Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Frægasta skáldsaga Frakka
Ein frægasta skáldsaga fyrr og síðar, Frú
Bovary eftir Frakkann Gustave Flaubert,
kemur út innan skamms í nýrri þýðingu
Péturs Gunnarssonar. Þýðandinn sagði
Þresti Helgasyni sögur af höfundinum sem
var dreginn fyrir dóm vegna siðleysis per-
sóna í verki sínu.
EGAR FRÚ Bovary eftir
Gustave Flaubert (1821-
1880) kom út árið 1857 í Frakk-
landi vakti hún mikla hneykslun
landa hans. Þóttu persónur sögunn-
ar vera algjörlega siðlausar og það
sem verra var, höfundurinn virtist
leggja blessun sína yfir ósómann.
Sagan segir frá Emmu, ungri
sveitastúlku sem gengið hefur í
klausturskóla og alist upp við lestur
rómantískra ástarsagna. Hún hefur
gert sér ákveðna mynd af lífinu en
þegar hún giftist Karli Bovary,
lækni í litlu þorpi, kemst hún að
því að veruleikinn er annar. Fær
það svo á hana að hún leggst veik.
Skömmu síðar flytja þau hjónin í
annað þorp en þar lendir Emma í
ástarævintýrum fram hjá Charles
og lifir um efni fram. Að endingu
fyrirfer hún sér, örvilnuð.
Sóttur til saka fyrir söguna
Vegna þessarar sögu höfðaði
saksóknari. franska ríkisins mál á
hendur útgefandanum og höfundin-
um; þeim var gefið að sök að hafa
ofboðið trúar- og siðferðistilfínn-
ingu lesenda sinna. Var útgefand-
inn sýknaður en Flaubert hins veg-
ar víttur fyrir að láta ósiðlegt at-
hæfi persóna sinna óátalið.
Pétur Gunnarsson, sem þýtt hef-
ur Frú Bovary á íslensku, segir að
ástæðan fyrir þessu uppistandi hafí
sennilega verið hinn nýstárlegi frá-
sagnarháttur sögunnar sem ein-
kennist af hlutlægni. „Flaubert var
i mun að persónu höfundarins gætti
ekki að neinu leyti í textanum.
Hann vildi skrifa „hlutlausan texta“
og leit nánast á sig sem guð almátt-
ugan gagnvart sköpunarverki sínu;
þannig tók hann ekki afstöðu til
gerða persónanna á einn eða neinn
hátt. Fyrir vikið virkaði sagan
ómórölsk; það var líkast því að höf-
undurinn væri að leggja blessun
sína yfír siðleysið. Þetta er allt hið
furðulegasta'mál og segir ýmislegt
um þá bókmenntasögulegu byltingu
sem varð með Frú Bovary."
Rithöfundur gólar
Frú Bovary er tvímælalaust
frægasta skáldsaga Frakka. Hún
var tímamótaverk og þótti marka
upphaf nútíma skáldsagnagerðar.
„Það má einnig segja að Flaubert
hafí um leið mótað nýja ímynd af
starfi höfundarins," segir Pétur,
„hann kvað nánast niður mýtuna
um rómantíska skáldið og innblást-
urinn. Skrifín voru honum fyrst og
fremst öguð vinna. Þetta endur-
speglast í texta Flauberts sem er
oft hin listilegasta smíð.
í vinnubrögðum sínum miðar
Flaubert að því að ná sem altæk-
ustum áhrifum. Hann byijaði á því
að skrifa orðmargt uppkast en síðan
tók við eins konar eiming þar sem
hann tók textamassann og þétti æ
meira, gerði hann markvissari."
Pétur segir ekki einfalt að lýsa
stíl Flauberts í stuttu máli. „Það
má segja að hann hafi fyrst og síð-
ast kappkostað að finna rétta orðið.
Hann var einnig mjög upptekinn
af hrynjandi setninga, reyndi jafn-
vel að búa þær út ekki ósvipað og
bundið mál. í sendibréfum hefur
Morgunbláðið/Sverrir
„Stundum trúir maður næst-
um því orðum Flauberts sjálfs
um að það megi ekki hnika
einu orði, þá muni allt
hrynja." segir Pétur Gunnars-
son um glímu sína við Frú
Bovary.
hann margsinnis lýst vinnubrögðum
sínum. Hann mun hafa skrifað með
miklum harmkvælum og var sein-
virkur; æddi um vinnustofuna eins
og ljón í búri, fleygði sér upp í dív-
an, féll í mók, hrökk upp og hélt
áfram leitinni þar til rétta orðið
fannst. Að lokum skanderaði hann
eða gaulaði setningarnar til að
sannprófa hvort hljómfallið væri
örugglega rétt.“
Má ekki hnika orði
Flaubert hafði skrifað nokkur
verk fyrir skúffuna áður en hann
lagði til atlögu við Frú Bovary. Fjár-
hagsaðstæður hans voru á þann veg
að hann þurfti ekki að hafa áhyggj-
ur af framfærslu eða vasast í út-
gáfu. Ritstörfin voru lífsmáti hans,
aðferð til að lifa af í heimi sem
honum leiddist undir drep. Hann
hafði lokið við gríðarlega mikinn
doðrant sem hann nefndi La Tent-
ation de Saint Antoine (Freisting
heilags Antons). Hann var þó ekki
birtur því vinir hans, sem hann las
verkið fyrir, réðu honum frá því.
Fram að þessu hafði Flaubert skrif-
að í hinum loftkennda stíl rómantík-
urinnar en brotlending Heilags
Antons varð til þess að hann söðl-
aði um og tók að tileinka sér hlut-
lausan raunsæisstíl sem síðar setti
mark sitt á aðferð hans. „Flaubert
skrifaði samt ekki í hinum ná-
kvæma raunsæisanda Émile Zola
(1840-1902) sem fór út með mál-
bandið áður en hann settist að skrif-
um“, ségir Pétur. „Reyndar er til
sú gamansaga að undir lokin hafi
Flaubert verið farinn að snúa þessu
við; hann hafi fyrst skrifað textann
og síðan sent lærisvein sinn, Guy
de Maupasant, út að leita uppi fyrir-
bæri sem pössuðu við textann."
Að sögn Péturs er alltaf erfítt
að þýða og óðs manns æði að þýða
Flaubert, „textinn er svo þaulunn-
inn að stundum trúir maður næst-
um því orðum Flauberts sjálfs um
að það megi ekki hnika einu orði,
þá muni allt hrynja.“
J
f
SÖGUR ÚR
AFSKEKKTRISVEIT
Morgunblaðið/Einar Falur
JIM Heynen les upp úr sagnasafni sínu í heimahúsi í Fossvoginum.
Helgi-
sögur í
handritum
TOFNUN Árna Magnús-
sonar efmr til handrita-
kynningar í Árnagarði við
Suðurgötu í dag, laugardag-
inn 11. nóvember.
Frá 14-18 verður sýning á
handritum frá fyrri öldum í
sýningarsal stofnunarinnar,
einkúm þeim sem tengjast
kirkju og kristindómi. Meðal
handrita á sýningunni verður
Skarðsbók postulasagna,
vandað handrit og mynd-
skreytt frá þriðja fjórðungi
14. aldar, sem frá upphafi
átti heima á Skarði á Skarðs-
strönd en lenti snemma á
síðustu öld í einkaeign á
Bretlandi. Árið 1965 keyptu
íslensku bankarnir handritið
á uppboði í Lundúnum, létu
gera við það og binda og
gáfu íslensku þjóðinni.
Skarðsbók
postulasagna
Kl. 16.00 verða fluttir
tveir stuttir kynningarfyrir-
lestrar í stofu 201 í Árna-
garði. Þar mun dr. Ólafur
Halldórsson tala um Skarðs-
bók postulasagna og dr.
Sverrir Tómasson um ís-
lenskar postulasögur og aðr-
ar kirkjulegar miðaldabók-
menntir.
Þennan dag gefst gestum
kostur á að skoða út-
gáfubækur stofnunarinnar
og festa kaup á þeim með
25% afslætti. Meðal vísinda-
legra textaútgáfna sem birst
hafa síðustu árin eru ljós-
prent og texti íslensku hóm-
ilíubókarinnar í útgáfu
Andreu de Leeuw van Ween-
en 1993, Mattheus saga
postula í útgáfu Ólafs Hall-
dórssonar 1994 og Gyðinga
saga sem Kirsten Wolf gaf
út 1995.
Aðgangur að sýningunni
og fyrirlestrunum er ókeypis
og öllum heimill meðan hús-
rúm leyfir.
Litla skólahúsið kallast
safn sagna bandaríska
rithöfundarins Jim
Heynens sem Gyrðir
Elíasson hefur þýtt og
kom út á dögunum.
Sögurnar eru stuttar og
greina frá uppákomum
í lífi drengja í af-
skekktri sveit. Einar
Falur Ingólfsson
hlýddi á höfundinn lesa
nokkrar sögur í heima-
húsi í Fossvogi á síðast-
liðnu ári og sló nýlega
á þráðinn til hans.
ILITLA skólahúsinu er á sjöunda
tug frásagna, sem margar hvetjar
eru örstuttar. Sagt er frá upplifunum
drengjanna í sveitinni, frá fólki, dýr-
um, veðri og raunar hveiju því sem
fyrir ber í dreifbýlinu. Jim Heynen
hefur meistaraleg tök á þessu stutta
sagnaformi, hvort sem efnið eru
fyndið, dapurlegt eða dularfullt, og
sögurnar eru dýpri og segja lesand-
anum meira en lengdin gefur til
kynna.
Heynen hefur sent frá sér nokkur
sagnasöfn og ljóðabækur og njóta
frásagnir hans sívaxandi hylli í
Bandaríkjunum. Hann er búsettur í
St. Paul í Minnesota, þar sem hann
kennir bókmenntir við háskóla borg-
arinnar. Þegar haft var samband við
Heynen var hann nýkominn með
eintak af íslensku útgáfunni í hend-
ur og afskaplega ánægður með útlit
hennar. Sagðist því miður ekki geta
lesið þýðingamar og dæmt um þær,
en það hefði vestur-íslenskur vinur
hans, rithöfundurinn Bill Holm, hins
vegar gert, og hrósaði hann þeim
mjög.
Heynen segist hafa alist upp í
afskekktri sýslu í Iowa; þar gerist
sögurnar, en sögusviðið geti virst
vera frá öðru og enn fjarlægara
tímaskeiði. „Þetta er þó tími æsku
minnar,“ segir hann, „og frásagnirn-
ar kofna úr samfélagi þar sem hin
munnlega frásagnarhefð var enn lif-
andi þáttur mannlífsins. Þessar frá-
sagnir hættu að heyrast þegar kveikt
var á sjónvarpstækjunum.
Við fórum oft heim til nágrann-
anna, þar sem gamli maðurinn þvoði
egg eftir kvöldmatinn og við sátum
og hlýddum á sögur hans. Hann
sagði gjarnan frá einhveiju sem
tengdist sönnum atburðum en við
vissum að hann notaði ímyndun-
araflið til að gera sögurnar að ein-
hveiju meiru en hráefnið bauð upp
á. Eg er ekki að segja sögurnar
hans, heldur er ég á einhvem hátt
undir áhrifum frá fólki eins og hon-
um, fólki sem kunni að segja sögur.
Mig langar til að trúa því að sumar
þessara sagna minna séu í líkingu
við það hvernig fólk væri að segja
frá, ef hinni munnlegu frásagnar-
hefð hefði verið haldið á lífi.“
Hann bætir við að rannsóknir sín-
ar á frásögnum indíána hafí haft
áhrif á skrif sín, einkum svokallaðar
„nafnasögur" Swampy Cree ætt-
flokksins: „Röddin í þýðingum þeirra
sagna sem ég las, minnti mig óneit-
anlega á rödd sagnamannanna í
uppvexti mínum.
Annars er ég ekki viss um að
nokkur hafí lesið sögurnar mínar
fyrr en hann hefur lesið þær upp-
hátt! Þannig vil ég að þær séu lesn-
ar. Og ég heyri að fólk les þær gjarn-
an hvort fyrir annað á ferðalögum,
hvort fyrir annað í rúminu og fólk
les þær á salerninu. Þá lesa kennar-
ar sögumar víst oft fyrir nemendur
sína, sem er mjög ánægjulegt."
Heynen var nýlega gestur á al-
þjóðlegri hátíð helgaðri stuttum frá-
sögnum og örsögum í Kaupmanna-
höfn. „Það var ákaflega skemmtilegt
og ég vildi bara óska þess að ein-
hver íslenskur höfundur hefði verið
þar með okkur hinum. Annars vil
ég ekki kalla þetta sem ég skrifa
örsögur, Miklu frekar frásanir, því
það orð vísar til hinnar munnlegu
frásagnarhefðar og þeirrar hug-
myndar að vera að segja frá ein-
hveiju."
Fyrstu skrefin á ritvellinum tók
Jim Heynen sem ljóðskáld og þess
bakgrunns gætir í sumum frásagn-
anna. Hann segist líka frekar gefa
hluti í skyn en útskýra þá í skrifun- |
um og það tengist skáldinu í sér.
„Fyrstu söguna sem ég skrifaði byij-
aði ég að vinna sem ljóð. Og ég fann
að það vildi bijóta sér leið út úr því
formi og verða að frásögn sem er
ekki jafn njörvuð niður og ljóð eru
venjulega. Þá skrifaði ég ljóðið sem
sögu og hef síðan skrifað sögur
uppúr nokkrum ljóðum sem ég hafði
áður gefið út.“
Heynen er um þessar mundir að
leggja lokahönd á handrit fyrstu
skáldsögu sinnar, en rétt eins og í
frásögnunum í Litla skólahúsinu ber
engin persónanna í henni nafn.
Sögusviðið segir hann einnig vera
það sama. Sumarið 1994 kom Jim
Heynen í heimsókn til íslands ásamt i
eiginkonu sinni, Sally Williams. Hún ,j
var hér skiptinemi fyrir mörgum
árum og hefur komið nokkrum sinn-
um í heimsókn síðan, en þetta var
fyrsta heimsóknin eftir að þau giftu
sig fyrir fimm árum. „Við áttum
dásamlega frídaga á íslandi," segir
Heynen. „Við ferðuðumst svolítið um
landið, fórum í sumarbústað og
ókum um Norðurland. Áður en við
lögðum í hann frétti ég að nokkrar
sögur eftir mig hefðu komið út á
íslensku, í litlu fallegu tímariti sem
heitir Ský. Sú staðreynd kom mér
mjög á óvart. Vinur okkar á íslandi
sendi mér línu og sagði frá þessari
útgáfu, sem hafði verið gerð án þess
að fá tilskilin leyfi. Þessi vinur minn
spurði hvort hann ætti að útvega
mér lögfræðing eða halda veislu og
vitaskuld sagði ég: höldum veislu!
Hún var haldin í heimahúsi í Foss-
voginum, þar sem ég hitti fjöldann
allan af skemmtilegu fólki og las
upp nokkrar sagnanna."