Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR ■ Víkingur, næstneðsta liðið i 1. deildinni, stríddi KA, sem var með forystu í deildinni lengi vel, þegar liðin mættust Skúli Unnar í gærkvöldi. Eftir Sveinsson þtjú mörk Guð- skrífar mundar Pálssonar í lokin og mikinn hasar á síðustu sekúndunum urðu úrslitin 24:25 og önduðu KA-menn örugglega léttar því tæpt var það. Guðmundur gerði fimm síðustu mörk Víkinga og þegar hann gerði sitt 11. mark, er 25 sekúndur voru eftir, byrjaði ballið fyrir alvöru. Klukkan var stöðvuð án nokkurs tilefnis og KA-menn byijuðu á miðju. Leikleysa var dæmd á KA eftir 11 sekúndur! Víkingar brun- uðu upp og ógnuðu aðeins hægra megin en varnarmenn KA gerðu hið eina rétta í stöðunni, brutu á Víkingum. Brotið var nokkuð harkalegt að vísu en alls ekki ástæða til að dæma vítakast eins og heitustu stuðningsmenn Vík- ings vildu og nokkrir leikmenn einnig. KA-vörnin varði síðan skot Knúts og sigurinn þar með tryggð- ur. „Við komum til þessa leiks til að gera okkar besta, höfðum engu að tapa en allt að vinna. Því miður töpuðum við en það hefði verið gaman að fá annað stigið þarna í lokin,“ sagði Guðmundur Pálsson sem átti mjög góðan leik fyrir Víkinga. Hann gerði 11 mörk sem verður að teljast hreint frábært fyrir ekki hávaxnari mann gegn vörn KA. „Þeir eru rosalega stórir en þá er bara að reyna að smeygja sér á milli þeirra,“ sagði Guðmund- ur. Leikurinn var meira og minna í járnum og stuðningsmenn beggja liða örugglega alltaf að bíða eftir því að KA næði afgerandi forystu, en það varð aldrei. Munurinn varð mestur 4 mörk, 19:23, er átta mínútur voru eftir og þá hafa KA-menn sjálfsagt talið að nú væri björninn unninn. En Víkingar og Guðmundur voru ekki sammála því. Guðmundur gerði fimm mörk á meðan KA gerði tvö. Víkingur lék af mikilli skyn- semi. Sóknirnar voru langar og varnarleikurinn ágætur á köflum, þannig að sóknarleikur KA var vandræðalegur allan tímann. Reynir Reynisson stóð sig mjög vel í markinu og Knútur átti ágæt- an leik. Patrekur Jóhannesson, Leó Örn Þorleifsson og Guðmundur Arnar Jónsson voru bestu menn KA, en þar á bæ vantaði tilfinnanlega leikgleði, Leikmenn voru voðalega alvarlegir að þessu sinni. ■ Úrslit / C6 ■ Staðan / C6 mæta Þór HAUKAR leika gegn Þórs- urum frá Akureyri í Hafn- arfirði í undanúrslitum bik- arkeppni KKÍ, en dregið var á sunnudaginn. í hinum undanúrslitaleiknum mæt- ast ÍA og KR uppi á Akra- nesi. Leikimir fara fram lá.janúar. Tveir leikir verða í kvöld kl. 20 í 8-liða úrslitum í bikarkeppni kvenna: Valur og Njarðvík mætast í Vals- heimilinu og Grindavík og Keflavík í Grindavík. BLAK Þróttur vann topp- slaginn Reykjavíkur-Þróttur vann Stjömuna, 3:2, í íþróttahúsi Hagaskólans á laugardaginn. Leik- menn Stjömunnar voru daprir í móttökunni framan af og framspilið eftir því, enda töpuðu þeir fyrstu tveim hrinunum með sama mun, 15:9 eftir að hafa verið 9:0 og 12:2 undir í þeirri fyrstu. Þróttarar slök- uðu hins vegar fullmikið á og hefðu betur látið það ógert því gestirnir náðu að rífa sig upp úr meðal- mennskunni en Búlgarinn Hristo Ivanov, uppspilari Stjörnunnar, fór þar í fararbroddi en hann náði að skora úr þremur stökkuppgjöfum í röð. Stjarnan náðj með sínum besta kafla í leiknum að krækja sér í oddahrinu eftir að hafa unnið þriðju og fjórðu hrinu með sama mun og Þróttur í fyrstu tveim. Leikmenn Þróttar vom fastir fyrir í oddahrinunni og gerðu færri mis- tök en andstæðingarnir sem virtust nokkuð sáttir með að hafa krækt í tvö stig, en hrinan endaði 15:11 fyrir Þrótt. Einar Sigurðsson og Hristo léku einna best fyrir Stjörn- una en í liði Þróttar bar mest á Ólafi Heimi Guðmundssyni. Þróttur treysti stöðu sína í efsta sæti deild- arinnar með sigrinum og liðið fagn- ar nýju ári þar. Kantarnir brugðust Lið Stúdenta virkaði frekar þungt þegar það sótti HK heim í Digranes á laugardaginn, en með sigri hefði liðið komist í þriðja sæti. Stúdentar unnu þó fyrstu hrinuna, 15:10 en síðan ekki söguna meir. Lágvörnin og baráttan var til staðar hjá HK- liðinu sem gafst aldrei upp þrátt fyrir að hafa nokkrum sinnum lent verulega undir í hrinum leiksins. Enn sem fyrr voru kantsmassararn- ir í aðalhlutverki hjá Stúdentum en lágvömin hjá HK náði of oft að hirða upp skelli þeirra og skila þeim í gólfið hinum megin og það varð Stúdentum að falli þegar upp var staðið. Vignir Hlöðversson lék manna best fyrir HK og var hrein- lega óstöðvandi í sókninni á köflum. HK-stúlkur mörðu sigur Það þurfti fimm hrinur til að fá fram úrslitin í leik HK og Stúdína. Odda- hrinan varð æsispennandi og Stúdín- ur virtust vera með pálmann í hönd- unum á lokakaflanum þegar þær komust yfir, 13:11, en dæmið sner- ist í höndum þeirra. Ragnhildur Ein- arsdóttir tók tvær hávamir í lokin og átti stóran þátt í að tryggja sig- ur HK. Elín Guðmundsdóttir var langatkvæðamest í HK-liðinu en Stúdínur vom flestar nokkuð jafnar. TENNIS Ivamsevic fékk 102 milljónir króna KRÓATINN Goran Ivan- isevic sigraði Todd Mart- in frá Bandaríkjununi 7-6, 6-3 og 6-4 í úrslita- leik á meistaramóti meistaranna í tennis sem lauk í Miinchen á sunnu- daginn. Fyrir sigurinn fékk hann 1,6 milljónir dollara eða um 102 millj- ónir króna. Hann hefur þénað 240 milljónir króna á árinu. Todd Martin átti í raun aldrei svar við góðum leik Ivanisevic, sem komst nokkuð létt í úr- slitaleikinn því Pete Sampras gaf leikinn í undanúrslitum vegna meiðsla. Martin þurfti hins vegar að glíma við Boris Backer í undanúr- slitum og þurfti fjögur sett til að sigra. Þetta er sjötta árið sem þetta mót er haldið en það gefur ekki stig en peningaverðlaunin eru hærri en á nokkru öðru móti. Aðeins átta bestu tennismönnum heims er boðið að vera með. Reuter skrifar frá Njarðvík Engin stórleikur Þetta var enginn stórleikur hjá okkur, en samt nóg til þess og minnugur síðustu viðureignar þá er ■■■■■■ ég nokkuð ánægður Björn með okkar hiut, því Blöndal þá gerðum við okkur seka um kæruleysi í leikslok sem kostaði okkur sigurinn en nú var þetta ör- uggt allan tímann," sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarðvíkinga eftir að lið hans hafði sigrað Tindastól frá Sauðárkróki 95:86 í Njarðvík í gær- kvöldi. Fresta varð leiknum á sunnu- dag þar sem norðanmenn komust ekki suður og ekki gekk ferðin held- ur þrautalaust í gær og seinka varð leiknum um 20 mínútur þar sem vél gestanna seinkaði nokkuð. Leikur liðanna var ekki í háum gæðaflokki. Norðanmenn mættu að- eins með 8 leikmenn og áður en leikurinn var úti höfðu 3 farið af velli með 5 villur og aðrir þrír voru komnir með 4 villur svo ekki munaði miklu að þeir yrðu að ljúka leiknum einum færri. En það voru Njarðvík- ingar sem höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda, þeir náð fljótlega 10 stiga forskoti og í hálfeik var staðan 45:35. í síðari háfleik juku heimamenn fljótlega muninn í 20 stig 59:39, en þá fór leikur þeir úr böndunum og Tindastóll náði að minnka muninn í 6 stig 73:67. Bestir í liði UMFN voru Teitur Örlygsson og Rondey Robinson en hjá UMFT þeir Joh Torrey, Ómar Sigmarsson og Hinrik Gunnarsson. Öruggt hjá Everton EVERTON tryggði sér öruggan sigur, 3:0, gegn West Ham í gær- kvöldi. Stuart, Unsworth og Ebb- rell skoruðu mörkin. 31.778 áhorf- endur sáu Miklosko, markvörður West Ham, rekinn af leikvelli á 43. mín. og fór Julian Dicks í markið. Knicks í villuvandræðum John Starks og Gary Grant voru hetjur New York Knicks er þeir skoruðu öll þrettán stig liðsins í annarri framlengingu í hörkuleik gegn San Antonio Spurs aðfaranótt mánudagsins í leik sem endaði 118:112 fyrir Knicks. Leikurinn var ein barátta frá upphafi til enda og var svo komið við upphaf annarrar framlengingar að þjálfari Knicks gat ekki notað einn einasta leik- mann úr byijunarliðinu vegna þess að allir höfðu fengið fimm villur. „Aðalmennirnir voru farnir út af svo ég varð taka til minna ráða,“ sagði John Starks, glaðbeittur að leikslokum, en hann varð stiga- hæstur í liði New York með 25 stig. Sean Elliott krækti í fyrri fram- lenginguna fyrir Spurs með því að nýta bæði vítaköst sín, en í lok fyrri framlengingar tókst honum ekki að skora úr upplögðu tækifæri rétt upp við körfuna. Þar með varð að framlengja að nýju og þá voru það leikmenn New York sem voru sterk- ari. Patrick Ewing skoraði 19 stig í liði Knicks, Charles Oakley gerði 19 stig og tók 19 fráköst og Anth- ony Mason gerði 15. David Robins- son var langatkvæðamestur í liði Spurs, skoraði 45 stig og tók 16 fráköst og Sean Elliott skoraði 23. Arvydas Sabonis innsiglaði HANDKNATTLEIKUR Vflcingar stríddu KA 103:101 sigur Portland á meistur- um Houston með sveifluskoti rétt áður en leiktími annarrar framleng- ingar rann út. Rod Strickland skor- aði 32 stig, Clifford Robinsson gerði 18. Clyde Drexler var stigahæstur meistaranna með 26 stig og Hake- em Olajuwon gerði 21. Rik Smits setti persónulegt met er hann gerði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Indiana lagði Los Angeles Clippers 111:104. Þetta var áttundi tapleikur Clippers í röð. Það gengur allt á afturfótunum hjá leikmönnum Vancouver og nú töpuðu þeir átjánda leik sínum í röð og að þessu sinni voru það Toronto Raports sem lögðu þá að velli, 93:81, en þetta var fyrsti innbyrðis- leikur þessara kanadísku nýliða í NBA-deildinni. Haukar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.