Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 8
ÍÞRÓmR KNATTSPYRNA Juninho og Petrescu komnir á bragðið Frá Bob Hennessy í Englandi LANDSLIÐSMENNIRNIR Dan Petrescu frá Rúmeníu og Juninho frá Brasilíu voru í sviðsljósinu í ensku knatt- spyrnunni um helgina. Þeir opnuðu markareikning sinn, Rúmeninn hjá Chelsea og Brasilfumaðurinn hjá Midd- lesbrough, og fögnuðu sigri á tímamótunum. Chelsea fékk Newcastle í heim- sókn og tryggði Petrescu heimamönnum sigur með marki skömmu fyrir hlé. Þetta var annað tap efsta liðsins en hið fyrra var í South- ampton fyrir þrem- ur mánuðum. Newcastle hafði rétt skipt um markmann. Shaka Hislop fór meiddur af velli en Tékkinn Pavel Smicek fór í markið áður en Denn- is Wise tók aukaspymu. Les Ferdinand skallaði út í teiginn eftir aukaspyrnuna en þar var Rúmen- inn og þakkaði fyrir sig. Middlesbrough vann Manchester City, 4:1, eftir að hafa verið marki undir. Juninho átti síðasta orðið en við sigurinn fór Boro úr sjötta í fjórða sæti. City byrjaði tímabilið illa en mætti í leikinn gegn Boro í kjölfar fjögurra sigra og eins jafnteflis í síðustu fímm leikjum. Georgíumað- urinn Georgi Kinkladze hefur leikið mikilvægt hlutverk hjá City og hann kom liðinu á sporið en Boro gafst ekki upp. Manchester United gerði 2:2 jafntefli við Sheffield Wednesday í opnum leik. Eric Cantona skoraði fyrir United um miðjan fyrri hálf- leik en gagnsóknir gestanna voru hættulegar og Mark Bright og Guy Whittingham skomðu eftir hlé. En Cantona tryggði United stigið með marki sjö mínútum fyrir leikslok. „Eric var besti maður vallarins," sagði Alex Ferguson, yfirþjálfari United. „An hans hefðum við tap- að. Hann var maðurinn á bak við allt það góða sem við gerðum og tók af skarið." David Pleat, yfir- þjálfari Wednesday, sagði hins veg- ar að menn yrðu að trúa því sem þeir væru að gera, sérstaklega á Old Trafford. „Ef menn trúa ekki á sjálfan sig á svona stað fijósa þeir úti.“ Meistarar Blackbum voru enn einu sinni teknir í kennslustund og að þessu sinni var botniið Coventry í aðalhlutverkinu. Varnarmaðurinn David Busst skoraði skömmu fyrir hlé, fyrsta deildarmark hans á tímabilinu, en síðan fylgdu fjögur mörk í kjölfarið á 28 mínútum í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti sig- ur Coventry síðan 23. ágúst. „Annað liðið vildi sigra - hitt vildi ekki einu sinni leika,“ sagði Ray Harford, yfírþjálfari Black- burn, en snjór var yfir öllu og spil- að með appelsínugulum bolta. „Ég hafði hvorki séð snjó né ís fyrr en ég kom til Englands," sagði Peter Ndlovu, kantmaður Coventry frá Zimbabwe. „Ég kann vel við snjó- inn en þetta er spurning um hug- arfar. Éf maður ákveður að leika við hvaða aðstæður sem er þá get- ur maður það.“ Tony Adams, fyrirliði Arsenal, fékk að sjá rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik en liðið náði marka- lausu jafntefli í Southampton. Teddy Sheringham skoraði á þriðju mínútu fyrir Tottenham og það nægði, Spurs vann QPR 1:0. Sheringham spilaði allan leikinn en fór í bakmeðferð strax og flautað var til leiksloka. Gerry Francis, yfirþjálfari Spurs, sagði að vegna bakmeiðslanna væri óvíst hvort hann gæti verið með Englandi gegn Portúgal í kvöld. Stan Collymore tryggði Liverpo- ol fyrsta sigurinn í síðustu átta leikjum. Hann skoraði um miðjan seinni hálfleik og úrslitin urðu 1:0 gegn Guðna Bergssyni og samherj- um í Bolton. „Þetta er að koma hjá mér,“ sagði Collymore. „Kraft- urinn er meiri en ég á miklu meira inni.“ Nottingham Forest hefur ekki tapað heima á tímabilinu en útlit var samt fyrir það í fyrradag. Dwight Yorke skoraði fyrir Aston Villa skömmu eftir hlé og sann- gjarn sigur gestanna virtist í höfn en Steve Stone jafnaði með skoti af um 20 metra færi sjö mínútum fyrir leikslok. Andy Townsend, Steve Staunton og Paul McGrath léku ekki með Villa þar sem þeir tóku þátt í undir- búningi írska landsliðsins fyrir við- ureignina gegn Hollendingum í Evrópukeppninni á morgun. Reuter ANDY Myers, miðvallarspllari Chelsea, stekkur hátt í bar- áttu sinnl um knöttinn við Kelth Gillesple á Stamford Bridge. Lánið lék við Dortmund MEISTARAR Dortmund fóru í jólafríið sem haustmeistarar en þeir unnu Freiburg 1:0 á útivelli á laugardag. Lars Ricken gerði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik og markvörðurinn Stefan Klos sá til þess að heimamenn skoruðu ekki. Freiburg gerði vel en var óheppið og meistararnir að sama skapi heppnir að fá öll þrjú stigin. Ljóst er að Dortmund verður að leika betur eftir áramót til að halda stöðunni því Bayern fylgir Iiðinu sem skugginn. Hins vegar hefur haustmeistari orðið 21 sinni Þýskalandsmeistari í 32 ára sögu keppninnar. Bayern átti ekki í erfiðleikum með Diisseldorf og vann 2:0 á úti- velli. Miðjumaðurinn Dietmar Hamann gerði fyrra markið strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og Jtirgen Klinsmann innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Stuttgart vann 2:1 í Karlsruhe og er í þriðja sæti, 10 stigum á eftir Bayern. Gladbach tapaði 4:0 fyrir 1860 Mtinchen og fór niður í fjórða sætið, er með lakari markatölu en Stuttgart. Barcelona langt frá sínu besta TALIÐ er að staða Johans Cruyff sem þjálfari Barcelona hafi aldrei verið eins veik og nú. Um helgina tapaði liðið 3:1 fyrir Atletico Madrid sem er í fyrsta sæti og var sigurinn síst of stór. Athygli vakti að leikmenn Barcelona voru ekki einhuga um verkið. „Atletico lék af 100% getu en við sýndum að- eins 10%,“ sagði Cruyff. Josep Nunez, formaður Barc- elona, hefur kvartað yfir sölu á leikmönnum sem hafa síðan staðið sig vel með öðrum félögum en helsta vandamál Cruyffs nú varð- ar meiðsl Carlos Busquets mar- kvarðar og Julen Lopeteguis vara- markvarðar sem meiddist gegn Atletico. Atletico átti leikinn, fékk víta- spyrnu eftir þijár mínútur, sem Penev skoraði úr og hann var aft- ur á ferðinni nokkrum mínútum síðar. Fyrsta stundarfjórðunginn fékk Penev reyndar tækifæri til að gera þrennu en markvörður Barcelona sá við honum. „Mörkin . voru mikilvæg og sigurinn skipti miklu máli,“ sagði Penev. Espanyol vann meistara Real Madrid 3:1 og skaust upp fyrir Barcelona í annað sætið en Real er í sjöunda sæti, 11 stigum á eft- ir Atletico. Markvördur IMapólí fór á kostum Parma er aðeins tveimur stigum á eftir AC Milan eftir leiki helgarinnar í ítölsku deildinni. AC Milan sótti nær stöðugt í 90 mínút- ur gegn Napólí en Giuseppe Tagl- ialatela markvörður var réttur maður á réttum stað, varði hvað eftir annað með tilþrifum og m.a. vítaspymu frá Roberto Baggio í fyrri hálfleik. Liðin gerðu marka- laust jafntefli en þar sem Parma sigraði minnkaði munurinn frá því sem áður var. Taglialatela varði þrisvar frá Dejan Savicevic sem var í opnum færum og Fabio Capello, þjálfari AC Milan, sagði að markvörðurinn hefði verið besti maður vallarins. „Þetta var einstefna en okkur tókst ekki að komast framhjá markwrð- inum. Við sóttum, komum framar á völlinn, létum boltann ganga á milli manna og hugsuðum um að skapa marktækifæri og þau voru svc sannarlega fyrir hendi.“ Parma hefur leikið 10 deildar- leiki í röð án taps og vann Lazio 2:1 í fyrradag. Faustino Asprilla skoraði með hælnum og Gianfr- anco Zola bætti öðru marki við, skoraði úr aukaspymu, en Roberto Di Matteo minnkaði muninn. Þetta var þriðji leikur Asprillas en hann hefur staðið í ströngu utan vallar vegna ýmissa vanda- mála. Hann var valinn í liðið í stað- inn fyrir Hristo Stoichkov sem hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit að undanförnu. „Við lékum mjög vel og Lazio olli okkur aldrei vandræðum," sagði Nevio Scala, þjálfari Parma. Hvað Stoichkov varðar þá er hann ekki eins og hann á að sér en við bíðum eftir honum. Við getum ekki verið án Hristo.“ _ Meistarar Juventus töpuðu í fjórða sinn á tímabilinu, að þessu sinni 2:0 á útivelli gegn Sampdor- ia. Enrico Chiesa var nær óstöðv- andi og gerði bæði mörk heima- manna en þar með em mörk hans orðin fimm í tveimur Ieikjum. Leiksins var beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst vegna þess að framheijar Juve, þeir Gianluca Vialli, Attilio Lombardo og Vladim- ir Jugovic, léku áður með Sampdoria eins og Marcello Lippi, þjálfari Juve. En Juve virtist aldrei eiga möguleika gegn liði sem var án átta fastamanna. Fiorentina átti ekki í erfiðleikum með Udinese og vann 3:0. Gabriel Batistuta lagði upp mark fyrir Francesco Baiano en bætti síðan sjálfur við tveimur mörkum. Króatinn Goran Vlaovic, sem gekkst undir heilauppskurð í sept- ember sl., lék annan leik sinn eftir aðgerðina og gerði bæði mörk Padova í 2:1 sigri gegn Inter. Þetta var fyrsta tap Inter undir stjórn Roy Hodgsons. Eugenio Fascetti tók við Bari en það var skammvinn gleði rétt eins og þegar Svíinn Kennet And- ersson jafnaði 1:1 um miðjan fyrri hálfleik — liðið tapaði 7:1 fyrir Cremonese. Betur gekk hjá Franco Scoglio sem stýrði Tórínó til 4:2 sigurs gegn Piacenza og kom liðinu af hættusvæðinu. ENGLAND: 1X2 X X 1 1 2 2 X ITALIA: 11X 111 111 X112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.