Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 C 5 HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Þorkell iður Stjörnunnar, átti góðan leik gegn Fram á laugardaginn. Hér er hún ijá Sigurbjörgu Kristjánsdóttur og Þuríði Hjartardóttur. ið/Bjarni ér er isyni. Stórsigur Stjörnunnar „VANDAMÁLIÐ er að ef ein er tekin úr umferð geta hinar ekki leyst málin. Ætli ég verði ekki að fá enn fleiri ungar stelpur í Hðið til að leysa Stefán þetta," sagði Guð- Stefánsson ríður Guðjónsdótt- skrifar ir þjálfari, leik- maður og burðarás 1. deildarliðs Fram, eftir 22:14 tap gegn Stjörnunni á laugardag- inn en hún var tekin úr umferð allan leikinn. Tíu mínútna kafli, þegar Garðbæingar gerðu 6 mörk í röð, gerði útslagið. Leikmenn fóru varlega af stað enda þekkja þeir vel hver til ann- ars. Fram lék flata vörn sem las sóknartilburði Stjörnustúlkna vel út og hinum megin tóku Garðbæ- ingar Guðríði úr umferð. Eftir 10 mínútur var staðan 3:3 en þá var Guðnýju Gunnsteinsdóttur, fyrirliða og varnarjaxl úr Stjörn- unni, vikið útaf í tvær mínútur en í stað þess að gestirnir kæm- ust yfir skoruðu Garðbæingar 3 mörk í röð. Önnur þrjú fylgdu í kjölfarið og staðan í leikhléi var 12:5. Gestirnir úr Safamýri bættu vörnina eftir hlé og náðu með góðri baráttu að minnka muninn í þrjú mörk um miðjan hálflcik- inn. Þijú herfileg mistök þeirra og jafnmörg mörk Stjörnunnar slökktu vonarneistann. Eftirleik- urinn var auðveldur og í lokin fór leikurinn að leysast upp. „Við byijuðum að skora fyrir utan, sem setti þær útaf laginu,“ sagði Guðný fyrirliði. „Annars var þetta erfiður leikur þrátt fyr- ir þessar lokatölur því Fram er erfiðasti andstæðingurinn í deild- inni, með bestu vörnina og Kol- brúnu markvörð fyrir aftan,“ bætti hún við. Með sigrinum skaust Stjarnan í efsta sæti deild- arinnar og kemur það lítið á óvart. Liðið er n\jög heilsteypt í vörn og sókn en lykilatriðið er að á meðan önnur lið eiga dapra kafla í leik halda Stjörnustúlkur sínu striki og vinna oft á því. í þessum leik voru Guðný og Mar- grét Theódórsdóttir góðar í vörn- inni en liðið átti oft í basli í sókn- inni þar til Nína K. Björnsdóttir tók af skarið. Vörn Fram hélt yfirleitt vel en sóknin var mjög brothætt. Sem fyrr segir var Guðríður tekin úr umferð svo að liðið var sem höf- uðlaus her. Hún var þó marka- hæst með 5 mörk; þar af 3 úr vítum. Berglind Omarsdóttir var drjúg á línunni og nýliðarnir Þuríður Hjartardóttir og Hekla Daðadóttir gerðu nokkrar heið- arlegar tilraunir með ágætum árangri. IMewcastle með 100% árangur heima Newcastle er með 100% árang- ur á heimavelli á tímabilinu en liðið vann Leeds 2:1 um helgina og var það áttundi heimasigurinn i röð. Newcastle tapaði síðast heima gegn Leeds og útlit var fyr- ir að gestirnir ætluðu að endurtaka leikinn frá síðasta tímabili en Ro- bert Lee og Peter Beardsley komu í veg fyrir það, skoruðu með 90 sekúndna millibili 20 mínútum fyr- ir leikslok. Svíinn Tomas Brolin kom inná hjá Newcastle þegar átta mínútur voru til leiksloka. Kevin Keegan, yfirþjálfari New- castle, var ánægður með sína menn og hrósaði miðjumanninum Robert Lee sérstaklega. „Þegar síðasti landsliðshópur Englands var til- kynntur kom fram í fjölmiðlum að Rob Lee væri ekki nógu góður en ég held að hann sé besti leikmaður- inn í öllu landinu um þessar mund- ir. Enginn varnarmaður leikur bet- ur, ekki heldur miðjumaður og ég hef ekki séð miðheija sem hefur eins mikil áhrif í leik eftir leik. Ef menn vilja fá að vita hvað hann leikur vel er best að spyija mót- heija hans á tímabilinu.“ Keegan sagði að árangurinn í nóvember sýndi styrk liðsins og öryggi þess. „Við höfum leikið §óra erfiða leiki í nóvember, gegn Liverpool, Blackburn, Villa og Le- eds en við höfum sýnt mikinn styrk $em er aðal okkar í mánuðinum.“ Neil Cox skoraði eftir aðeins tvær mínútur og gaf tóninn í 2:1 sigri Middlesbrough gegn Liverpo- ol en þetta var fyrsti sigurinn síðan Brasilíumaðurinn Juninho bættist í hópinn. Neil Ruddock jafnaði með skalla um miðjan seinni hálfleik en Nicky Barmby svaraði að bragði. Coventry missti tvo menn út af með rautt spjald en tókst að gera 3:3 jafntefli við Wimbledon. Gest- irnir komust í 3:1 en miðheijinn Dion Dublin minnkaði muninn á 67. mínútu og David Rennie jafn- aði sjö mínútum fyrir leikslok. Georgíumaðurinn Georgi Kink- ladze tryggði Manchester City 1:0 sigur gegn Aston villa en hann skoraði fimm mínútum fyrir leiks- lok. Um miðjan fyrri hálfleik var brotið á honum og dæmd víta- spyrna en fyrirliðinn Keith Curle missti marks. West Ham vann QPR 1:0 qg gerði Tony Cottee markið sex mín- útum áður en flautað var til leiks- loka. Sheffield Wednesday komst í 2:0 með mörkum frá Mark Bright en Everton tókst að jafna. Andrei Kanchelskis gerði fyrra markið og Daniel Amokachi sem kom inná sem varamaður það seinna. Guðni Bergsson og samheijar í Bolton máttu sætta sig við enn eitt tapið á útivelli, að þessu sinni 1:0 í Southampton. Blackburn náði markalausu jafntefli við Arsenal og er þetta annað stigið sem lið fær á útivelli. Loks bik- artil Aberdeen ABERDEEN varð skoskur deildarbikarmeistari á sunnudaginn eftir 2:0 sigur á Dundee. Þetta er fyrsti bik- ar Aberdeen eftir fimm mög- ur ár í skosku knattspyrn- unni en síðast fögnuðu leik- menn liðsins sigri á móti 1990, er þeir sigruðu í bikar- keppninni. Billy Dodds, sem lék í sex ár með Dundee, og Duncan Shearer gerðu mörkin á Hampden Park og tryggðu sæti liðsins í Evró- upukeppni félagsiiða (UEFA- keppninni) að ári. Sigur Aberdeen var sanngjarn í 50. úrslitaleiknum um skoska deildarbikarinn. „Við lékum vel og höfðu undirtökin í leiknum alla tímaim. Félag eins og Aberdeen þarf á bik- urum að halda og þessi sigur * er vissulega skref í rétta átt,“ sagði Roy Aitken, fram- kvæmdastjóri Aberdeen. Hann hefur náð að rétta fé- lagið úr kútnum því í vor munaði minnstu að það félli niður um deild í fyrsta skipti í 92 ára sögu félagsins. Milan á kunnug legum slóðum AC Milan komst á toppinn í ít- ölsku 1. deildinni með auð- veldum 3:0 sigri á Piacenza á sunnudaginn. Mörkin gerðu Júgó- slavinn Dejan Savicevic, Christian Panucci og Paolo Maldini og voru þau öll gerð með kollspyrnum. Rob- erto Baggio lagði upp tvö fyrstu mörkin og Savicevic það þriðja. Kólumbíski framheijinn snjalli Faustino Asprilla, sem var með Parma í fyrsta skipti í vetur í deild- inni, gerði jöfnunarmark liðsins á lokamínútu fyrri hálfleiks í 1:1 jafntefli gegn Juventus. Ciro Ferr- ara hafði komið Juventus yfir á níundu mínútu með skallamarki eftir aukaspyrnu Alessandro del Piero. Juventus lék án Fabrizio Ravanelli sem er meiddur. Inter, sem vann fyrsta sigur sinn í síðustu viku undir stjórn hins nýja þjálfara Roy Hodgson, gerði jafntefli við Fiorentina 1:1. Maurizio Ganz náði forystunni fyr- ir Inter á 17. mínútu en Argentínu- maðurinn Gabriel Batistuta jafnaði í síðari hálfleik. Lazíó, sem er í þriðja sæti, tap- aði óvænt fyrir Vicenza 1:0 með marki Giampifero Maini, sem bætti upp misheppnaða vítaspyrnu í síð- asta leik liðsins gegn Napólí. Napólí átti hins vegar möguleika á að færast upp í þriðja sæti með sigri á Cagliari, en Aldo Firicano sá um að svo varð ekki er hann skoraði mark í sitt hvorum hálf- leiknum fyrir Cagliari. Roma sigraði Bari 2:1 á Olympíuleikvanginum í Róm eftir markalausan fyrri hálfleik. Þetta var sjötta tap Bari í röð á útivelli og er liðið nú í neðri hluta deildar- innar með aðeins átta sig. Igor Protti, markahæsti leikmaður deildarinnar, gat ekki leikið með Bari vegna meiðsla og má liðið illa við því. Atalanta, sem sigraði Sampdoria um fyrri helgi, var heppið að sigra í Tórínó því eina mark leiksins var sjálfsmark Robertos Baccis. Sampdoria náði að meija sigur 1:0 gegn Udinese og setti Króatinn Sinisa Mihajlovic sigurmarkið á síð- ustu mínútu leiksins og var þetta fyrsta markið han$ á tímabilinu og aðeins það fimmta síðan hann kom til Ítalíu 1992. Atletico aftur á toppinn Atletico Madrid endurheimti fyrsta sætið í spænsku deild- inni með 3:0 sigri gegn Oviedo. Miðjumaðurinn Juan Vizcaino skor- aði um miðjan fyrri hálfleik, Diego Simeone bætti öðru marki við rétt eftir hlé og varnarmaðurinn Juan Lopez innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok. Barcelona náði aðeins 1:1 jafn- tefli gegn Real Sociedad og færðist niður í annað sætið. Eftir leikinn var Salvador Iriarte, þjálfari Real Soci- edad, látinn hætta sem aðalþjálfari en hann verður samt áfram hjá fé- laginu. Espanyol gerði 1:1 jafntefli við Real Zaragoza. Espanyol hefur leik- ið mun betur á útivelli en heima og tókst ekki að nýta sér mörg mark- tækifæri. Predrag Mijatovic frá Svartfjalla- landi gerði tvö mörk í 3:1 sigri Va- lencia gegn Albacete og Brasilíu- maðurinn Bebeto lék sama leik í 3:1 sigri Deportivo gegn Valladolid, en John Toshack, þjálfari Deportivo, sagði að lið sitt yrði að gera betur. Betis sótti stíft en varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Rac- ing Santander, sjöunda jafntefli Bet-' is í 14 leikjum. Króatinn Davcfr Suker tryggði Sevilla 1:0 sigur gegn botnliði Rayo Vallecano. Meistarar Real Madrid gerðu markalaust jafntefli við Sporting Gijon. Real átti að fá nokkrar víta- spyrnur en fékk aðeins eina og Ivan Zamorano frá Chile missti marks. Sporting fékk líka nokkur góð færi en Paco Buyo var öruggur í markinu. Enn sigrar Dortmund Dortmund vann Uerdingen 2:0 og hefur leikið 12 leiki í röð án taps í þýsku deildinni. Júrgen Kohler gerði fyrra markið eftir auka- spyrnu frá Andy Möller um miðjan seinni hálfleik og fyrirliðinn Michael Zorc innsiglaði sigurinn úr víta- spyrnu fimm mínútum síðar. Uerd- ingen var meira með boltann og var óheppið að ná ekki að skora en Dortmund var án þriggja fasta- manna. Varnarmaðurinn Julio Cesar var meiddur og Matthias Sammer og Steffen Freund tóku út leikbann. Karlsruhe vann Gladbach 4:0. Sean Dundee frá Suður-Afríku gerði tvö mörk i þessum fyrsta sigri Karlsruhe í síðustu sex leikjum en Gladbach hefur tapað þremur í röð. Hansa Rostock vann Werder Bremen 2:0 en Bremen hefur ekki sigrað í síðustu níu ieikjum. Mario Basler mætti ekki á æfingu á föstu- dag og var því ekki í liði Bremen. „Basler fer eftir eigin reglum en ef hann brýtur þær verður að virða ákvörðun þjálfarans,“ sagði sam- heijinn Michael Schulz. Bayern gerði markalaust jafntefli við botnlið Kölnar og geta heima- menn þakkað Bodo Illgner, mark- verði, stigið. Hann varði vel auk þess sem Júrgen Klinsmann og Christian Nerlinger skutu í mark- rammann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.