Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 B 5 VIÐSKIPTI • Einkavæðing mætir andstöðu embættismanna okkur t.d. 6 mánuði að fá uppgefn- ar nokkrar tölur úr rekstri flug- stöðvarinnar frá utanríkisráðuneyt- inu. Þá hefur okkur gjarnan verið vísað fram og til baka á milli ráðu- neyta með erindi okkar,“ segir Orri. Hann segir að menn láti þennan seinagang þó ekki hafa nein áhrif á sig. Undirbúningur málsins sé kominn nokkuð vel á veg og nú sé verið að skoða ýmis atriði er snúi að framtíðarrekstri Leifsstöðvar. „Nú erum við að vinna að ná- kvæmri lýsingu á rekstrar- óg fjár- hagsstöðu flugstöðvarinnar. Þar erum við bæði að kanna hvort ein- hveijir möguleikar séu á hagræð- ingu í rekstrinum, auk þess sem við viljum gera úttekt á skuldastöð- unni og kanna möguleikann á skuldbreytingu lána til að ná fram hagstæðari kjörum." Þá segir Orri það vera mikilvægt að kanna rekstur Fríhafnarinnar í Keflavík ofan í kjölinn og meta raunverulegan hagnað ríkissjóðs af sölu á einstökum vörutegundum. í framhaldi af því sé möguleiki á að endurmeta leigusamninga til sam- ræmis við það sem gerist í Kaup- mannahöfn. „Þar sjáum við að leig- an er reiknuð, annars vegar út frá ákveðnu fermetragjaldi og hins vegar út frá veltuskatti," segir Orri. „Þessi veltuskattur er síðan mjög misjafn eftir því hvaða vörutegund- ir eiga í hlut. Þannig er hann hæst- ur á áfengi og tóbaki en mun lægri á ýmsum öðrum vörum.“ Orri segir einnig í athugun hvernig tekjum ríkissjóðs af flug- stöðinni geti verið háttað í framtíð- inni, meðal annars í ljósi ofan- greindra hugmynda af tekjum af verslunarrekstri í stöðinni. Markaðssinnuð stjórn yfir Keflavíkurflugvöll Hvað varðar hvernig fyrirkomu- lag á einkavæðingu Leifsstöðvar skuli vera, segir Orri það mikilvæg- ast að hefja markaðsvæðingu henn- ar sem fyrst. Fyrsta mál á dagskrá eigi að vera að setja stjórn yfir reksturinn, skipaða mönnum úr at- vinnulífinu. Þá þurfi að ráða mark- aðssinnaðan framkvæmdastjóra. Það sé eina leiðin til að ná fram þeim sveigjanleika í rekstri stöðvar- innar sem nauðsynlegur sé. í dag séu lendingargjöldin t.d. ósveigjan- leg með öliu og því ekki samnings- atriði ef verið sé að reyna að laða að ný flugfélög. Þar að auki séu þau tekin framhjá rekstrinum, sem skekki rekstrarafkömu vallarinns. „Það er ljóst að við verðum að auka tekjur flugstöðvarinnar með einhveijum hætti. Með því að auka umferðina um völlinn getum við aukið tekjurnar’ verulega og um leið verður auðveldara að greiða niður skuldirnar," segir Orri. Hann segir þetta sjónarmið hafa mætt nokkrum skilningi hjá utanríkisráð- herra en alls óvíst sé hvert fram- haldið verði. Orri segist hafa orðið var við það hjá varnarliðinu undanfarið, að vax- andi óánægja sé með það hversu miklum hluta af tekjum flugvallar- inns sé veitt fram hjá rekstri hans, á sama tíma og varnarliðið beri umtalsverðan kostnað af rekstri hans. Hann segir að þess megi vænta að þrýstingur frá þeirri hlið um breytingar á þessu fyrirkomu- lagi eigi eftir að aukast á næstu misserum. Lendingargjöld ósveigjanleg Hvað næstu skref varðar segir Orri að heppilegast væri að breyta flugstöðinni í hlutafélag í eigu ríkis- ins sem fyrst. í framhaldinu væri síðan hægt að huga að sölu hluta- bréfanna að hluta eða öllu leyti. Þá sé verið sé að kanna ýmis önnur atriði, svo sem hvernig best verði staðið að markaðssetningu Flug- stöðvarinnar og kanna hvaða mögu- leikar séu á því að bjóða hagkvæm- ari kosti í eldsneytissölu á flugvell- inum. Hátt verð eldsneytis, ásamt háum og ósveigjanlegum lendingar- gjöldum geri það óhagkvæmt fyrir erlend flugfélög að hafa viðkomu á Kefl avíkurflugvelli. Orri segir þetta vera umtalað í þessum geira og gangi það jafnve! svo langt að flugmönnum erlendra véla séu gefin skýr fyrirmæli um að lenda hér ekki nema brýna nauð- syn beri til, sökum þess hve dýrt það sé. „Ef við ætlum að eiga ein- hveija' möguleika i samkeppninni verðum við að bæta þessi atriði hjá okkur. Frumskilyrðið er hins vegar að stjórnkerfi flugstöðvarinnar verði gert sveigjanlegra og þar stendur hnífurinn í kúnni eins og er,“ segir Orri. Tekjur ríkisins af almennri flugstarfsemi á Keflavíkur- flugvelli 1992 og ráðstöfun • Brýnasta hagsmunamál innanlandsflugsins GAMLI flugturninn og ýmis mannvirki á Reykjavíkurflugvelli standa enn og þykja lítill yndisauki. Kostnaður rúmast ekki innan flugmálaáætlunar Samgönguráðuneytið hefur fengið skýrslu Almennu verkfræði- stofunnar til athugunar en Þorgeir Pálsson segist gera ráð fyrir að einnig verði rætt við borgaryfirvöld í Reykjavík, flugrekendur og fleiri hagsmunaaðila. „Það verður að fara fram allvíðtæk umræða um mann- virkið áður en farið er út í dýrar framkvæmdir af þeim toga sem lýst er í skýrslunni. Menn verða að taka afstöðu til þess hvaða hlut- verki flugvöllurinn á að gegna. Kostnaðurinn ræðst af því hversu þungar flugvélar eiga að geta lent á honum. Þetta er fyrst og fremst spurning um hvort Reykjavíkur- flugvöllur á áfram að vera hæfur sem varaflugvöllur fyrir stærri vél- ar eins og Boeing 737. Á hinn bóg- inn kemur á óvart hversu munurinn á kostnaðinum við endurbætur er lítill milli einstakra valkosta og umferðarflokka." Frá árinu 1988 hefur eldsneytis- gjald og flugvallargjald runnið til flugmálaáætlunar til að standa und- ir framkvæmdum við flugvallar- mannvirki: Samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1996 er ráð- gert að lækka ráðstöfunarfé flug- málaáætlunar um 48% og færa 190 milljónir af 400 milljóna áætluðum tekjum til rekstrar. „Ef þessi niður- skurður verður viðvarandi þá nímast endurbætur við Reykjavíkurflugvöll alls ekki innan flugmálaáætlunar og á sama hátt yrði ekki hægt að fara út í margar aðrar mikilvægar fram- kvæmdir við flugvallarmannvirki úti á landi. Hins vegar gæti flugmála- áætlun vel staðið undir þessum framkvæmdum ef hún yrði ekki skert. Ljóst er að endurbygging Reykjavíkurflugvallar er biýnasta hagsmunamál innanlandsflugsins enda fara nær 90% allra farþeganna um þennan flugvöll. Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur," sagði Þorgeir Pálsson. Fyrirtæki til sölu Til sölu er sérhæft smásölu- og innflutningsverslun með góðum stækkunarmöguleikum, í hjarta borgarinnar. Tilvalið tækifæri fyrir 1-2 einstaklinga sem vilja starfa sjálfstætt. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Fyrirtæki - 7800“. ^vTTrrr’ Glussatjaldaefni # - * OTRULECT URVAL ÖRU66 06 CÓÐ ÞJÓNUSTA. epol Faxafen 7, sími 568 7733 [fficwsiD aDDíiDfi©si DsfföwoofcögSD® Nýjar lágþrýstar sprautukönnur fyrir litlar af slipivörum. Nethyl 2 Artúnsholti S: S87 9190 Grænt númer: 800-6891 ./ ' nclLDSALA* SMA5ALA - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.