Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTiR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Fðstudagur 15 . desember 1955 Blað D markaður MARKAÐURINN tók við sér, þegar tilkynnt var um álverið og sala í nóvember var mikil, sem er fremur óvanalegt á þeim árstíma. Mjög margir eru að leita sér að íbúð. Kemur þetta fram í viðtali við fasteignasala. / 2 ► Upphitun húsa í þættinum Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guðmundsson um þá byltingu, sem orðið hef- ur í upphitun húsa hér á landi á síðustu fimmtíu árum. Heita vatnið og rafmagnið eru svo sjálfsögð þægindi nú, að við tökum ekki eftir þeim. / 6 ► Ú T T E K Smáratorg Ivor eiga að hefjast bygg- ingaframkvæmdir við tíu verzlunarhús austarlega í Kópavogsdal, sem samtals verða um 9.400 ferm. Að þessum framkvæmdum standa Bónus og Rúmfatalagerinn. í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag við þá Jón Róbert Karls- son byggingafræðing, en hann hefur skipulagt bygg- ingasvæðið og Jóhannes Jóns- son, kaupmann í Bónus, er fjallað um þessar fram- kvæmdir. — Markmiðið er að nýta þessa lóð sem bezt fyrir verzlun og blandaða þjónustu- starfsemi, segir Jón Róbert. — Staðsetningin er sérlega góð fyrir slíka starfsemi rétt norðvestan .við Reykjanes- braut. Hvert fyrirtæki verður með sitt hús, sem verður með eigin yfirbragði, en húsin verða einnar hæðar og mis- munandi að stærð. — Það er stefnt að því að hefja byggingaframkvæmdir af krafti í vor, segir Jóhann- es. — Allt helgast það þó af því hvernig okkur tekst til með að fá samstarfsaðila. Þeir aðilar, sem við höfum þegar fengið til samstarfs, taka þátt í því af fullri alvöru og nefna má, að bandaríska leikfangafyrirtækið Toys ’R’ Us, sem Bónus hefur fengið umboð fyrir, verður í einu húsinu. Að sögn Jóhannesar verðui íjármögnunin boðin út um leið og allt liggur ljóst fyrir um framkvæmdir. Nokkrir aðilar liafa sýnt áhuga á að fjármagna þessar fram- kvæmdir, bæði innlendir og erlendir. / 8 ► Húsbréfaútgáfan 13,5 milljarðar á næsta ári Á næsta ári er gert ráð fyrir, að gef- in verði út húsbréf að andvirði 13,5 milljarða kr. samanborið við 13 millj- arða kr. heimild í lánsfjárlögum fyrir árið í ár. Fyrirhugað er að fjölga lána- flokkum og lækka upphæö lágmarks- lána til endurbóta á húsnæði og láns- hlutfall þeii-ra, sem eru að kaupa sína íyrstu íbúð, var hækkað á þessu ári úr 65% í 70% af matsverði. Þessar breytingar kunna að valda aukinni eftirspum eftir húsbréfum og því er gert ráð fyrir 500 milljón kr. aukinni húsbréfaútgáfu milli áranna 1995 og 1996. Á árinu 1996 er gert ráð fyrir, að útlán Byggingarsjóðs verkamanna til byggingar félagslegra íbúða nemi rúml. 3,7 milljörðum kr. samanborið við 4,9 milljarða kr. í ár. Framlag til sjóðsins verður 400 milljónir kr. og lánsheimildir miðast við 230 nýjar íbúðir í stað 418 íbúða á þessu ári og 505 íbúða á árinu 1994. Lán til ný- bygginga er um 5,6 millj. kr. að með- altali, sem á að standa undir 90% af kostnaðarverði hverrar íbúðar. Eftirspum eftir lánum úr félags- lega kerfinu hefur dregizt saman á síðustu ámm. Þannig er áætlað, að umsóknir um lán verði tæplega 900 talsins á þessu ári, en þær voru rúml. 1400 árið 1994. í lok síðasta árs vora 115 félagslegar íbúðir óseldar í 25 sveitarfélögum, þar af voru 69 með leyfi til útleigu en 46 stóðu auðar. Af þessum ástæðum er miðað við fækk- un á nýjum lánsheimildum á næsta ári. Áætlað er að veita lán vegna 850 endursöluíbúða á næsta ári fyrir um 475 millj. kr. Meðallán á endursölu-_- íbúð er því um 560 þús. kr. eða tíundi hluti af láni til nýrrar íbúðar. (Heimild: Fjárlagafrumvaij)) Útlán Húsnædisstofnunar 1956 - 1996 á föstu verðlagi 1995 27,5 milljarðar kr. '56 1960 '65 1970 75 1980 ’85 1990'91'92'93'94'95'96 Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðarlegar ajbotganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \í'xtir(%) 10 ár 15 ár 25 ár 6,75 11.500 8.800~ 6.900 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað er við jafngrciðslulán. *Auk verðbóta Sendu inn umsókn eðafáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Skandia. pSkandia FJÁRFESTlNGAFÉLAGIÐ SKANDIA HF.. LAUGAVEGI 170 105 REVKJAVlK, SÍMI 5S 19 700, FAX 55 S6 177 Skandia býöur þér sveigjanleg lánskjör efþú þatft að skuld- breyta eöa stœkka við þig Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? Histeignalán Skandia eru fyrir alla ástór- Reykjavíkursvæðinu sem em að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfmu. • Þá scm vilja breyta óhagstaxium eldri eða styttri lánum. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.