Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • Kastrup dæmi IKJÖLFAR Persaflóastríðsins, á tímum mesta samdráttar sem orðið hefur í áætlana- flugi í heiminum á undanförn- um árum, réðust Danir í þá stór- framkvæmd að einkavæða eitt stærsta fyrirtæki landsins, sjálfan Kastrup-flugvöll. Þrátt fyrir sam- dráttinn sem þá var í áætlunarflugi hefur rekstur hins nýja fyrirtækis, Köbenhavns Lufthavn A/S (CPH), gengið mjög vel og í dag er bent á einkavæðingu Kastrup sem dæmi um einstaklega vel heppnaða einka- væðingu ríkisfyrirtækis. Það þarf því ekki að koma á óvart að fulltrúar íslensks markað- ar líti þangað í leit að hugmyndum um hvemig megi standa að einka- væðingu Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, eins og fyrirtækið vinnur nú ötullega að í samstarfi við Flug- leiði, Landsbankann og Póst og síma, en fyrirtækin eiga það öll sammerkt að starfá í í flugstöðinni. Aukinn hagnaður - aukin umferð Á þeim fímm ámm sem Kastrup flugvöllur hefur verið í einkarekstri hefur hagnaður af rekstri vallarins aukist um 73%, úr rúmum 1,2 millj- örðum króna í 2,1 milljarð. Þá hef- ur farþegum, sem um völlinn fara á ári hverju, fjölgað um rúmlega eina og hálfa milljón og voru þeir um 14 milljónir talsins á síðasta ári, sem gerir Kastrup að stærsta flugvelli á Norðurlöndum. Bo Haugaard, yfírmaður mark- aðsmála og almannatengsla hjá CPH, segir þetta vera árangur mik- illar vinnu við að auka hagkvæmni í rekstri vallarins auk þess sem meiri áhersla hafi verið lögð á markaðssetningu. Starfsmönnum vallarinns hefur fækkað á þessum tíma úr rúmlega 1.300 í um 1.200 og hefur sú fækkun náðst í gegn að mestu án uppsagna, að sögn Haugaards. Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á menntun alls starfs- fólks og mikið lagt upp úr því að fólk geti auðveldlega flutt sig á milli starfa. „Að auki höfum við eytt talsverðum tíma í að koma inn nýjum hugsunarhætti hjá starfs- fólkinu og losna við ýmis algeng einkenni opinberra starfsmanna. Meðal annars höfum við lagt mikið upp úr því að rækta ábyrgðartilfinn- ingu meðal starfsmanna, sérstak- lega gagnvart viðskiptavinunum." Við einkavæðingu Kastrup var ákveðið að stefnt skyldi að sölu ___________________VIÐSKIPTI_____________________________________ um vel heppnaða einkavæðingu • Þolinmæði varnarliðsins á þrotum? allt að 49% hlutafjár í tveimur lot- um. Starfsfólki var boðinn for- kaupsréttur á tæplega 4% alls hlut- afjár á 105 DKR á hvern hlut og nýtti stór hluti þess sér það boð. Á síðasta ári var síðan hafist handa við sölu á afganginum af þeim 25% sem átti að selja í fyrstu lotu og gekk salan vel. Verð á hlutabréfun- um hefur farið hækkandi frá upp- hafi og stóð hluturinn um síðustu áramót í 310 DKR. Eftir einkavæðinguna hefur mik- il áhersla verið lögð á markaðssetn- ingu Kastrup til þess að auka rekstrartekjur. Gríðarleg áhersla hefur verið lögð á að auka frakt- flutninga um völlinn, með góðum árangri, eins og sjá má í stöðugri aukningu þessara flutninga um völlinn. Á þremur árum hafa frakt- flutningar aukist um tæp 23%, úr 220 þús. tonnum í 270 þús. tonn. Að sögn Haugaards, felst hluti af markaðssetningunni í því að bjóða þjónustu flugvallarins á óbreyttu verði allt fram til ársins 1999. „Það ár mun, að öllu Einkavædd á Leifsstöð sér von Kastrup-flugvöllur er eini einkarekni flug- völlurínn á Norðurlöndum og þykir vel hafa tekist til. Hér á landi hafa slíkar hugmyndir ekki átt upp á pallborðið hjá hinu opinbera. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér málið. óbreyttu, öll tollftjáls verslun innan Evrópusambandsins verða lögð af. Ekki er ljóst hversu mikið tekjutap okkar verður vegna þessa en við höfum hins vegar heitið viðskipta- vinum okkar því að þeim verði til- kynnt um allar gjaldskrárbreyting- ar með góðum fyrirvara." Togstreita milli ráðuneyta Sem fyrr segir vinna íslenskur markaður, Flugleiðir, Póstur og sími og Landsbankinn að því að Lefsstöð verði einkavædd. Að sögn Orra Vigfússonar, hefur hins vegar borið á nokkurri andstöðu innan embættismannakerfisins vegna þessa máls, enda sé kannski ekki við því að búast að frumkvæðið komi þaðan, því allan hvata vanti til þess. Hann segir að togstreita á milli einstakra ráðuneyta valdi einn- ig vandræðum. „Við höfum verið að leita til ráðu- neytanna um ýmsar upplýsingar um rekstur Leifsstöðvar og það hefur tekið mjög langan tíma. Það tók Úr rekstrarreikningi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 1992 J^2 Rekstrartekjur Húsaleiga 240,8 Framl. flugmálastjórnar 16,9 Rekstrartekjur samtals 257,7 Rekstrargjöld samtals 177,9 Fjármagnsliðir. Vaxtagjöld -202,4 Vaxtatekjur 5,4 Hagnaður (-tap) af reglulegri starfsemi -117,2 Misvægi gengis og verðlags -407,2 Hagnaður (-tap) ársins -524,5 • Endurbyggja þarf Reykjavíkurflugvöll • Steypan víða brotin og ónógt burðarþol FLUGMÁLASTJÓRN hefur á þessu ári látið gera ná- kvæma úttekt á ástandi Reykjavíkurflugvallar og kostnaði við endurbætur. Skýrsla Almennu verkfræðistofunnar leiddi fyrr á árinu í ljós að völlurinn er í lélegu ástandi og ljóst að hann upp- fyllir ekki lengur alþjóðlegar kröf- ur. í síðustu viku varsíðan tekin fyrir á fundi Flugráðs áætlun verk- fræðistofunnar um kostnað við end- urbyggingu vallarins. Þessi fyrsta áætlun bendir til þess að kostnaður við endurbygg- ingu flugbrauta og flughlaða, til að þessi mannvirki standist að öllu eða mestu leyti kröfur Alþjóðlegu flugmálastofnunarinar, geti numið á bilinu 900 til 1.500 milljónum króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af því hvaða forsendur um umferð verða settar og hvaða kröf- ur verða gerðar til flugvallarins. „Barn síns tíma“ „Flugbrautirnar eru orðnar léleg- ar sem kemur ekki á óvart því Reykjavíkurflugvöllur er barn síns tíma,“ sagði Þorgeir Pálsson, flug- málastjóri, í samtali við Morgun- blaðið. „Flugvöllurinn var byggður í miklum flýti á stríðsárunum og undirbyggingin var ekki mjög góð. Það var notuð rauðamöl til fyllingar og steypt yfir. Það hefur síðan ver- ið malbikað yfir steinsteypuna og sums staðar gerðar lagfæringar á undirlaginu. Steypan er hins vegar víða brotin og á sumum svæðum er engin steypa þannig að burðarþolið er ekki nægjanlegt. Þá eru brautirnar orðnar mjög grófar miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Halli á þeim er sömuleiðis ófullnægjandi og því myndast víða pollar." Þrjár meginleiðir Almenna verkfræðistofan kann- aði í megindráttum þijár mismun- andi leiðir við endurbyggingu vall- arins. í fyrsta lagi var lagt mat á kostnað við nýbyggingu mannvirkj- anna það er að núverandi brautir og hlöð verði brotnar upp og skipt um efni niður að klöpp. Mannvirkin yrðu síðan byggð upp á nýtt. I öðru lagi var sá kostur kannað- ur að bijóta upp núverandi slitlag, malbik og steypu, og leggja nýtt burðarlag og nýtt slitlag á þá fyll- ingu sem nú er undir slitlaginu. I síðarnefnda flokknum er ekki gert ráð fyrir jarðvegsskiptum niður á klöpp. Verkfræðingarnir benda á Kostnaður alltað 1,5 milljörðum Ný skýrsla um áætlaðan kostnað við endurbætur Reykj avíkurflugvallar var rædd í fluffráði í síðustu viku. Hins vegar er ljóst að framkvæmdin rúmast ekki inn- an flugmálaáætlunar ef niðurskurður á tekjum flugmálaáætlunar á ffárlögum næsta árs verður viðvarandi, eins og Kristinn Briem komst að raun um. að ef sá kostur verði fyrir valinu sé hætta á missigi á brautum og hlöðum eftir framkvæmdir. Þriðji kosturinn gerði ráð fyrir endurbótum með yfirlögn malbiks yfir núverandi brautir og hlöð til að koma þeim í viðunandi horf. Við áætlanagerðina kom hins vegar í ljós að eigi að lagfæra yfirborð brautanna til að þær uppfylli kröfur alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar verður yfirlögnin dýrari en uppbrot slitlags og endurbygging þess ásamt viðeigandi burðarlögum. Hægt er að leggja malbik ofan á núverandi brautir og lagfæra þær aðeins lítillega en þá myndu þær eftir sem áður ekki fullnægja sett- um kröfum. Verkfræðistofan kannaði síðan kostnað víð endurbætur miðað við mismunandi forsendur um lengd og breidd flugbrauta svo og sjö mis- munandi forsendur um umferð sem ákveðnar voru af Flugmálastjórn. Niðurstöður urðu á þann veg að miðað við óbreyttar lengdir og breiddir brauta er kostnaður við nýbyggingu með jarðvegsskiptum áætlaður 1.280—1.480 milljónir en uppbrot og takmörkuð endurbygg- ing kostar skv. áætjuninni 1.010- 1.280 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.