Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIE> ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 C 3 KORFUKNATTLEIKUR Endurtek- iðefni Haukar unnu Njarðvíkinga aftur með einu stigi, nú 85:84 Hörður Magnússon skrifar Haukar sýndu það og sönnuðu að þeir eru besta lið á ís- landi í dag. Að leggja íslandsmeist- ara Njarðvíkinga tvisvar með stuttu millibili er eitthvað sem aðeins þeir bestu geta. Það var ekkert sem benti til þess í fyrri hálfleik að Haukarnir færu með sigur. Liðið virkaði áhuga- laustog þreytt og það var aðeins ívar Ásgrímsson sem náði að stríða meisturunum, en fór útaf með fimm villur í upphafi síðari hálf- leiks. Gestirnir sigu þá framúr og náðu 8 stiga forystu 51:59. A Haukana rann nú mikið æði og settu þeir 19 stig í röð.á undrandi gestina. Á þessum tíma gerðu meistararnir þvílík byrjendamistök að annað eins hefur vart sést til þeirra. Ráðleysið algert og ekkert gert af þjálfaranum til að breyta þróun mála. „Við vorum seinir í gang, virkuðum þungir. Með frábærri vörn í síðari hálfleik náðum við að snúa leiknum okkur í hag og vinna tiltölulega öruggan sigur í lokin, þrátt fyrir aðeins eitt stig í rest- ina," sagði frábær leikmaður Hauka í leiknum, Sigfús Gizurar- son, sem hreinlega „grillaði" Teit Örlygsson í leiknum. Asamt Sigfúsi var Pétur Ing- varsson magnaður, ótrúlegur bar- áttujaxl sem dreif félaga sína áfram og Jason Williford var drjúg- ur á lokakaflanum. Annars virðist mottóið hjá Haukunum vera allir fyrir einn, einn fyrir alla. Meistararnir vilja eflaust gleyma þessum sorgardögum í Hafnar- firði. Rondey Robinson var sá eini sem sýndi sitt rétta andlit og þá var Gunnar Örlygsson drjúgur. Sætur sigur ÍA í nágrannasiag Þetta var góður sigur og eðlilegt framhald af því sem við höf- um verið að gera. Eg þakka sigur- inn frábærri liðsheild og baráttu í vörninni," sagði Hreinn Þorkelsson, þjálfari Skaga- manna, eftir sætan sigur á erkifjendun- um í Skallagrími. Sigurinn réðst í blálokin og lokatölur, 83:81. í báðum liðum voru forföll. Borgnesingar voru án Sigmars Egilssonar, Sveinbjörns Sigurðs- sonar og Grétars Guðlaugssonar en heimamenn án Elvars Þórólfs- sonar og Haraldar Leifssonar. Bæði lið keyrðu því á sömu leik- mönnum sem kom niður á gæðum leiksins. Gestirnir voru ívið sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum Gunnlaugur Jónsson skrífar frá Akranesi í upphafi þess síðari. En náðu þó ekki að hrista heimamenn af sér og í þeim síðari læstu heimamenn hreinlega vörninni og náðu komast yfir. Tómas Holton setti niður þriggja stiga körfu, 80:81, er 23 sek., voru eftir. Heimamaðurinn Jón Þ. Þórðarson hitti síðan úr þriggja stiga skoti og kom ÍA í 83:81. Borgnesingar misstu bolt- ann þegar 8 sekúndur voru eftir en Bragi Magnússon náði boltan- um á ný af Skagamönnum en þriggja stiga skot hans rataði ekki rétta leið. Þetta var mjög sterkur og „mór- alskur" sigur hjá Skagamönnum og nær ótrúlegt að þeir hafí sigrað með byrjunarlið sitt inná nær allan leikinn. Gestirnir hafa oft spilað betur, en bestur var Alexander Ermolinskij, sem átti stórleik. Hann skoraði 32 stig og hélt Mil- ton Bell undir 20 stigum. Guðjón K. Þórisson, sem hefur lítið fengið að spreyta sig, átti sterka innkomu og skoraði 5 þriggja stiga körfur. Öruggur Grindavíkursigur Grindvíkingar sigruðu Þór nokkuð örugglega, 104:77, en gestirnir voru þó erfiðir í fyrri ¦¦¦¦¦¦¦ hálfleiknum og það Frímann Var ekki fyrr en í þeim síðari að heimamenn náðu að hrista gestina af sér. Þórsarar léku oft á tíðum ágætlega í fyrri hálfleik og gekk vel að stöðva skyttur Grindvíkinga en réðu illa við Herman Myers undir körfunni. Herman Myers var gríðarlega sterkur en annars áttu þeir Helgi, Hjörtur, Marel og Guðmundur ágætis leik. Þórsarar söknuðu þjálfara síns, Jóns Guðmundsson- ar, sem varð eftir fyrir norðan með 40 stiga hita. Fred Williams spilaði af krafti allan leikinn og Kristján Guðlaugsson átti góða spretti í fyrri hálfleik. „Við vissum að þeir yrðu erfiðir án Kidda [Kristins Friðrikssonar] og með þjálfarann veikan fyrir norðan. Þeir seldu sig dýrt í fyrri hálfleik en eftir að leikgleðin náði yfirhöndinni hjá okkur gekk þetta upp. Okkar bíður erfið útileikja- hrina því við höfum verið að leika marga heimaleiki," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. „Við náðum ekki að stoppa skytturnar hjá þeim í seinni hálf- leik. Um leið og þær komust inn í leikinn réðum við ekki við liðið og því fór sem fór," sagði Ágúst Guðmundsson sem stjórnaði Þórs- urum. Ólafsson skrífar frá Grindavík Bikarmeistararnir leika gegn Haukum BIKARMEISTARAR Grindvíkinga drógust gegn Haukum í 8-liða úrslitum í bikarkeppni Körf uknati leikssam bandsins og fer leikurinn fram á heimavelli Hauka, f íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Dregið var í leikhléi í viðureign Hauka og Njarðvikinga á sunnudag. Aðrir leikir í keppninni eru; Breiðablik - í A, Þór Akureyri - Selfoss og KR - Valur. Morgunblaðið/Ásdís RONALD Bayless fann ekkl þriggja stiga fjöllna sína gegn KR á sunnudaginn enda var hans vandlega gætt. Hér reynlr hann að komast framhjá KR-ingnum Jonathan Bow, sem sjálf- ur áttl góðan leik, og Ingvar Ormarsson fylgist grannt meö. skrífar frá Keflavik , Léttursigur hjá Kef Ivikingum Leikur okkar var sveiflukenndur en það sem skipti máli var að sigra og ég vona að við séum nú aftur komnir á rétta braut eftir ¦¦¦¦¦¦I slakt gengi undanf- Björn arið," sagði Jón Kr. Blöndal Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, eftir léttan sigur á Tindastóli 87:76 í Keflavík. Keflvíkingar hófu leikinn með krafti og náðu fljótlega afgerandi forystu. Mestur var munurinn 15 stig í fyrri hálfleik, en það sýndi sig að þrátt fyrir þennan mun voru norðanmenn aðeins sýnd veiði - en ekki gefin. Þeir settu 10 síðustu stigin í hálfleiknum og með góðri baráttu í upphafí þess síðari kom- ust þeir yfir 52:51. En þá sögðu Keflvíkingar hingað og ekki lengra — tóku völdin og þrátt fyrir góða baráttu norðanmanha náðu þeir aldrei að ógna sigri heimamanna. „Við höfum verið að leika afar illa að undanförnu og þrátt fyrir tapið er þetta okkar besti leikur í langan tíma. Við ætlum okkur að leggja Hauka í næsta leik," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tinda- stóls. Bestu menn Keflvíkinga voru Guðjón Skúlason, Burns, Sigurður Ingimundarson og Albert. Hjá Tindastóli voru Torrey John, Hin- rik og Pétur Guðmundsson bestir. Slök nýting kom Val í koll Herfileg nýting Valsmanna á þriggja stiga skotum kom þeim í koll er þeir töpuðu 90:98 fyrir KR. Aðeins eitt af 15 þriggja stiga skotum þeirra rataði-í körfuna fyr- ir hlé. Gestirnir náðu strax undirtökun- um en undir lok fyrri hálfleiks tók Ronald Bayless til sinna ráða, skor- aði grimmt og átti góðar stoðsend- ingar svo að saxaðist á forskotið. Eftir hlé voru Valsmenn lengi vel heillum horfnir í vörninni en óx þó kjarkur undir lokin til að gera betri atlögur að KR-körfunni með þeim árangri að aðeins 5 stig skildu liðin að, en KR átti síðasta orðið. Bayless spilaði stóra riillu hjá Val, gaf 9 af 18 stoðsendingum liðsins og náði boltanum 7 sinnum. Hins vegar nýtti hann aðeins þrjú af 12 þriggja stiga skotum sínum. Ragnar Þór var drjúgur og bar- áttujaxlinn Bjarki Guðmundsson tók 12 fráköst. KR-ingar hafa oft leikið betur en sluppu með skrekkinn. Það var aðallega að Bow gerði rósir. Það munaði líka miklu að Óskar Krist- jánsson gætti Bayless vandlega lengst af. „Þetta var mikilvægur sigur," sagði Bow. „Við vorum ekki tilbúnir fyrir þennan leik en við verðum að taka mark á liði eins og Val. Við spilum við þá í bikarnum næst og ætluðum að sýna þeim að við getum auðveld- lega unnið þá," sagði Bow eftir leikinn. Agúst Ásgeirsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar Minna um mistök hjá ÍR-ingum argir hristu hausjnn í hálf- leik á viðureign ÍR-inga og Blika í Seljaskólahúsinu, ekki síst gamalreyndir leikmenn ÍR. Ástæð- an var sú að leikur- inn hafði einkennst af mörgum mistök- um á báða bóga. Eina afsökun IR- inga var að Blikar klúðruðu meira. Leikurinn lagaðist í seinni hálf- leik hjá báðum, samspil betra og meiri rækt lögð í að spila menn í eða leita uppi færi. Brá þá oft fyr- ir skemmtilegum tilþrifum, sér- staklega hjá IR sem yfirspilaði lið gestanna lengst af og komst um 20 stigum fram úr um miðjan hálf- leik. Eftir það var lítil spenna í leikn- um og munaði 18 stigum, 83:65, þegar hálf önnur mínúta var eftir. Tókst Blikum að laga stöðuna með átta síðustu stigum leiksins. Einna bestur á vellinum var Ei- ríkur Önundarson, ÍR. Miklu mun- aði um góðan leik Herberts hjá ÍR í seinni hálfleik. John Rhodes var kóngur í ríki sínu í vörninni og tók yfir 30 fráköst í vörn og sókn en hittnin var slök. Hann var úr leik er átta mínútur voru eftir vegna villuvandræða. Márus gerði oft góða hluti. Blikar ógnuðu ÍR eiginlega aldr- ei. Breiddin var mun minni hjá þeim. Einna best skiluðu 16 ára strákur, Daði Sigurþórsson, og Einar Hannesson hlutverki sínu. Michael Thoele og Birgir Mikaels máttu sín ekki mikils í sókninni meðan Rhodes naut við. FOLK ¦ ÍVAR Webster lék ekki með Val gegn KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn og munar um minna. Hann er meiddur á fæti, fékk blóð á milli liða, og verður að öllum líkindum frá um tíma. Meðalaldur liðsins er því sá lægsti í deildinni. ¦ BRYNJAR KARL S/gurJsson er enn ekki löglegur með Val og mun missa af 5 leikjum. Fyrsti leik- ur hans verður gegn fyrri félögum af Akranesi. ¦ ÓLAFUR JÓN Ormsson, þriggja stiga skytta úr KR, á við bakmeiðsli að stríða og verður frá fram yfir áramót. ¦ SEINKA þurfti leik Hauka og Njarðvíkur í úrvalsdeildinni á sunnudaginn um átta mínútur þar sem beðið eftir dagskrárliður á Stöð 2 kláraðist því leikurinn var sýndur í beinni útsendingu þar á bæ. ¦ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, markvörður Vals, og Jón Krist- jánsson voru með flensu á föstudag en léku þó með Valsliðinu gegn KA í toppslag 1. deildar karla í handbolta á laugardag. Guðmund- ur átti stórleik í markinu, varði 19 skot og þar af tvö vítaköst. ¦ KA-MENN fengu tíu vítaköst í leiknum gegn Val. Þeir skoruðu úr átta en Guðmundur varði tvö. Valsmenn fengu hins vegar ekki eitt einasta víti. ¦ KA-MENN gerðu fímm mörk úr síðustu 17 sóknum sínum, öll úr vítaköstum. Sóknarnýting Vals í leiknum var 50%, en KA 43%. ¦ ÞAÐ má segja að sunnudagur- inn hafí verið hálfgerður Hauka- dagur því meistaraflokkar félags- ins léku þrjá leiki í íþróttahúsinu við Strangötu. Fyrst vann körfu- knattleiksliðið Njarðvík öðru sinni á fjórum dögum. Um kvöldið unnu Haukar síðan FH tvívegis í hand- bolta, fyrst í 1. deild kvenna og síðan í 1. deild karla. ¦ ARON Kristjánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið högg á milli augnanna og sprakk fyrir þannig að hann þurfti að fara á slysavarðs- stofuna eftir leik til að láta sauma skurðinn. ¦ GUÐJÓN Ánmson lék sinn 500. leik gegn Haukum á sunnu- daginn og var þokkalega ánægður með mörkin sín átta og blómvönd- inn sem hann fékk fyrir leik. „Það versta er að þegar ég hef verið að skora mikið í vetur höfum við tap- að," sagði Guðjón. ¦ GUNNAR Beinteinsson fékk einnig blóm en hann var að leika sinn 400. leik fyrir FH. ¦ HAUKAR nýttu sínar sóknir heldur betur en gestirnir, gerðu 26 mörk í 57 sóknum og var nýtingin því 45,6% en hjá FH var nýtingin 38,5%. 22 mörk í 57 sóknum. ¦ LANDSLIÐSMENNIRNIR og fyrrum Valsmenn, Geir Sveinsson og Július Jónasson fylgdust með tveimur leikjum á sunnudaginn. Byrjuðu í Víkinni þar sem þeir sáu Selfyssinga hafa 13:14 yfir. Þeir fylgdust síðan með síðari hálfleik í leik Hauka og FH. ¦ ÞEIR urðu vonsviknir þegar þeim var tjáð að Selfoss hefði tap- að vegna þess að þeir töldu sig vera að veita fyrram félaga sínum og þjálfara Selfyssinga, Valdimar Grímssyni sálrænan stuðning með því að sjá fyrri hálfleikinn og kenndu sér um tapið. Þeim félögum létti er þeir heyrðu að félagi þeirra hefði leitt lið sitt til sigurs. ¦ NÍNA K. Björnsdóttir úr Stjörnunni var valin best úr sínu liði á laugardaginn, af handknatt- leiksráði Stjörnunnaf, og fékk veg- legan snyrtivörukassa að launum. ¦ BERGLIND Ómarsdóttir var valin best úr liði Fram og fékk samskonar viðurkenningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.