour í Kanada, Gloucester í Massachusetts og til Norfolk í Virginia, en einnig er vöru- móttaka í New York. Virk samkeppni í flutningaþjónustu er íslenskum inn- og útflytjendum til hagsbóta. Ef þú hyggur á flutninga frá Norður-Ameríku eru Samskip rétti flutningsaðilinn. Hafðu samband við okkar menn. Aksel Jansen Innflutningsdeild Samskip Reykjavík Sími: 569 8304 Fax: 569 8327 690541 003766 SIGLINGARÁÆTLUN SAMSKIPA TIL BANDARÍKJANNA OG KANADA Ferðanúmer 5N41 5N44 5N48 5N51 5N55 6N07 Til Reykjavikur 09/10 02/11 27/11 21/12 16/01 09/02 Frá Reykjavík 10/10 03/11 28/11 22/12 17/01 10/02 New York 14/10 07/11 02/12 26/12 21/01 14/02 Sheet Harbour 17/10 10/11 05/12 29/12 24/01 17/02 Gloucester 19/10 12/11 07/12 31/12 26/01 19/02 Norfolk 22/10 15/11 10/12 03/01 29/01 22/02 Jón_piafsson Útflutningsdeild Samskip Reykjavik Simi: 569 8306 Fax: 569 8349 SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík, sími 569 8300, fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.