Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ftgmtWbiMfr 1995 ÞRIÐJUDAGUR28. NÓVEMBER BLAÐ C SUND/BIKARKEPPNIN SH meistari í fyrsta sinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson SUNDFÉLAG Hafnarfjaröar faghaði slgri í 1. deildarkeppni Sundsambandsins um helgina í fyrsta sinn, en félag- ið fagnar um þessar mundir fimmtíu ára afmœli sínu. Hér er hinn vaski hópur Sundfélagsins ásamt formanni sínum lengst tll vinstrl, Magnúsi Þorkelssyni, og blkarnum eftirsótta. ¦ Samstaðan / C8 JÚDÓ / OPNASKANDINAVISKA MEISTARAMOTIÐ Bjarni og Vernharð með gull BJARNI Friðriksson og Vernharð Þorleifsson unnu gullverðlaun á Opna skandinavíska meistaramót- inu í júdó sem fram fór í Vejen í Danmörku um helgina. Bjarni sigraði í opnum f lokki og Vernharð í -95 kg flokki. Bjarni vann allar fjórar viðureignir sín- ar í opnum flokki. Hann lagði Dana, Þjóðverja og Svía til að komast í úrslita- glímuna gegn Kreuz frá Þýskalandi. Bjarni vann Þjóðverjann á ippon í úrslitum á innan við tveimur mínútum. Halldór Hafsteinsson keppti einnig í opnum flokki og vann þar eina glímu. Vernharð vann allar þrjár viðureignir sínar í -95 kg flokknum og tvær þeirra á ipppn og var þar með kominn í úrslit. Þar mætti hann Guershner frá Þýska- landi og sigraði á yuko (5 stig) eftir spennandi glímu. Vernharð meiddist í keppninni og keppti því ekki í opnum flokki. Bjarni Friðriksson keppti einnig í sama flokki og hafnaði í þriðja sæti, tapaði fyrir fyrrnefndum Guershner í undanúrslitum. Halldór Hafsteinsson varð þriðji í -86 kg flokki, vann fimm viðureignir á ippon, en tapaði einni. Bjarni Skúlason og Erík- ur Kristinsson kepptu í -71 kg flokki. Bjarni vann eina glímu en tapaði tveimur og Eiríkur sömuleiðis. íslendingar höfnuðu í öðru sæti í liða- keppninni, næstir á eftir Svíum sem unnu tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Keppendur á mótinu voru 250 frá 14 þjóðum. Haukur í þriðja sæti í Winterpark H AUKUR Arnórsson úr Ármanni náði þriðja sæti á Alþjóðlegu stigamóti (FlS-móti) í svigi í Winterpark í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Hann hlaut 20,60 styrkstig sem er langbesti árangur hans til þessa. Hann átti áður best 32,49 stig. Kristínn Björnsson frá Ólafsfirði og Arnór Gunnarsson frá ísafirði kepptu eimúg á mótínu, en f éllu úr keppni. Kr istinn keppir í fyrsta risavigi heimsbikars- ins á þessu keppnistímabili í Vail í Bandaríkjun- um á laugardaginn. Sýnt verður beint frá keppn- inni á Eurosport. Daníel sjöundi í Vauladalen ÐANÍEL Jakpbsson, skíðagöngumaður sem keppir fyrir Ólafsfjörð, varð í 7. sæti af 34 kepp- enum í 15 km göngu sem fram fór í Vauladalen í Noregi á sunnudag. Sigurvegari var Norðmað- urinn Tor Arne Hettland, sem er fyrrum heims- meistari unglinga, á 37,17 mínútum. Ðaníel gekk á 38,46 mínútum. Með í mótiiui voru B-landsIiðs- menn Norðmanna og Svía, auk A-Iandsliðsmanna Sviss og Póllands. Næsta mót Daníels er sænska bikarkeppnin sem fram fer í Luleá um næstu helgi. Hann ætlaði að taka þátt i heimsbikarmót- inu í GáUevare í Svíþjóð á fimmtudag, en er hættur við það. Elfsborg bíður eftir Kristjáni TALSMADUK sænska 1. deildar liðsins Elfsborg í Borás sagði við Morgunblaðið i gær að Kristián Jónsson, landsliðsmaður í Fram, væri væntanleg- ur til liðsins í næstu viku tíl að skoða aðstæður en vildi að öðru leytí ekki tjá sig um málið. Elfsborg er f ornfrægt félag og á meðal stuðn- ingsmanna þess er Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar. Sigurður Friðriksson, sem lék með U-18 ára landsliðinu gegn Færeyingum í sumar sem leið, hefur leikið með yngri flokkum félagsins og er í aðal leikmannahópnum en hef- ur ekki unnið sér sæti í liðinu. Pétur með samning frá Hammerby PÉTUR Marteinsson, miðvðrður Framliðsins, f6r til að ræða við forráðamenn sænska liðsins Hammerby um helgina og skoða aðstæður hjá félaginu. Pétur er kominn heim með uppkast að samningi upp á vasann og mun skoða hann nánar áður hann gefur liðinu svar. BetsyHarris meiddistilla BETSY Harris, bandaríska stúlkan í 1. deildar liði Breiðabliks í kðrfuknattleik, meiddist undir lok leiks Breiðabliks og ÍA um helgina. Hún sneri sig illa á ökkla og segja læknar að hún sé alla vega illa tognuð og búast jafnvel við að sprunga sé í beini. Hún er nú í gifsi en læknar ætla að athuga hana nánar á fimmtudaginn. Breiðablik á eftír að leika tvo leiki fyrir ára- mót, gegn Keflvíkingum og KR, og (jóst að'hún verður varla með í þeim leikjum. KR fær liðsstyrk KR-INGAR hafa fengið liðsstyrk í 1. deild kvenna i körf uknattleik en bándariska stúlkan Majenica Rupe er gengin til Uðs við félagið. Rupe er 195 sentimetrar og leikur stððu miðherja og kemur frá Notre Dame háskólanum þar sem hún lék í fjttgur ár. í fyrra lék hún i Venezúela i úrvals- deildinni þar í landi. SUNDDROTTNING OG SELLOLEIKARI FRÁ KEFLAVÍK / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.