Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 8
Broddi og
Árni Þór í 70.
sæti á heims-
listanum
SUND / BIKARKEPPNIN
„Samstadan fleytti
okkur áfram“
ÍSLENSKU keppendurnir á
opna skoska meistaramótinu
í badminton eru úHeik. Elsa
Nielsen og Vigdís Asgeirs-
dóttir léku við par frá Hvíta-
Rússlandi og töpuðu 6:15 og
6:15. Árni Þór Hallgrímsson
og Broddi Kristjánsson léku
gegn pari frá Mauritius í
fyrstu umferð og unnu 15:2
og 15:11. í annari umferð
mættu þreir Pólveijum og
töpuðu 15:3, 5:15 og 13:15.
Árni Þór og Broddi eru nú
í 70. sæti á heimslistanum I
tvíliðaleik karla, en þær Elsa
og Vigdís eru í 90. sæti í tví-
liðaleik kvenna.
SH rauf um helgina þriggja ára sigurgöngu Ægis erfélagið sigraði í bikarkeppninni ífyrsta sinn
Ivar
Benediktsson
skrifar
„VIÐ erum að sjálfsögðu í sjö-
unda himni með sigurinn. Óll
sund míns fólks hér um helgina
voru eins góð og þau frekast
geta orðið enda kom það vel
undirbúið til leiks og var ein-
faldlega betra en Ægissveitin,11
sagði sigurreifur þjálfari SH,
Klaus Jiirgen Ohk, eftir að fé-
lagið hafði sigraði ífyrsta sinn
í 1. deildarkeppni SSÍ sem fram
fór í Sundhöll Reykjavíkur um
helgina. Ægir hafnaði í öðru
sæti og Keflvíkingar í því
þriðja. „Ég held að þetta sé
stærsti dagur í fimmtíu ára
sögu félagsins. Hingaðtil hefur
SH aldrei hafnað ofar en í
þriðja sæti svo sigurinn er
mjög góð æfmælisgjöf. Við
vissum fyrir keppnina að sveit-
in er sterk og okkur tókst að
staðfesta þá trú. Sigurinn er
niðurstaða langra og strangra
æfinga hjá hópnum og ég er
stoltur af þeim,“ bætti Ohk við.
Það var ljóst strax í upphafi móts-
ins að keppnin yrði einvígi á
milli bikarmeistara síðasta árs,
Ægis, og Sundfélags
Hafnarfjarðar og
þegar líða tók á
keppnina á laugar-
daginn tók SH for-
ýstuna og gaf aldrei tommu eftir
þar til yfir lauk á sunnudag og tæp-
lega átta hundruð stiga sigur var í
höfn. „Ég bjóst ekki við sigri, en
vissi að keppnin yrði jöfn. Það var
samstaðan sem fleytti okkur áfram
til sigurs," sagði Hjalti Guðmunds-
son, SH, en hann setti íslandsmet
flokki fullorðinna er hann synti 100
m bringusund á 1:03,83 mín., en það
er jafnframt piltamet. Gamla ís-
landsmetið átti Eðvarð Þór Eðvarðs-
son og var það orðið átta ára gam-
alt. Piltametið átti Hjalti sjálfur. Þá
setti hann einnig piltamet í 200 m
bringusundi er hann fór vegalengd-
ina á 2:20,79 mín. og bætti met
Magnúsar Konráðssonar um rúma
sekúndu.
„Mér líkar að sjálfsögðu illa að
tapa, en þetta er fjórða árið sem ég
er með Ægissveitina og fyrsta skipti
sem við höfnum í öðru sæti, hin
árin höfum við sigrað,“ sagði Pett-
eri Laine, þjálfari Ægis er úrslit lágu
fyrir. „Þannig að þegar litið er á
síðastliðin fjögur ár þá er ekki hægt
að vera óánægður. Aðalástæðuna
fyrir tapi okkar tel ég vera þá að
bringusundsmenn þeirra náðu topp-
sundi á sama tíma og okkar menn
náðu sér ekki á strik, þar munaði
jnestu. Annað sætið er í lagi, en
fyrsta sætið hefði verið betra. Við
komum grimm til leiks að ári og
sækjum bikarinn," sagði Laine.
Auk Hjalta setti Eydís Konráðs-
dóttir sundkona úr Keflavík tvö ís-
landsmet um helgina. Hún bætti eig-
ið met í 100 m flugsundi um rúma
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÞAU höfðu ástæðu tll að gleðjast að loklnnl keppnl ð sunnudaginn enda sigurlnn í höfn, Hjaltl
Guðmundsson, Klaus Jurgen Ohk, þjálfari SH, með blkarlnn og Blrna Björnsdóttlr.
faérn
FOLK
■ MICHAEL Finley, nýliði hjá
Phoenix í NBA-deildinni í körfu-
knattleik tryggði liði sínu 114:113
sigur gegn Los Angeles Lakers sl.
laugardagskvöld, skoraði um leið og
flautan gall. „Þetta er í fyrsta sinn
sem ég tryggi iiði sigur með því að
skora á síðustu sekúndu,“ sagði
hann.
■ ÞEGAR 10 mínútur voru til
leiksloka var Lakers með 16 stiga
forystu, níu stiga munur var þegar
mínúta var eftir og fjögur stig skildu
liðin af þegar 35 sekúndur voru eft-
ir. „Ég hef aldrei séð annað eins,“
sagði Paul Westphal, þjálfari Pho-
enix. „Leikurinn síðustu mínútuna
var sá furðulegasti sem ég hef orðið
vitni að.“
■ CHARLES Barkley var ánægður
með sigurinn en sagði að svo virtist
sem Phoenix gæti ekki skorað og
gæti ekki komið í veg fyrir að aðrir
skoruðu en liðinu hefur ekki gengið
vel.
■ PENNY Hardaway hefur verið
frábær með Orlando í vetur og er
maðurinn á bak við gott gengi liðs-
ins. Hann gerði 30 stig í 114:112
sigri í Washington um helgina.
■ DON Nelson er að gera góða
hluti með New York sem vann
Houston 103:88. Patrick Ewing
var með 27 stig, tók 11 fráköst og
varði fjögur skot.
■ HAKEEM Olajuwon gerði að-
eins níu stig fyrir Houston og var
þetta í fyrsta sinn í 258 leikjum sem
hann skorar ekki 10 stig eða fleiri í
leik.
eina sekúndu er hún synti á 1:02,48
mín. Síðari daginn synti Eydís 200
m flugsund á 2:21,04 mín og sló
rúmléga þriggja ára gamalt met
Ingibjargar Arnardóttur, Ægi, um
35/100 úr sekúndu. Bæði met Eydísar
eru jafnframt íslandsmet í stúlkna-
flokki því hún er sautján ára og
færist ekki upp í fullorðinsflokk fyrr
en á næsta ári.
Þá voru sett nokkur met í pilta-,
drengja- og meyjaflokkum. Kolbrún
Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, bætti eigið
met í meyjaflokki í 100 m baksundi
er hún synti á 1:12,55 mín og þessi
unga sundkona þeirra Skagamanna
lét ekki þar við sitja því hún bætti
tveimur metum til viðbótar í safn
sitt áður en keppnin var yfirstaðin.
Fyrst sló hún tveggja ára gamalt
met Láru Hrundar Bjargardóttur í
100 m skriðsundi, synti á 1:04,17
mín., og nokkru síðar bætti Kolbrún
annað met Láru Hrundar er hún fór
200 m á baksundi á 2:33,50 mín.
Örn_ Arnarson, SH, sópaði einnig að
sér íslandsmetum um helgina og það
í drengjaflokki en Örn er 14 ára
gamall. Á föstudagskvöldið synti
Orn 800 m skriðsund á 8:46,87 mín.
og bætti fyrra met sem var í eigu
Tómasar Sturlaugssonar, Ægi, um
rúmar sautján sekúndur. Daginn
eftir gerði Örn sér lítið fyrir og sló
met Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar í
100 m baksundi, synti á 1:01,73
mín., en gamla metið var 1:02,40
mín. Seinna um daginn bætti Örn
síðan met sitt er hann fór fyrsta
sprett, 100 m flugsund, fyrir SH
sveitina í 4x100 m fjórsundi. Þá fór
Örn rnetrana eitthundrað á 1:01,16
tnín. Á lokadegi keppninnar fauk
eitt met Eðvars Þórs til viðbótar er
Örn stakk sér til sund í 200 m bak-
Sundi og kom fyrstur í mark á
2:12,19 mín. og bætti met Eðvarðs
um 2,19 sekúndur. Reyndar má til
gamans geta að Eðvarð varð í öðru
sæti í þessu sundi á 2:16,50 mín.,
en Eðvarð hefur dregið fram sund-
skýluna að nýju eftir að hafa gefið
henni frí um tíma. Áður var getið
meta Hjalta Guðmundssonar, SH,
er hann setti á mótinu í flokki full-
orðinna og pilta.
UMSK sigraði í 2. de
SVEIT UMSK sigraði í 2. deild
bikarkeppninnar eftir hörku-
baráttu við Ármenninga. Sundfélagið
Óðinn frá Akureyri hafnaði síðan í
þriðja sæti. „í fyrri hluta keppninnar
skiptumst við og Ármenningar á um
forystu en síðan náðum við frum-
kvæðinu um miðjan dag í gær og
gáfum aldrei eftir,“ sagði Arnþór
Ragnarsson, einn þjálfara UMSK
liðsins, er sigurinn var vís. „Heildar-
árangurinn var eins og reiknað var
með en margir bættu sig verulega,"
bætti Brynjólfur Bjarnason við, en
hann var einnig þjálfari UMSK liðs-
ins fyrir keppnina. UMSK féll úr 2.
deild í fyrra og hefur síðastliðin ár
verið á flakki milli deilda. „Það er
góður efniviður í liðinu en framtíðin
verður að leiða í ljós hvort okkur
tekst að halda sæti okkar í fyrstu
deild að ári eða ekki,“ sagði Arnþór
ennfremur.
„Við erum sátt við okkar hlut og
erum yfir þeirri áætlun sem gerð var
fyrir keppnina. Ég gerði mér samt
vonir um að tími okkar væri kominn
og við færum upp,“ sagði Hafþór
Birgir Guðmundsson, yfirþjálfari
Ármanns, en Ármenningar sátu eftir
í 2. deild. Við erum með reynt karla-
lið en stúlkurnar vantar meiri reynslu
og meðalaldur þeirra er í kringum
fjórtán ár. Þau stóðu sig öll vel og
bættu sig flest og víst er að við kom-
um sterkari og reynslunni ríkari til
leiks að ári,“ bætti Hafþór við.
„Mitt lið hvíldi ekkert fyrir mótið
því við áttum ekki von á að vera í
baráttunni um efsta sætið. Ég er
með góða einstaklinga en vantar
meiri breidd auk þess sem veikindi
hafa verið að hrjá okkur síðustu
daga. Okkar markmið er að vera á
toppnum á EMI í mars í Vestmanna-
eyjum,“ sagði Ragnheiður Runólfs-
dóttir, þjálfari Óðins, en hennar lið
hafnaði í þriðja sæti.
ENGLAND: 11X 11X X11 21XX
ITALIA: X 11 211 111 X112