Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR12. DESEMBER 1995 C 5 HANDKIMATTLEIKUR Setfyssingar skoruðu ekki úr 13 sóknum í röð EFTIR stórgóðar upphafsmínút- ur Selfyssinga í Strandgöt- unni á sunnudagskvöldið þar sem þeir skoruðu úr sjö af fyrstu tíu ■■■■■■I sóknum sínum ívar skelltu Haukar í lás Benediktsson í vörninni. Leik- skrifar menn Selfoss skor- Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson son á sunnudagskvöldið eins ron hálstaki. uðu ekki úr þrettán næstu sóknum, eða í 16,40 mínútur. Á þeim tíma breyttu Haukar stöðunni úr því að vera 7:4 undir í 12:7 sér í vil. Við þessu áttu sunnlensku drengirnir ekkert svar og hin mikla stemmn- ing, sem var í leik þeirra í upp- hafi, hvarf úti í veður og vind. Leikmönnum Hauka óx gleði og kraftur og þeir fóru létt með að sigra gesti sína með 31 marki gegn 22. Staðan í leikhléi var 14:9. Haukar áttu í mesta basli í vöm og sókn fyrstu tíu mínútur leiks- ins, allt lak í gegnum vörnina og sóknirnar voru snubbóttar og Hall- grímur Jónasson varði allt hvað af tók í marki gestanna. En skyndi- lega rann upp ljós fyrir Hafnfirð- ingum, sex núll vörn þeirra small saman og leiðir fundust framhjá Hallgrími. Selfyssingar náðu aðeins að klóra í bakkann í upphafi síðari hálfleiks og minnka forskot Hauka í fjögur mörk, en þá tóku Haukar leikinn í sínar hendur á ný og skor- uðu tíu mörk gegn tveimur á tólf mínútna kafla og þar með var sag- an öll. > Sóknarleikur Hauka var góður lengst af og átti vörn Selfyssingar í kolunum ifnarfirði Stefán Stefánsson skrifar jafntefli. „Ég er óánægð með okkar leik, við gerðum mistök í vörninni og spiluðum sjálfar óskynsamlega," sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrir- liði Stjörnunnar. Framsigur í hörkuleik Fram tókst með naumindum að ná stigunum tveimur gegn sprækum Vestmannaeyingum í hörkuleik í Fram- húsinu á laugardag- inn. „Þetta var mik- ið basl hjá okkur en sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem er,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, sem átti frábæran leik. „Við vorum aular í vörninni, sem er höfuðverkur ásamt markvörsiunni, en ætlum okkur samt að vera í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar," bætti fyrirliðinn við. Leikurinn byijaði af miklum krafti og var í járnum allan leikinn enda varnir sterkar og liðin dugleg við að brjótast í gegn. Á fimmtu mínútu eftir hlé varð lykilmaður Eyjastúlkna, Malin Lake, að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla. Það skipti síðan sköpum að Fram gerði þijú mörk í röð án þess að gestun- um tækist að svara fyrir sig og skömmu síðar varði Kolbrún í marki Fram vítakast í stöðunni 22:21. Reynslumiklum Framstúlkum tókst að finna leiðir að markinu, er gáfu yfirleitt mark eða vítakast, sem Guðríður Guðjónsdóttir skoraði úr. Liðið kann sitt fag en í þessum leik tókst þeim ekki að nýta sér það. „Okkur gengur betur nú og förum rólega upp á við,“ sagði Kolbrún Jóhannsdóttir markvörður Fram sem varði vel. „En við verðum að gera betur, sérstaklega í vörn- inni því þá lagast sóknarleikurinn líka.“ Hafdís Guðjónsdóttir, Guð- ríður og Kolbrún voru bestar. Vestmannaeyingar spiluðu skemmtilegan og kraftmikinn handbolta, drifnar áfram af sænsku stúlkunni Malin Lake, sem setur skemmtilegan svip á liðið. Andrea Atladóttir átti mörg horkuskot og liðið var duglegt að fóðra Ingibjörgu fyrirliða á línusendingum. Hinsveg- ar hlýtur að vera áhyggjuefni að markverði liðsins tókst ekki að veija fyrsta skot fyrr en fyrri hálfleikur var hálfnaður. ívar Benediktsson skrifar fá svör og bjargaði Hallgrímur þeim frá enn verri útreið með frá- bærri markvörslu. Vörn Hauka var sterk og mikil vinnsla á öllum sem hana stóðu, þá var Bjarni Frosta- son traustur í markinu. Sóknarleik- ur Selfyssinga var bragðdaufur og ijóst að hann verður Valdimar Grímsson að krydda betur. Valsmenn sýndu enga miskunn Valsmenn létu leikmenn UMFA súpa seyðið af mistökum sín- um í síðari hálfleik er liðin áttust við í Mosfellsbæ á laugardaginn. Framan af leik var jafnt en í síðari hálf- leik gerðu leikmenn UMFA talsvert af mistökum í sókninni og Valsmenn nýttu sér það til að ná forystu og innbyrða að leikslokum þriggja marka sann- gjarnan sigur, 25:22. Það voru fjórir leikmenn sem öðru fremur settu svip sinn á leik- inn að Varmá, Íeik sem í heildina var ekkert sérstaklega vel leikinn þó að brygði fyrir á tíðum laglegum köflum í sókn og vörn beggja liða. Róbert Sighvatsson línumaður UMFA átti stórleik, skoraði tólf mörk úr fimmtán tilraunum og réðu varnarmenn Vals ekkert við hann, þar af skoraði hann sjö mörk í fyrri hálfleik úr átta tilraun- um. Landsliðsmarkverðirnir Berg- sveinn Bergsveinsson og Guð- mundur Hrafnkelsson sýndu flest- ar sínar bestu hliðar og Jón Krist- jánsson, þjálfari Vals, skoraði níu mörk, oft í skrefinu eins og kallað er, en slík skot reynast markvörð- um og vörnum oft erfið viðureign- ar. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa eins marks forystu. Sóknar- mönnum UMFA gekk illa að koma skotum sínum framhjá þéttri vörn Vals og Guðmundi í markinu, en gekk þeim mun betur að finna Róbert á línunni sem skoraði eins og fyrr segir sjö af tíu mörkum UMFA í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 10:10. Leikmenn Vals byijuðu síðari hálfleikinn betur og Jón Kristjáns- son gaf þeim tóninn með marki eftir 30 sek., og þar með náðu þeir forystu og Mosfellingum tókst aðeins tvisvar að jafna. Upp úr miðjum hálfleik náðu Valsmenn tveggja marka forystu og Berg- sveinn varði frá Ólafi Stefánssyni vítakast. Ekki tókst Mosfellingum að færa sér það í nyt heldur glöt- uðu boltanum klaufalega og Davíð Ólafsson skoraði úr hraðaupp- hlaupi fyrir Val. Hinumegin varði Guðmundur vítakast frá Bjarka Sigurðssyni og Ólafur stráði salti í sár heimamanna með því að skora úr hraðaupphlaupi og kom Vals- mönnum fjórum mörkum yfir þeg- ar 6,30 mínútur eftir. Þar með má segja að sigurinn hafi verið í höfn hjá Hlíðarendadrengjum. Breiddin í sóknarlínu UMFA er of lítil og það kom þeim í koll í þessum leik auk fjölda mistaka. Vörnin stóð sig lengst af nokkuð vel. Valsliðið vann þennan leik hægt og bítandi allan tímann og eins og fyrri daginn kom sterk liðs- heild sér vel hjá þeim. FH slapp með skrekkinn Æsispennandi lokamínútur í jafnteflisleik Gróttu og FH á Seltjarnarnesi á sunnudagskvöld, 23:23, björguðu Stefán kvöldinu fyrir Stefánsson áhorfendur því skntar framan af var leik- inn þreytulegur barningshandbolti. Úrslit réðust þegar þijár sekúndur voru eftir. Hafnfirðingar voru betri í upphafi en Sigtryggur Alberts- son, fyrirliði og markvörður Gróttu, sá til þess að forskotið yrði ekki mikið. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað því mikil átök voru á kostnað lipurs leiks og ekki dró til tíðinda fyrr en leið á síðari liálfleik. Þá voru FH-ingar komnir með tveggja marka forskot en með góðri baráttu sneru Gróttumenn dæminu við og höfðu sama forskot þegar fimm mínútur voru eftir, enda hafði tveimur Hafnfirðingum verið vikið af leikvelli. Upphófst mikill darraðardans sem áhorfend- ur tóku virkan þátt í og þegar rúm mínúta var eftir höfðu Seltimingar aftur tvö mörk yfir. í taugaspenn- unni klúðruðu liðin færum en Hans Guðmundsson náði að jafna leikinn þegar þijár sekúndur voru til leiks- loka, með eina marki sínu í leikn- um. „Við voram klaufar að klára þetta ekki því við vorum með pálm- ann í höndunum og ég átti að geta gert eitthvað í þremur síðustu skot- um þeirra,“ sagði Sigtryggur markvörður, sem varði stórkost- lega. „Við komum vel stemmdir til leiks enda höfum við ekki tapað á heimavelli nema í bikarnum en við teljum það helst ekki með.“ Júrí Sadovski fékk góðan stuðning félaga sinna og var góður ásamt Þórði Ágústssyni. Davíð Gíslason og Jens Gunnarsson voru ágætir. Gróttumenn era ekki með besta liðið í deildinni en í þessum leik unnu þeir það upp með baráttunni. FH-ingar voru þreytulegir en fóru langt á reynslunni og sluppu með skrekkinn. Siguijón Sigurðs- son var bestur þeirra og Sigurður Sveinsson átti einnig góðan leik. „Við vissum að þetta yrði erfitt en ég er ekki ánægður með okkar leik,“ sagði Siguijón, „sérstaklega ekki með hraðaupphlaupin því fjögur til fimm fóru í vaskinn og það gerði gæfumuninn þegar upp Eyjasigur í botnslagnum Lið ÍBV vann öruggan sigur á liði KR-inga í Eyjum á laugar- daginn. Þessi lið voru í tveimur neðstu sætum deild- arinnar fyrir leikinn en með sigrinum tókst Eyjamönnum að lyfta sér upp um eitt sæti en KR-ingar sitja sem fastast á botninum og eru ekki lík- legir til að hreyfa sig þaðan. Leikur liðanna var jafn í fyrri hálfleik og þau skiptust á um að leiða, en mikið var skorað og lítið Sigfús G. Guömundsson skrífar frá Eyjum fór fyrir varnarleik sem og mark- vörslu. Arnar Pétursson, sem leikið hefur einna best Eyjamanna í vet- ur, hafði fremur hægt um sig en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Hilmar Þórlindsson var at- kvæðamestur af KR-ingum í fyrri hálfleik og þá var einnig ágæt stemmning í liðinu. Það hefur verið eitthvað sterkara teið hjá leikmönnum ÍBV í hálfleik því þeir komu mjög ákveðnir til síð- ari hálfleiks og var allt annað að sjá til liðsins. Vörnin var betri og áhorfendur tóku einnig við sér. Það fór líka svo að þeir stungu KR-inga af og höfðu náð níu marka forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á síðustu mínútunum fengu nokkrir leikmenn, sem lítið hafa spreytt sig með ÍBV liðinu, tækifæri. Á þeim tíma tókst KR- ingum að klóra í bakkann og minnka forskot IBV í sex mörk. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson og Hilmar Þórlindsson voru einna skástir í liði KR en hjá ÍBV lék liðs- heildin ágætlega í síðari hálfleik. Höröur Magnússon skrifar var staðið.“ Héðinn Gilsson kom inn á og á greinilega þó nokkuð í land með að vera tilbúinn í fyrstu deildarleik. Stjörnuleikur Filipovs og Konráðs Stjörnumenn unnu öruggan sig- ur á ÍR í Garðabæ á sunnu- dagskvöldið, 26:19. „Það var erfitt að spila við þá, þeir héldu knettinum lengi en við vorum þolinmóðir, lékum góða vörn og spiluð- um agaðan sóknarleik. Liðsheildin var sterk og við komum fullir sjálfstrausts á miðvikudagskvöldið gegn KA,“ sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Stjörnunnar. Úrslitin réðust í fyrri hálfleik þegar heimamenn breyttu stöðunni 4:4 í 11:4. Á þessum leikkafla fóru þeir félagar Dimitri Fi.lipov og Konráð Olavson á kostum^ gerðu hvert markið á fætur öðra. IR-ing- ar virtust slegnir útaf laginu yfir sterkum varnarleik Stjörnunnar sem lék 3-3 vöm og réðu þeir eng- an veginn við að heimamenn léku svo framarlega. Sóknarnýting Stjörnunnar var feikigóð eða 62 prósent en ÍR var með 47 prósent. Það er mjög góður stígandi í Stjörnuliðinu, liðið leikur sterkan varnarleik og mjög agaðan sóknar- leik sem er kannski ekki alltaf áferðarfallegur. Filipov gerði 10 mörk og var með 77 prósent sóknarnýtingu og Konráð gerði átta mörk og var með 89 prósent. Þessir leikmenn eru í banastuði um þessar mundir. Magnús Sig- urðsson og Sigurður Bjarnason léku ágætlega, sérstaklega í vörn- inni. Ingvar H. Ragnarsson mark- vörður var traustur og innsiglaði sigurinn með vítakasti undir lokin. ÍR-ingar léku illa, voru'baráttu- lausir og úrræðalitlir, þeirra bíður ekkert annað en bullandi fallbar- átta. Frosti Guðlaugsson kom af bekknum og lék vel, aðrir voru daprir. FOLX ■ GUNNAR Gunnarsson þjálfari Hauka var eini leikmaður Hauka sem ekki náði að skora í leiknum gegn Selfossi. ■ GÚSTAF Bjarnason lék í fyrsta skipti í horninu með Haukum í vetur á sunnudagskvöldið gegn Selfossi. Gústaf kom inn á þegar fjórtán mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik og lék það sem eftír lifði leiks. Hann hafði aðeins verið inn á leikvellinum í hálfa mínútu þegar hann yljaði stuðningsmönnum Hauka með fallegu marki úr vinstra horninu og fékk hressilegt klapp að launum. ■ GUÐJÓN Árnason, fyrirliði og máttarstólpi FH-liðsins, lék ekki með FH gegn Gróttu á sunnudag- inn, því hann var með flensu. ■ JOKULL Þórðarson, annar markvörður FH, gerði ekki miklar rósir gegn Gróttu. Kom inná, varði ekki skot en skellti síðan Jóni Þórð- arsyni, leikmanni Gróttu, í hraða- upphlaupi og fékk.fyrir vikið að líta rauða spjaldið._ ■ MAGNÚS Árnason, sem venju- lega leikur í marki FH, var ekki með því hann er tognaður á fæti. Hann lék heldur ekki með FH í síð- ustu viku gegn Stjörnunni, þá var hann veikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.