Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Valsmenn bestír! „VALSMENN eru með besta liðið í deildinni, það er engin spurning," sagði Alfreð Gísla- son, þjálfari KA, eftir að lið hans hafði tapað fyrsta leikn- um á tímabilinu, gegn Vals- mönnum, 25:22, að Hlíðar- enda á laugardaginn. „Það er enginn heimsendir þó við töp- uðum þessum leik, gerir mót- ið bara meira spennandi. Skytturnar okkar náðu sér ekki á strik og voru að hnoða boltanum allt of mikið inn á línuna og hentu þannig mörg- um sóknum út í buskann," sagði Alf reð. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 3:0 og 6:2 eftir 10 mínútna leik. KA- menn voru ekki á því að fara út af sporinu og náðu að saxa á forskotið og minnka muninn í eitt mark áður en flautað var til hálfleiks, 14:13. Það var fyrst og fremst góð markvarsla Guðmundar A. Jónssonar í marki KA sem kom Norðanmönnum aftur inn á rétta sporið. Hann varði 10 skot í fyrri hálfleik á meðan landsl- iðsmarkvörðurinn, Guðmundur Hrafnkelsson, varði sex. Leo Örn gerði fyrsta markið af línunni eftir hlé og jafnaði leikinn í fyrsta sinn, 14:14. Síðan var KA með frumkvæðið og þegar staðan var 18:19 og hálfleikurinn hálfnað- ur tóku Valsmenn leikhlé. Varnar- leikurinn var endurskipulagður og bar þann árangur að KA-menn gerðu ekki eitt einasta mark utan af velli — aðeins þrjú mörk og öll úr vítaköstum. Valsmenn fóru hins vegar á kostum í sókninni og var Ólafur Stefánsson þar fremstur í flokki. Valsmenn léku vörnina mjög vel lengst af. Komu vel út á móti skytt- unum Duranona og Patreki, sem gerðu aðeins samtals þrjú mörk utan af velli. KA átti í hinu mesta basli með að skapa færi og það sem fór í gegn í síðari hálfleik sá Guð- mundur Hrafnkelsson um að verja. Valsmenn verða að teljst líklegir til að verja meistaratitilinn enn eitt árið ef þeir halda áfram að leika eins og í þessum leik. KA var hins vegar að leika illa á köflum. „Við vorum ákveðnir í að vinna KA-menn hér að Hlíðarenda til að missa þá ekki of langt frá okkur. Ég er mjög ánægður með leik okk- ar," sagði Jón Kristjánsson, þjálf- ari og leikmaður Vals. „Við ákváð- um að leika varnarleikinn framar- lega og trufla þannig skytturnar þeirra og það gekk eftir," sagði þjálfarinn. Valdimar fórfyrir sínum mönn- um f fyrsta sigurleiknum Selfyssingar unnu langþráðan sigur er þeir mættu lánlausum Víkingum í Víkinni og unnu 28:25 í skemmtilegum leik. Valdimar Grímsson, þjálfari Selfyssinga, fór fyrir sínum mönnum og sýndi að hann er óðum að ná fyrri styrk, skoraði sjálfur 13 mörk, mörg eftir glæsilegt einstaklingsframtak, og hvatti lærisveina sína vel þannig að Selfyssingar náðu upp góðri stemmningu í varnarleiknum sem fyrst og fremst skóp sigur liðsins. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Selfyssingar höfðu þó undirtökin og leiddu í hálfleik 14:13. í síðari hálf- leik spiluðu Selfyssingar mjög grimma vörn, unnu vel saman, náðu að verja mörg skot Víkinga og ná hraðaupphlaupum og bættu jafnt og þétt við. En Víkingar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt mark, 22:21, en þá gerðu Sel- fyssingar þrjú mörk í röð og staðan orðin 25:21. Sá munur var Víkingum Ómar Jóhannsson skrifar einfaldlega of mikill og sanngjarn sigur Selfyssinga í höfn. Hjá Víkingum áttu Guðmundur Pálsson og Birgir Sigurðsson góðan leik. Eins og áður sagði lék Valdi- mar mjög vel hjá Selfyssingum og háði þjálfarahlutverkið honum ekki. Einar Guðmundsson og Einar Gunn- ar Sigurðsson léku einnig vel en sig- urinn var liðsheildarinnar, liðið barð- ist vel og átti sigurinn fyllilega skilið. „Loksins, loksins," voru fyrstu orð Valdimars, þjálfara, í leikslok. „Þetta var langþráður sigur og tvö mjög dýrmæt stig í hús. Ég hef verið að breyta áherslum í varnar- leiknum og það hefur tekið sinn tíma en það heppnaðist að þessu sinni. Við náðum þeim niður í 25 mörk og ætlum að gera enn betur á næst- unni. Strákarnir sýndu mikinn kar- akter og mikinn baráttuvilja, lögðu sig alla fram og uppskáru sam- kvæmt því. Ég er mjög ánægður með þá og vil þakka þeim fyrir góð- an leik." Jaf ntefli f mistakaleik ikill hraði, fjöldi mistaka og spenna einkenndu leik Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi og niðurstaðan þegar flautað var til leiks- loka var jafntefli 27:27. Verður það að teljast sanngjörn niðurstaða en eflaust naga leikmenn beggja liða sig í handarbökin yfir þeim færum sem þeim gáfust, eink- um á lokakaflanum, en var sóað oft á hroðvirknislegan hátt. Leikmenn Gróttu byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu úr sex af fyrstu sjö sóknum sínum á sama tíma og gestirnir gerðu aðeins eitt mark. Varnir beggja liða voru hrip- lekar og ef ekki hefði komið til góð markvarsla Sigtryggs Albertssonar í marki Gróttu hefði staðan verið jöfn. En Seltirningar spiluðu illa úr spilum sínum í framhaldinu og hleyptu Eyjapeyjum inn í leikinn. „Við flýttum okkur of mikið og þeir gripu tækifærið," sagði Gauti Grét- arsson, þjálfari Gróttu. Og hið unga Ivar Benediktsson skrifar Eyjalið komst inn í leikinn og hinn síungi Sigmar Þröstur Óskarsson hrökk í þvílíkt stuð að hann varði allt sem á markið kom á tíu mín. kafla. Eyjamenn breyttu stöðunni úr 12:9 í 12:16 en leikmenn Gróttu klóruðu í bakkann á síðustu andar- tökum leikhlutans og voru þremur mörkum undir í hálfleik 13:16. Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri mikill hraði og fjölmörg mistök. „Þetta var kannski ekki besti leikur tímabilsins, en það var fjör og spenna og skemmtun fyrir áhorf- endur," sagði Gauti Grétarsson, þjálfari Gróttu. Leikmenn beggja liða reyndu að hressa upp á varnar- leikinn, en gekk illa. Sóknarmenn gegnu í gegnum varnir án vandræða en voru í vandræðum með að hitta inn í markrammann. Eyjamenn leiddu framan af en með baráttu tókst Gróttu að jafna leikinn 21:21 á 43. mínútu og eftir það var jafnt á öllum tölum til enda. Auðvelt hjá Aftureldingu Afturelding átti í litlum vandræð- um með slaka ÍR-inga í Mos- fellsbæ á sunnudagskvöld og sigraði örugglega með 8 marka mun 29:21. „Ég er ánægður með sigurinn, yið þurftum stigin. Ann- ars gerðum við mikiðaf mistökum og spiluðum ekki vel. Ég hafði samt áhyggjur af þessum leik enda erum við nýkomnir úr Evrópuleikjum, og spennufall kannski dálítið," sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftur- eldingar. Leikmenn Aftureldingar komu ákveðnir til leiks og náðu strax 3 marka forskoti. Næstu 2 mörk gerðu ÍR-ingar og flest leit út fyrir jafnan leik. Afturelding jók muninn aftur og náði mest 5 marka forystu 10:5. ÍR-ingar, sem fram að þessu höfðu gert hver mistökin á fætur öðrum, sneru blaðinu við og skoruðu 4 mörk gegn 1 og staðan í hálfleik var 11:9. Bæði liðin gerðu mikið af mistökum í fyrri hálfleik og gekk illa að skora. Sindri Bergmann Eiðsson skrifar Sóknarleikur beggja var slakur, og einstaklingsframlag ráðandi. Seinni hálfleikur var að hálfu leyti eins illa spilaður, og var það hluti ÍR. Afturelding náði hins vegar að rífa sig upp og með Bjarka Sigurðs- son og Gunnar Andrésson í farar- broddi juku þeir muninn jafnt og þétt. Vandræðalegur sóknarleikur IR-inga og slök vörnin voru ekki hindrun fyrir Aftureldingu og að endingu var munurinn órðinn 8 mörk 29:21. í liði Aftureldingar var Bjarki Sig- urðsson góður og Róbert Sighvats- son spilaði vel í seinni hálfleik og Alexej Trúfan var sterkur í vörn- inni. í slöku liði ÍR stóð Einar Einars- son helst upp úr ogFrosti Guðlaugs- son var góður í seinni hálfleik. - Leiðindi í Garðabæ Stjarnan sigraði KR-inga 26:21 í Garðabæ á sunnudagskvöldið í óhemju leiðinlegum leik. KR-ingar léku einhvern leiðin- legasta handbolta sem undirritaður hefur séð. Langar sóknir þeirra virtust vara að eilífu og náðu þeir að svæfa Stjörnuna í fyrri hálfleik, því staðan var jöfn í hléi, 11:11. Stjörnumenn spiluðu framar í vörninni í síðari hálfleik og náðu með því að halda sjálfum sér vak- andi. Mörg marka þeirra komu eftir hraðaupphlaup og það í raun gerði útslagið, því Stjörnumenn komust nánast aldrei í sókn í leiknum. Dóm- arar leiksins létu leikinn aldrei ganga og því varð þessi seta fyrir örfáa áhorfendur hreinasta pína. Enginn skar sig úr í Stjörnunni nema ef vera skyldi Konráð Olavson sem gerði ágætis mörk en fór illa með tvo hraðaupphlaup undir lokin. Stjörnumenn mega eiga það að þeir voru ótrúlega þolinmóðir í vörn- inni því að þessar löngu sóknir KR- inga voru að gera hvern mann brjál- aðan. Það er ljóst af þessum leik að KR-ingar eiga ekki erindi í fyrstu deild. Hörður Magnússon skrifar NINA K. Björnsdóttir, leikmaðu sloppin f ramhjá Nágrannaslagur FH og Hauka í Hafnarfirði meira en handboltaleikur IMú höfðu Haukar betur Skúli Unnar Sveinsson skrifar FYRIR mánuði slógu FH-ingar lið Hauka út úr bikarkeppninni en á sunnudagur voru það Hauk- arnir sem höfðu betur, 26:22, í sannkölluðum nágrannaslag þar sem baráttan var ífyrir- rúmi, oft á kostnað handbolt- ans. Það var mikið fum og fát á okkur í byrjun og við áttum í erfið- leikum með að ná taktinum. En ég er ánægður með bar- áttuna hjá strák- unum," sagði Gunn- ar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn. „Maður er að komast að því að það er eitthvað talvert meira en handboltaleikur þegar þessi lið mætast, þetta er hálfgert stríð, og hafðu stríð innan gæsalappa," bætti Gunnar við, en hann lék ekki með, var slæmur í baki. Mikið var tekið á í þessu „stríði" og kom það nokkuð niður á hand- knattleiknum. Það komu nokkrir kaflar í leiknum þar sem bæði liðin virtust ætla að gera nokkur mörk í hverri sókn. í síðari hálfleik áttu Haukar til dæmis fimm sóknir í röð sem misfórust og FH-ingar sjö á sama tíma. Á þessum kafla var leik- urinn hreint rugl. Flatar varnir liðanna voru ágætar þegar þau náðu að stilla upp, en bæði !ið gerðu sig sek um gríðarlega mörg mistök, örugglega vegna þess að þetta var nágrannaslagur. FH- ingar breyttu vörninni í 5-1 undir lok leiksins en án sýnilegs árangurs. Þegar Haukar voru einum færri, tóku FH-ingar tvo úr umferð en það kom ekki að sök fyrir Hauka því þeir héldu að minnsta kosti alltaf í horfinu þegar þeir voru færri. Það var skarð fyrir skildf að tvo leikmenn vantaði í lið FH. Sigurjón Sigurðsson og Sigurður Sveinsson voru báðir veikir og munar um minna en að missa hægri vænginn eins og hann leggur sig. „Sóknar- leikurinn varð hægari fyrir vikið hjá okkur og þar sem við gerðum mikið af mistökum fengum við hraðaupp- hlaupin frá þeim í bakið," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH-inga. Haukar höfðu undirtökin nær all- an tímann og sig^ur þeirra í rauninni aldrei í hættu. Þorkell Magnússon var sterkur í vinstra horninu og ungur leikmaður, Einar Gunnarsson, vakti athygli fyrir mjög skynsaman leik. Hann er stór og stæðilegur og ógnaði vel auk þess sem hann var öruggur. Annars geta fiestir leik- menn liðanna betur. Þorkell gódur Morgunblaðið/B ÞORKELL Magnússon átti gððan leik í horninu hjá Haukum. Hér hann kominn í gegn, óáreittur, og skorar framhjá Magnúsi Árnasy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.