Morgunblaðið - 28.11.1995, Side 6

Morgunblaðið - 28.11.1995, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hvílík breyting! ERLA Sigurðardóttir og Herdís Egilsdóttir. Nýjar bækur • MAGNAÐAR minjar, íslensk þýðing á verðlaunabók fyrir ungl- inga eftir ástralska höfundinn Gary Crew er komin út. Þetta er fjórða bókin í bókaflokknum Erlendar verðlaunabækur. Á síðastliðnu ári sendi Lindin frá sér þijár verð- launabækur frá Ástralíu fyrir börn og unglinga en það voru sögumar Hefnd villimannanna, Óradís og Geimpúkar. í kynningu segir: „Magnaðar minjarer söguleg skáldsaga sem byggist að hluta til á sannsöguleg- um atburðum. Nokkrir unglingar eru í skólaferðalagi og einn þeirra finnur mjög dularfullar minjar, m.a. pott sem geymir nokkra sérkenni- íega gripi, þar á meðal mannshönd ' og sérkennilegan hring. Gripimir era sendir til rannsóknar þar sem vísindamenn reyna að rekja sögu þessara undarlegu gripa. Smátt og smátt koma fleiri atriði í ljós sem varpa ljósi á þessa undarlegu sögu og þar koma við sögu persónur úr löngu liðnum tíma.“ Gary Crew er margverðlaunaður höfundur og verk hans hafa hlotið mikið lof bæði í heimalandi hans ogerlendis. Magnaðar minjar fékk m.a. áströlsku verðlaunin „Book of the Year: Older Readers" árið 1991 og var tilnefnd til bandarísku Edgar Allan Poe verðlaunanna fyrir spennusögur. Útgefandi erLindin hf. Þýðandi er Guðni Kolbeinsson. • KRÓKÓDÍLAR gráta ekkier eftir verðlaunahöfundinn Eiías Snæland Jónsson. Bókin er sjálf- stætt framhald sögunnar um Davíð og krókódílana. Elías hefur að auki áður skrifað unglingasögumar Haltu mérfast! og Brak ogbrest- ir sem hlaut íslensku bamabóka- verðlaunin 1993. í kynningu frá úgefanda segir: „Krókódílargráta ekkier spenn- andi, skemmtileg og raunsönn saga.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Krókódílar gráta ekki er 158 blað- síður að lengd. Hönnun og umbrot bókarinnar fór fram hjá Vöku- Helgafelli. Prenthönnun hannaði kápu en Prentmyndastofan annað- ist filmuvinnslu. Krókódílar gráta ekki kostar 1.490 krónur. • BJÖRGUNARBÓKIN Útkallís- lenska neyðarlínan eftirÓttar Sveinsson er komin út. í bókinni Útkall íslenska neyðarlínan segja björgunarmenn og þeir sem bjargað var úr lífsháska v frá reynslu sinni. Höfundurinn hef- ur að mestu leyti spunnið frásagn- imar saman í fyrstu persónu. í einni frásögn bókarinnar er því lýst er hjón hröp- uðu með vélsleða 20 metra niður í hyldýpissprangu á Snæfellsjökli. Þar koma við sögu slysavarnafélagsmenn, aðrir björg- unarmenn og læknir sem þurfti að síga í jökulsprangu, án þess að hafa nokkru sinni gert slíkt áður, til að hlúa að limlestum manninum. Þessi frásögn var valin af þekktasta sjónvarpsþætti sinnar tegundar í heiminum, Rescue 911, til kvik- myndunar hér á landi síðastliðið sumar. 15 mínútna þáttur verður sýndur á næstunni í öllum Banda- ríkjunum og síðan í 60 löndum á næsta ári, þar á meðal Islandi. Sér myndakafli er í bókinni frá kvikmyndun Rescue 911 síðastliðið sumar. Útgefandi er íslenska bóka- útgáfan. • HVERNIG á að búa til falleg vinabönd er heiti á föndurbók eftir Moira Butterfield í þýðingu Ás- laugar Benediktsdóttur. „Efþið eruð byrjendur þá mun það koma ykkur á óvart hversu fljót þið eruð að komast upp á lagmeð að búa til ótrúlega falleg vinabönd sem munu gleðja vini ykkar“. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 790 kr. BOKMENNTIR Sögur VEISLAN í BARNAVAGNINUM Texti: Herdís Egilsdóttir Myndir: Erla Sigurðardóttir Vaka- Helgafell 1995-26 síður. „HVÍLÍK breyting hefír ekki orð- ið á viðhorfum til búnings bama- bóka hin síðari ár,“ sagði bók- menntafræðingur við háskólann við mig í gær og augun geisluðu af fögnuði. Við voram stödd við glæsi- borð, sem Vaka-Helgafell hafði skreytt með gersemum í tilefni tíu ára afmælis Verðlaunasjóðs ís- lenskra barnabóka. Já, hafi þeir þökkTyrir sinn þátt í þessari þróun, þeir Ármann Kr. Einarsson og Ólaf- ur Ragnarsson. Þeir réðust ekki aðeins, með stofnun sjóðsins, gegn hugsunarhættinum aílt er börnum bjóðandi, heldur höfðu þá dirfsku að flytja ,jólin“ til vors, - bjarga góðri bamabók frá fálmkénndu vali þess sem í jólaönn hefir engan tíma til þess að ígranda, hvað hann grípur í hendur. Hvað hæfir líka betur barnabók en vorið? I ár er sjóðurinn örlátur, minnist afmælis síns bæði vor og haust, verðlaunar nú bók fyrir yngsta hópinn — þenn- an sem enn stautar — þarf jafnvel hjálp mömmu og pabba, stóra syst- BOKMENNTIR Barnabók EKKERT AÐ ÞAKKA eftir Guðrúnu Helgadóttur. Kápa og myndir: Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Vaka-HelgafeU, 1995 -124 s. SAGAN segir frá Evu og Ara Sveini sem era sjö ára þegar ævin- týri þeirra gerist. Um- hverfið er Reykjavík. Amma Lára tekur á móti þeim þegar þau koma úr skólanum. Amma Lára - sem er bara amma í þykjust- unni - er eins og fleiri ömmur Guðrúnar, elskuleg og skilnings- rík, en líka gamaldags eins og vera ber. Fjöl- skyldur þeirra Evu og Ara Sveins era mjög ólíkar. Eva býr ein með mömmu sinni en á í samkeppni um óskipta athygli mömmu við ungan mann sem henni líst ekki meira en svo á. Pabbi drengsins er hins vegar staðráðinn í að verða þing- maður með tilheyrandi bægsla- gangi. Dag nokkurn á leið heim úr skólanum sjá krakkarnir einhveija menn henda tösku út úr bíl- glugga. Forvitnin rekur þau til að kanna málið nánar og síðan reyna þau að skila töskunni til lögregl- unnar. Þegar löggan vill ekkert með einhverja ómerkta tösku hafa, burðast þau með hana heim og geyma í gömlu kolageymslunni. ur eða bróður, til þess að ráða í þann heim er að baki stafanna leyn- ist. Það gleymist oft, hver þraut það er að ná valdi á stöfum, raða þeim svo úr verði orð. Annar höf- undur bókarinnar lýsti þessu vel, er hann sagði okkur frá 6 ára snáða sem sat í skólastofu með bók fyrir framan sig og glímdi við þennan galdur. Hann hrópaði dag einn full- ur undrunar: Herdís, - Herdís! Það kemur saga útúr mér! Hvílík gleði fyllir ekki bijóst kennara, þá bam nær slíkum þroska. Bókin segir frá einum degi í lífi Ellu, fimm ára hnátu, deginum þeg- ar hún varð fullorðin. Litli bróðir er svo lasinn, að mamma verður að vera heima. Á slíkum degi freist- ar jafnvel sól ekki til leikja. Og þá skeður það: Byrði hins fullorðna er lögð á hennar herðar,- innkaupaferð í bakaríið. Ella áminnir mömmu að gæta litla bróður vel, og þýtur af stað, meira að segja með buddu í vasa! Köttur grannans skilur ekki asann á Ellu — skreflengd hennar með dúkkuvagninn í engu samræmi við það sem hann þekkti til þessar- ar vinkonu sinnar: - blíðustroka; leikja í tímalausu rúmi. Hvernig átti líka köttur að skilja að lítil, elskuleg telpa gekk innum dyr í gær, en út í dag kemur, sama ver- an, sem ábyrgðar mikil fullorðin kona? Hann skildi ekki blessaður, að einn dagur í lífi manns getur verið skil milli bernsku og fullorð- insára, læddist því með veskið, sem Þegar loks er búið að skera gat á töskuna kemur í ljós að hún er full af peningum. Hvað gera börn sem finna fulla tösku af pening- um? Höfundur bregður hér á leik og býr til nokkurs konar ævintýri úr lífi nútímabarna sem geta skyndilega glatt ótal marga með því að senda þeim peninga. Við- brögð barnanna eru skemmtileg og það er auðvelt að setja sig inn í hugarheim þeirra. Þau leita að þeim sem þurfa á hjálp að halda og gleðja þá án þess að láta vita hveijir era þar á ferð. Ekki vant- ar heldur spekings- legar athugasemdir krakkanna um lands- ins gagn og nauðsynj- ar. Boðskapur sög- unnar er sá að gleði sú sem peningar veita sé skammvinn og jafnframt að laun heimsins séu van- þakklæti. Sagan er lipurlega sögð og á góðu máli en höfundur hefur oft sagt sögur á fyndnari máta en þessa þó að við og við komi fram skemmtileg tilþrif. Eina persónan sem er gerð svolítið skopleg er þingmaðurinn væntanlegi. Hann situr fastur í fína jeppanum og allir símamir era gagnslausir í hríðinni og það skömmu eftir að hann hefur lent í vondu veðri upp á heiði og kalið á tánum. Einhvern veginn á les- andinn von á að Guðrún Helga- dóttir kitli hláturtaugarnar meira en henni tekst að gera í þessari sögu, einkum þar sem tilefnin eru næg. Sigrún Klara Hannesdóttir hnátan missir á gangstéttina, inn í ijóður og „breytir" því í mús. Manstu, hve erfitt var að þramma um í buxunum hans pabba eða kjólnum hennar mömmu, þó maður stækkaði ekkert smáræði við að fara íþau? Ella litla fær að reyna þennan dag, að það er hreint ekki auðvelt að vera fullorðin — bera ábyrgð. En með hjálp Lalla, syni bakarans, eru vonbrigðin ogþyngsl- in öll yfirstigin, sól og gleði kyssir tár af kinn, og gangstétt þorpsins breytist í veizluborð, börnum; fugl- um og ketti til slíks hátíðaboðs að engu áður líktist. Meira að segja kisi gleymir „músinni" sinni, budd- unni, á veizluborðinu, er hann skríð- ur frá til þess að láta þreytuna, eftir ofátið, líða úr sér í væram svefni. BOKMENNTIR S ö g u r MEÐANSKÚTAN SKRÍÐUR Höfundur: Eyvindur P. Eiríksson. Myndskreyting: Margrét E. Laxness. Mál og menning 1995 - 131 síða. HÉR ERU þær aftur á för sögu- hetjurnar úr bók höfundar í fyrra: Á háskaslóð. Enn er sumar; enn skólafrí og enn Beggi og Toggi á för með pabba sínum, Skabba, kennaranum, á seglbátnum Blika um Eystrasalt. Sá er þó munur á, að nú fær Toggi að segja söguna. Víst er um það, að æsileg er för þeirra feðga, sem áður, - ævintýrin mörg sem þeir lenda í. Keimlík þó hinum fyrri: bárátta við þijóta, sem eru að smygla ólyfjan. Höf- undi er auðsjáanlega náttúruvemd ofarlega í huga, og líka hraust- ar sálir í hraustum lík- ama. Slíkt er lofsvert. I ljós kemur, að margt sem í fyrri bók- inni virtist rétt, reynist rangt til getið, - goð falla af stalli, til dæm- is Wilhelm og lið hans, virðulega skipið Brúnó breytist úr rannsókn- arskipi í fleytu skúrka. Já, öldur rísa og hníga, - og Toggi, blessaður, lendir í hinum mesta lífsháska, er Öri, Skalli og Kúrt taka að þjarma að honum, já, svo illa.að snáðinn þarf á sjúkrahús. Bræðurnir eru undrasnjallir við að koma sér í vandræði. Komi þeir í höfn, sjái skemmu eða skúr, þá rísa óðar á þeim hárin sem á ketti er sér bráð. Slík áhrif hafa á þá líka allir náungar, sem binda hnúta sína öðruvísi en annað fólk. Því er líf þeirra eilíf spenna, svo tápmikl- Herdís lýsir þessu af fimi hins reynda penna, fyndin, kærleiksrík, enda spinnur hún svo, að úr verður verðlaunagullþráður. Þá era það myndirnar hennar Erlu. Þar er heldur enginn viðvan- ingur á ferð, listakona, sem augað kann að gleðja. Ég horfði á mynd- listarmann, fagurkera, handfjatla bókina. Augun ljómuðu og í hrifni sagði hann við mig: Þessa bók verð- ur sonur minn að eignasti. Já, hér er ekki kastað til höndum, þær hreinlega tala og hlæja framan í mann, myndirnar; bjóða upp í gleði- dans. Til hamingju stöllur og mættum við fá meira að sjá og heyra! Enn ein skrautfjöður í flugvæng Vöku- Helgafells. Innileg Þökk. Sig.Haukur um krökkum ætti ekki að leiðast lesturinn. Nú, strákarnir hafa elzt um eitt ár frá fyrri bók, - hvolpavitið auk- izt, líka hjá Línu, og höfundur kem- ur Begga á seglskip í eigu Svend- borg Museum. Skipið er í umsjá föður Línu, á að laða útlendinga til umhugsunar um fyrri tíð. Vissulega góð vist fyrir strák, sem skotinn er í stelpu leiðangursstjórans. Ekki má gera upp á milli bræðra, það veit höfundur, svo hann gefur fyrir- heit um að Toggi komist á alvöra rannsóknarskip með Svarti og liðs- mönnum hans að ári. Toggi kemst að því, hjá föður sínum bjórdrukknum, að eitthvað er athugavert við hjónaband for- eldra þeirra bræðra, „stundargam- an“ og dóttir hennar leidd til sögu, svo gransemdir vakna um að pilsaþytur þeirra leiki um næstu bók. Höfundur segir vel frá, en mér finnst hann gleyma sér við smáatr- iðin um of. Hraði sög- unnar minnkar við slíkt. Þó er þessi bók beinskeyttari en hin fyrri. Málið er kjarnyrt, og áðeins einu sinni rakst eg á meinloku í stílnum: Skrýtið hvað margs konar furðuleg dýr eru til. sum meira að segja löngu útdauð. (54). Höfundur kann mál ungra gæja, sumt hreinlega skildi eg ekki, t.d. orðið „piprar“ (notað um menn). Eitt er víst, höfundur hefir gam- an af að segja sögu, er firnafróður, og hraustir krakkar munu fagnandi fylgja honum í þessari bók. Myndir Margrétar eru mjög vel gerðar, - mættu vera fleiri. Frágangur bókar allur útgáfunni til sóma. Sig. Haukur Fullur poki af peningum Þanin segl Guðrún Helgadóttir Eyvindur P. Eiríksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.