Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 D 27 I i I. ) ) I ) j I i I ) I I I I ) í I ! ) : í HUSBY GG JENDUR ■ LÓÐAUMSÓKN - Eftir birtingu auglýsingar um ný byggingarsvæði geta væntan- legir umsækjendur kynnt sér þau hverfí og lóðir sem til út- hlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryfirvöldum í við- komandi bæjar- eða sveitarfé- lögum - í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlagötu 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til við- komandi skrifstofu. í stöku til- felli þarf í umsókn að gera til- lögu að húshönnuði en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipulagsskilmálum og á um- sóknareyðublöðum. ■ LÓÐAÚTHLUTUN - Þeim sem úthlutað er lóð, fá um það skriflega tilkynningu, úthlutun- arbréf og þar er þeim gefínn kostur á að staðfesta úthlutun- ina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upphæðir gjalda o.fl. Skil- yrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerð- argjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaút- hlutunar fá lóðarhafar afhent nauðsynleg gögn, svo sem mæliblað í tvíriti, svo og hæðar- blað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfísumsókn til bygging- arnefndar, auk frekari gagna efþvíeraðskipta. ■ GJÖLD - Gatnagerðargjöld eru mismunandi eftir bæjar- og sveitarfélögum. Upplýsingar um gatnagerðargjöld í Reykja- vík má fá hjá borgarverkfræð- ingi en annars staðar hjá bygg- ingarfulltrúa. Að auki koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld ber að greiða þannig: 1/10 innan mánaðar frá úthlutun, síðan 30% sex mánuðum eftir úthlut- un, 30% tólf mánuðum eftir úthlutun og loks 30% átján mánuðum eftir úthlutun. ■ FRAMKVÆMDIR - Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf fram- kvæmdaleyfi. I því felst bygg- ingaleyfí og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eftirstöðvar gatnagerðar- gjalds og önnur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóðarafhendingu, sem kemur þegar byggingar- leyfi er fengið og nauðsynlegum framkvæmdum sveitarfélags er lokið, svo sem gatna- og hol- ræsaframkvæmdum. í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingar- leyfí að liggja fyrir, lóðaraf- hending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrifað upp á teikningar hjá byggingarfull- trúa. Fylla þarf út umsókn um vinnuheimtaugarleyfí til raf- magnsveitu og með þeirri um- sókn þarf að fylgja byggingar- leyfi, afstöðumynd sem fylgir byggingarnefndarteikningu og umsókn um raforku með undir- skrift rafverktaka og húsbyggj- anda. Umsækjanda er tilkynnt hvort hann uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu og staðfestir þá leyfið með því að greiða heim- taugargjald. Fljótlega þarf að leggja fram sökklateikningar hjá byggingarfulltrúa og fá þær stimplaðar en að því búnu geta framkvæmdir við sökkla hafist. Þá þarf úttektir á ýmsym stig- um framkvæmda og sjá meist- arar um að fá byggingafulltrúa til að framkvæma þær. Fasteignalán til allt að 25 ára. Hafðu samband! -fjármál eru okkarfag! SflMtflMWUBBÉF LANDSBANKANS — VERÐBRÉFAMIÐLUN — SUÐURLANDSBRAUT 18 • 108 REYKJAVlK SÍMI 560 6580 • FAX 568 8915 Skeiðarvogur Glæsiiegt raðhús á þremur hæðum 192 fm auk 26 fm bílskúrs. Húsið skiptist þannig: 1. hæð erforstofa, stofa, borðstofa, eldhús, hol og gestasnyrting. Á 2. hæð er hjónaherb., 3 barnaherb., hol og baðherb. [ kj. er séríbúð með sérinngangi. Eign í sérflokki. Verð 13,9 millj. Laugarnesvegur 4ra herb. glæsileg íbúð á 3. hæð 91 fm. Séríbúð á hverri hæð. Glæsilegar innréttingar. Nýtt parket. Nýjar innréttingar. Suður- svalir. Sameign í sérflokki. Áhv. byggingarsjóður ca 1100 þús. Rauðalækur Neðri sérhæð í þríbýlishúsi 137 fm auk bílskúrs. Rúmgóðar stof- ur og hol. Tvennar svalir. Húsið nýmálað að utan. Góð sameign. Fallegu'r garður. Verð 10,2 millj. íbúðin er laus. Kirkjuteigur Glæsileg efri sérhæð og ris ca 160 fm. Á neðri hæð er stofa, borðstofa, rúmgott hol, eldhús, hjónaherb. og baðherb. Á efri hæð eru 2-3 barnahertx, rúmgott hol og baðherb. Góður bílskúr. Eign í sérflokki. ■ FOKHELT - Fokheldis- vottorð, skilmálavottorð og lóðasamningur eru mikilvæg plögg fyrir húsbyggjendur og t.a.m. er fyrsta útborgun hús- næðislána bundin því að fok- heldisvottorð liggi fyrir. Bygg- ingarfulltrúar gefa út fokheldis- vottorð og skilmálavottorð og til að þau fáist þarf hús að vera fokhelt, lóðarúttekt að hafa far- ið fram og öll gjöld, sem þá eru gjaldfallin að hafa verið greidd. Skrifstofur bæja- og sveitarfé- laga (í Reylgavík skrifstofa borgarstjóra) gera lóðarsamn- ing við lóðarleigjanda að upp- fylltum ýmsum skilyrðum, sem geta verið breytileg eftir tíma og aðstæðum. Þegar lóðar- samningi hefur verið þinglýst, getur lóðarhafi veðsett mann- virki á lóðinni. HÚSBRÉF ■ HÚSRÉFALÁN - Lán inn- an húsbréfakerfisins eru svo- kölluð húsbréfalán. Þau eru veitt til kaupa á notuðum íbúð- um, til nýbygginga og til endur- bóta á eldra húsnæði. Annars vegar er um að ræða fasteigna- veðbréf, sem gefín eru út af ■ íbúðarkaupanda, húsbyggjanda eða íbúðareiganda, og eru þau skuldaviðurkenningar þessara aðila. Húsbréfin sjálf koma kaupanda ekki beint við. Selj- endur aftur á móti eignast hús- bréf með því að selja Húsnæðis- stofnun fasteignaveðbréfín. Þar með losna seljendur við að inn- heimta afborganir af fasteigna- veðbréfunum og geta notað húsbréfín á þann hátt, sem þeir kjósa; ýmist með því að selja þau áverðbréfamarkaði, eiga þau sem spamað eða nota hús- bréfín til að greiða með annað- hvort við kaup, eða upp í skuld- ir sínar. Hér að neðan er birt dæmi um þann feril, sem á sér stað við kaup á notaðri íbúð. Frekari upplýsingar, t.d. um lán vegna nýbygginga, má fá hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. ■ KAUP Á NOTAÐRIÍBÚÐ • Frumskilyrði fyrir húsbréfal- áni, er að umsækjandi verður að sækja umskriflegt mat á greiðslugetu sinni hjá viður- kenndri fjármálastofnun, t.d. banka eða sparisjóði. • Þegar mat þetta er fengið, gildir það í eitt ár. • Miðað er við að greiðslubyrði lána fari ekki yfír 18% af heild- arlaunum næstu 4 árin, að teknu tilliti til vaxtabóta. • I matinu kemur m.a. fram kaupverð íbúðar, sem væntan- legur íbúðarkaupandi skal að hámarki miða kauptilboð sitt við. • Umsækjandi skoðar sig um á fasteignamarkaðnum í leit að notaðri íbúð. • Þegar hann hefur í höndum samþykkt kauptilboð, kemur hann því til Húsnæðisstofnunar. • Meti stofnunin kauptilboðið lánshæft, fær íbúðarkaupand- inn afhent fasteignaveðbréfið EIGNASALAN (f : símar 551-9540 & 551-9191 - fax 551-8585 INGÓLFSSTRÆTI 12-101 REYKJAVÍK. Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar. Magnús Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sölum. Svavar Jónss., hs. 553-3363, og Eggert Elíass., hs. 557-7789. SAMTENGD SÖLUSKRÁ Asbyrgi IIG\\SAU\ jí.M >\S| j Opið laugardag kl. 11-14 Einbýli/raðhús LÆKJARBERG - HF. TVfBÝUSHÚS Húseign a góðum stað. i húsinu eru 2 (b., 2ja herti. fb. á jarðh. og rúmg. ib. m/5 svefnherb. é e»ri hœð. Bflsk. fylgir báðum tb. Til sölu og sfh. strax fokh. Vesturhólar 218 fm einb. á góðum útsýnisstað. Rúmgóður bíiskúr. Góð eign. LAUGARÁSVEGUR 340 fm gott oinb. á fráb. stað i borginni. Mögul. á tveimur Ib. Falleg lóð. Bflskúr. ÁSBÚD - GARÐABÆ Tæpl. 160 fm einb. á einni hæð auk tvöf. 47 fm bílsk. Góö eign m/fallegri ræktaöri lóð. SUDURHÚS - EINB. Glæsil. 164 fm einb. á einni hæð á fráb. útsýnisstað. Tœpl. 60 fm tvöf. bilsk. fytgir. Hagst. áhv. langtlán. 4—6 herbergja BRAGAGATA Mjög góð 4ra herb. Ib. á 3. hæð í steinh. Mikið útsýni. íb. er laus fljótl. HVASSALEITI SÉRH. M/BÍLSKÚR Mjög góð 6 herb. sérh. é frábærum stað f borglnni. Bflskúr fytgir auk sérþvottah. og herbergis í kj. BALDURSGATA 4ra herb. íb. ó hæð í steinh. miðsv. í borginni. íb. er í góðu ástandi. Mikið útsýni. Stórar suðursv. BLÖNDUHLÍD - LAUS 4ra herb. góð íb. á 2. hæð i fjórb. Góðar suðursv. Ib. ar tll afh. naestu daga. Við sýnum. í MIÐBORGINNI NÝENDURBYGGÐAR 4 íb. í steinh. á góðum stað í miðb. Allt nýtt í hólf og gólf. Vandaöar innr. Parket. Stórar suðursv. og mjög mikið útsýni af efri hœðum. Ein íb. er til afh. strax og hinar næstu mánuði. Teikn. é skrifst. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4ra herb. »b. á 3. hæð í steinh. ó góðum stað f mlðb. íb. er faus. LAUGATEIGUR Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð í steinh. Bílskúr. Bein sala eöa skipti á góðri 3ja herb. íb. í vesturb. 3ja herbergja BERJARIMI - 3JA HAGSTÆTT VERÐ 3ja herb. ib. á t. hæð í nýju fjölb. íb. er 108 fm og er til afh. strax tilb. u. trév. Bflskýli. Verð 6,9 mlllj. Teikn. á skrifst. BLÖNDUHLÍÐ 23 Snyrtileg risíbúð í fjórbhúsi. Hagst. áhv. lán tæpl. 3 millj. í veðd. íb. er laus. HÓLAR M/BfLSKÚR 3je herb. ib. á 3. hæð (efstu) v/Hrafnhóla. Gott útsýni. Bílsk. KRUMMAHÓLAR 3ja herb. íb. á hæð í nýviðg. fjölb. Suöursv. Útsýni. Bein sala eða skipti á góöri 4ra herb íb. 2ja herbergja SEILUGRANDI M/BÍLSKÝLI 2ja herb. sérl. góð og vel umgengln fb. ( fjölb. Ib. fylglr rúmg. stæði i bflskýli. Laus. 15. des. nk. KRÍUHÓLAR 2ja herb. snyrtil. íb. ó hæð ofarl. í lyftuh. Mikið útsýni. Húsið er nýviðg. að utan. Verð 3,9 millj. f MIÐBORGINNI Utll 2ja herb. risíb. við Njálsgötu. Laus fljótl. Verð 3,5-3,7 millj. HÖFÐATÚN 2ja herb. ósamþ. íb. í steinh. íb. er laus. Hagst. kjör í boði. Atuinnuhúsnaeði BORGARTÚN - LAUST 270 fm gott atvhúsn. á jaröh. Góðar innkeyrsludyr. Til afh. strax. STAPAHRAUN HF. SKRIFST./VERKST. Á jarðh. eru 3 verksthúsn. m. góðum innkdyrum, 245 fm, 400 fm og 178 fm. Á 2. og 3. hæð, sem eru hvor um sig 245 fm eru skrifst. og verksthúsn. Húsið er til afh. strax og selst í einu lagi eða hlutum. Hagst. greiðslukjör. til undirritunar oghann getur gert kaupsamning. • Fasteignaveðbréfið er síðan afhent seljanda eftir undirskrift. • Því næst lætur kaupandi þinglýsa kaupsamningi og kem- ur afriti til seljanda. • Seljandi lætur þinglýsa fast- eignaveðbréfínu, útgefnu af kaupandanum, sem Húsnæðis- stofnun síðan kaupir og greiðir fyrir með húsbréfum. Áfgreiðsla þeirra fer fram hjá Veðdeild Landsbanka íslands. • Stofnunin sér um innheimtu afborgana af fasteignaviðskipt- um. ■ LÁNSKJÖR - Fasteigna- veðbréfíð er verðtryggt. Láns- tími er 25 ár og ársvextir eru nú 5,1%. Þeir eru fastir og breytast því ekki á lánstíman- um. Gjalddagar á nýjum fast- eignaveðbréfum eru nú mánað- arlega og afborganir hefjast á 1. ári. Á allar greiðslur, bæði vexti og afborganir, eru jafnan reiknaðar verðbætur í samræmi við lánskjaravísitölu. Lántöku- gjald er 1%. Mánaðarleg greiðslubyrði af 1 millj. króna lánierídag 5.924 kr. ■ ÖNNUR LÁN - Húsnæðis- stofnun veitir einnig fyrir- greiðslu vegna byggingar leigu- íbúða eða heimila fyrir aldraða, meiriháttar endurnýjunar og endurbóta eða viðbygginga við eldra íbúðarhúsnæði. Innan Húsnæðisstofnunar er einnig Byggingarsjóður verkamanna, sem veitir lán til eignaríbúða í verkamannabústöðum, lán til leiguíbúða sveitarfélaga, stofn- ana á vegum ríkisins og félaga- samtaka. Margir lífeyrissjóðir veita einnig lán til félaga sinna vegna húsnæðiskaupa, svo að rétt er fyrir hvem og einn að kanna rétt sinn þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.