Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 . MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • MIKLU fleiri sögur úr sveitinni heitir bók eftir Heather Amery og Stephen Cartwright. Þýðandi er Sigurður Gunnarsson. „Sögumar voru skrifaðar sér- staklega fyrir byrjendur í lestri. í teikningunum er lögð áhersla á kátínu og spennu og að skýra merk- ingu orðanna. Með aðstoð og hvatn- ingu getur barnið fljótlega notið þeirrar ánægju að lesa heila sögu sjálft," segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 890 kr. ÞEIM varð á í messunni er safn gamansagna af íslenskum prestum. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason ritstýrðu. í kynningu segir: „Öll helgislepja er á braut. Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur brýtur ísinn og gefst íslendingum nú loks tækifæri til að lesa á einum stað hinar bráð- fyndnu sögur er gengið hafa um þennan þjóðfræga mann. Sumar þeirra eru hér í fyrsta sinn á prenti.“ Prestarnir Birgir Snæbjömsson, Hannes Örn Blandon, Hjálmar Jónsson, Pétur Þórarinsson, Pétur Þ. Ingjaldsson, Örn Friðriksson og Baldur Vilhelmsson eru méðal söguefna. Bókaútgáfan Hólargefur út. Þeim varð á í messunni er innbund- in, 208 bls., prentuð íPrentsmiðj- unni Oddahf. ogkostar 2.460 krón- ur. • VÆNGIR éistarinnar eftir Danielle Steel í þýðinguSArí/a Jenssonar er komin út. „Cassie lærir til flugmanns — og um tvítugt vinnur hún til verðlauna í flug- keppni. Nick er orðinn ástfanginn af Cassie — en aldursmunurinn er 18 ár. Leiðir Cassie og Desmond Williams liggja brátt saman og endar með giftingu þeirra. Nick reynir að koma í veg fyrir hana, enda Desmond þekktur kvennabósi og á víða ástkonur." Útgefandi erSetberg. Bókin er 224 biaðsíður og kostar 2.230 kr. • MUNDU mig er heiti á bók eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníelssonar sem er nýkomin út. Mundu mig er ellefta spennusaga höfundar sem allar hafa orðið met- sölubækur um gjörvallan heim. Mary Higgins Clark bregst ekki lesendum sínum nú frekar en endra- nær og heldur „þeim í magnaðri spennu, allt til síðustu blaðsíðu bók- arinnar", segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 2.480 kr. • SMÁBÆKURNAR Alveg ein- stakur faðir, Alveg einstakur son- ur, Alveg einstakur eiginmaður, Alveg einstök amma, Alveg einstök systir og Til hamingju með barnið eru komnar út í þýðingu Óskars Ingimarssonar. „Safn tilvitnana sem ætlað er að koma í staðinn fyrir kort eða dýra gjöf, því það er ekki besta leiðin til að þakka þeim sem hefur þann fá- gæta eiginleika að vera „einstak- ur“.“ Áður útkomnar bækur í sama flokki eru: Hlotnistþér hamingja, Alveg einstök móðir, Alveg einstök dóttir og Alveg einstakur vinur. Útgefandi er Skjaldborg hf. Hver bók kostar 750 kr. • ÚT er komin bókin Hjörleifs- höfði, myndir ogminningar, frá- sögur eftir Kjartan LeifMarkús- son. Halla Kristjánsdóttir tók saman og ritaði formála. I bókinni er meðal annars að finna frásögn sjónarvotts af Kötlu- gosinu 1918, lýsingu af fýlaveiðum í Höfðanum og grein um bæjar- stæðin þar allt frá landnámsöld. Bókin er prýdd myndum sem flestar voru teknar á síðastliðinu sumri. Útgefandi erHalIa Kristjánsdótt- ir, Heinabergi 16, Þorlákshöfn. Veðr bókar er 2.360 kr. Bókin er 68 síður. Offsetfjölritun prentaði. BOKMENNTIR Kndurminningar RAGNARí SKAFTAFELLI Endurminningar og frásagnir. Höf- undur Helga K. Einarsdóttir. Hörpu- útgáfan 1995 — 203 síður. Ragnarí Skaftafelli RAGNAR Stefánsson, bóndi í Skaftafelli í Öræfum, mun vera þjóðkunnur maður, a.m.k. hjá eldri kynslóðinni. Ég sá hann að vísu aldrei, en nafn hans kemur mér kunnuglega fyrir sjónir. Vafalaust hef ég lesið um hann í bókum eða minnst hefur verið á hann í sam- bandi við Skeiðarárhlaup eða jökla- ferðir. I þessari bók kynnist maður hon- um allvel og sannfærist um að hann hefur verið merkur maður og vissu- lega ástæða til að minnig hans geymist á bók. Þetta ber þó ekki svo að skilja að Ragnar láti mikið af afrekum sínum eða ágæti. Því fer víðs fjarri. Hann er einmitt af- skaplega skrumlaus maður, hógvær og lítt fyrir að hefja sjálfan sig til vegs. Helga K. Einarsdóttir bókasafns- fræðingur hefur skráð frásagnir og endurminningar Ragnars. í formála segist hún hafa tekið stóran hluta efnisins „upp á snældur eftir Ragn- ari, sumt skrifaði ég eftir honum og annað sendi hann mér skrifað. Úr þessu vann ég þá bók sem hér er komin, en bókarlokin frá „Byggt í Freysnesi" skrifaði hann sjálfur og þar hefur engu verið breytt“. Höfundur segist hafa reynt að láta málfar og stíl Ragnars halda sér sem mest. I samræmi við þetta er frásögnin öll í fyrstu persónu. Ragnar segir sjálfur frá. Bókin skiptist í átta kafla og segja titlar þeirra nokkuð til um efni. Fyrstu tveir kaflarnir heita í Öræf- um á fyrri tíð og Bernska og æska. I fyrsta kaflanum segir frá forfeðrum Ragn- ars. Er þar farið býsna langt aftur. Er af- skaplega gaman að sjá hversu fortíðin — jafnvel langt aftur í aldir — er hon- um lifandi og nálæg. Það er eins og þeir Eggert og Bjarni og Sveinn Pálsson hafi verið nýfarnir, þegar Ragnar minnist þeirra! Lesandinn kynnist Öræfasveitinni og mannlífi þar fyrrum einstaklega vel. Sama er að segja um frásagnir Ragnars frá bernsku- og æskuárum. Þær eru fróðleiksnáma og bera með sér þokkafullan og hlýjan andblæ rót- gróinnar menningar. Síðan kemur kafli sem ber heitið Skeiðarársand- ur — Skeiðaráijökull. Margt ber þar á góma sem mönnum mun þykja forvitnilegt. Einkum nú þegar ekki þarf lengur að velja vöð, fara á Andlit höfundar BOKMENNTTR Skáldsaga ANDLIT ÖFUNDAR Eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Skjaldborg 1995.200 síður, verð 2.480. ÞRETTÁNDA skáldsaga þessa afkastamikla höfundar 'kom út ný- lega og íjallar um ástir og afbrot. Jóhanna Kjartansdóttir er ung skrifstofumær sem lifir fábrotnu lífi sem hún er tiitölulega ánægð með fyrir utan að vinnufélagi henn- ar áreitir hana stöðugt. Þá dregst hún inn í atburðarás sem er hröð en ætlar engan endi að taka þar sem hún byij- ar á að bjarga lítilli stúlku frá drukknun. Fjölskylda litlu stúlk- unnar er vel stæð og háttsett,. í atvinnulífi jafnt sem menningar- lífi. Allri þessari vel- gengni fylgir öfund þar sem enginn er óhultur - eða næstum því. Sva- var metur líf sonardótt- ur sinnar ekki meir en svo að verðlaun bjarg- vættarins greiðir hann í gegnum fyrirtæki sitt og sér þar kjörið tækifæri til skatta- afsláttar þannig að hann þarf ekki að greiða neitt úr eigin vasa. Þar sem siðgæðið er í þessum anda er ekki að furða að fleiri fjölskyldu- meðlimir hafi siðferðisbresti. Þeir sem koma til greina eru aðeins nánustu vinir og aðstandend- ur. Það eru því frekar mikil von- brigði að ódæðismaðurinn er sá sem fyrstur fellur undir grun. Tengslin gera fjölskyldunni erfitt fyrir að opna augun enda hefur hún verið fullkomlega hamingjusöm tii þessa. Ýmsir gallar eru á fléttunni, sér- staklega þegar líður á og margir virðast blindaðir af tilfinningasemi. Jóhanna, aðalsöguhetjan, spyr sig margra spurninga sem ekki fást svör við. Það er líka óSannfærandi hversu allir eru tilbúnir að selja sig. Birgitta Halldórsdóttir Að iáta ritarann veita yfirmanni sínum fjarvistarsönnun er ódýr lausn þegar á öðrum stað er gefið í skyn að hún eigi beinan þátt í atburðarásinni. „Osköp einföld og væn stúlka sem er yfir sig ástfang- in af yfirmanni sínum“ tekur ekki virkan þátt í ódæðinu nema hafa einhvern ávinning af því sjálf. Ástarfléttan er í svipuðum dúr. Fléttan skapast af því að Jóhanna hrífst af tveimur karlmönnum og hún verður að gera upp á milli þeirra. Valið virðist auðvelt og vefst ekki lengi fyrir Jóhönnu. Fyrstur verður á vegi hennar lögreglumað- urinn Halldór sem kemur róti á tilfinn- ingar Jóhönnu með dökkum augum og bólfimi. Herra full- kominn birtist og daðrar við Jóhönnu viðstöðulaust í áheyrn annarra. Þau ná þó auðvitað ekki saman fyrr en komist hefur verið til botns í málinu. Þessir karlar eiga það eitt sameiginlegt að þeir verða ástfangnir af Jóhönnu við fyrstu sýn, stúljcunni sem sér sýnir. Ástinni fylgir kynlíf og hugsanir um kynlíf. Jóhanna reynir statt og stöðugt að bægja frá sér eigin bollaleggingum sem hún kall- ar „saurugar hugsanir". En á sama tíma lætur hún sér vel líka þegar hinn fallegi Þórarinn ræðir um blauta drauma og þrá sína eftir Jóhönnu mitt í öllum hörmungun- um. Hegðun hans gæti flokkast undir áreitni og þó hann hafi útlitið með sér er persónuieiki hans ekki eins sannfærandi. Það er lygilegt hvað háskinn getur kveikt mikla ástarelda. Nýjasta skáldsaga Birgittu sýnir vel andlit höfundar. Lesendur henn- ar ættu ekki að verða fyrir von- brigðum því sagan hefur allt að geyma sem saga í þessum flokki á að hafa þó ekki sé þar neitt sem komi á óvart. Kristín Ólafs jökli eða undirvarpi og treysta hinum vi- tru og hugrökku vatnahestum. Þá kemur kaflinn Heima og heiman. Þar segir m.a. talsvert af bú- skaparháttum, eins og þeir tíðkuðust þar i sveit meðan allt var með hefðbundnu sniði. Einn kafli nefn- ist Fj'aran. Þar er sagt frá fjöruferðum, sum- um slarksömum, sel- veiði, ströndum og reka. Eftir eru þá þrír kaflar. I einum er rakin nokkuð búskaparsaga Ragnars og vikið að einkamálum. Þá er kaflinn íjóð- garður í Skaftafelli. En Ragnar og Jón bróðir hans létu Skaftafell af hendi til þess að þar yrði þjóðgarð- ur. Segir frá öllum tildrögum þessa og upphafsárum. Ragnar varð fyrsti þjóðgarðsvörðurinn. Fyrir afhend- ingu þessa fagra og merkilega lands, hollráð og fyrstu vörslu á Ragnar í Skaftafelli vissulega skilið Ragnar Stefánsson að hans sé minnst þó að ekki væri annað. í lokakafla segir frá síðustu æviárunum. Ragnar lést áður en bók þess var fullfrágengin, 1. september 1994, áttræður að aldri. Þetta er ein af þeim bókum sem situr eftir í huga manns. Maður kynnist sérstæðu, hefðgrónu mann- lífi, þar sem æðruleysi, nægjusemi og alveg einstök hjálpsemi og góð- vild réð ríkjum. Öræfingar margir hafa bersýnilega verið vel gefið og vel gert fólk. Þar er að finna mikla hagleiksmenn og jafnvel uppfinn- ingamenn og menn sem komu vel fyrir sig orði. Fræðimenn fyrri tíma komu ekki að tómum kofum hjá þeim þegar fræðast þurfti um hegð- un jöklanna og stórfljótanna. Ég hygg að Ragnar. Stefánsson hafi verið síðasti liðurinn í langri röð slíkra merkismanna langt aftur í aldir. Nýir og breyttir tímar kalla á athyglisgáfu á öðrum sviðum og hagleik sem finnur sér ný viðfangs- efni. Því má svo ekki gleyma hversu ágætur sögumaður Ragnar er. Frá- sögn hans er þróttmikil, en látlaus, skýr og skemmtileg og oft krydduð notalegri gamansemi og gömlum skrítilegum kveðskap. Allmargar myndir prýða bókina. Ég tel að þessar endurminningar og frásagnir séu með betri bókum af þessu tagi sem út hafa komið um langt skeið. Sigurjón Björnsson Ferð til Flateyjar BOKMENNTIR Ilcimildarrit FERÐ TIL FORTÍÐAR eftir Ólaf Ásgeir Steinþórsson. Heim- ildarrit með léttu ívafi um persónur, mannlif og atvinnuhætti í Flatey og öðrum Breiðafjarðareyjum fyrir 50 árum. Þjóðsaga hf. 1995 - 208 síður. EITT sinn var Flatey miðstöð mannlífs við Breiðafjörð. Þar og í mörgum öðrum eyjum var öflugt athafnalíf, gnægð fiskjar í sjó, fugl, æðardúnn og selur. Fólk lifði þar góðu lífi og ekki var búsvelta, þó þrengdi að á landi uppi. Sjógarpar voru þar annálaðir og oft tók Ægir karl dijúgmikinn toll af gjöf- um sínum. Á síðari hluta nítjándu aldar reis upp í Flatey einstakt menningarlíf, fágæt- lega gott bókasafn svo sem frægt er orðið, út- gáfa blaðs og lifandi þjóðmálaumræður. í byijun þessarar aldar reistu Flateyingar sér barnaskólahús sem tók öðrum fram hérlendis. Fram á miðjan fimmta áratuginn stundaði fólk í Flatey hefðbundna iðju eins og það hafði löngum gert og fátt breyttist. Mannlíf var í nokk- uð föstum skorðum. Síðan gerist mikið undur. Þingmaður Barð- strendinga setur sér það markmið að gera Flatey enn á ný að miðstöð athafnalífs. Þar eru gerðar hafnar- bætur, skip er keypt, frystihús reist og verslun er efld. Úm tíma verður rífandi atvinna í Flatey. Fólk flykk- ist að. Hver herbergisskonsa er full- skipuð og vel það. Líf og fjör er á vertshúsinu. En varla hafði verið farið af stað er allt hrundi saman eins og spilaborg. Útgerðin gekk á afturfótum. Fiskur hvarf úr hinum fyrrum gjöfula Kolluál. Frystihúsið var rétt tekið til starfa þegar því var lokað og verslun dróst saman við að samgöngur bötnuðu á landi. Fólk tók nú að flytjast úr eynni og á skömmum tíma varð hún það sem hún er nú: paradís ferðamanna. Höfundur þeirrar sögu sem hér er sögð er fæddur árið 1938. Fimm Ólafur Asgeir Steinþórsson ára gamall flyst hann með foreldrum sínum til Flateyjar. Úr Bjarneyjum komu þau, en þá var byggð þar að leggjast af. Árið 1953 flytur hann svo ásamt fjölskyldu sinni til Stykkishólms. Saga hans spannar því yfír tíu ár. Ekki minnist ég þess að hafa áður lesið frásögn af þessum síðustu búskaparárum í Flatey. Er því vel að hún birtist hér nú. Höfund- ur segir söguna á sinn sérstæða hátt. Hann horfír með athugulum augum barnsins og unglingsins en blandar þá athugun kímni og frá- sagnarlist fullorðins manns og seilist með huga fróðleiksmannsins aftur í tímann til að gefa frá- sögninni baksvið. Úr þessu verður einkar skemmtileg saga. Brugðið er upp eftir- minnilegum myndum af sérstæðum persón- um, atvikum, kúnstug- um samtölum og inn á milli eru sérstaklega fallegir og skáldlegir kaflar. Það Ieynir sér ekki hversu vænt höf- undi þykir um Flat- eyna sína og hversu ástfanginn hann er af fegurð hennar. Þó að hann bregði oft á glens í persónulýsingum sín- um eru þær aldrei rætnar eða niðurlægjandi heldur bomar uppi af hlýju og væntum- þykju. Stíll höfundar er hinn ágæt- asti og ritað er af miklu fjöri og frásagnargleði. Raunar má segja að höfundur leiki tveimur skjöldum. Annars veg- ar virðist hann vera nákvæmur fræðimaður, sem er sýnt um ártöl og aðrar staðreyndir. Á hinn bóginn er hann glensfullur spaugari. Er mér ekki grunlaust um að stundum færi hann eitthvað í stílinn til að gera söguna skemmtilegri. En ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því, enda held ég að það mýndi ekki gera mikið til. Ég hafði mjög gaman af þessari bók og fyrir kom að ég skéllti upp úr. Mikill fjöldi svarthvítra mynda er í bókinni. Þykir mér höfundur hafa sýnt elju við að safna þeim saman, þvi að óvíst er að þær hafi allar leg- ið á glámbekk. Vel er frá bókinni gengið í alla staði. Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.