Morgunblaðið - 14.11.1995, Qupperneq 1
KNATTSPYRNA: LÍTIL SKEMMTUN í BÚDAPEST / C8
JHttgpmliliifeifc
1995
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER
BLAÐ
Fyrsta verkefni Loga Ólafssonar með landsliðið verður á Kýpur
Morgunblaðið/Sigmundur 0. Steinarsson
LANDSLIÐSMENN á göngu í Búdapest fyrir landsleikinn gegn Ungverjum. Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir,
Sigursteinn Gíslason, Arnar Grétarsson og Þorvaldur Örlygsson.
Krist-
inn í
Stjöm-
una
KRISTINN
Lárusson hef-
ur gengið í
raðir Stjörnu-
mannaáný
eftir að hafa
leikið með
Valsmönnum
undanfarin
þtjú ár. Krist-
inn er þriðji
maðurinn sem
hefur bæst í
hóp Stjörn-
unnar að und-
anförnu en
hinir eru
Reynir
Björnsson úr
HK og Helgi
Björgvinsson
úr Keflavík.
„Kristinn er
sterkur leik-
maður sem
kemur til með
að styrlqa
okkur,“ sagði
Þórður Lárus-
son, þjáifari
Stjörnunnar.
Þjóðvevjar, Frakkar
og IMorðmenn á
leið til íslands
ÞAÐ verður Ijóst 12. desember
í París, þegar dregið verður í
undankeppni HM, hvaða verk-
ef ni bíður landsliðsins í knatt-
spyrnu. Fyrsta verkefni Loga
Ólafssonar sem landsliðsþjálf-
ara er mót á Möltu í byrjun
febrúar, þar sem leikið verður
gegn landsliðum Möltu, Rúss-
lands og Slóveníu.
Eggert Magnússon, fonnaður
Knattspymusambands íslands,
sagði að það væri ljóst að leiknir
verða tveir eða þrír leikir í undan-
keppni HM á næsta keppnistímabili.
„Við höfum verið að ræða við ýmsar
þjóðir um að koma til íslands og leika.
Það er ekkert fastákveðið, en það eru
góðar líkur á að við fáum þjóð heim
sem er á leiðinni til Englands til að
taka þátt í úrslitakeppni Evrópu-
keppni landsliða í júní.
Það verður ekki fyrr en eftir heims-
meistaradráttinn í París, sem við
getum sest niður og ákveðið endan-
legt landsleikjaplan. Kýpurbúar
skulda okkur einn landsleik á íslandi
næsta ár og þá er búið að semja við
Norðmenn um tvo landsleiki - fyrst
í Noregi 2. ágúst 1996 og síðan
kæmu Norðmenn heim á fimmtíu ára
afmælisári KSÍ 1997, eins og Þjóð-
verjar. Frakkar taka ekki þátt í und-
ankeppni HM 1998, þar sem þeir
halda keppnina. Við munum leika tvo
leiki gegn þeim - heima og heiman.
Haustið 1996 á íslandi og síðan í
Frakklandi 1997 eða 1998.
Það er ýmislegt á prjónunum og
ég hef verið að vinna að því í langan
tíma að fá góða landsleiki heim.“
Menn hafa oft kvartað yfir að-
JÚLIUS
stöðuleysi á Laugardalsvellinum fyrir
áhorfendur - að völlurinn sé ekki
boðlegur. Sérðu fram á breytingar
þar til bóta?
„Það er engin spuming, það verður
að bæta aðstöðuna fyrir áhorfendur
á Laugardalsvellinum. Ég get fullyrt,
'að það verður gert fljótlega. Mér
sýnist vilji borgaryfirvalda augljós.
Það er verið að reyna að fá ríkið inn
í þær breytingar. Mér finnst umræð-
umar hafa verið þannig að undan-
fömu að málið verði klárað með reisn.
Með réttu hefur Reykjavíkurborg
bent á að Laugardalsvöllurinn er
þjóðarleikvangur og þess vegna sé
eðlilegt að ríkið taki þátt í uppbygg-
ingu á nýrri stúku. Ég tek heilshugar
undir það, að Reykjavikurborg eigi
ekki ein að bera ábyrgð á Laugardals-
vellinum," sagði Eggert Magnússon.
Júlíus handar-
brotnaði
JÚLÍUS Jónasson handarbrotnaði í leik Gumm-
ersbach og Bad Schwartau í þýsku deildinni í
fyrradag og er ljóst að hann verður frá æfingum
og keppni næstu vikurnar. Júlíus hefur staðið
sig vel með Gumm-
ersbach og íslenska
landsliðinu að undan-
f örnu og er þetta mikið
áfall. „Eg veit eiginlega
ekki hvað gerðist, en
snemma í leiknum hras-
aði ég á varnarmann og
vinstri hendin böglaðist
einhvern vegin undir
mér. Eftir á að hyggja
gæti ég trúað að þetta
hafi farið þá að liluta
til, en ég hélt samt
áfram að spila en
skömmu síðar lenti ég
aftur í árekstri í vörn-
inni og þá fann ég svo
mikið til að ég fór útaf,“
sagði Júlíus í samtali við
Morgunblaðið í gær-
kvöldi, en þá lá hann á sjúkrahúsi í Þýskalandi
þar sem hann mun verða fram á fimmtudag eða
föstudag.
Júlíus sagði að langatöngin á vinstri hendi
væri brotin og bein í handarbakinu hefði farið
I sundur. „Læknarnir töldu best að skera þetta
og skrúfa saman þannig að ég er með einar fjór-
ar skrúfur £ hendinni núna og verð ekkert nagl-
hreinsaður fyrr en eftir um það bil ár. Ég verð
með hendina í umbúðum í þrjár vikur og lækn-
arnir segja að ég ætti að geta byrjað að æfa
eftir sex til átta vikur en ég er að vona að ég
geti byijað að spila þá. Það er bölvanlegt að
lenda í þessu núna. Mér hafði gengið vel með
liðinu og svo missir maður líka af leikjunum
gegn Pólveijum.“
Július hafði gert þijú mörk þegar atvikið
gerðist eftir 20 minútna leik, en Gummersbach
vann 30:23. Júlíus sagði að það hefði vart verið
bætandi á meiðslin hjá Gummersbach því leik-
stjómandinn væri líka meiddur og yrði frá fram
í febrúar.
Geir meiddist
og Montpelli-
er tapaði
GEIR Sveinsson og samherjar í Montpellier
máttu sætta sig við fjögurra marka tap, 27:23,
gegn Winterthur I Evrópukeppni meistaraliða í
handknattleik um helgina.
Leikurinn fór fram í Sviss
og gat Geir ekki leikið með
í sókninni - meiðsl í hægri
öxl tóku sig upp og verður
hann í sérstakri meðferð þar
til á morgun.
„Við höfum ekki fengið
svona mörg mörk á okkur í
einum leik á tímabilinu,“
sagði Geir við Morgunblaðið.
„Til þessa höfum við fengið
17 mörk á okkur að meðal-
tali í deildinni en Kóreubú-
arair tveir í svissneska liðinu
reyndust okkur erfiðir.“
Hann sagði að möguleikamir
á að komast áfram væru
ekki svo slæmir en liðin mætast aftur á laugar-
dag. „Þetta svissneska lið sigraði Redbergslied
með átta mörkum á heimavelli í 1. umferð en
tapaði síðan úti með sex mörkum sem segir okk-
ur að það er brothætt.“
Geir meiddist í París sl. miðvikudagskvöld
þegar Montpellier sótti Creitel heim í frönsku
deildinni og tapaði í fyrsta sinn á tímabilinu,
24:23. Hann reyndi ekki á öxlina fram að Evrópu-
leiknum en fann strax til eftir 10 mínútna leik
og sagðist hafa orðið að fara varlega eftir það.
Að 10 umferðum loknum er Marseille í fyrsta
sæti en síðan koma Geir og félagar þremur stig-
GEIR