Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 B 7 á beislun vatnsafls og jarðvarma til raforkuvinnslu, og á þekkingu við gerð sérhæfðs hugbúnaðar af ýmsu tagi. íslensk fyrirtæki selja nú sérhæfða þekkingu um allan heim í Viðskiptablaðinu sem út kom miðvikudaginn 1. nóvember sl. var að finna áhugavert heimskort með samantekt blaðsins á fjárfesting- um íslenskra fyrirtækja erlendis. Hér er enginn kostur að telja upp alla staðina þar sem starfsemi ís- lenskra fyrirtækja er sýnd á heimskortinu. Raunar er tekið fram í samantekt Viðskiptablaðs- ins að hún sé ekki tæmandi og jafnvel sé nýs korts að vænta þeg- ar frekari upplýsingum hefur verið safnað. Sem dæmi um fjárfestingu ís- lenskra fyrirtækja í útlöndum frá allra síðustu árum mætti nefna starfsemi Marels í Seattle í Bandaríkjunum og í Darmoth í Kanada, hlut Granda í Friosur í Chile og hluti Granda og Þormóðs ramma í fyrirtæki í Mexíkó, fjár- festingu íslenskra sjávarafurða á Kamtsjatka, fjárfestingu Útgerð- arfélags Akureyringa og Sam- heija á Akureyri í útgerð í Þýska- landi, starfsemi Virkis-Orkints í 'Slóvakíu, Odda í Radom í Pól- landi og verksmiðju Hampiðjunn- ar í Portúgal auk dótturfyrirtækja og afgreiðslna íslensku flutninga- fyrirtækjanna Flugleiða, Eim- skips og Samskips sem skipta fáeinum tugum. Það skal tekið fram að hér eru aðeins talin fáein dæmi af handahófi til að gefa hugmynd um þá byltingu sem er að verða í íslensku atvinnulífi að þessu leyti. Rótgróin fyrirtæki á íslandi eru tekin að byggja á hátækni og þekkingu Þessi útflutningur grundvallast á þekkingu íslendinga og reynslu á sérhæfðum sviðum. Umbreyt- ingin hér heima fyrir er þó engu minna spennandi. Þannig er starf- semi í ýmsum rótgrónum greinum óðfluga að breytast í hátækniiðnað og -þjónustu. Sem dæmi mætti nefna smásöluverslun á þéttbýlis- svæðum þar sem upplýsingakerfi, ný geymslutækni og innkaup valda byltingu, verðiækkun og fram- leiðniaukningu, bankaþjónustu þar sem augljóslega er að verða umbylting í sjálfvirkni á örskömm- um tíma, og flutninga í lofti, á sjó og á landi þar sem fyrirtækin sum hver eru að verða eða eru orðin að hátæknifyrirtækjum. Þá er ótalin hugbúnaðargerð, fjölmiðlun, ýmis framleiðsla og þjónusta byggð á rafeindatækni og fleiri þess háttar dæmi sem beinlínis tengjast upplýsinga- og þekk- ingarsamfélaginu. Þessa löngu upptalningu er enn sem komið er ekíri unnt að færa í tölur til að gefa til kynna hvert vægi hennar er í þjóðarbúskapn- um. Enn sem komið er verður sú sýn að núverandi hagvaxtarskeið íslendinga byggist á öðrum þátt- um en hin fyrri að grundvallast á getgátum og ef til vill að nokkru á reynslu frá öðrum þjóðum. Engu að síður er freistandi að velta fyr- ir sér hver áhrifin verða á hagvöxt á næstu árum, t.d. fram að alda- mótum og á fyrsta áratug næstu aldar. Hátækni, upplýsingar og samkeppni gætu breytt hagsveifluhegðan í iðnríkjunum Hér að framan er vikið að því að ekkert lát er á framleiðniaukn- ingu í Bandaríkjunum ennþá þótt liðið sé hátt á fimmta ár frá því að uppsveiflan hófst. Á íslandi er upphaf uppsveiflunnar líklega að rekja til síðari hluta ársins 1993 svo að um tvö ár eru liðin síðan. Líkur á því að hagvöxtur haldist næstu tvö til þijú árin gætu því talist meiri hér en þar sem miklu Framtíð Saab óviss eftirtap Kaupmannahöfn. Morg’unbladid. lengra er liðið síðan uppsveifla hófst. Vandinn er sá að efnahags- líf Íslendinga er í afar ríkum mæli háð þjóðarbúskapnum í við- skiptalöndunum. Ef kemur til samdráttar í Bandaríkjunum eða í stærstu ríkjum Evrópu á næstu misserum má líklega bóka að hann bindur endi á góðæri á íslandi von bráðar. Hin brennandi spurning er því hvort breytingin á atvinnu- háttum í nærliggjandi löndum með þekkingarsamfélaginu hafí breytt hinni hefðbundnu hagsveifluhegð- an iðnríkjanna sem kunn er af reynslunni a.m.k. alla tuttugustu öldina. I vikuritinu The Economist þann 28. október sl. var vikið að fram- vindu hagsveiflunnar og hættunni á því að samdráttarskeið væri í nánd („Taking the business cycle’s pulse“, bls. 89) en til þessarar umfjöllunar var einnig vísað í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku (sjá Viðskipti/Atvinnulíf þann 16. þ.m.). Unnt er að tilgreina fáeinar ástæður fyrir því að áhrif hag- sveiflunnar virðast vera mildari nú en á árum áður. Meðal þeirra eru talin aukin umsvif í þjónustu- og þekkingargreinum en þær eru að jafnaði stöðugri en framleiðslu- greinar sem þær leysa af hólmi að nokkru leyti. Þá má nefna auk- inn þátt hins opinbera í mörgum löndum og betri árangur við pen- ingamálastjórn í stórum iðnríkjum svo sem í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. Loks gera ný upplýs- ingakerfi fyrirtækja þeim kleift áð fylgjast nákvæmlega með eftir- spurn og bregðast skjótt við og stýra framleiðsiu eða framboði eftir henni. HAGNAÐUR Saab Automobiles 1994 hefur snúist í tap upp á 127 milljónir sænskra króna fyrstu níu mánuði ársins. Tölurnar gætu orðið enn verri, þegar árið verður gert upp. Tapið hefur vakið upp vanga- veltur um framtíð fyrirtækisins, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins General Motors og sænska fjárfest- ingarfélagsins Investor, sem Wallen- ,berg-fjölskyldan á. Framtíðin er ekki björt, framleiðslan er of lítil til að hægt sé að ná hámarks hagkvæmni og litlar líkur að hægt sé að auka söluna á bílamarkaðnum í Evrópu, sem er í lægð. Spurningin er þá hvort gripið verði til hagræðingar með því að framleiða Saabbíla sem mest úr Opeleiningum, en GM eiga Opel og hafa farið þessa leið annars staðar. Skammvinn hagnaðarvon breyttist í tap Árið 1989 eignaðist GM helming hlutabréfa í Saab Automobiles, sem framleiðir fólksbílana góðkunnu og það var GM sem hélt um stjórnvöl- inn. Wallenberg-fjölskyldan átti hinn hlutann, en hann var innlimaður í Investor fyrr á árinu. Fyrir á Inve- stor hlut í mörgum sænskum stórfyr- irtækjum eins og Ericsson og Elect- rolux, timburfyrirtækinu Stora og lyfjafyrirtækinu Astra. Investor er heídur ekki á flæðiskeri statt, var metið á rúma 500 milljarða íslenskra króna í haust, sem var um fjórðungi meira en árið áður. Saab hefur gengið á afturfótunum undanfarin ár. 900-línunni þótti í ýmsu ábótavant og skaðaði mjög ímynd Saab-bílanna, sem áður þóttu fyrirmyndarbílar. 9000-línan hefur ekki bætt skaðann. Fyrirtækið var rekið með tapi frá 1989 þar til í fyrra að dæmið snerist við og gaf þá von- ir um bjartari framtíð, sem héldust fyrstu sex mánuðina í ár, en þá sner- ist dæmið við og niðurstaðan var tap fyrstu níu mánuðina upp á 127 millj- ónir sænskra króna. Tapið er skýrt með óhagstæðri gengisþróun Bandaríkjadals, en það ’dugir varla til, þar sem gengisþró- unarinnar er tæplega tekið að gæta. Líklegri skýring er að fyrirtækið hef- ur kostað miklu til markaðsfærslu og sá kostnaður hefur enn ekki skilað sér í söluaukningu. Einnig er bent á að framleiðslan sé of lítil til að geta orðið hagkvæm. Hún er nú hundrað þúsund bílar á ári, en þyrfti að margra dómi að vera 150-200 þúsund bílar. Þá er hins vegar spuming hvort mark- aðimir tækju við slíkri aukningu. Opeltækni undir Saabskelinni Vangaveltur eru uppi hvort Invest- or hafi áhuga á að selja GM sinn hlut. Báðir eigendur hafa lagt Saab til fé, síðast 1993, en þá námu fram- lögin frá byijun rúmum áttatíu millj- örðum íslenskra króna. Þá tóku sænsku eigendumir fram að ekki yrði um frekari framlög að ræða. Tap Saab undanfarin sex ár er yfir hundrað milljarðar íslenskra króna. Forráðamenn GM hafa fullyrt und- anfarið að þeir hafí ekki áhuga á að verða einkaeigendur Saab. Að öllum líkindum þarf Saab á auknu fé að halda og þá er spurning hver verður til að leggja fram það fé og hvert framhaldið verður. GM hefur þegar dijúga reynslu í að taka yfir bílaverksmiðjur og snúa mínus í plús. Þeir eiga til dæmis Opelverksmiðjurnar þýsku og bresku Vauxhallverksmiðjurnar. Með Vaux- hall gripu þeir á það ráð að nota Opeltækni og einingar en halda merkinu. Vauxhall er því enn til sem merki, en undir ytra byrðinu em bíl- arnir eins og Opelbílarnir. Það gætu því einnig orðið örlög Saab-bílanna að vera Saab á ytra byrðinu, en Opel að innan. Vandinn er hins veg- ar að margir kaupendur velja Saab vegna gamalkunnra gæða, jafnvel þó þau hafi þótt bregðast undanfarin ár. Opeleiningar í Saabumbúðum væru engar gleðifregnir fyrir Saa- bunnendur, en gætu hugsanlega leitt til þeirrar hagræðingar sem dygð; til að strika út rauðu tölurnar. Allar líkur á því að góður hagvöxtur haldist á Islandi næstu árin Of snemmt er að segja til um það hvort þessir þættir leiða til varanlegrar breytingar á hag- sveiflu iðnríkjanna og áhrif þeirra á íslenskan þjóðarbúskap. Neðstu myndirnar tvær hafa að geyma vísbendingu um stöðu þjóðarbús- ins í núverandi hagsveiflu. Á með- an hlutfallið á milli útflutnings og landsframleiðslu er yfir meðaltali síðustu ára má líta þannig á að útflutningur glæði efnahagsstarf- semina í landinu og auki líkur á því að uppsveifla haldist enn um sinn. Myndin af þróun markaðsvaxta af húsbréfum er torræðari. Lækk- un ávöxtunarkröfu af húsbréfum á síðustu vikum úr um 6,05% í septemberbyijun í um 5,60% núna gæti skýrst af 1,5-2% lækkun vaxta á alþjóðlegum markaði á fyrri hluta þessa árs. Dræmt fram- boð af skuldabréfum á markaði öðrum en ríkisskuldabréfum í september, október og nóvember á vafalaust einnig sinn þátt í lækk-' un vaxta. Á næstu vikum gætu vextir lækkað enn frekar eða hækkað lítillega aftur. Þegar lengra er litið er þó líklegt að aukin umsvif eftir því sem líður á hagsveifluna hafi hefðbundin áhrif á vexti til hækkunar þegar fjár- festing og eftirspurn eftir lánsfé eykst. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verdbréfamarkaðs íslands- banka hf. Málstofa um afleiður •VIÐSKIPTA- og hagfræðideild býður til málstofu um afleiður í íjár- málaviðskiptum föstudaginn 24. nóvember kl. 15-18 og laugardag- inn 25. nóvember kl. 9-12. Frum- mælendur eru Ásgeir Þórðarson, VIB, Bjarni Ármannsson, Kaup- þingi, Jón Sigurgeirsson, Seðla- banka íslands og Ólafur Ásgeirs- son, íslandsbanka, auk þess munu nokkrir nemendur á lokaári í við- skipta- og hagfræðideild kynna verkefni sem þau hafa unnið um efnið. Málstofan verður í stofu 101 í Odda. * Island og evr- ópskt viðskipta- umhverfi Ráðstefna á vegum Euro-Info skrifstofunnar á íslandi verður haldin á Hótel Loftleiðum föstu- daginn 24. nóvember kl. 9-11.30. Þar munu flytja erindi þeir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Mr. Harald Hartung, frá Evrópusam- bandinu, Orri Hlöðversson, starfs- maður Kynningarmiðstöðvar Evr- ópurannsókna og Guðmundur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka á Sauðárkróki. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Til sölu frystiklefi stærð 5.80x4.90, hæð 2.90 m. og kæliklefi 6.00x4.90, hæð 3 m., hurðir 1.50x2.30. Dagbók EJS kynnir nýj- ungarfráSun •EJS kynnir Sun Ultra þriðjudag- inn 28. nóvember nk. kl. 15:00. Kynningin verður haldin í ráðstefnu- sal A á Hótel Sögu þar sem fulltrú- ar EJS og Sun Microsystems munu kynna Sun UltraSPARCstation. Skráning fer fram hjá ritara sölu- deildar EJS í síma 563-3122 eða 563-3000 eða í tölvupósthólf bjar- neyejs.is í síðasta lagi mánudaginn 27. nóvember. Þar verður kynnt ný lína tölvubúnaðar frá Sun Microsy- stems undir hugtakinu UltraComp- uting. Um er að ræða nýjar Sun Ultra Unix-vinnustöðvar og miðlara með nýjum 64 bita UltraSPARC örgjörva. Tölvurnar eru búnar nýj- ungum á sviði netvinnslu, mynd- vinnslu og afkastagetu. í stað þess að einblína aðeins á afkastagetu örgjörvans hefur Sun, með nýrri og róttækri hönnun, lagt áherslu á að hámarka heildarafköst tölvunnar. Með þessu hyggst Sun færa afl ofur- og stórtölva uppá skrifborð notenda og bjóða mun öflugri og skilvirkari vinnustöðvar en þær sem aðeins skarta hraðvirkum örgjörva. ISDN kynning EJS •EJS og 3Com verða með kynningu á ISDN búnaði frá 3Com á Hótel Loftleiðum, í dag fimmtudaginn 23. nóvember kl. 14-16. Hermann Ársælsson frá EJS og Gary Marsd- en frá 3Com kynna búnaðinn. Auk þess mun Einar Reynis frá Pósti og síma kynna samnetið. Áhuga- samir geta tilkynnt um þátttöku sína hjá ritara söludeildar EJS. Upplýsingar gefur Friðrik í síma 564-1155 DsOssfcooB OdIj. Nethyl 2 Ártúnsholti S: 587 9100 Grænt númer: 800 6891 Súluborvélar á tilboðsverði Úrval verkfæra á lægsta verðí MEILDSALA. SMÁSALA Til sölu INTEC vog með Póls tölvuhaus með hólf sjólfvirkri mötun Upplýsingar gefur Friðrik í síma 564-1155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.