Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
4 C ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
KÖRFUKNATTLEIKUR
Enn einn stórleik
ur Milton Bells
SKAGAMENN sigruðu KR-
inga 106:100 eftirframlengd-
an leik á Skipaskaga. KR-ing-
ar spiluðu betur framan af og
höfðu yfir í hálfleik, 47:37, en
með góðri baráttu náðu
Skagamenn að komast inn í
leikinn og eftir venjulegan
leiktíma var staðan jöfn,
91:91. íframlengingunni
höfðu heimamenn yfirhönd-
ina og unnu 106:100.
Gunnlaugur
Jónsson
skrifar
frá Akranesi
Ibyrjunarlið KR vantaði þá Ósvald
Knúdsen og Lárus Árnason og
veikti það liðið mikið. Engu að síð-
ur náðu KR-ingar
fljótlega yfirhönd-
inni og Skagamenn,
sem hafa leikið vel
að undanförnu, spil-
uðu vömina af hálfum hug. Það
notfærðu skyttur gestanna sér en
alls gerðu KR-ingar átta þriggja
stiga körfur fyrir hlé.
KR-ingar héldu áfram á sömu
braut í seinni hálfleik allt þar til
10 mínútur voru til leiksloka. Þá
fékk Jonathan Bow sína fj'órðu villu
og var tekinn út af. Skagamenn
gengu á lagið og jöfnuðu, 79:79. Á
lokamínútunum skiptust liðin að
hafa forystuna og þegar ein mínúta
og 14 sekúndur voru eftir kom Ing-
var Ormsson gestunum í 89:87 með
þriggja stiga körfu. Milton Bell
jafnaði og kom ÍA siðan í 91:89 og
sjö sekúndur til leiksloka. KR-ingar
brunuðu í sókn og þegar tæplega
sekúnda var eftir (73 sekúndubrot)
var brotið á Bow sem fékk tvö víta-
skot. Honum brást ekki bogalistin
og hann jafnaði 91:91.
Þáttur Milton Bells var sérlega
góður á lokamínútunum en hann
gerði 14 af síðustu 17 stigum ÍA.
I framlengingunni voru Skagamenn
síðan sterkari og sigurinn var
þeirra.
Milton Bell átti enn einn stórleik-
inn með ÍA, gerði 36 stig og tók
25 fráköst. Ingvar Ormsson, Her-
mann Hauksson og Jonathan Bow
voru í sérflokki í liði KR, voru allt
í öllu.
Bikarmeistararnir töpuðu
í Borgamesi
Skallagrímur vann Grindvíkinga
85:72 í Borgamesi 85:72.
Jafnræði ríkti í fyrri hálfleiknum
en í þeim síðari
Theodór höfðu heimamenn
Póröarson yfirhöndina allan
Borgarnesi tímann. „Þetta var
svo sannarlega sig-
ur liðsheiídarinnar hjá okkur, það
stóðu sig allir mjög vel,“ sagði Tóm-
as Holton, þjálfari og leikmaður
Skallagríms. „Eins og oft áður hjá
okkur þá lá sigurinn í góðum vam-
arleik í seinni hálfleiknum. Þetta er
í réttu framhaldi af því sem við
höfum verið að gera í síðustu tveim-
ur leikjum. Sjálfstraustið er komið
aftur og það sést á því hvemig við
spilurn".
„Þetta var bara alveg hörmung
hjá okkur,“ sagði Friðrik Ingi Rún-
arsson, þjálfari Grindvíkinga. „Liðið
spilaði mjög illa í síðari hálfleiknum.
Síðan fór þetta út í einvígi á milli
Grindvíkinga og dómaranna, upp
úr því fengum við mikið af villum
og þannig töpuðum við leiknum.
Ég vil hins vegar láta það liggja
milli hluta hvort dómararnir hafi
haft rétt fyrir sér eða við. En við
eflumst við þetta og mætum klárir
til næsta leiks.“
Leikurinn var hraður, jafn og
skemmtilegur strax frá fyrstu mín-
útu. Jafnt var á flestum tölum þar
til rétt undir leikhlé að Grindvíking-
um tókst að síga 6 stigum fram
úr en heimamenn náðu að skora
áður en flautað var til leikhlés og
staðan í leikhlé var 35:39.
Hraðinn var enn aukinn í seinni
hálfleiknum. En heimamenn virtust
ráða betur við hraðann, hittu vel
og komust fljótlega yfir. Eftir því
sem leið á leikinn urðu heimamenn
öruggari í vöm og sókn en Grind-
víkingar virtust fara á taugum og
hættu að hitta í körfuna. Þegar 5
mínútur vom eftir af leiktímanum
og heimamenn vom 17 stigum yfir;
74:57, létu Grindvíkingar dómarana
fara alvarlega í taugamar á sér og
fengu tvær tæknivillur í röð en
skömmu áður höfðu þeir misst Her-
man Myers út af með fimm villur.
Liðsmenn Skallagríms tóku leikinn
síðan í sínar hendur og sigruðu
hann örugglega með 13 stiga mun
Erfitt er að gera upp á milli liðs- •
manna Skallagríms í þessum leik
því þeir stóðu sig allir mjög vel.
En þeir Alexander og Ari Gunnars-
son áttu frábæran leik.
Hjá Grindvíkingum vora þeir
Guðmundur Bragason, Hjörtur
Harðarson og Unndór Sigurðsson
bestir.
Reynir B.
Eiríksson
skrifar
frá Akureyri
Stórsigur Þórs
Þórsarar léku besta leik sem
undirritaður hefur séð til liðs-
ins í vetur og unnu Val, 117:82.
Leikurinn var
skemmtilegur á að
horfa og brá oft og
tíðum fyrir mjög
skemmtilegu spili
hjá Þór og uppskeran var eins og
sáð var til, stórsigur. Þórsarar komu
ákveðnir til leiks og það var ljóst
að þeir ætluðu sér sigur í leiknum,
þeir vora yfir frá upphafi. Framan-
af var þó nokkurt jafnræði með lið-
unum en eftir miðjan hálfleikinn
náðu Þórsara afgerandi forystu og
létu hana aldrei af hendi. Þegar
gengið var til hálfleiks var staðan
orðin 58:42 Þór í hag.
í upphafi síðari hálfleiks hrein-
lega völtuðu Þórsara yfir Valsara
og náðu fljótlega 30 stiga forystu,
en eftir það slökuðu þeir talsvert á
pg misstu forskot sitt örlitið niður.
í Iok leiksins gáfu þeir varamönnum
tækifæra til að spreyta sig, en þeir
stóðu sig ágætlega.
Eins og áður sagði þá léku Þórs-
arar sinn besta leik í vetur og eru
þeir til alls líklegir það sem eftir
er mótsins ef þeir halda uppteknum
hætti. Þeir léku vel í sókninni lengst
af og vörnin var með ágætum. Þeir
reyndu mikið af hraðaupphlaupum
sem gáfu þeim mörg stig en einnig
spiluðu þeir boltanum vel og náðu
oft að splundra vöm Valsara. Krist-
ján Guðlaugsson var bestur Þórsara
en aðrir leikmenn léku einnig vel
að þessu sinni.
Valsarar minnast þessa leiks lík-
lega ekki fyrir margt en þeir vora
mjög mistækir í sókninni og var
það raunar bara Roland Bayless
sem stóð uppúr hjá þeim en hann
átti góðan leik', hitti vel og var einn-
ig sterkur í vörninni þrátt fyrir að
vera kominn með fjórar villur í
upphafi síðari hálfleiks.
Blikar fengu ekki
rönd við reist
Haukar unnu Breiðablik sam-
kvæmt bókinni, 102:76, í
Smáranum og þó svo gestirnir
mgggggg beittu sér ekki að
Ágúst fullu kenndu heima-
Ásgeirsson menn þess aflsmun-
skrifar ar sem er á liðunum
og fengu aldrei rönd
við reist.
Af öryggi sigu Haukarnir fljótt
fram úr. Eftir 10 mínútna leik
munaði 11 stigum, 28:17, og í hálf-
leik var forysta Hauka orðin 21
stig, 57:36.
Sama þróun hélst framan af
seinni hálfleik og staðan orðin 92:50
þegar níu mínútur voru eftir. Þegar
hér var komið sögu sat byijunarlið
Haukanna allt á varamannabekk.
Riðlaðist þá sóknarleikur liðsins og
Blikum tókst að rétta sinn hlut örlít-
ið það sem eftir Iifði.
Ekki verður fjölyrt um leik lið-
anna, slíkur var getumunur á liðs-
afla. Haukar léku afslappað eftir
undangengin stórátök, reyndu að
hafa gaman af og brá þvi oft fyrir
áferðarfallegum leik af þeirra hálfu.
Allir leikmenn liðsins skoraðu stig
nema Pétur Ingvarsson, sem út af
fyrir sig vakti athygli viðstaddra.
Þar voru í fylkingarbrjósti Jason
Williford, Jón Amar Ingvarsson og
Sigfús Gizurarson.
Stuðningsmenn Blikanna eiga
hrós skilið fyrir þolinmæði því þó
staðan væri vonlaus hvöttu þeir sína
menn áfram. Þegar staðan var
76:48 fyrir Hauka og 13 mínútur
eftir hrópaði einn þeirra: „Áfram
Breiðablik, sýnum'þeim hveijir era
bestir!“ En öðrum fannst sínir menn
ekki nógu harðúðugir og kallaði
nokkram mínútum síðar, þegar
staðan var 90:50: „Verið ekki
hræddir Blikar þó þeir séu klæddir
eins og jólasveinar," og átti þar við
rauðhvíta búninga Haukanna.
Keflvíkingar tóku ÍR
á sálfræðinni
Keflvíkingar unnu ÍR á sunnu-
daginn í Seljaskóla 80:88.
„Við höfum verið í andlegri lægð
að undanförnu og
Höröur ákváðum að leita til
Magnússon Jóhanns Inga Gunn-
skrifar arssonar sálfræð-
ings fyrir leikinn.
Það hafði mjög góð áhrif á okkur.
Hann togaði margt upp úr okkur
sem leitað hefur á hug okkar,“ sagði
Jón Kr Gíslason, þjálfari Keflvík-
inga, kátur eftir sigurinn. „Við vor-
um að beijast hér í dag og löngun-
in til að sigra fleytti okkur áfram.
Hér eftir tökum við einn leik fyrir
í einu. Haukarnir eru bestir í dag
en við ætlum okkur að vera það
þegar upp verður staðið," sagði
þjálfarinn ennfremur.
Leikurinn var góð auglýsing fyr-
ir íþróttina, hraði, spenna og
dramatík. Mikið jafnræði var með
liðunum nánast allan leikinn. Vendi-
punktur leiksins kom í stöðunni
74:74 og þijár mínútur eftir. Jón
Örn Guðmundsson, leikstjórnandi
ÍR-inga, fékk sina fímmtu villu og
lét reiði sina bitna á tösku við bekk-
inn, fékk tæknivillu á sig. Keflvík-
ingar hittu úr þremur af fjórum
vítum, náðu knettinum aftur og
gerðu tvö stig til viðbótar, staðan
74:79. Afdrifaríkt fyrir ÍR-inga sem
voru vel inni í leiknum og til alls
líklegir en allur vindur fór úr þeim
við þetta og keflvískur sigur varð
staðreynd.
Keflvíkingar unnu dýrmætan
sigur sem var liðinu mjög nauðsyn-
legur eftir dapurt gengi að undan-
förnu. Lenear Burns lék best ásamt
þeim Alberti Óskarssyni, Sigurði
Ingimundarsyni, Gunnari Einars-
syni og Guðjóni Skúlasyni sem kom
upp í síðari hálfleik, gerði dýrmæt-
ar körfur undir lokin.
IR-ingar. léku ágætlega þangað
til í lokin, þegar rangir leikmenn
sem voru búnir að vera ískaldir
fóru að taka upp á því að skjóta
eins og þeir ættu lífið að leysa.
Eiríkur Onundarson var frábær i
liði ÍR-inga, sömuleiðis John Rhodes
sem gerði 18 stig og tók 24 frá-
köst. Þá lék Jón Órn vel, en gerði
afdrifarík mistök sem kunna að
hafa kostað IR-inga sigurinn. Eirík-
ur er eitt mesta efni í körfuboltan-
um í dag, feikilega lipur, með góða
snerpu og frábær skytta.
ÍÞRÓTTIR
LEIKMÖNNUM Selfoss gekk ekki alltaf svona vel að stöðva Aron Kristjáns
og Finni Jóhannssyni hefur tekist hér með því að taka Ai
KR-stúlkur
á toppinn
- eftir stóran sigur á Blikum, sem
náðu ekki að skora stig í tíu mínútur
KR-STÚLKUR skutust á topp 1. deildar
kvenna í Hagaskóla á laugardaginn, þeg-
ar þær lögðu þá ósigraða Blika að velli
78:57. Leikurinn var hraður og mjög
skemmtilegur en engu að síðar var þessi
rúmlega tuttugu stiga munur fyllilega
verðskuldaður.
Gestirnir úr Kópavoginum byijuðu betur
og röðuðu niður körfum á meðan allt
gekk á afturfótunum hjá Vesturbæingunum.
Svo gekk fram undir miðjan
Stefán hálfleik en þá fór að færast líf
Stefánsson í KR-stúlkum og um miðjan
skrifar hálfleikinn má segja að þær
hafí algerlega tekið hann í sín-
ar hendur, því Blikar náðu ekki að skora stig
fram að leikhléi. Þegar fjórar mínútur vora
liðnar af síðari hálfleik var KR komið í 48:27
og þó Blikar legðu aldrei árar í bát voru úr-
slit ráðin.
„Við vorum á taugum í byijun en síðan kom
þetta því við vorum vel undirbúin," sagði Ósk-
ar Kristjánsson þjálfari KR-stúlkna eftir leik-
inn. „Við lögðum áherslu á að stöðva eina
manneskju hjá þeim og það gekk. Ég segi að
varnarleikurinn skili íslandsmeistaratitli og í
dag eram við með bestu vörnina," bætti Ósk-
ar við. Það er óhætt að taka undir þetta með
undirbúninginn því þó að ekkert hafi gengið
upp hjá liðinu í upphafi leiks, gafst það ekki
upp og beið síns tíma. Kristín Jónsdóttir og
Guðbjörg voru dijúgar við að skapa sér færi,
Helga Þorvaldsdóttir hélt helstu skyttu gest-
anna niðri og þegar Majenica Rupe komst í
gang hirti hún flest fráköstin. En sigur vannst
fyrst og fremst á baráttuglaðri vörn.
Blikastúlkur voru líklega ekki tilbúnar í
svona erfiðan leik og misstu talsvert af krafti
sínum þegar KR-ingar komust yfír. Þær héldu
þó uppi ágætis mótspyrnu en það dugði ekki
til. Betsy Harris og Elísa Vilbergsdóttir voru
bestar. Sigurður Hjörleifsson var brattur eftir
leikinn og sagði: „Þær voru betri í dag en við
sjáum til síðar í vetur.“
Heitl
íHð
EFSTU lið fyrstu deildar
kvenna, Haukar og Stjarnan,
skildu jöfn í stórskemmtilegum
hörkuieik í Hafnarfirðinum á
laugardaginn þar sem leik-
menn fengu 14 brottvísanir.
„Við erum á uppleið og ég er
ánægð með baráttuna," sagði
Vigdís Sigurðardóttir mark-
vörðu Hauka, sem stóð sig frá-
bærlega. „Við hefðum unnið
ef við hefðum ekki misst svona
marga leikmenn útaf.“
Eftir mikla baráttu náðu Hauka-
■ stúlkur að komast í 7:3 um
miðjan fyrri hálfleik og var það
ekki síst að þakka
Stefán markvörslu Vigdís-
Stefánsson ar. Leikmenn börð-
skrifar ust fyrjr sjnu og
fuku fyrir vikið oft
af leikvelli í tvær mínútur til að
kæla sig. Haukar höfðu yfir 11:9 í
leikhléi og 15:11 um miðjan síðari
hálfleik en Stjörnunni tókst með
herkjum að jafna 16:16 þegar tíu
mínútur voru eftir. Enn komust
Haukar tvö mörk yfir þegar 7 mín-
útur voru eftir en Stjarnan jafnaði
18:18 þegar fjórar mínútur voru til
leiksloka. Hamagangurinn var mik-
ill í lokin og hvort lið fékk nokkur
tækifæri til að gera út um leikinn
en það gekk ekki eftir.
Haukastelpur sýndu mikla bar-
áttu og fyrir það hefðu tvö stig
verið sanngjörn. Þó að Stjörnustelp-
ur hafi lent í mótspyrnu hefur það
ekki oft gerst að þær þurfi að gefa
allt sitt á lokamínútum til að ná