Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 2
2 D 1AUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Grá málverk í 26 ár
Það hefur verið ráðist á þær með hnífum og kast-
að á þær þvagi. Þóroddur Bjaruason ræddi við
breska listamannin Alan Charlton sem málar grá
málverk og hefur sýnt í mörgum helstu sýningar-
sölum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann sýnir nú
í sýningarsalnum „Önnur hæð“
ALAN Charlton myndlistarmaður.
Morgunblaðið/Kristinn
FYRSTA gráa myndin varð til
árið 1969 og það var engin
fræðileg afstaða sem fékk mig til
þess að mála hana. Það bara gerð-
ist._
Ég var ennþá í námi á þessum
tíma þegar ég ákvað að gera
myndaröð með iðnaðarlitum borg-
arinnar. Ein var svört, ein var brún,
ein var ryðrauð, ein hvít og ein
grá,“ sagði Alan. Hann sagði að
úr þessari myndaröð hefði gráa
myndin höfðað sterkast til sín.
Hann sagði að hann hefði reyndar
aldrei ímyndað sér að hann ætti
eftir að mála grátt það sem hann
ætti eftir ólifað en reyndin er sú
að það var alltaf ný ástæða til að
mála gráa mynd í hvert sinn er
hann stóð fyrir framan trönurnar.
„Stundum verður maður að spytja
sjálfan sig hvað maður er að fara
í listinni og afhveiju en á hinn
bóginn er stundum betra að fylgja
tilfínningunni og það er það sem
ég gerði,“ sagði hann. Myndirnar
fylgja mælieiningunni 4,5 sm sem
er þykktin á timbrinu sem hann
notar í blindrammana. Það er
„standard“ tala í timbursölu og
hefði getað verið hvaða tala sem
var, að hans sögn.„ Ég byggi
myndimar allar útfrá þessari mæli-
einingu og allar lengdir og breidd-
ir eru alltaf margfeldi af 4,5 sm.
í hvert sinn sem ég byrja á
myndaröð getur það allt eins verið
sú síðasta en þróunin er þannig
að maður leitast auðvitað alltaf við
að bæta við það sem á undan er
gengið. Læra af mistökunum þótt
það sé kannski ekki rétta orðið,“
sagði listamaðurinn.
Myndirnar samanstanda oft af
mörgum málverkum sem hann
hengir saman og mynda ákveðna
byggingu eða form. Hann hefur
málað litlar myndir allt niður í 9
X 9 sm og upp í verk sem eru allt
að 9 metra há eða verk sem er
4,5 sm á lengd en um 3 metrar
að breidd.
Nýjar stefnur auka mikilvægi
gráu verkanna
Fyrir listamanninum felst at-
höfnin „að mála mynd“ ekki bara
í því að setja litinn á heldur allt
frá því að hugmyndin fæðist að
uppsetningu verksins á þeim stað
þar sem hún er sýnd. „Ég hef enga
aðstoðarmenn. Ég geri allt sjálfur
fyrir utan að smíða rammana, og
ástæðan fyrir því er að mörgu leyti
sú að það er svo margt sem fæðist
við þessi líkamlegu tengsl og vinnu
við að koma málverkinu alla leið,
frá hugmyndinni um það og að
uppsetningu þess. Þar verða nýjar
hugmyndir oftast til.“
Stílar hafa fæðst og runnið sitt
skeið á þessu tímabili sem þú hefur
verið að mála þínar myndir. Nýja
málverkið í Þýskalandi tröllreið list-
heiminum og nú svífur „mannslík-
amalist" yfir vötnum. Hefur þetta
ekki haft áhrif á þig og þína mvnd-
gerð?
„Það væri auðvitað auðvelt að
segja að það hefði ekki haft nein
áhrif, en það er ekki rétt. Það hefur
haft áhrif á þann hátt að þessar
stefnur auka mikilvægi minnar list-
ar. Því meira sem búið er til af drasli
í listheiminum því mikilvægara er
það sem ég er að gera.
í lok áttunda áratugarins var vin-
sælt að mála tilfinningaþrungnar
hlutbundnar myndir þar sem mikið
var að gerast á myndfletinum. Þá
var haldin sýning í London sem tók
púlsinn á því nýjasta sem var að
gerast í málverki á þeim tíma. Mér
var boðið að sýna og ég þáði boðið.
Ég tók þá ákvörðun að það væri
mikilvægara að vera með heldur en
ekki og ég vildi sýna fólki að mín
myndlist væri einnig í fullu fjöri
hvað sem öllum nýjungum líður.
Hvernig bregst fólk við myndum
þínum?
„Það er auðvitað misjafnt eins
og fólk er margt en það hafa verið
eyðilagðar margar myndir hjá mér
í gegnum árin. Fólk hefur ráðist á
myndirnar með hnífum, það hefur
verið kastað glösum á þær og það
hefur jafnvel verið pissað á mynd-
irnar mínar. En aðrir finna fyrir
Mælistika meistara
HÖND í hendi eftir Önnu Eyjólfsdóttur.
Með fjarskann
í farangrinum
TONLIST
Sígildir dískar
BENDA
Jiri Antonin Benda: Sinfóniur nr.
1-12. Kammersveitin í Prag u. stj.
Christians Benda. Naxos 8.553409.
Upptaka: DDD, Prag, 1/1995. Lengd
(2 stakir diskar): 1.52:13. Verð: 1.380
kr.
STUNDUM kemur yfir hljóm-
plötuhlustandann frumstæð, þrá-
kelknisleg löngun til að rífa stór-
snilling eins og Mozart niður af
stalli og spyija: vissulega hljómar
þetta dásamlega hjá honum, en
nákvæmlega hvað gerði hann
svona merkilegan? Hvernig fer
maður eiginlega að því að meta
slíka snilld?
Því verður sjálfsagt seint svarað
til fullnustu. Jafnvel þegar full-
komnustu tóngreiningaraðferðir
gefa sig út fyrir að reyna það (sem
mun reyndar minna um en áður
var), þá vilja svörin anga af bak-
sýni, Nachwissen. En grónir plötu-
safnarar kunna eitt ráð, sem hefur
m.a.s. þann aukakost að veita enn
meiri hlustunaránægju af verkum
stórmeistaranna en ella. Og sem
betur fer hefur sígilda útgáfu-
sprengingin í kjölfar geisladisk-
væðingar haft í för með sér, að
aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt
að verða sér úti um þetta hjálpar-
gagn og nú.
Aðferðin felst í að að afla sér
viðmiðunar. Að hlusta á vinsælustu
tónskáld úr samtíð snillingsins,
tónskáld sem hafa síðar gleymzt,
en lögðu þann grunn sem snilling-
urinn fetaði sig eftir á unga aldri;
sem urðu sú fyrirmynd er hvatti
hann til að gera betur. Og þó að
fátt ku jafn hvetjandi og meðal-
mennska annarra (hvort sem hún
er staðreynd eða ímynduð), þá eru
menn nú á tímum að vakna til vit-
undar um, að beztu „smámeistar-
ar“ fyrri alda standa fyllilega fyrir
sínu, ekki sízt þegar verið var að
bijótast úr viðjum fornrar hefðar
og fátt um Ieiðarvísa.
Ein þessara fyrirmynda hins
unga Mozarts er nýkomin út á
Naxos, og heldur stærsta „bónus"
útgáfa heims þar með áfram þeirri
kærkomnu útvíkkun á hefðbundnu
verkavali sem hófst fyrir fáeinum
árum.
Jiri Antonín (Georg Anton upp
á þýzku) Benda var, eins og svo
margir frumheijar milli barokks
og Vínarklassíkur, fæddur í Bæ-
heimi, en fluttist tvítugur með fjöl-
skyldu sinni til hirðar Friðriks
mikla Prússakonungs árið 1742
og gerðist fiðluleikari í hirðhljóm-
sveitinni. Áhrifamenn þar um slóð-
ir voru tónskáld eins og Quantz,
Graun og C.P.E. Bach - sonur
Sebastians, sem leit þar við 1747,
eins og frægt er orðið.
Benda réðst 1750 til hertogans
af Sachsen-Gotha og gerðist kap-
ellumeistari þar, en lézt í Köstritz
1795 eftir nokkurt flakk milli staða
eftir 1778. Það sem geymdi nafn
hans lengst var uppfinning meló-
dramasins, tóngreinar þar sem tal-
aður er texti við hljómsveitarundir-
leik, og vöktu þær tilraunir at-
hygli víða um lönd, m.a. Mozarts,
sem varð stórhrifinn (1778) og
ákvað að reyna slíkt sjálfur í óperu
sinni Semiramide.
Ekki er allt á hreinu í dag um
hvað sé eftir Jörund Anton og
hvað sé eftir bræður hans, en þó
kvað óyggjandi, að sinfóníurnar
tólf á þessum diskum séu rétt feðr-
aðar; af þeirri grein mun hann alls
hafa samið um 30. Plötubækling-
arnir eru sparyrtir mjög um tilurð-
artímann, en skv. hinni ágætu bók
Steens Frederiksens fyrrum tón-
listarstjóra danska ríkisútvarpsins,
Musikken mellem barok og klassik:
Instrumentalmusikken mellem
1740 og 1780 (Berlingske Forlag,
Khöfn. 1973), eru þær samdar
fyrir 1765.
Sinfóniurnar eru hin hressasta
tónlist. Eins og flest veraldleg verk
frá miðri 19. öld bera þær yfir-
bragð „divertimentó“-borðhalds-
tónlistar, Musique sur la Table.
Þær eru allar þríþættar (hraður-
hægur-hraður) líkt og einleikskon-
sertformið, og bera reyndar sterk-
an keim af því, enda hefur verið
bent á, að andstæðan milli sam-
leiks- og einleikskafla (Tutti/Soli)
í barokkkonsertnum hafi haft nána
samsvörun í þróun sónötuformsins
(aðalstef/hliðarstef). J.A. Benda
er hvað frumlegastur í hljómavali
og ytri formgerð, þar sem að vísu
eimir nokkuð eftir af sekvenzum
og Fortspinnung (áframspuna)
barokksins. Greinilegt er, að fiðlu-
leikari heldur um pennann, því
kröfurnar til strengjanna eru dá-
miklar og ekki síðri en í seinni sin-
fóníum Haydns. Að ekki sé talað
um hornraddirnar, sem liggja oft
uppi við veðrahvolf.
Sinfóníur Bendas eru feikivel
fluttar af Kammersveitinni í Prag
undir stjórn (að því er bezt verður
séð) afkomanda hans, Christians
Benda, í ágætri upptöku. Snerpan,
innlifunin og nákvæmnin minnir
helzt á beztu augnablik Akademíu
heilags Marteins á Ökrum, og eru
af gæðastaðli sem gerir að verkum,
að maður saknar ekki hins flata,
„sagnrétta" fiðlutóns sem nú ku
mest ríkjandi í flutningi á eldri
tónlist. Þó hefði kannski mátt fara
milliveg hvað fylgibassann (con-
tinuo) varðar, því vitað er, að
Benda hélt ávallt fast við hann;
m.ö.o.: hér vantar sembal!
En ánægjan af þessari gömlu
skemmtimúsík er samt óve-
fengjanleg, og þarf m.a.s. ekki
nauðsynlega að bera hana saman
við Mozart (upp að, segjum, K400)
- þó að margt fróðlegt komi þá í
ljós.
Ríkarður Ö. Pálsson
P.S.: Hafa skal það er sannara
reynist - líka í tónleikagagnrýni.
Kolbeinn Bjarnason hafði samband
við undirr. og benti á, að í umfjöll-
un um tónleika Musicu Antiqu í
Þjóðminjasafninu hinn 30. óktóber
sl. væri Snorra Erni Snorrasyni
lútuleikara eignaður hljóðfæraleik-
ur sem Guðrún Óskarsdóttir semb-
alleikari hafi séð um, þ.e. í „Here
the Deities Approof“ eftir Purcell
og í sönglaginu „Strike the Viol“
eftir sama höfund. Ennfremur
gleymdist að nefna þátt Guðrúnar
í aukalaginu með texta eftir Bell-
man. Leiðréttist það hér með,
ásamt beiðni um afsökun - og
frómri ósk um að tónleikaskrár
hópsins taki upp þá stefnu að geta
áhafnar allra tónverka á dagskrá.
R.Ö.P.
920 MILLIBÖR heitir sýning sem
stendur nú yfir í Færeyjum á
verkum átta listamanna frá eyj-
unum íslandi, Grænlandi og Fær-
eyjum. Sýningin er annar hluti
verkefnis sem listakonurnar
Anna Eyjólfsdóttir, Hafdís
Helgadóttir og Hlíf Ásgrímsdótt-
ir hafa veg og vanda af. Hinn
hluti verkefnisins felst í því að
gefa út og dreifa bæklingi með
kynningu á listamönnunum og
myndum af verkum þeirra til 45
sjálfstæðra eyrikja víðsvegar um
heiminn, til Antigua & Barbuda,
St. Lucia, Brunei Darussalam,
Bretlands, Nauru og Tonga svo
einhver séu nefnd. I febrúar mun
sýningin verða sett upp í Nor-
ræna húsinu í Reykjavík.
Tengsl eyjabúa
Um verkefnið segir Hafdis
Helgadóttir í stuttum formála að
bæklingnum að sýningin og
bæklingurinn beri vitni sýn nokk-
urra listamanna sem eiga það
sameiginlegt að hafa alist upp á
norðlægumeyjum í Atlantshafi
og Norður-íshafi, „og eru verk
þeirra leidd saman á þeim grund-
velli. Sú hugmynd að láta afurð
þessarar sýningar fara til ann-
arra fjarlægra eyríkja, í formi
bókar, varð til snemma í undir-
búningsferli þessa verkefnis og
þótti til þess fallin að skapa hug-
mynd um tengsl eyjabúa víðs
vegar á jörðinni, burtséð frá ólík-
um lífsskilyrðum og menningu.
920 millibör, heiti sýningarinn-
ar, er skilgreining úr veðurfræði
á mælikvarða loftþrýstings, og
eru 920 millibör með þvi lægsta
sem mælist. Veðurfar hefur mik-
il áhrif á líf fólks hér á eyjunum
í norðri og er titillinn skírskotun
til þess.“
Að snúa sjónaukanum við
í bæklingnum skrifar Einar
Már Guðmundsson, rithöfundur,
stutta hugleiðingu sem hann kall-
ar Víðáttur heimsins og segir
meðal annars: „Eyjabúinn hefur
alltaf verið haldinn útþrá. Hann
vill hverfa á vit ævintýranna, því
innra með sér þekkir hann hið
forna spakmæli: Heimskur er sá
sem heima situr. Til að verða
ekki of nærsýnn á eigið umhverfi
þarf eyjabúinn að snúa sjónauk-
anum við. En þegar hann er kom-
inn burt uppgötvar hann að ævin-
týrin, hinir andlegu fjársjóðir,
voru allan tímann í kringum
hann. Þá snýr hann við en nú
með fjarskann í farangrinum."