Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 23. NÓVERJBER 1995 MORGUNBLAÐID VIÐSKIPTI Skýrr meðal hlut- hafa ínýju hug- búnaðarfyrir- tæki í Eistlandi UM næstu áramót tekur til starfa nýtt fyrirtæki í Eistlandi, Eis-Data Ltd. Skýrsluvélar ríkis- ins og Reykjavíkur, Skýrr, eiga 25% í fyrirtækinu á móti eist- neskum og finnskum aðilum. Tilgangur með rekstrinum er m.a. hönnun, framleiðsla og sala á hugbúnaði sem þykir henta sveitarfélögum og einkaaðilum í Eistlandi ásamt því að veita þjónustu á sviði ráðgjafar og kennslu varðandi upplýsinga- kerfi, einkum innan opinbera geirans. „Forsögu málsins má rekja til fundar Jóns Þórs Þórhalls- sonar, forstjóra Skýrr, og kol- lega hans frá Eistlandi haustið 1993. Þar var ákveðið að kanna möguleikann á því að Eistlend- ingar nýttu sér þekkingu og reynslu Islendinga varðandi bókhald og áætlanagerð og stjórnsýslukerfi almennt í opin- berri stjórnsýslu. Eftir ákveðna undirbúningsvinnu sem aðilar frá Skýrr, ríkisbókhaldi og fjár- málaráðuneyti, komu að fyrir íslands hönd, var í ágúst 1994 undirritað samkomulag um að eistnesk stjórnvöld fengju BÁR, bókhaids- og áætlanakerfi rík- isins, til afnota ásamt kennslu og þjálfun til handa starfs- mönnum. Þetta var í raun upp- haf á samstarfi landanna á þessu sviði,“ segir Torben Frið- riksson, ráðgjafi hjá fjármála- ráðuneytinu, sem ______________ situr í stjórn Eis- Data. Hluthafar í Eis- Data eru auk Skýrr, samsvarandi stofn- anir í Finnlandi og Eistlandi ásamt samtökum eist- neskra sveitarfé Selja ís- lenskan hugbúnaö til Eist- lands laga. í stofnsamningi, sem var undirritaður í Tallin í Eistlandi 27. október sl. segir að fyrir- tækið eigi að hanna, framleiða, þróa og selja upplýsingakerfi, bæði hugbúnað og vélbúnað. Meðal annars sé það hlutverk fyrirtækisins að annast heild- sölu, bæði á hugbúnaði frá hlut- höfum og öðrum fyrirtækjum. Áhersla á sölu íslensks hugbúnaðar „Stofnun Eis-Data kemup í kjölfar þess að Skýrr og fjár- málaráðuneytið létu Eistlending- um í té afnot af BÁR. Eitt af verkefnum Eis-Data Ltd. mun því felast í þjálfun og ráðgjöf til starfsfólks sveitarfélaga í Eist- landi ásamt öðrum stuðningi, upplýsingagjöf og netþjónustu sem varðar notkun á BÁR,“ seg- ir Torben. Hann sagði ennfremur að Eistlendingar hefðu fengið BÁR og grunnþjálfun á kerfið endurgjaldslaust sem aðstoð við endurreisn landsins eftir að það endurheimti sjálfstæði. Þannig hefði verið lagður grunnur að frekari viðskiptum, en héðan í frá yrðu Eistlendingar sjálfir 'að sjá um frekari fjármögnun verk- efnisins. Vonir stæðu til að ýmis önnur landskerfi á vegum Skýrr yrðu á boðstólum hjá Eis-Data í framtíðinni, svo sem bifreiða- skrá og fasteignaskrá. Eis-Data mun til að byrja með leggja áherslu á að selja íslensk- an og finnskan hugbúnað til Eistlands, en með tímanum verður horft til fleiri landa. Að sögn Torbens er af íslands hálfu annars vegar lögð áhersla á sölu búnaðar frá Skýrr, en hins veg- ar á umboðssölu fyrir einkaaðila hér á landi. „Það má til dæmis nefna að hjá íslenskri forrita- þróun hf. er verið að kanna framleiðslu á hugbúnaði sem sett- ur yrði ofan á BÁR þannig að hægt sé að vinna í Windows umhverfi." Hlutafé Eis-Data svarar til tæplega ■...... níu _ milljóna ís- lenskra króna. í hagkvæmnis- könnun er ráð fyrir að fyrirtæk- ið byiji að skila hagnaði árið 1997. „Það er gert ráð fyrir að Skýrr fái þá annars vegar arð vegna hlutafjáreignar sinnar og hins vegar sölulaun vegna ís- lensks hugbúnaðar, sem seldur yrði á vegum fyrirtækisins,“ sagði Torben. / (ynning í da 9 1 ISDN - Samnetib 3Com og EJS halda kynningu á ISDN og Samnetinu á Hótel Loftleibum í dag kl. 14:00 -16:00 Gary Marsden frá 3Com og Hermann Ársælsson frá EJS kynna ISDN búnað frá 3Com. Einar Reynis frá Pósti og síma kynnir Samnetib Vinsamlegast tilkynnib þátttöku til Bjarneyjar, ritara söludeildar EJS, í síma 563 3060 fyrir kl. 12:00 í dag. 3 s i « I NYKJORINNI stjórn Félags löggiltra endurskoðenda eru þau Hjördís Ásberg, Þorvarður Gunnars- son, varaformaður, Tryggvi Jónsson, formaður, Guðmundur Frímannsson og Ólafur Kristinsson. Ný lög verða sett um löggilta endurskoðendur Starfsemin nú með öllu eftirlitslaus STARFSEMI löggiltra endurskoð- enda hér á landi er með öllu eftirlits- laus því hvorki er um að ræða eftir- lit af hálfu Félags löggiltra endur- skoðenda né hins opinbera. Þetta kom fram í ræðu Rúnars B. Jóhanns- sonar, löggilts endurskoðanda, á haustfundi félagsins sem haldinn var í Hveragerði í síðustu viku. Rúnar gerði í ræðu sinni saman- burð á lagaákvæðum um löggilta endurskoðendur hér á landi, í Dan- mörku og Svíþjóð. Lögin hér á landi eru frá árinu 1976 en í Danmörku eru í gildi lög frá árinu 1993 og lög- in í Svíþjóð tóku gildi fyrr á þessu ári. Hann skýrði frá því að skilyrði ti) löggildingar væru fyllilega sam- bærileg í löndunum þremur. Hins vegar skilur milli þegar kemur að missi löggildingar. Hér á landi er nær undantekningarlaust um æviráðn- ingu að ræða og íslenskir endurskoð- endur þurfa ekki að óttast kröfur um hæfni í starfi og eftirlit varðandi rækslu þess. f Danmörku og Svíþjóð eru hins vegar gerðar kröfur tii þess að menn starfi við endurskoðunarfagið. Verða þeir því að skila löggilding- unni ef þeir ráða sig til starfa sem framkvæmdastjórar, embættismenn eða bankastjórar svo dæmi séu tek- in. Þar að auki eru gerðar ýmsar aðrar kröfur í löndunum tveimur sem ekki þekkjast hér. Þannig eru sérstakar takmarkanir í Danmörku á því hvað endurskoðendur mega fá mikla veltu frá einstökum viðskipta- vinum og ákveðið þak er á fjölda lærlinga. Þá þurfa endurskoðendur að kaupa sérstaka ábyrgðartrygg- ingu. „Það er því mikil þörf á að lög um löggilta endurskoðendur verði endurskoðuð," sagði Rúnar undir lok ræðu sinnar. Átak í skattamálum Þorsteinn Haraldsson, fráfarandi formaður félagsins, skýrði frá því í ávarpi sínu á ráðstefnunni í ráði væri að skipa nefnd á vegum fjár- málaráðuneytisins til að semja frum- varp til nýrrar löggjafar um endur- skoðendur. Það yrði væntanlega eitt fyrsta verkefni nýrrar stjórnar fé- lagsins að tilnefna tvo félagsmenn í þá nefnd. Þá hefur félagið sett á laggimar sérstaka nefnd til að efla og styrkja samvinnu og samráð félagsins við skattayfírvöld. Hefur nefndin fundað nokkrum sinnum með ríkisskattstjóra og deildarstjórum hans. Þar hefur m.a. verið fjallað um gildandi lög um tekju- og eignarskatt, aðlögun skatta- laga að nýjum atvinnugreinum og breyttum viðskiptahátturri og fram- kvæmd skattalaga. Rætt hefur verið um samræmi í framkvæmd skattalag- anna, óljósar framkvæmdareglur, mismunandi sjónarmið starfsmanna, undirbúning nýrra starfsmanna til að úrskurða í málum o.fl. Endurskoðend- ur hafa sömuleiðis beint sjónum sín- um að frágangi skattframtals, skatta- lögum í nágrannalöndunum, skatt- undandrætti og leiðum til úrbóta ásamt því hvemig ná megi fram auk- inni hagræðingu og skilvirkni hjá framteljendum og skattyfirvöldum. Hlutabréf Hofs í Samskipum hf. verða seld á markaði næsta vor Samskipum verður breytt í almenningshlutafélag HLUTHAFAR Samskipa hf. hafa hug á að leysa til sín hlutafjáreign Hofs sf. í félaginu að fjárhæð 40 milljónir króna, en bjóða bréfin til sölu á al- mennum markaði næsta vor eftir aðalfund félagsins. Stefnt er að því að breyta félaginu í aimenningshluta- félag og skrá hlutabréf á Verðbréfa- þingi íslands. Þá hefur verið upplýst að Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, á helm- ing hlutafjár í North-Atlantic Tran- sport, stærsta hluthafa Samskipa, á móti Bruno Bishoff. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hluta- bréfakaup sín hefðu átt sér nokkum aðdraganda. „I árslok 1993 var eigið fé Sam- skipa komið niður í 4 milljónir króna," sagði Ólafur. „Þá var gríðarlegur þrýstingur á Landsbanka íslands að hann drægi sig alfarið út úr Samskip- um sem hefði þýtt það að fyrirtækið stöðvaðist. Landsbankinn með Sverri Hermannsson í forystu í þessu máli stóð hins vegar sem brimvöm um hagsmuni sína hjá Samskipum og í því að tryggja samkeppni í flutningum og þar með frjálsra verslun í landinu því hlutfall utanríkisviðskipta okkar er með því hæsta sem gerist. Vildu að ég setti persónulega fjármuni að veði Á fyrri hluta árs 1994 var eigið fé orðið neikvætt um 50-70 milljónir. Á þeim tíma komu eigendur Bruno Biscoff til að skoða fyrirtækið og þeim leist ágætlega það sem þegar hafði verið gert og höfðu trú á fram- tíð fyrirtækisins. Þeir bentu hins veg- ar á að þeir væru að fjárfesta í fyrir- tæki sem þeir gætu aðeins fylgst með úr fjarlægð og spurðu hvort ég væri tilbúinn að setja mína persónulega fjármuni að veði. Á sama tíma var ljóst að engin íslensk fyrirtæki voru tilbúin að fjárfesta í Samskipum nema Bruno Biscoff kæmi inn í fyrirtækið. Eg sló til og er ánægður með ákvörð- unina eins og málin hafa þróast.“ Hlutafé North-Atlantic Transport var ákveðið 500 þúsund mörk en fyrirtækið var að öðru leyti fjár- magnað með lánsfé og naut 39% bakábyrgðar Bfemerhaven. Það á nú 28% hlut í Samskipum. Ólafur sagði að sér hefði fundist óþarfi að gera mikið úr sínum eign- arhluta. „Eg vildi ekki aðgreina mig frá öðrum starfsmönnum félagsins. Ef einn starfsmáður á tiltölulega stór- an hlut í félaginu þá vill það hefta opinn og lýðræðislegan stjórnunarstíl þar sem hæfustu og duglegustu ein- staklingamir fá helst notið sín. Eg tel þó mjög mikilvægt að starfsmenn eigi almennt hlutabréf í fyrirtækjum því þar fara saman hagsmunir þeirra og hluthafanna. Raunar tel ég tíma- bært að taka upp „stock option" hér á landi.-Það felur í sér að stjómendur fá rétt til að kaupa bréf í fyrirtaekjum á ákveðnu gengi og geta því notið ávinnings ef vel gengur og markaðs- gengið hækkar." Skýr siðalögmál Að mati Ólafs hafa flutningafyrir- tæki eins og Samskip mjög mikla þýðingu fyrir allt viðskiptalíf lands- manna. „Á leiðandi flutningafyrir- tækjum hvílir mikil ábyrgð. Með beinum eða óbeinum afskiptum af hinu frjálsa viðskiptalífi geta þau haft mikil áhrif á samkeppnisstöðu félaga t.d. með verðlagningu á flutn- ingum og fjárfestingum. Þau verða að gæta þess að vera hlutlaus og ættu hvorki með beinum né óbeinum hætti að taka þátt í samkeppni fyrir- tækja í óskyldri starfsemi," sagði Ólafur. Hann segir að innan Sam- skipa ríki skýr siðalögmál. „Allir eiga rétt á sömu þjónustu á sama verði að teknu tilliti til umfangs og kjara. Við gerum sömu kröfu til okkar og bankar þannig að hluthaf- ar njóta ekki hagstæðari kjara en aðrir eða fá aðgang að upplýsingum um mismunandi viðskiptavini. Einn- ig hefur Samskip markað þá skýru stefnu að taka ekki þátt í sam- keppni milli einstakra viðskiptavina, hvorki með fjárfestingum né á ann- an hátt.“ Forráðamenn Samskipa sjá nú fram á bjartari tíma og segir Ólafur að nú þegar staða þess hafí verið tryggð verði opnað fyrir hlutafjár- þátttöku starfsmanna og almennings eftir næsta aðálfund. „Hof sf. hefur lýst því yfir að fyrirtækið hafi náð sínum meginmarkmiðum, ávaxtað verulega sitt fé og tryggt virka sam- keppi. Það vill því bjóða öðrum hlut- höfum sín bréf til kaup vegna for- kaupsréttarákvæðis. Aðrir hluthafar vilja leysa þessi bréf út og selja þau síðan aftur á almennum markaði. Það eru tveir flokkar hlutabréfa í gangi og helsL þyrfti að sameina þessa flokka."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.