Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 8
 VIÐSKIPn AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 íslendingur með doktorspróf í árangursstjórnun stundar ráðgjafarstörf í Bandaríkjunum Hræðsla starfsmanna við breytingar er eðlileg Dr. Guðfínna Bjamadóttir, framkvæmda- stjóri ráðgjafarfyrirtgekisins LEAD Consult- ing í Bandaríkjunum kom hingað til lands í vikunni og hélt fyrirlestur um leiðir til árangurs í umbótastarfí í ríkisrekstri. Kjartan Magnússon hitti hana að máli. GUÐFINNA er 38 ára Kefl- víkingur. Hún brautskráðist frá Kennaraháskólanum 1977 og lauk BA prófi í sálfræði frá HÍ 1986. Hún lauk MA prófi í atferlisfræði frá Háskólanum í Vestur-Virginíu 1989 og doktors- prófi í árangursstjómun (Perform- ance Management) 1991. Síðan hefur hún rekið lítið fyrirtæki, LEAD Consulting, ásamt eigin- manni sínum, Vilhjálmi Kristjáns- syni. -Hvernig vildi það til að þú tókst að þér ráðgjafarstörf vestan hafs? Það var í raun eðlilegt framhald á háskólanáminu í Vestur-Virginíu þar sem ég fékk tækifæri til að vinna sem ráðgjafi í fyrirtæki, sem starfrækt er innan verkfræðideildar háskólans. Nálgun mín í starfinu byggðist á því að tengja saman þekkingu í sálfræði og verkfræði. Þama öðlaðist ég reynslu og mynd- aði tengsl við fyrirtæki eins og Honeywell, General Electric, Com- ing Glass og Union Carbide. Árið 1991 stofnaði ég síðan fyrirtækið LEAD Consulting ásamt manninum mínum en hann hefur mastersgráðu í opinberri stjómsýslu. LEAD stendur fyrir nokkra þætti, sem fyrirtækið leggur megináherslu á en þau eru, leiðtogahlutverk, gæða- stjómun, með verkfræðilegu og sálfræðilegu ívafi, árangur, fram- þróun og endurmenntun eða árang- ursstjómun (performance manage- ment) í einu orði sagt. Frá upphafi hefur fyrirtækið sinnt árangurs- stjórnun fyrir banka en að undan- förnu höfum við í æ ríkari mæli sinnt verkefnum fyrir opinber fyrir- tæki og stofnanir.“ Áhersla á sveigjanleika Guðfinna segir að árið 1993 hafi öll fyrirtæki og stofnanir í opinberum rekstri í Bandaríkjun- um verið skylduð til að taka upp árangursstjórnun. „Eftirspurn jókst þannig gífurlega eftir þeirri ráðgjafarþjónustu sem við sérhæf- um okkur í og nú sinnum við fjöl- mörgum kennslu- og ráðgjafar- verkefnum á því sviði fyrir hið opinbera. Þrátt fyrir þennan kipp ákváðum við að fjölga ekki starfs- mönnum en ákváðum í staðinn að taka upp samstarf við önnur fyrir- tæki á sama sviði og nú erum við nettengd við tíu slík. Við veljum smæðina vegna þess að við viljum hafa sveigjanleika en lágmarka yfirbyggingu." Markviss árangursstjórnun Þegar Guðfinna tekst á við nýtt verkefni segist hún ætíð reyna að gera sjálf úttekt á viðkomandi fyrirtæki, kynnast starfsmönnum þess, og koma síðan með tillögur. „Árangursstjórnun felst í að skil- greina framtíðarstefnu og mark- mið stofnunar, mæla og meta árangur og umbuna starfsmönn- um. Starfsemin verður þannig bæði markvissari og skilvirkari. Eg kenni stjórnendum og öðrum lykilmönnum í hópi starfsmanna Morgunblaðið/Ásdís „ÁSTANDIÐ er orðið slæmt ef starfsfólkið kemur í vinn- una af gömlum vana,“ segir Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdasljóri LEAD Consulting. að tileinka sér nýja tækni og kerfis- bundnar aðferðir til að ná þessum markmiðum." Guðfinna telur að margt sé svip- að með ríkisrekstri á Islandi og í Bandaríkjunum. „íslendingar eru þó mun betur settir en Bandaríkja- menn vegna smæðarinnar. Hér eru allar boðleiðir mun styttri og því er hér einstakt tækifæri til að til- einka sér hið besta af reynslu ann- arra þjóða. Ég hef ekki kynnt mér ríkisreksturinn hér þannig að ég get ekki.ráðlagt um einstök atriði. Fyrst þarf að meta ástandið eins og það er. Ástandið er orðið slæmt í ríkisstofnun ef starfsfólkið kemur í vinnuna af gömlum vana. Það er slæmt fyrir það sjálft, vinnuveit- andann og viðskiptavinina. Stjórn- andinn þarf að skapa skilyrði til að öllum starfsmönnum gefist kostur á að leggja sitt af mörkum í þágu þeirra markmiða, sem stefnt er að í stofnuninni.“ Hræðslan við breytingar Guðfinna er ánægð með það sem hún sá og heyrði á ráðstefnu fjár- málaráðuneytisins og telur hana tvímælalaust vera spor í rétta átt. „Erindi Ruthar Richardsons, fyrr- verandi fjármálaráðherra Nýja- Sjálands, var stórmerkilegt og ég var þakklát fyrir að fá að hitta hana augliti til auglitis. í ráðgjafa- bransanum í Bandaríkjunum er mikil virðing borin fyrir Ný-Sjá- lendingum og þeim breytingum, sem þeir hafa gert á ríkisrekstrin- um og oft er vísað til þeirra sem fyrirmyndar. Viðbrögð forsvars- manna BSRB við ræðu Richard- sons og hugmyndum hennar um breytta starfsmannastefnu ríkisins voru harkaleg en þó mjög skiljan- leg. Manneskjan hræðist hið óþekkta og þegar minnst er á breytingar hugsa allir hið sama: „Hvað verður um mig?“ í slíkum tilvikum er mikilvægt að starfs- menn og stjómendur finni sameig- inlegan flöt til að vinna út frá. Framtíðarsýn ríkisrekstrar gæti . verið einfalt og skilvirkt kerfi, sem sameinar mannlega þáttinn og góðan rekstur, “ segir Guðfinna. m/vsk • Lítið, létt og einfalt í notkun » Hægt að tengja við síma og símsvara • 16 þrepa grátónar • 3 stillingar á myndgæðum • íslenskar leiðbeiningar Söluaðilar: ÍÁTæknival OPTSMA Skelfunnl 17-S: 568 1665 ÁRMÚIA 8 - 5 588-9000 OKI Tækni til tjáskipta Torgið Breytt viðhorf til ríkisrekstrar RÍKISREKSTURINN hefur löngum verið gagnrýndur fyrir að vera óhagkvæmur og óskilvirkur og það ekki að ófyrirsynju. Stjórnmála- menn hafa óspart notað hug- myndaflug sitt til að bæta nýjum verkefnum á ríkissjóð og afla nýrra tekjustofna en lítt hugsað um að hagræða í þeim rekstri sem fyrir er. Ríkisbúskapur þróaðist lengi með tilviljanakenndum hætti og góðæri urðu jafnvel að þjóðar- ógæfu þar sem þau gáfu stjórn- málamönnunum ný sóknarfæri í ríkissjóð. Þetta virðist þó vera að breyt- ast. Eftir tvo áratugi nær óslitins hallarekstrar virðast stjórnmála- menn loks hafa áttað sig á að við svo búið má ekki standa. Margt bendir til að þeim sé nú meiri al- vara en oft áður í að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Um leið og niðurskurðarhnífur- inn er brýndur sem aldrei fyrr reyna stjórnvöld að hvetja til umbóta í opinberum rekstri. Ráðstefna um nýskipan í ríkisrekstri, sem haldin var í fyrradag, er dæmi um slíkt. Slíku bera að fagna enda eiga skattgreiðendur heimtingu á að það fé, sem ríkið tekur af þeim með valdboði, sé vel nýtt. Fjármálaráðherra sagði á ráð- stefnunni að meginmarkmiðin með endurskoðun ríkisrekstrarins væru tvö: Að haga skipulagi og starfsemi ríkisins þannig að það geti sinnt lögbundnum skyldum sínum við borgarana á eins hagkvæman, skjótvirkan og öruggan hátt og kostur er og að opinber þjónusta verði svo skilvirk að hún gefi fyrir- tækjum forskot í alþjóðlegri sam- keppni. Ráðherrann nefndi að tölu- verðar umbætur hefðu átt sér stað hjá ríkinu á síðustu árum og nefndi sérstaklega útboð, breytingar á fjárlögum og ríkisreikningi, fram- kvæmd einkavæðingar, aukna samkeppnisvitund hjá hinu opin- bera og breytingar á eignaumsýsiu ríkisins. Tveir þingmenn stjórnarand- stöðunnar, Margrét Frímannsdótt- ir, formaður Alþýðubandalagsins, og Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður Alþýðuflokksins, voru fengnir til að tjá sig um efni ráðstefnunnar og hugmyndir ráð- herra um breytingar. Auðvitað hik- uðu þau ekki við að gagnrýna ríkis- stjórnina fyrir ýmis verk hennar en það vakti þó nokkra athygli ráð- stefnugesta hve jákvæð þau voru gagnvart ýmsum hugmyndum um bættan ríkisrekstur, sem kynntar voru. Það var rétt ákvörðun að fá þau til að tjá sig á ráðstefnunni enda er Ijóst að ef gera á róttækar þreytingar á ríkisrekstri og selja opinber fyrirtæki er afar æskilegt að um það náist víðcæk pólitísk sátt. Margrét sagði til dæmis að í al- þjóðlegum samanburði gætu ís- lendingar státað sig af nokkuð góðu ríkiskerfi en það þýddi þó ekki að ekki mætti gera betur. Engar deilur væru um það milli stjórnmálaflokkanna að vinna þyrfti markvisst að því að draga úr halla ríkissjóðs en það væri hægara sagt en gert og sterk bein þyrfti til að standa gegn vel skipulögðum þrýstihópum. „Það er því mikil nauðsyn að koma á markvissri for- gangsröðun verkefna hjá ríkinu og sú forgangsröðun er tvíþætt. í fyrsta lagi þarf að ákveða hvaða verkefnum ríkið á að sinna og hvaða verkefni eru betur komin hjá öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Við eigum að vera óhrædd að láta verk- efni frá ríkinu sé þess kostur, eink- um þau sem atvinnulífið, sveitarfé- lög eða félagasamtök geta sinnt. Hins vegar eru margir málaflokkar sem ríkið getur ekki falið öðrum nema að takmörkuðu leyti eins og t.d. mennta- og heilbrigðismál, ýmis félagsmál og umhverfismál," sagði Margrét. Þessi orð koma úr óvæntri átt og fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að þau kæmu frá for- manni Alþýðubandalagsins. Sá flokkur hefur hingað til verið þekkt- ur fyrir að vilja hækka ríkisútgjöld og þar með skatta (auka sam- neyslu) og hugmyndir um tilfærslu verkefna frá ríki hafa verið nær óþekktar á þeim bæ. Eigi þessi skoðun upp á pallborðið hjé öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins er Ijóst að gleðileg viðhorfsbreyt- ing hefur orðið í flokknum. Orð Margrétar gefa til kynna að þar sé á ferðinni víðsýnn stjórnmála- leiðtogi, sem tilbúinn sé að skoða hugmyndir um einkavæðingu með opnum huga. KM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.