Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fasteignasölur í blabinu í dag Almenna fasteignasalan þis. 13 Ás bls. 13 Berg bls. 12 Bifröst bls. 2 Borgir bls. 16 Eignamiðlun b«s. 11 Eignasalan bls. 13 Fasteignamarkaður bls. 6 Fasteignamiðstöðin bls. 5 Fjárfesting bls. 9 Fold bls. 4 Framtíðin bls. 8 Gimli bls. 15 Hóll bis. 16 Húsakaup bls. 9 Húsvangur bls. 3 Kjöreign bls. 7 Laufás bls. 12 Lyngvík bls. 13 Séreign bls. 5 Skeifan bls. 5 Stakfell bls. 5 Valhöll bls. 14 Þingholt bls. 10 Glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi ÞAÐ er fremur fágætt, að einbýl- ishús á Amamesi komi í sölu. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu húseignin Mávanes 25. Að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eigna- miðluninni er þama um að ræða óvenjulega glæsilegt einbýlishús sem er nánast á einni hæð, auk hluta í kjallara. Húsið er röskir þtjú hundmð fermetrar að stærð og stendur á sjávarlóð. „Hús þetta er byggt árið 1967 en hefur verið talsvert endumýj- að,“ sagði Sverrir. „Það er stein- steypt og skiptist þannig að á fyrstu hæð em forstofa, hol, eld- hús og þvottahús. Þijár stofur em á hæðinni, þijú herbergi og tvö baðherbergi auk einstaklingsað- stöðu með sérinngangi. Tvöfaldur bflskúr er í húsinu. I kjallara em tvö herbergi, hol og geymsla auk stórrar geymslu með sérinngangi utan frá. „Þetta er afar vandað hús,“ sagði Sverrir ennfremur.„Forstof- an er með „Drápuhlíðargijóti" á gólfi. Inn af forstofu er parketlagt hol. Gólf á eldhúsi er korklagt og þar er góð viðarinnrétting. Stof- umar em með parketi á gólfum, en arinn er í einni þeirra. Utgang- ur er úr stofu út á verönd og það- an er frábært útsýni til sjávar. Hjónaherbergið er með parketi á gólfí og miklu skáparými. Hjóna- herberginu fylgir sér baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Parket er á gólfum bamaherbergj- anna tveggja og baðherbergi er með sturtuklefa og mósaikflísum. Inn af gangi er sér einstaklings- íbúð sem skiptist í forstofu, bað- herbergi með sturtu og korklögðu einu stóm herbergi. í kjallaranum er sjónvarpshol með parketi á gólfí. Þar inn af em tvö rúmgóð herbergi, sem einnig em með parketi á gólfum. Lóðin er stór og með fallegum tijá- gróðri. Ásett verð er 23,5 millj. kr., en eignaskipti em möguleg." Mávanes 25 á Arnarnesi. Húsið er röskir þrjú hundruð fer- metrar með tvö- földum bílskúr og stendur á sjávarlóð. Ásett verð er 23,5 millj. kr., en eigna- skipti eru mögu- leg. Húsið er til sölu hjá Eigna- miðluninni. BIFROST fasteignasala Vegmúla 2 • Sími 533-3344 • Fax 533-3345 Pdbni B. Almarsson, Guðmundur Bjöm Steinþórsson lögg. fcstcignasali, Sigfus Almarsson, Opið mánud. - föstud. kl. 9. pmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mmmm^m^m......... LUKKUPOTTURINN - FERÐ TIL PARÍSAR Það eina sem þú þarft að gera er að setja eignina þína á söluskrá hjá okkur fyrir 1. febrúar á næsta ári. Hafi eignin þin seist fyrir 15. mars nk. ertu kominn i Lukkupott- inn. Verði þitt nafn dregið út, ert þú og maki þinn á leið til Parisar í vor. Vegna mik- illar sölu i nó,'ember vantar okkur allar gerðir eigna á skrá. Þú átt leikinn. Nú er urn að gera að bregðast skjótt við, því við erum í jólaskapi þessa dagana. Kaupendaskráin - auðveldar sölu Við höfiim kaupendur en okkur vantar eignir: * Einb. og raðh. á einni hæð. Bíll og staðgr. á milli, * Sérbýli í Kóp. allt að 11,0 millj. * Ib. ( Heimum eða Sundum. Ákv. kaupandi. * Einb. eða tvíbhús f Seljahverfi. * Raöh. i Fossvogi. Ákv. kaupandi. * Ib. eða hæð í Þingholtum. * Hæð eða raðh. I Hvassaleiti eða Safamýri. * Stóra íb. eða hæð í Vesturbæ, Melar. * Sérb. í Grafarvogi allt að 12,0 millj. * Einb. á Seltjnesi. Ákv. kaupandi. * Ib. i Smáib.hverfi. Nokkrir sem bfða. * Einb. eða raðh. í Gbæ. * Eignir viðast hvar i bænum - mikil eftirspurn. Þetta er sýnishorn úr kaupendaskrá okkar. Skráðu eignina strax og við finnum kaupanda. Sigluvogur - tvær íb. Mjög góð hæð ásamt aukalb. I kj. og innb. bilsk. alls 214 fm. 2 svefnherb. og 2 stofur á hæðinni, rúmg. eldh. o.fl. Ib. í kj. er 2ja herb. Fallegur og gróinn garður. Þetta er ib. sem gefur mikla mögul. Áhv. 3,5 millj. veðd. og húsbr. Verð 11,5 millj. Réttarholtsvegur - raðh. Mjög gott ca 110 fm raðh. sem er tvær hæðir og kj. Nýl. eldh., 3 svefnherb., góð stofa, suðurverönd o.fl. Skipti á dýrara sérb. æskil. Áhv. 3,5 millj. veðd. Verð 8,6 millj. Vesturbær - Álagrandi. Mjög rúmg. og falleg ca 112 fm ib. á 2. hæð í fallegu og nýju fjölbhúsl. 3 svefnherb., þvhús í ib. fb. er tilb. til innr. Verð 9,0 millj. Breiðvangur - skipti. Glæsil. og mikið endurn. 113 fm 5 herb. íb. á 2. hæð. Eldh. er nýtt, baðið er fllsal., rúmg. stofur og herb. Parket, flísar og teppi. Skipti á ódýrara sérb. Ahv. 3,6 mitlj. veðd. o.fl. Verð 8,5 millj. Hverafold - veðdlán. Vorum að fá i sölu mjög fallega 90 fm 3ja herb. íb. á 4. hæð (3 hæðir upp). Fallegt eldh. og bað, rúmg. stofa, þvhús i (b. Parket og flísar. Skipti á sérb. f Grafarv. allt að 11,0 millj. Áhv. 5,0 millj. veðd. Álfatún - glæsileg. Glæsil. ca 126 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð i litlu fjölb. m. innb. bflsk. Rúmg. herb., fallegt eldh., góð stofa m. suðurverönd útaf, faliegt bað. Parket og flisar. Áhv. 5,4 millj. veðd. og húsbr. Ástún - skipti á dýrari. Glæsil. 94 fm 4ra herb. ib. á 2. hæð, inng. frá svölum. Fallegt eldh., góð stofa, stórar suðursv. Þvhús í íb.Skipti á sérb. allt að 11,0 millj. Áhv. ca 2,2 millj. veðd. Þetta er (b. í sérfl. Verð 8,1 millj. Valshólar - skipti á dýrari. Falleg og björt ca 80 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð (efsta i litlu fjölb.). Þvhús I íb. Skipti á dýrari eign m. bflsk. æskil. Verð 6,5 millj. Melhagi - skipti á dýrari. Mjög góð 3ja herb. Ib. á jarðh. í fjórb. á þessum eftirsótta stað. Rúmg. stofa, 2 góð svefn- herb., gott eldh. og bað. Skipti á stærri fb. f vesturbæ. Áhv. 2,7 millj. húsbr. Verð 6,3 millj. Skólagerði - skipti á dýrari. Töluv. endurn. 2ja-3ja herb. 60 fm íb. á eftirsót- tum stað í Kóp. Skipti á 3ja-4ra herb. ib. m. bílsk. æskil. Áhv. 2,9 millj. húsbr. Verð 5,3 millj. Hjá Þingholti er nú til sölu 130 ferm. skrifstofuhúsnæði á annarri hæð við Barónsstíg, en því fylgir sér bílastæði. — Þetta eru fjögur herbergi, sem myndu t. d. henta vel fyrir Iögmenn, endurskoðend- ur, innflytjendur og ýmsa aðra, segir Friðrik Stefánsson, fasteignasali í Þingholti. Hagstætt verð á atvinnuhúsnæði TÖLUVERÐ sala er á atvinnuhús- næði í byggingum, sem eru af með- alstærð og á góðum stöðum, enda er verðið oft ótrúlega gott og oft langt undir byggingarkostnaði. Kom þetta fram í viðtali við Friðrik Stef- ánsson, fasteignasala í Þingholti. — Nú hafa líka opnazt nýjar fjár- mögnunarleiðir, sem létta greiðslu- byrði kaupenda oft verulega, en það eru langtímalán frá verðbréfasjóðum og lánastofnunum, sagði Friðrik. — Fram að þessu hefur gjarnan verið miðað við, að atvinnuhúsnæði væri greitt upp á 8-10 árum. Það segir sig sjálft, að þessi tími er býsna stuttur og hann hefur reynzt mörg- um fyrirtækjum ofviða. — Framboð af atvinnuhúsnæði er ekki sérlega mikið miðað við eftir- spurn, sagði Friðrik ennfremur. — Auðvitað eru til nokkur risavaxin hús, sem standa meira eða minna auð, en þau eru þá oft á tíðum á jaðarstöðum, þannig að það er langt til þeirra frá þeim stöðum, sem eru meira miðsvæðis. Það hefur því ekki reynzt nein þörf fyrir þau. Sama máli gegnir um margt annað atvinnuhúsnæði, sem stendur autt hér og þar á höfuðborgarasvæðinu. Það er ekki þörf fyrir þetta húsnæði þar sem það er. En ef það stæði annars staðar, þá væri það hugsan- lega í fullum rekstri. Einnig geta hús orðið útundan um tíma, unz nýir menn koma með nýjar hugmyndir, sem sjá notagildi þessara húsa, þann- ig að þau komast þá í notkun. Hentugur staður Hjá Þingholti er nú til sölu 130 ferm. skrifstofuhúsnæði á annarri hæð við Barónsstíg, en því fylgir sér bflastæði. Ásett verð er um 7. millj. kr. — Þetta eru fjögur herbergi, sem myndu t. d. henta vel fyrir lögmenn, endurskoðendur, innflytjendur og ýmsa aðra, sagði Friðrik. — Þama var fyrirtæki, sem færði sig til í húsinu og það fyrirtæki, sem fyrir var í því húsnæði, færði sig til um tvær húslengdir. Þetta er því greini- lega hentugur og eftirsóttur staður. Friðrik kvaðst vera frekar bjart- sýnn á markaðinn framundan. — Markaðurinn tók við sér, þegar til- kynnt var um álverið og sala í nóv- ember var mikil, sem er fremur óvanalegt á þeim árstíma, sagði hann. — Það hefur ekki verið jafn margt af áhugsömu fólki, sem er að leita fyrir sér að íbúð, á þessum árstíma undanfarin tvö ár. Nú eru uppi hugmyndir um breyt- ingar í húsbréfakerfinu á þann veg, að bréfín geti orðið til allt að 40 ára til þess að minnka greiðslubyrði lán- takenda. Enn hafa ekki myndazt neinar reglur eða venjur úti á mark- aðnum gagnvart þessum breyting- um. Það mætti hugsa sér, að hærri fjárhæðir yrðu til lengri tíma eða til allt að 40 ára en lægri fjárhæðir til skemmri tíma. Kaupendur og seljendur þyrftu að semja um þetta. Venjan hefur verið sú til þessa, að ekki hefur ekki verið tekið tillit til affalla á húsbréf- unum við sölu á íbúðarhúsnæði. Vonandi verður þar engin breyting á við breytingu á húsbréfakerfinu, því að slíkt myndi hleypa illu blóði í kaupendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.