Morgunblaðið - 04.11.1995, Qupperneq 2
2 C LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Útflutningur
á íslenskum
hæfileikum
Söngleikurinn Hárið í leikstjóm Baltasars
Kormáks verður frumsýndur í Barcelona í
næsta mánuði. Orri Páll Ormarsson hitti
leikstjórann að máli á dögunum þegar hann
skaust heim til að taka þátt í talsetningu
kvikmyndarinnar Agnesar.
HUGMYNDIN var nógu
fáránleg til að hrinda
henni í framkvæmd.
Fáránlegar hugmyndir
eru nefnilega oft líklegastar tii að
verða að veruleika,“ segir Baltasar
Kormákur sem leikstýrir um þessar
mundir söngleiknum Hárinu í Barc-
elona. Verður verkið frumsýnt í
desember.
Hugmyndin að ævintýrinu
kviknaði kvöld eitt í kjallara óper-
unnar. „Ég var 'nýbúinn að setja
upp Hárið hér heima og við Mar-
grét Vilhjálmsdóttir leikkona vor-
um að velta því fyrir okkur hvað
ég ætti að taka mér næst fyrir
hendur. Hvers vegna ekki að setja
Hárið upp í Barcelona," segir Balt-
asar. Hálfum mánuði síðar fór hann
á stúfana.
Baltasar Kormákur á ættir að
rekja til Spánar en faðir hans,
Baltasar myndlistarmaður, er bor-
inn og barnfæddur Katalóníumað-
ur. Baltasar Kormákur hefur á hinn
bóginn aldrei búið í Barcelona en
nokkrum sinnum sótt borgina heim.
Fyrir ári komst leikstjórinn í
kynni við framleiðanda leikhúss
ytra í gegnum kunningja föður síns.
Féllst sá á að veita Islendingnum
unga áheyrn. „Ég fór með mynd-
bandsspólu og Ijósmyndir frá sýn-
ingunni hér heima á hans fund og
byrjaði bara að belgja mig. Honum
leist vel á hugihyndina og þar með
fóru hjólin að snúast."
Síðan kom babb í bátinn: Maður
þessi færði sig um set á milli fyrir-
tækja. Taldi þá Baltasar að hug-
myndin væri úr sögunni. Nýja fyrir-
tækið, Only Spectacle, ákvað hins
vegar að taka Hárið upp á sína
arma og síðastliðið vor var endan-
lega ákveðið að láta slag standa.
Samningur var undirritaður í ágúst
og er Only Spectacle aðalframleið-
andi en Flugfélagið Loftur með-
framleiðandi.
Getur gert betur
Síðan kom röðin að því að velja
leikara. Fimm hundruð manns
fengu að spreyta sig og að hálfum
mánuði liðnum var búið áð ráða í
öll hlutverk. Hófust þá æfingar.
Teflir Baltasar eingöngu fram fag-
fólki, söngvurum og leikurum.
„Þetta er mjög góð blanda sem
hæfir þessari sýningu vel.“
Baltasar segir að sýningin ytra
verði í ýmsu frábrugðin sýningunni
sern sló svo eftirminnilega í gegn
á íslandi. „Ég tel mig ekki hafa
skilað fullkominni vinnu síðast enda
myndi ég ekki setja Hárið upp aft-
ur nema ég væri viss um að ég
gæti gert betur. Það er tilgangs-
laust að endurtaka sig.“
Baltasar segir að uppfærslan
ytra sé jafnframt mun stærri í snið-
um. Leikhúsið, Theatre Goya, taki
til að mynda 900 manns í sæti.
„Það er mikil sál í þessu húsi enda
eitt frægasta leikhúsið í Barce-
lona,“ segir Baltasar sem fetar
meðal annars í fótspor Federicos
García Lorca, sem starfaði sem
leikstjóri við húsið á sínum tíma.
Andrúmsloftið hefur verið gott
á æfingum, að sögn leikstjórans,
en hann kveðst beita áþekkum
vinnubrögðum og hér heima.
„Grunnurinn í leikhúsi er alltaf sá
sami, leikarar, leiksvið og áhorf-
endur, síðan aðlagast maður bara
smáatriðunum."
Hann hefur þó í auknum mæli
þurft að treysta á eðlisávísunina
ytra. „Á íslandi þekkir maður alla
í faginu en þarna veit maður ekk-
ert um fólkið. Það hlýtur líka að
vera skrítin tilfinning fyrir leikar-
ana að taka við skipunum frá en-
skumælandi Katalóníumanni frá
Islandi.“
Baltasar segir að leiksýningar
séu markaðssettar með sama hætti
og kvikmyndir á Spáni sem sé ólíkt
því sem tíðkist á Islandi. „Við hjá
Flugfélaginu Lofti höfum reyndar
lagt áherslu á óhefðbundna mark-
aðssetningu. Fyrir vikið virðist
sumarið vera orðið „heitasti"
tíminn fyrir leiksýningar hér á
landi. Þannig að þetta gæti verið
að breytast."
Auk Baltasars, taka þrír íslend-
ingar þátt í uppfærslunni á Hárinu
í Barcelona: Ástrós Gunnarsdóttir
danshöfundur sem jafnframt mun
dansa í sýningunni, Björn Berg-
steinn Guðmundsson ljósahönnuður
og Finnur Arnarsson leikmynda-
hönnuður. „Það má eiginlega segja
að Flugfélagið Loftur hafi hafið
útflutning á íslenskum hæfileik-
um,“ segir Baltasar. Hann bætir
við að samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið hafi gert íslensku
listafólki mun hægara um vik að
leita hófanna um vinnu erlendis.
„Heimur leikhússins er mjög lítill
og lokaður hér á landi, þannig að
íslenskt leikhúsfólk hefur mjög
gott af því að fara utan, kynnast
nýju fólki og ólíkum vinnubrögð-
um.“
Baltasar segir að Spánn sé heill-
andi starfsvettvangur og falli Hárið
í ftjóa jörð gætu fleiri tækifæri
gefist. Meðal annars er hugsanlegt
að honum verði boðið að setja verk-
ið upp í Madrid. Á þessu stigi þyk-
ir Baltasar hins vegar of snemmt
að spá í framhaldið. „Maður veit
aldrei hvar hlutirnir enda. Ef lítil
hugmynd sem varð til í kjallara
óperunnar getur orðið að stórri
leiksýningu erlendis veit maður
ekki til hvers hún getur leitt.“
Þegar frumsýning Hársins er að
baki snýr Baltasar heim en hann
þreytir frumraun sína sem leik-
stjóri í Þjóðleikhúsinu þegar leikrit-
ið Leitt hún skyldi vera skækja
eftir John Ford verður sett upp á
Smíðaverkstæðinu. Fer hann einn-
ig með aðalhlutverkið í kvikmynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar Þar
sem Djöflaeyjan rís og heflast tök-
ur i janúar.
„Þá langar mig að leggja rækt
við Loftkastalann [leikhús Flugfél-
agsins Lofts] þegar tími vinnst til.
Annars tek ég þetta allt á bera
bringuna."
Kristileg spenna
Náttúrulífsfræðingurinn Steve
Benson er einn og óvopnaður
í fjallshlíð í tunglsljósi. Hann er
hundeltur. Skepna sem helst minnir
á eðlu og er á stærð við hval, leyn-
ist skammt frá. Hún er sólgin í
mannaket. Söguþráðurinn minnir
helst á bók úr smiðju Michaels
Chrichtons, nema hvað Benson
leggst á bæn.
Þetta brot er úr „Eiðnum“, skáld-
sögu eftir Frank E. Peretti, sem
er fyrrverandi klerkur hvítasunnu-
safnaðarins, en hún heyrir til þess
flokks bóka sem kalla má kristileg-
ar spennusögur, þar sem ihaldss-
amri guðfræði er fléttað saman við
spennuna, að því er segir í The
International Herald Tribune
í kristilegu spennusögunum segir
frá einstaklingum fullum réttlætis-
kenndar sem standa frammi fyrir
spilltum stofnunum á borð við ríkis-
valdið, fjölmiðla eða löggæsluna.
Oft er í bókunum lítt dulbúin gagn-
rýni á fóstureyðingar og presta
frjálslyndari kirkjudeilda. í öllum
bókunum eru aðalpersónurnar heit-
trúaðar.
Frá því í ágúst hafa tveir prestar
úr mótmælendakirkjunni gefið út
Fyrrverandi
klerkur
sendir frá sér
skáldsögu
sögur. Annar þeirra er Charles
Colson, sem þekktur varð fyrir þátt
sinn í Watergate-hneykslinu en
hann er nú fangaprestur, en hinn
Pat Robertson, stofnandi Kristilegu
útvarpssamsteypunnar. Bók Col-
sons „Kyndill Gídeons“, sem hann
skrifaði með Ellen Vaughn, segir
frá harkalegum aðgerðum lögregl-
unnar gegn andstæðingum fóstur-
eyðinga en lögreglan fer að fyrir-
mælum tækifærissinnaðs forseta
sem svífst einskis. Friðsamur prest-
ur lendir í hringiðu atburðanna og
einnig kemur við sögu dómsmála-
ráðherra sem ekki- tilheyrir neinum
trúflokki og á í miklu sálarstríði.
Bók Robertsons „Aldarlok" fjallar
um atburði sem leiða til endurkomu
Krists. Eftir að loftsteinn lendir á
Los Angeles flýja auðug hjón út í
eyðimörkina, ganga í biblíuhóp og
gerast trúuð. Hins vegar kemst
Andkristur til valda í Hvíta húsinu.
„Þeir sem skrifa kristilegar
spennusögur verða að átta sig á
fyrir hveija þeir eru að skrifa,"
segir Peretti en hann er talinn bera
höfuð og herðar yfir aðra í þessum
hópi. Tvær bóka Pirettis hafa kom-
ið út á íslensku: „Baráttan við
heimsdrottna myrkursins“ og „Ut
úr myrkrinu". „I bókum mínum er
aldrei blótað,“ segir Piretti. Op-
inskáar kynlífslýsingar koma ekki
til greina og ofbeldinu er haldið í
algjöru lágmarki. Eitt af lykilatrið-
unum er hins vegar andleg átök,
trútöku er ævinlega að finna í bók-
unum, segir Piretti, jafnvel þótt
látið sé nægja að ýja að henni.
Sú staðreynd að spennusögur eru
skrifaðar fyrir þennan markað er
til marks um þær breytingar sem
orðið hafa á viðhorfinu til þess
hvernig hvítasunnumenn veija frí-
tíma sínum, segir Grant Wacker,
prófessor í trúfræði við Duke-
háskólann. „Það er erfitt að ímynda
sér gömlu hvítasunnumennina lesa
bækur sér til dægrastyttingar. Bók-
lestur er til marks um það hvernig
trúarhópar hafa aðlagast æ meir
dægurmenningunni.“
William Lloyd Webb-
er loksins vinsæll
RÁTT fyrir að
nafnLloyds Web-
bers sé nánast ávís-
un á velgengni í heimi
söngleikjanna er tónlist
Lloyd Webbers óþekkt.
Utgefendur hafa nú
tekið við sér og slást
um útgáfurétt á sónöt-
um, óratóríum, söngv-
um og sinfóníum Will-
iams Lloyd Webbers .
William átti ekki
sömu velgengni að
fagna í tónlistarheimin-
um og synir hans;
Andrew Lloyd Webber,
söngleikjahöfundur, og sellóleikar-
inn Julian. William lést fyrir 13
árum, fullur vonbrigða yfir því að
honum hafði ekki tekist að ávinna
sér sess sem tónskáld.
En fyrir átta mánuðum voru
nokkur verka hans leikin á kammer-
hátíð i London og vöktu þau athygli
tónlistargagnrýnenda, sem vildu fá
meira að heyra. Til stendur að flytja
kammerverk hans á sex tónleikum
í London á næstu fimm vikum. Tóna-
Ijóð hans, „Aurora", sem sagt er
„eins tilfinningaríkt og
nokkurt breskt verk
getur verið“, var ný-
lega hljóðritað og
stýrði Lorin Maazel Fíl-
harmóníusveit Lund-
úna við það tækifæri,
að því er segir í The
European. Að minnsta
kosti eitt verk til við-
bótar verður gefið út á
næsta ári. „Þetta gerist
of seint til þess að fað-
ir minn geti notið þess,
en ég veit að hann hefði
orðið ánægður,“ segir
Julian.
William Lloyd Webber var þekktur
organisti og virtur fræðimaður í tón-
list. En verk hans náðu ekki eyrum
annarra, enda löttu sumir fjölskyldu-
meðlimir hann til þess að koma þeim
á framfæri. Eftir að hann lést, 68
ára árið 1982, stóð ekkja hans vörð
um verk hans. Það var ekki fyrr en
hún lést árið 1993 að sonurinn Jul-
ian hófst handa við að hafa upp á
handritum föðursíns.„Mér finnst
hann eiga það inni hjá mér að ég
komi henni áframfæri," segir Julian.
Lloyd Webber
eldri.