Morgunblaðið - 28.11.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 B 7
Nýjar bækur
Vestur- Skafta-
fellssýsla o g
íbúar hennar
KOMIN er út bókin Vestur-
Skaftafellssýsla og íbúar hennar.
— Bók þessi var upphaflega gefin
út í hátíðarskyni alþingishátíðar-
árið 1930 og kom það í hlut séra
Björns 0. Björnssonar, prests á
Ásum, að safna efni í hana og búa
undir prentun. Af því tilefni ferð-
aðist hann um allt hérað í þeim
tilgangi að fá menn til að skrifa
um efni sem hann tiltók. „Kom
þetta mörgum nokkuð á óvart, og
þeir hrukku við, töldu sig enga
rithöfunda og tímalausa í önnum
vordaganna. En undanbrögð voru
ekki tekin gild,“ segir í kynningu.
Vestur-Skaftafellssýsla og íbú-
ar hennar er nú gefin út öðru sinni
í tilefni þess að öld er liðin frá
fæðingu séra Björns. í lok fylgi-
orða með þessari nýju útgáfu seg-
ir dr. Sigurbjörn Einarsson m.a.
„Á þessu ári, 1995, er öld liðin
síðan séra Björn 0. Björnsson
fæddist. f>að er verðugt tilefni til
að gefa þessa bók út að nýju og
verðskuldað að gera það honum
til heiðurs. Bókin er og næsta tor-
gæt og hefur lengstum verið. Þeg-
ar séra Björn hafði brotist í því
að koma henni út og lagði síðustu
hönd að handritinu, skrifaði hann,
að hann væri í þakkarskuld við
PRESTSHJÓNIN í Ásum.
Skaftafellssýslu. Það var hann að
votta með þessu verki. En ímynd
alls, sem hann unni þar, var kon-
an, sem sýslan gaf honum, Guð-
ríður Vigfúsdóttir frá Flögu.“
Italskt ævintýri
BÓKMENNTIR
Barnabók
HERRA ZIPPÓ OG
ÞJÓFÓTTI SKJÓRINN
eftir Nils Olof Fransén.
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi.
Mál og menning, 1995-113 s.
SÖGUSVIÐIÐ er ítölsk sveit. í
skelfilegu þrumuveðri kynnumst
við 'Zippó og asnanum hans, hon-
um Akkilesi. Við fáum aðeins að
kynnast fjölskyldusögu þessa
skrýtna manns. Pabbi hans kunni
að lesa og ákvað að skíra börn sín
í stafrófsröð. Auróra, Beatrís,
Camilla, Dorabella, Elvíra, Fíordíl-
ígí og Gíannetta voru allar fæddar
og enginn kom sonurinn. Faðirinn
vildi endilega fá son og reyndi að
sannfæra Maríu mey að enginn
stúlka gæti heitið nafni sem byijar
á H upp á ítölsku. í óefni stefndi.
María var greinilega að hlusta og
sonur fæddist. En hvað átti hann
að heita? Til þess að móðga engan
af fimm vinum föðurins og skíra
hann Zakkarías, Ippólító, Pétro,
Paóló, Ottóne ákvað faðir hans að
draga saman fyrstu stafina í nöfn-
um þeirra allra og láta drenginn
heita Zippó. Og þarna er Zippó
kominn með asnann sinn og kistu
eina mikla því Zappó reynist eiga
brúðuleikhús og er slíkur snilling-
ur á sínu sviði að brúðurnar hans
lifna þegar hann meðhöndla þær.
Hann fínnur undarlega höll í
þrumuveðrinu en þar reynast mikl-
ir óþokkar til húsa, greifínn og
herra Maffía. Zippó er fenginn til
að skemmta gestum í höllinni.
Einkum er uppfærsla hans á óperu
Rossinis um Þjófótta skjóinn mikið
listaverk og er svo snilldarlega
flutt að bæði greifínn og herra
Maffía ágirnast haganlegar brúð-
ur herra Zippós og vilja leggja
mikið í sölurnar til að ná þeim.
Sagan hefur á sér mikinn ævin-
týrablæ. Brúðurnar lifna við,
fógetinn er sjálfkjörinn leiðtogi
brúðanna, en í hópnum eru líka
meðal annars hermaðurinn Gíann-
ettó og og þjónustustúlkan Nín
etta, að ógleymdum skjónum.
Brúðunum er rænt og Zippó lokað-
ur í fangelsi svo að brúðurnar
verða að bjarga sér sjálfar. Þá
kemur sér vel að þær eru ráðagóð-
ar og hafa fugl sem er snjall og
asna sem veit viti sínu.
G'reifínn og herra Maffía eru
heldur engir aukvisar að nálgast
það sem þeir hafa ágirnd á. Kona
Maffía hefur hins vegar önnur við-
horf og aðstoðar við að bjarga
málunum enda á hún talsverðra
hagsmuna að gæta þegar allt er
skoðað. En allt fer að sjálfsögðu
vel að lokum.
Sagan er skemmtileg aflestrar
og svolítið spennandi á köflum.
Kímni sögunnar er notaleg og
endurspeglast í myndunum. Þýð-
ingin er sérlega vel unnin og á
fallegu íslensku máli. Málfarið er
myndríkt og kjarngott og hvergi
slakað á gæðakröfum. Umhverfíð
er framandi og sagan skemmtileg
tilbreytni frá hversdagsleikanum.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Borgarfjörður eystra
FRÁ Borgarfirði eystra.
BOKMENNTIR
Fræðirit
SAGA BORGARFJ ARÐAR
EYSTRA
eftir Magnús H. Helgason (ritstjóri),
Armann Halldórsson, Sigríði Eyjólfs-
dóttur og Sigurð Óskar Pálsson.
Söguhópurinn. Borgarfjörður
eystra 1995 - 381 síður.
BORGARFJÖRÐUR eystra er
ein af þeim sveitum sem ég á eft-
ir að heimsækja en hef lengi litið
til hýni auga. Þar er sögð nátt-
úrufegurð mikil og sérstæð. Þar
eru hinar frægu Njarðvíkurskriður
með draugnum Nadda. Þar eru
sagðar miklar álfabyggðir með
veglegri álfakirkju í miðri byggð.
Þar er fræg altaristafla í þorps-
kirkjunni gerð af Kjarval og margt
er þar fleira forvitnilegt að skoða.
En heimsóknin verður víst að bíða
betri tíma. Að sinni verð ég að
láta mér nægja að ferðast í hugan-
um með nokkrum þaulkunnugum
og skemmtilegum leiðsögumönn-
um. Tveimur þeirra kynntist ég
raunar lítillega fyrir mörgum árum
og fræddist um margt á einni
kvöldstund.
En hugarferðir sem þessar ber
ekki að lasta og má vel taka undir
með þeim sem eitt sinn kvað:
Eg er kominn upp á það
allra þakka verðast
að sitja kyrr á sama stað
samt að vera að ferðast.
Bakkagerði í Borgarfirði eystra
varð löggiltur verslunarstaður fyrir
réttum hundrað árum. í tilefni ald-
arafmælisins var þetta rit sett sam-
an..
Til glöggvunar ókunnugum les-
endum skal þess getið að þörf er
að greina á milli Borgarfjarðar-
hrepps og Borgarfjarðar. Borgar-
íjörður nær milli Landsenda og
Hafnarbjargs. Þar er nyrsti bær
Snotrunes en sá syðsti Höfn.
Nokkrir bæir eru í firðinum og
þorpið Bakkagerði fyrir botni
fjarðar. Norðan Borgarfjarðar er
Njarðvík og nær hreppurinn norður
að Kögri. Sunnan Hafnarbjargs
eru svo nokkrar víkur: Brúnavík,
Kjólsvík, Breipuvík, Hetjólfsvík,
Húsavík og Álftavík. f flestum
þessara víkna var fyrrum búið, en
allt er þar nú komið í eyði. Á milli
Heijólfsvíkur og Húsavíkur eru
Blábjörg, fágætt náttúruundur
sem fáir munu þekkja. Fyrrum
endaði hreppurinn við Stigahlíð
sunnan Álftavíkur, að ég held, en
1973 bættist hreppnum Loðmund-
arfjörður sem nú er orðinn eyði-
fjörður. Hreppurinn stækkaði því
allmikið að landi en ekki að íbúum.
Að loknum aðfararorðum rit-
stjórans ritar Ármann Halldórsson
þtjár greinar. í þeirri fyrstu fylgir
hann lesanda um Borgarfjörð og
Víkur. í þeirri næstu rekur hann
sögu Borgarfjarðar til ársins 1895
og í þriðju greininni fjallar hann
um landbúnað. Greinar Ármanns
eru snilldarvel ritaðar eins og þeir
máttu vænta sem lesið hafa mörg
skrif hans. Hann er þaulkunnugur
þessu landssvæði og hafsjór af
fróðleik. Af leiðsögn hans er því
enginn svikinn. Þá ritar Sigurður
Óskar Pálsson, fyrrum skólastjóri
í Bakkagerði, grein sem nefnist
Þtjú brot úr kirkjusögu. Sögð er
saga síðustu kirkju á Desjarmýri.
Foi'vitnilegasti hluti greinarinnar
nefnist Fjallræðan í Bakkagerðis-
kirkju. Er hún um altaristöfluna
frægu. Leiðrétt er leiðinleg mis-
sögn sem lengi hefur gengið, um
að biskup hafi neitað að vígja töfl-
una. Sýnir Sigurður Óskar fram á
með skýrum rökum að slíkt fær
engan veginn staðist. Enginn bisk-
up kom í Bakkagerðiskirkju fyrr
en um áratug eftir að altaristaflan
kom þangað. Auk þess var ekki
til siðs að vígja altaristöflur, a.m.k.
hefði verið nóg að presturinn hefði
gert það.
Ritstjórinn, Magnús H. Helga-
son, ritar svo meginhluta bókar.
Um atvinnu, verslun og almenn
hreppsmál 1895-1995, félags-
sögu, heilbrigðismál og skólasögu.
Mikið lesmál er þetta, barmafullt
af hvers konar fróðleik í orðum
og tölum. Sigríður Eyjólfsdóttir
fjallar um kauptúnið Bakkagerði.
Tekur hún fyrir hvert hús og kot,
lýsir því og telur íbúa eða ábúend-
ur. Sum þessara híbýla hafa nú
orðið eyðingu að bráð, því að frá-
sögn höfundar nær aftur fyrir síð-
ustu aldamót. Þá er að lokum
hreppsnefndarmannatal og odd-
vita. Aftast í bók eru tilvísana-
skrár, heimildaskrár, myndaskrá
og skrá yfir mannanöfn.
Talsvert er af myndum í bók-
inni, sumar gullfallegar, aðrar
sögulegar heimildir. Mjög vel er
vandað til þessa rits. Prófarkir
hafa greinilega verið lesnar af
vandvirkni. Bókin er prentuð á
vandaðan gljápappír og í smekk-
legu bandi.
Fyrir utan það að gaman og
fróðlegt er að lesa um þetta sér-
stæða hérað fannst mér skemmti-
legt íhugunarefni að greina hér
kynslóðaskipti í sagnaritun. Ann-
ars vegar eru hinir sjálfmenntuðu
fræðaþulir Ármann og Sigurður
Óskar. Þeim liggur fagurt mál létt
á tungu. Fortíðin fer þeim lifandi
og nálæg og sagnamenn eru þeir
góðir. Frásögn þeirra er borin uppi
af dýpt og innlifun. Hins vegar er
svo háskólamenntaði sagnfræðing-
urinn sem hefur tamið sér sérstök
efnistök. Staðreyndabundin eru
þau. Mikið er stuðst við saman-
burð, einatt tölulegan. Stíll er hlut-
laus, skýr en frekar einhæfur.
Þennan stíl og svipuð efnistök tel
ég mig sjá á mörgum ritsmíðum
ungra sagnfræðinga. Hann er
sjaldnast tiltakanlega skemmtileg-
ur. Hann mætti einna helst kallast
„nytjastíll", því að hann þjónar
mætavel tilteknum markmiðum.
En nákvæmni er mikil og lofsverð
og textinn stendur vissulega fyrir
s‘nu- Sigurjón Björnsson
Nýjar bækur
• KARLAR eru frá Mars, konur
eru frá Venus er eftir Bandaríkja-
manninn John Gray. Bókin hefur
verið í efsta sæti í sínum flokki á
metsölulista New York Times í tvö
og hálft ár og selst í yfír fjórum
milljónum eintaka í Bandaríkjun-
um. Þá hefur hún verið metsölubók
á Norðurlöndum og er nú í efsta
sæti metsclulistans í Hollandi.
„í kynningu segir: „John Gray
er þjóðkunnur í Bandaríkjunum
fyrir kenningar sínar um samskipti
kynjanna. Hann þykir hafa brúað
bilið milli sérfræðinga og almenn-
ings með því að fjalla um sam-
skipti kynjanna á tungumáli sem
fólk skilur og fyrir venjulegt fólk.
Hundruð þúsunda bandarískra
hjóna hafa sótt námskeið hans síð-
astliðin 25 ár.“
Kenning Grays er í stuttu máli
sú að karlar og konur tjái sig með
ólíkum hætti og misskilningur sé
oftast undirrót deilna milli hjóna.
Karlar eru frá Mars konur eru
frá Venus er 320 blaðsíður.
Bókaútgáfan Vöxtur er útgefandi
oghún erprentuð íPrentsmiðjunni
Odda. Þýðandi erAnna María
Hilmarsdóttir. Bókin kostar 3.870
kr.
• ÚT er komin bókin Skeggja-
staðir - Kirkja og prestar 1591-
1995 eftir síra Sigmar I. Torfa-
son. í ritinu gerir höfundurgrein
fyri ævi og starfí þeirra 27 presta
sem teljast hafa setið Skeggjastaði
frá 1591 til okkar
daga. í bókinni er
einnig að fínna
sögu kirkjunnar
sjálfrar sem fyrst
er getið í kirkna-
skrá Páls biskups
Jónssonar frá því
um 1200. Þá lýsir
höfundur gömlu
torfkirkjunum á Sigmar I.
Skeggjastöðum og Torfason
gerir grein fyrir skrúða og áhöldum
sem í þeim var.
Bókin sem er 200 bls. ergefin út
afhöfundinum sjálfum ísamvinnu
við Mál og mynd sf. Prentbær hf.
annaðist prentun og bókband var
unnið af Félagsbókbandinu - Bók-
felli hf. Bókin erseld íKirkjuhús-
inu viðLaugavegi oghjá útgef-
anda. Verð bókarinnar er 3.192 kr.
• í SKJÓLI heimspekinnar er
heiti á nýju greinasafni eftir Pál
Skúlason, prófessor í heimspeki.
Bókin geymir 15 erindi og greinar
sem Páll hefur samið á allra síð-
ustu árum. í bókinni tekst höfund-
ur einkum á við
þrjú megin við-
fangsefni: nátt-
úru, menningu og
mannleg sam-
skipti. I formála
sínum skrifar Páll
meðal annars:
„í þessum
heimi er hvergi
að finna fullkom-
ið skjól fyrir öflum eyðingar og
tortímingar. Skjól heimspekinnar
er hér engin undantekning. Þangað
kann að vera gott að leita stund
og stund til að fá ráðrúm til að
velta vöngum yfír eigin hugsunum
og annarra, hugleiða tilgang og
merkingu hluta og hugmynda og
leita leiða til að lifa betur sem
hugsandi vera. Heimspeki er glíma
fræðilegrar hugsunar við gátur
veruleikans."
Háskólaútgáfan gefur út. í skjóli
heimspekinnar er 183 bls. ogfæst
bæði innbundinn ogíkilju. Hún
er til sölu í öllum helstu bókabúðum
landsins.
• ORfí og myndir tvær bækur.
Þetta eru myndabækur fyrir lítil
börn í leit að orðum - bækur sem
börn og foreldrar hafa gagn af.
„Með því að tala við börnin um
orðin og myndirnar vaknar áhugi
þeirra og orðaforðinn eykst smám
saman.“
Harðspjaldabækur með skýru
letri og mörgum litmyndum á
hverri síðu.
Útgefandi er Setberg. Hvor bók
kostar 490 kr.