Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ „Og þá tel ég að Halldór hafi ort þetta á meðan hann var I klaustrinu í Clairvaux á þriðja áratugnum. Á meðan hann var þar skrifaðist hann mikið á við Jón Helgason og Einar Ólaf Sveinsson og hefur sennilega sent þetta kvæði með í einu bréf- anna til Jóns sem sjálfur hafði ort Maríukvæði.a Halldór Laxness Atli Heimir Sveinsson Hann var þá nýfluttur í hús- næði á Kronprinsessegade þar sem hann hleypti mér ofan í djúpan, rykugan og saggasam- an kjallara. Þar gramsaði ég og skoðaði i nokkra daga uns ég fann gestabókina oginn í henni var þetta kvæði eftir Halldór Laxness á lausu blaði.“ Bragi segir vonlaust að geta sér til um aldur kvæðisins; það sé að minnsta kosti ekkert á blaðinu sjálfu sem segi til um aldur þess. Kvæðið er vélritað en fyrir ofan hefur verið skrif- að nafn þess með grænu bleki. Aðspurð segir Auður Lax- ness að þegar hún hafi séð þetta kvæði hafi hún strax séð að þetta hefði verið ort af ungum manni og trúuðum. „Og þá tel ég að Halldór hafi ort þetta á meðan hann var í klaustrinu í Clairvaux á þriðja áratugnum. Á meðan hann var þar skrif- aðist hann mikið á við Jón Helgason og Einar Ólaf Sveins- son og hefur sennilega sent þetta kvæði með í einu bréf- anna til Jóns sem sjálfur hafði ort Maríukvæði." Áð sögn Auð- ar er nafn kvæðisins á blaðinu með rithönd Halldórs. Varð til samstundis Atli Heimir Sveinsson tón- skáld hefur samið lag við kvæðið og verður það frum- flutt í Ríkisútvarpinu á að- fangadag af Hamrahlíðarkórn- um undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. „I mai síðastliðnum fékk ég sent bréf frá gömlum kunn- ingja mínum, Sigurði Odd- geirssyni skólastjóra á Græn- landi, sem er kaþólskur maður eins og við Halldór Laxness," segir Atli. „I því bréfi var af- rit af frumhandriti þessa litla kvæðis sem Sigurður sagði að Bragi Kristjónsson hefði fund- ið í fórum Jóns Helgasonar í Kaupmannahöfn. Spurði hann hvort ég vildi ekki semja lag við það og til að gera langa sögu stutta varð lagið til um leið og ég las þetta óvenju fal- lega kvæði.“ Síðar fór tónskáldið á fund Auðar Laxness, eiginkonu Halldórs, og lagði hún af miklu örlæti blessun sína yfir lagið, eins og Atli kemst að orði. „Atli Heimir kom i heimsókn til mín og hélt fyrir mig einka- konsert. Hann flutti fyrir mig lagið sem hann hefur samið við ljóðið og mér þótti það afskap- lega fallegt og eiga mjög vel við kvæðið,“ segir Auður. Atli kveðst því næst hafa lagt lagið í hendurnar á Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra en hún hafi sennilega frumflutt fleiri kórlög en nokkur annar íslend- H L\J vJ PcrJ&-\ Hjálpa þu mer lielg og væn, himnamóðirin bjarta! legðu mína bljúgu bsn barninu þínu að hjartai þá munu ávallt grösin grsn í garðinum skarta, í garðinum mínum ^skarta. Bænheit rödd mín biður þín, blessuð meðal fljóða; vertu æ unz ævin dv£n inn'tak minna Ijóða; móðir Krists sé móðir mín og móðir þjóða, móoir allra þjóða. Kenn mór að feta för þín ein, feta að himnaborðum, leiddu þennan litla svein, líkt og Jesúm forðum. Líkt og Krists só heyrn mín hrejkn að hlýða orðum, hlýða þínum orðum. Halldór Kiljan Laxness. ingur. „Ég er Þorgerði mjög þakklátur enda gerir hún allt vel sem hún tekur að sér.“ Atli segir að lagið sé einfalt og óbrotið enda hæfi það þessu einlæga kvæði best. Þá sé takt- urinn þrískiptur, að hætti hjarðljóða. Kveðst tónskáldið ennfremur hafa lækkað lagið um einn tón, frá upprunalegri útgáfu, enda sé venjulegur kór- söngur yfirleitt einum tóni of hár fyrir almenning, samanber sálmabókina í kirkjunni. „Þetta gerði ég til að þjóðin geti tekið undir á aðfangadag, sýnist henni svo. Þjóðin veit nefnilega hvað hún syngur og er fljót að kynna sér lögin sem henni líkar en gleyma þeim sem henni þykja ekki falleg.“ Atli ber mikið lof á Maríu- kvæði. „Hér hefur Halldór gert meistaraverk enda hafa öll blæ- brigði íslenskrar bókmennta- hefðar alla tíð leikið í höndun- um á honum.“ Þá segir tónskáldið að Bragi Kristjónsson eigi jafnframt heiður skilinn fyrir fundinn. „Maríukvæði hefði allt eins get- að endað í ruslakistunni i Kaup- mannahöfn hefði Bragi ekki dottið ofan á það. Þá hefðum við aldrei vitað að þetta kvæði hefði verið til.“ enær tfær Gulli Bergmann aðalhlutverk? Grátbrosleg frásögn af leikaranum í litla leikhúsinu við Tjörnina sem er þjóðkunnurfyrir sinn smitandi hlátur. Hröð og spennandi atburðarás minnir í mörgu á sakamálasögur. Þegartil tíðinda dregur koma þau lesandanum á óvart. ORMSTUNGA Evrópsku bókmennta- verðlaunin EVRÓPSKU Arís- teion bókmennta- verðlaunin 1995 fyrir skáldverk og þýðingar voru veitt nýlega. Verðlauna- upphæðin er 20.000 ECU, um það bil 1,7 millj. Fyrir skáldverk fá eftirtaldir rit- höfundar verðlaun- in: Peter Handke, Herta Múller, Thomas Rosenbo- om, Nuno Júdice, Carlo Sgorlon og V. S. Naipaul. Herta Múller (f. 1953), einn verðlaunahaf- anna, hlýtur þau fyrir skáldsöguna Herztier (útg. Rowohlt, Ham- borg 1994). Hún hefur hlotið mörg önnur verðlaun, m. a. Klesit-verð- launin 1994. Ný- lega er komin út eftir hana skáld- saga í íslenskri þýðingu: Ennis- lokkur einvaldsins sem sækir efni til síðustu daga einræðis Ceau- sescus í Rúmeníu. Herta Múller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.