Morgunblaðið - 28.11.1995, Side 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
NBA leikmenn nú eldri og þyngri að meðaltali
ALDUR Sæli UD Fjöldl leikm. áskrá Meðal- aldur, ár Lelkm. eldríen
1 Chicago '-m - 14 29,86 8\>
2 Houston * 13 29,59 6
3 New York 12 29,41 6
4 San Antonio 13 29,27 7
5 Utah 14 29,26 5
6 Seattle 13 29,25 5
7 Indiana 15 28,91 5
8 Charlotte 15 28,68 6
9 Miiwaukee 13 28,26 4
10 Atlanta 14 28,21 4
20 Toronto 15 26,77 3
21 Oenver 14 26,74 2
22 Cleveland 15 26,60 3
23 Sacramento 14 26,53 4
24 Philadelphia 12 26,28 3
25 Minnesota 13 26,24 2
26 Boston 13 26,03 0
27 Washington 13 25,71 2
28 Dallas 13 25,54 1
29 LA Clippers 13 25,37 0
en nokkru sinni fyrr
NBA
deildin í heild,
alls 29 lið:
Meöalaldur 27,56 ár
Meðalþyngd 101,45 kg
Meðalltæð 201,3 sm
Meðal leikreynsla 4,42 ár
Heimildir: Leikmannaskrár liðanna í byrjun
leiktímabilsins 1995-96/NBA NEWS
MNGD
UD
Fjöldi
leikm.
Leikm.
Meöal- þyngri en
\, 113,4 kg
þyngd,
m ChicagoHB- 14 106,8 5
2 Utah “ 14 105,0 5
3 Vancouver 15 104,0 4
4 Dallas 13 103,9 6
5 Orlando 14 103,5 3
6 Washington 13 103,5 4
7 Portland 14 103,2 3
8 Milwaukee 13 102,8 4
9 Cleveland 15 102,7 2
10 Toronto 15 102,5 3
20 LA Lakers 13 100,1 4
21 Golden State 13 99,7 2
22 Minnesota 13 99,5 1
23 Miami 14 99,4 2
24 Charlotte 15 99,3 4
25 Sacramento 13 99,2 3
26 Denver 14 99,0 3
27 Philadelphia 12 98,8 1
28 Houston 13 98,1 1
29 Atlanta 14 98,0 3
■ HÉÐINN Gilsson, landsliðs-
maður í handknattleik, hefur lengi
verið meiddur en kom inná í fyrsta
sinn í vetur er FH og Haukar
mættust í 1. deiidinni. Fyrst kom
hann í vörnina um miðjan fyrri
hálfleikinn, við mikinn fögnuð FH-
inga. Fimm sekúndum síðar var
hann rekinn útaf í tvær mínútur,
við mikinn fögnuð Haukamanna.
Það var raunar strangur dómur.
■ NIKOLAI Drozdetsky, fyrrum
landsliðsmaður Rússa í íshokkí, lést
á föstudag aðeins 38 ára að aldri.
Tass fréttastofan skýrði frá þessu
um helgina en dánarorsök hans er
ókunn.
■ STEPHEN Hendry, heims-
meistari í snóker frá Skotlandi,
varð á laugardaginn fyrstur til að
ná þrisvar sinnum 147 í einu stuði
á sama móti. Hann náði þessu af-
reki á breska meistaramótinu í
Preston er hann lék gegn Gary
Wilkins frá Bretlandi.
■ DAN Marino hjá Miami Dolph-
ins jafnaði met í NFL-deildinni í
fótbolta um helgina þegar sending
hans gaf snertimark og bætti metið
síðar í leiknum. Nú hefur verið skor-
að eftir 346 sendingar frá honum
ÉNÓBR
FOLX
en Fran Tarkenton átti fyrra met-
ið, 343 sendingar hans gáfu snerti-
mark.
■ TARKENTON sendi boltann
samtals 47.003 stikur á ferlinum
og átti metið þar til fyrir hálfum
mánuði þegar Marino sló það.
Tarkenton átti 6.467 góðar send-
ingar en Marino vantar aðeins 82
til að jafna metin.
■ MARINO átti 20 met og hafði
jafnað sex til viðbótar þegar tíma-
bilið hófst en hann sagði að nýjasta
metið væri það mikilvægasta. Hann
er þriðji besti kastarinn í sögu deild-
arinnar og kemur á eftir Steve
Young og Joe Montana.
■ GREG Norman varð sigurveg-
ari á Opna ástralska mótinu í golfi
sem lauk um helgina. Þetta var
fyrsti sigur hans_ í Ástralíu síðan í
Meistarakeppni Ástralíu 1990 en í
íjórða sinn sem hann sigrar á Opna
ástralska.
■ NORMAN varð síðast meistari
í þessu móti fyrir 10 árum en hann
sagðist ætla að jafna árangur Gary
Players frá Suður-Afríku sem
varð sjö sinnum meistari.
■ ORN Arnarson sundmaður úr
SH fékk aflientan Stigabikarinn
að lokinni Bikarkeppni SSÍ á sunnu-
daginn. Hann er veittur árlega þeim
sundmanni sem sýnir mestar fram-
farir á milli bíkarmóta. Örn fékk
bikafinn að þessu sinni fyrir að
bæta sig um 256 stig í 200 m
bringusundi.
■ BRYNDÍS Ólafsdóttir keppti
ekki í Bikarkeppni SSI að þessu
sinni en mætti eigi að síður og fékk
afhentan Sundhallarbikarinn fyrir
besta árangur í Bikarkeppninni í
fyrra. Þá hlaut hún flest stig allra
keppenda í einstökum greinum eða
851 stig fyrir 100 m skriðsund.
■ HALLDÓR Kristiansen sund-
maður úr UMSK var elsti keppand-
inn í Bikarkeppni SSÍ um helgina.
Halldór er 39 ára og gaf þeim yngri
ekkert eftir og sótti ófá stig fyrir
UMSK í harðri keppni við Ármenn-
inga um sigurinn í 2. deild.
STUÐNINGUR
Islenska landsliðið í handknatt-
leik á fyrir höndum tvo leiki
gegn Pólverjum í Evrópukeppn-
inni. Þetta eru ekki venjulegir
leikir sem slíkir heldur þvert á
móti með þeim þýðing-
armestu þegar ís-
lenska landsliðið hefur
átt hlut að máli. Málið
er ósköp einfalt. ísland
verður að sigra
Kapiakrika annað
kvöld og ná a.m.k. einu stigi í
seinni leiknum í Póllandi um
helgina til að komast í úrslita-
keppnina sem getur gefið sæti
á Olympíuleikunum í Atlanta
næsta sumar og í Heimsmeist-
arakeppninni 1997.
Landsliðið hefur verið með á
Ólympíuleikum síðan 1984 og í
úrslitakeppni Heimsmeistara-
mótsins síðan 1986. Bestu
landslið miða allt starf við þessi
tvö stórmót enda skiptir þau
miklu máli að vera þar sem at-
hyglin er mest, ekki síst með
framgang og vöxt íþróttarinnar
í huga. Lið sem ekki er i úrslita-
keppni umræddra móta stendur
höllum fæti og rekstur viðkom-
andi sambands verður erfiðari
fyrir vikið.
Frammistaða íslenska lands-
liðsins síðan á Ólympíuleikunum
í Los Angeles 1984 hefur vakið
þjóðarathygli. Liðið varð í sjötta
sæti í LA og endurtók leikinn í
Heimsmeistarakeppninni í Sviss
tveimur árum síðar. Liðið féll
úr hópi þeirra bestu eftir Ólymp-
íuleikana í Seoul í Suður-Kóreu
haustið 1988 en sneri vöm i
sókn og sigraði í B-keppninni í
Frakklandi snemma árs 1989.
Liðið stóð ekki undir væntingum
á HM í Tékkoslóvakíu 1990 en
keppti um verðlaunasæti á
Ólympíuleikunum S Barcelona
1992 og varð í fjórða sæti.
Dæmið gekk ekki upp á HM í
Svíþjóð 1993 og þvi síður á HM
á íslandi í vor sem ieið en fyrir
vikið er liðið á ákveðnum kross-
götum.
Ekki fer á milli mála að
lanásliðsstrákarnir mæta ávallt
til leiks með því hugarfari að
gera sitt besta. Stundum nægir
það, stundum ekki. Það hefur
nægt á heimavelii í keppninni
til þessa hvað stigin varðar en
ekki í sambandi við samanlagða
markatölu. því skiptir síðasta
hindrunin öllu máli.
Áhugamenn um íslenskan
handknattleik hafa oft stutt vel
við bakið á landsliðinu. Reyndar
það vel að umtalað er í alþjóða
handboltaheiminum. Lið hafa
óttast að leika á íslandi, fýrst
og fremst vegna stuðnings
áhorfenda við ísienska liðið
hverju sinni. Sá stuðningur hef-
ur verið metinn til nokkurra
marka en það verður að segjast
eins og er að liðið fékk ekki
stuðning á heimaleikjunum
gegn Rúmenum og Rússum í
réttu hiutfaili við kröfumar sem
gerðar eru til liðsins.
íslendingar hafa ekki beint
verið að sópa að sér verðlaunum
á alþjóða íþróttamótum. I fiest-
um tilfellum á við hið gamla og
góða að vera með en stundum
er möguleiki á að gera aðeins
betur. Það á við um handboita-
landsliðið að þessu sinni og það
treystir á góðan stuðning í
Kaplakrika annað kvöld. Áhorf-
endur geta gert gæfumuninn.
Steinþór
Guðbjartsson
Landslidið í hand-
knattleik treystir á
studning í Kaplakrika
Stefnir Keflvíkingurínn EYPÍS KOMRÁÐSPÓTTIR á næstu Ólympíuleika?
Sunddrottning
og sellóleikari
EYDÍS Konráðsdóttir frá Keflavík hefur undanfarin ár verið
ein skærasta stjarna sundsins hérá landi. í Bikarkeppni
Sundssambandsins um nýliðna helgi setti húntvö íslandsmet
og sigraði í öllum einstaklingssundum sem hún tók þátt í.
Eydfs er sautján ára og býr íforeldrahúsum og stundar nám
á þriðju önn náttúrufræðibrautar Fjölbrautarskóla Suður-
nesja. Foreldarar hennar eru Konráð Lúðvíksson kvensjúkdó-
malæknir og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir líffræðingur.
Magnús bróðir Eydísar er þekktur sundmaður og er í landslið-
inu og systir þeirra Hanna Björg sem er þrettán ára er á
góðri leið með að feta ífótspor systkina sinna og um helgina
ávann hún sér rétt til að keppa á unglingamóti í Lúxemborg.
Eydís segir að hún hafi byrjað
að æfa sund sjö ára gömul
og hafi stundað það sleitulaust síð-
an. Hún hafi aðeins
Eftir æft fimleika um
ivar tíma um það leyti
Benediktsson og hún byrjað í
sundinu en fljót-
lega gefið þá upp á bátinn. Hún
setti sitt fyrsta aldursflokkamet
níu ára gömul í 200 m baksundi
og fimmtán ára setti hún sitt fyrsta
met í flokki fullorðina í 100 m
baksundi. Þess má geta að Eydís
er enn í stúlknaflokki og færist
ekki upp í fullorðinsflokk fyrr en
á næsta ári. Eydís og Magnús
bróðir hennar eru bæði í landsliði
íslands og í Ólympíuhóp SSÍ.
Var það stefna þín fyrir mótið
að setja íslandsmet?
„Ég veit ekki, hafði ekkert leitt
hugann að þvi. Ég vissi hvar ég
stóð og auðvitað er það stefna
hvers sundmanns að bæta sig.“
En nú léttir þú ekkert æfingar
þínar fyrir mótið eins flestir sund-
menn gerðu, hvers vegna?
„Það er rétt, ég hvíldi ekki fyrir
Bikarkeppnina og ástæðan er sú
að æfingaátælun mín er stíluð inn
á Ólympíuleikana á næsta ári og
að vera þá á toppnum.“
Þú stefnir á Ólympíuleikana í
Atlanta en hefur ekki náð Óiymp-
íulágmarkinu, hverja telur þú vera
möguleika þína á ná því?
„Þá tel ég vera nokkuð góða en
tii þess að ná lágmarki þarf ég að
fara erlendis til að keppa. Það er
reglur að lágmarki skal ná í fimm-
tíu metra laug og hún er ekki tii
hér á landi. Ég fer á mót í Þýska-
iandi í byijun febrúar og þar stefni
ég að því að ná lágmarkinu í eitt
hundrað metra flugsundi. Ef ekki
stefni ég á mót í Cannes og Món-
akó í maí.“
Fer ekki mikill tími í sundið?
Ég æfi sund tíu sinnum í viku,
tvo til fimm tíma í senn. Auk þess
er ég á lyftingaæfingum þrisvar í
viku og hver æfing tekur rúmlega
klukkutíma.“
Hvernig gengur að samræma
skólann og sundið, verða ekki
árekstrar?
„Ekki ennþá, mér hefur tekist
að sinna hvorutveggja með því að
skipuleggja mig vel.“
Hvaða kostir þurfa að prýða
góðan sundmann?
„Hann þarf að vera ósérhlífinn
og vera tilbúin að leggja mikið á
sig og hafa sjálfsaga. Þá þarf hann
að vera reglusamur, einnig með
það sem hann borðar. Til að geta
stundað erfiðar æfingar og upp-
skera árangur þarf að borða hollan
mat og hafa reglulegan svefn. Þá
má heldur ekki taka íþróttina of
alvarlega og hafa ekkert annað
fyrir stafni.“
Hvað gerir þú annað en að æfa
og stunda skóla?
„Ég leik á selló og hef stundað
nám á selló síðan ég var fimm ára
og geri enn, hef reyndar fijálsa
mætingu í vetur en sinni því með.“
Að lokum, yrði það mikið áfall
fyrir þig ef þú kæmist ekki á
Olympíuleikana á næsta sumri?
Morgunblaðið/ívar „Nei, það yrði ekki mikið áfall.
EYDÍS Konráösdóttir slakar hér á aö lokinnl keppni um helg- Ef það tekst ekki set ég markið á
ina. Keflavíkursveitinni gekk ágætlega og náði þriðja sæti leikana í Sidney árið 2000.“
sem er einu sæti ofar en í fyrra.