Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 5
4 B LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 B 5 Engn gleymt Ungverjinn sir Georg Solti er kominn vel á níræðisaldur en stjómar enn hljómsveitum af sömu ákveðni og styrk og áður. Lykilinn að þessu segir hann að glata ekki forvitninni. HUÓMURINN er óbug- andi, hárnákvæmur, hvass, ákveðinn; streng- irnir bíspertir og liprir og tónn málmblásturshljóðfæra skarpur. Líklega hefur enginn núlif- andi stjórnandi eins ákveðinn og auðþekkjanlegan stíl og sir Georg Solti. Hann er orðinn 83 ára og sjónin er farin að daprast en hann slær ekki af og nýlega hélt hann tónleika í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá láti landa hans, Béla Bartók. „Taktur... taktur... taktur" rumdi í Solti þegar blaðamaður Independent spurði hann hvað væri mikilvægast við tónlistarflutning. Solti talar með miklum hreim, stór- um handahreyfingum/ tilfinningu og krafti. Hann er ákveðinn maður og kröfuharður, kallar á sterk við- brögð. „Óskurskalli“ kallaði einn ósátt- ur hljóðfæraleikari í ónefndri sinfó- níuhljómsveit Solti og vísaði þar til hárlauss höfuðsins. En krafturinn og einbeitingin leyna sér ekki hjá Solti og jafnvel þeir sem eru lítt hrifnir af manninum, bera virðingu fyrir honum. Sjálfur segist hann ekki maður málamiðlana. „Ég get aðeins flutt tónlist á einn hátt,“ segir hann. „Aðrir verða að sætta sig við það eða hirða ekki frekar um það.“ Almenningur hefur sætt sig við Solti, sem á glæsilegan feril að baki. Hann er eitt af síðustu eintök- unum af Maestro, það hvarflar ekki að nokkrum manni að kalla hann annað. Þrátt fyrir árin 83 er hann vel á sig kominn og virðist ætla að endast að eilífu. Líkt við Toscanini Stíl Solti hefur verið líkt við Tosc- anini, hinn mikla ítalska hljómsveit- arstjóra. Og það er að mörgu leyti athyglisverður samanburður, því árið 1935, þegar Solti var 23 ára, hélt hann til Salzburgar. Þar geis- aði inflúensa og hann fékk starf sem raddþjálfari við sýningu á Töfraflautunni. í lok æfingarinnar hlaut hann að launum lof meistara Toscaninis, sem þá var einn þekkt- asti hljómsveitarstjóri heims, ásamt' Furtwángler, erkióvini hans. Kraftur Toscaninis og ótrúleg nákvæmni heillaði Solti. „Skipulag, skipulag... nákvæmt, formlegt.“ Þannig vildi Solti flytja tónlist, ekki eins og hinn óskipulegi Furt- wángler. En áratug síðar lærði Solti að meta hann þegar hann heyrði flutning Munchenaróperunn- ar á „Pathétique" sinfóníu Tsjajk- ovskíjs. „Ég var reiðubúinn fyrir Furtwángler. Nú skildi ég „innra frelsi“ hans. Það var mér opinber- un. Frá þeim tíma leitaði ég að nokkurs konar samnefnara fyrir Toscanini og Furtwángler - með þriðja þættinum: Mér.“ Skoðanir á öllu Maður skyldi ætla að Solti hefði fyrirlitið Furtwángler í kjölfar heimsstyijaldarinnar síðari. Solti er gyðingur en Furtwángler var sak- GEORG Solti: „Ég nem aldrei staðar. Því að hljómsveitarstjórinn og tónlistarmaðurinn má aldrei glata forvitninni.“ V9Öskurskalli“ kallaði einn ósáttur hljóðfæraleikari í ónefndri sinfóníuhljóm- sveit Solti og vísaði þar til hárlauss höfuðsins aður um samstarf við nasista. Solti telur Furtwángler hafa verið veik- lyndan mann og ópólitískan með öllu. Ólíkt honum sjálfum. Hann hefur ákveðnar skoðanir á nánast öllu og liggur ekki á þeim. „Þessir Frakkar,“ hvín í honum. „Hvað haida þeir að þeir séu að gera með þessar kjarnorkutilraunir... Þetta er bara þjóðernistefna... Ég er á leið til Parísar á morgun og þeir henda mér örugglega úr landi fyrir að tala svona en mér er alveg sama.“ Svo bætir hann við: „Sjáðu til, stjórnmál móta líf þitt og ef þú gætir þín ekki, munu þau móta þig ... Þú verður að segja hvað þér fínnst. Mér fannst nógu slæmt að þurfa að þegja á uppvaxtarárum mínum í Ungveijalandi. Það endur- tekur sig ekki.“ Sérprentaðar nótur Þegar talið berst að því hvort að þessi strangi meistari sé eitthvað að mýkjast á gamals aldri,. segir hann að aðrir verði að svara því. „Ég held áfram að gera það sem hjarta mitt býður mér.“ Galdurinn segir hann felast í því að nálgast hvert viðfangsefni frá grunni, hvort sem hann þekki þau eður ei. Að uppgötva að nýju galdur hvers verks fyrir sig. Til þess að það sé mögulegt, eru nóturnar sérprentað- ar fyrir Solti, nógu stórar til þess að hann geti séð þær gleraugna- laust, því að hann getur ekki notað gleraugu þegar hann stjórnar. Solti gengur að píanóinu og leik- ur stef úr Meistarasöngvurum Wagners um gullsmiðinn Pogner. „Dag einn fyrir þremur árum, heyrði ég þetta stef í útvarpinu og ég hreinlega táraðist. Skyndilega gerði ég mér grein fyrir því að óperan væri eins konar Cosi fan tutte Wagners. Ég var aldrei ánægður með gömlu upptökuna sem ég gerði - hún var of þung- lamaleg og flytjendurnir ekki þeir réttu. Ég var viss um að mér tæk- ist að flytja þennan „kammer- Wagner“ með sinfóníunni minni í Chicago, sem ég treysti og sem skilur mig.“ Það vekur upp spurninguna hvort erfitt sé að gera Solti til geðs. „Jaaaá, segir hann. „Því ég heillast af góðri tónlist. Annaðhvort góðri eða engri. Ég veit hvað ég vil. Og veit samstundis ef eitthvað er að. Við upptökur er það ekki aðeins hentugt, það er bráðnauðsynlegt." Bylting í upptöku Það var ekki síst vegna hljóðrit- ana og plötuútgáfu sem almenning- ur um allan heim kynntist og lærði að meta Solti. Það má að vissu leyti segja að hann hafi verið fýrsta stjarnan í útgáfu á sígildri tónlist, enginn hefur hlotið fleiri Grammy- verðlaun, alls 31. Hann gerði út- gáfusamning við Decca árið 1947 og hefur fullan hug á því að halda upp á hálfrar aldar afmæli hans árið 1997. í sameiningu tókst Solti og upp- tökustjóranum John Culshaw að umbylta hljómi óperusöngs á plöt- um. Eitt af því sem þeir gerðu var að draga úr vægi söngvaranna, sem yfirgnæfðu allt annað. Solti segir þá raunar hafa gengið svo langt að varla hafi heyrst í Birgit Nilson og þá sé mikið sagt. Upptöku þeirra á Niflungahring Wagners, sem hafist var handa við árið 1958, verður t.d. minnst sem tímamótaviðburðar. Solti brosir í kampinn þegar hann rifjar upp undirbúning upptökunnar. Hann deildi hart við Vínarfílharmón- íuna í upphafí. „Hljóðfæraleikaram- ir þoldu mig ekki vegna þess að ég var gagnrýninn og þeir voru ekki vanir því. Þeir vildu leika eins og þeir voru vanir, afskaplega fallega - en svo kom þessi ungi maður og krafðist þess að menn héldu taktin- um. Þessi barátta mín tók mörg ár en þeir lærðu að virða mig fýrir sannfæringu mína. Góð hljómsveit lætur hljómsveitarstjóra það í té sem hann vill.“ Solti er ófeiminn við að orða það sem aðrir stjórnendur láta sér nægja að hugsa. Lærði hjá Béla Bartók En hversu margir hljómsveitar- stjórar hófu tónlistarnám sitt á því að bjóðast til þess að leika eitt af verkum Béla Bartóks fyrir tón- skáldið sjálft? Þetta var árið 1926 þegar Solti var 14 ára. Píanókennari hans veiktist og hann sótti tíma til Bart- óks í sex vikur. Bartók neitaði ævinlega að kenna tónsmíðar, taldi það ekki vera hægt og lét sér því nægja að kenna á píanó. „ímyndaðu þér ef einhver segði þér að þú ætt- ir að taka viðtal við Búdda á morg- un? Svo hræddur var ég,“ segir Solti þegar hann rifjar þetta upp. Hann var þó ekki skelkaðri en svo að hann bauðst til að spila Allegro Barbaro eftir meistarann sjálfan í fyrsta tímanum. Bartók hafnaði boðinu „auðvitað, enda var þetta afar heimskulegt," segir Solti. Bartók lagði til að Solti léki Prelúd- íu eftir Debussy, nokkur verk eftir Bach, sem Solti hafði dálæti á, Scarlatti og Mozart. „Stundum spilaði Bartók fyrir okkur, hann var frábær píanóleik- ari. Ég minnist gamaldags fingra- setningar hans. En hann hlustaði þó mestan hluta tímans og bað okkur að hlusta á hann og á okkur sjálf. Hann talaði lítið og erfítt var að trúa að maður sem bjó yfir slík- um krafti í tónsköpun, skyldi tala svona lágt. Augu hans voru ógleymanleg og augnatillit hans boraði sig í gegnum mann. Augna- ráð hans var dapurlegt, eins og maðurinn sjálfur. Hann hvarf allt of fljótt úr þessum heimi, skildi lít- ið eftir sig sem minnti á persón- una, hann var eins og loftsteinn sem þaut hjá.“ Solti minntist þess fyrir skömmu að fímmtíu ár eru liðin frá dauða Bartóks með því að flytja nokkur verka hans á tónleikum. Það er öflug blanda hins sígilda og hins frumstæða. Nemur aldrei staðar Af öðrum tónskáldum sem hafa átt fastan sess í starfi Soltis má nefna Mozart og Bach. Önnur hafa komið og farið, t.d. Debussy en verk hans „Pelleas et Mélisande“ læddist að honum fyrr á árinu, upp úr þurru. „Það hafði aldrei talað við mig áður... Nú finnst mér ég verða að flytja það eins fljótt og auðið er,“ segir Solti. Carl Nielsen er annar síðbúinn gestur í huga hljómsveitarstjórans. Og Janacek. „Það yrði kraftmikill fundur. Og ég hef ekki gefist upp enn. Ég er sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég nem aldrei staðar. Því að hljómsveitar- stjórinn og tónlistarmaðurinn má aldrei glata forvitninni. Það er ákaf- lega mikilvægt. Svo lengi sem mað- ur er forvitinn, heldur maður áfram. En í þessu fagi þurfa menn á að minnsta kosti þremur lífum að halda." Klaus Mann „Þótt þessi bók ... sé frábærlega fyndin, fjallar hún engu að síður um mikla dauðans alvöru. Klaus Mann lýsir hér á óviðjafnanlegan hátt hvernig aðlögunarhæfni mannskepnunnar, þýlyndi og siðblinda plægja akurinn fyrir gerræði Þriðja ríkisins." if.if.1f.if. Þórhallur Eyþðrsson, HP Bríet Héðinsdóttir íslenskaði ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA Rómantískur andi tónlistina á vitrænum grunni, en það sem skiptir aðalmáli er sá hugarheimur eða hugsun sem birt- ist í henni og þó erfið verk geti verið matarmeiri þá hef ég bæði gaman af þungum verkum og létt- um. Það er engin skömm að því að hafa gaman af léttri og einfaldri tónlist.“ Viðkvæmt að semja fyrir gítarinn Gítarinn hefur sótt í sig veðrið síðustu áratugi, þrátt fyrir hve veik- ur hann er og viðkvæmt að semja fyrir hann. Kristinn tekur undir það og segir að vissulega sé gítarinn erfiður í samspili en hann sé líka að mörgu leyti persónulegra hljóð- færi en mörg önnur. „Maður er náttúrulega í beinni snertingu við strengina, ólíkt píanói þar sem hamrar slá á strengina, eða fiðlu þar sem hrosshársbogi strýkur þá,“ segir Kristinn. Hann hefur líka leikið á rafgítar með ýmsum hljómsveitum og þá leikið allt frá rokki í astraljass, sem hann segir skemmtilega tilbreyt- ingu frá órafmögnuðum gítarleik, þó hann kunni því síðarnefnda bet- ur. Skemmtilegt að vera gítarleikari „Það er skemmtilegt að vera gítarleikari," segir Kristinn, „en það er líka erfitt, meðal annars vegna þess að gítarinn er svo mik- ið einleikshljóðfæri og gítarleikar- ar eru oft hálfgerðir sérvitringar,“ segir hann og bætir við og kímir: „Ætli ég sé ekki sérvitringur líka, að vera að fást við þetta. Annars er erfitt yfirleitt að vera tónlistar- maður á íslandi, en gítarleikarar hafa enn minna gera, því það er lítil þörf fyrir gítarleikara í Sinfón- íuhljómsveitinni. Hér í Reykjavík er ekki hægt að halda nema tvenna tónleika á ári, en þar sem diskur- inn er gefinn út í Hollandi á ég von á að fá eitthvað að gera þar, og jafnvel víðar, því útgáfan er með góða dreifingarsamninga." Morgunblaðið/Sverrir „ÞAÐ getur verið gaman að leika þunga nútímatónlist og glíma við tónlistina á vitrænum grunni,“ segir Kristinn Árnason. Fyrir skemmstu kom út geisladiskur Kristins * Amasonar gítarleikara sem hollensk útgáfa gefur út. í spjalli af því tilefni sagði Kristinn Arna Matthíassyni að það væri skemmti- legt að vera gítarleikari. Byenær selur Ustamaður sál sína? UTGÁFA á plötum ís- lenskra tónlistarmanna hefur verið blómlegri nú en nokkru sinni og í þeirri útgáfugrósku á Kristinn Árnason gítarleikari plötu sem hol- lenska útgáfan Arsis gefur út. Sú er í eigu Islendings að hluta og hefur gefið út á annan tug diska með klassík sem dreift hefur verið víða um heim. Kristinn segir að kunningi hans hafi bent eigandan- um, Reyni Þór, á sig, Reynir hafi síðan haft samband við sig og beð- ið um að senda spólu. Hvað rak annað og fyrir skemmstu kom disk- urinn svo út, en á honum eru verk eftir Barrios og Tarrega. Kristinn segist hafa ákveðið að velja rómantíska tónlist á diskinn eða verk í rómantískum anda. „Gott dæmi um það er Barrios, guarany indíáni frá Paraguay, sem samdi verk sem voru sambland af nítjándu aldar evrópskri rómantík, eða eins og hann sá fyrir sér slíka rómantík, og suður-amerískum dönsum og þjóðlagatónlist, ansi skemmtileg blanda. Hann hafði sinn sérstaka stíl þó hann verði seint talinn til framúrstefnumanna. Tarrega, sem var Spánveiji, hafði líka sinn sér- staka stíl og hafði mjög mótandi áhrif á gítartækni og jók við mögu- leika hljóðfærisins, þó hann hafi ekki fremur verið framúrstefnu- maður en Barrios.“ Kristinn segist hafa valið verk þessara tveggja þar sem þau séu afskaplega falleg, en gefi um leið mikið svigrúm fyrir hann og mögu- leika á að leika sér með hraða og liti. „Ég spila annars allskonar tón- list, allt frá sextándu öld fram á þá tuttugustu, en meðal þess sem er skemmtilegt við gítarinn er að hann hefur breitt svið til að velja úr,“ segir Kristinn og bætir við að gleðilegt sé hvað mörg nútímatón- skáld séu að semja fyrir gítar, „en að mínu viti fellur hljóðheimur gít- arsins vel að nútímatónlist. Það getur verið gaman að leika þunga nútímatónlist og glíma við Óframkvæm- anlegur konsert Implosions heitir geisladiskur Kolbeins Bjamasonar flautuleikara sem kom út fyrir skemmstu. Kolbeinn sagði Áma Matthías- syni að hann hefði viljað hafa diskinn a.m.k. 155 mínútna langan. KOLBEINN Bjarnason er hagvanur í ítölskum út- gáfuheimi eftir að hafa leikið inn á fimm breið- skífur með Caput flokknum sem hafa verið gefnar út á Ítalíu. Hann hefur nú sent frá sér sólóskífu á Italíu og hér á landi, þar sem hann leikur sex flautuverk frá síðustu tuttugu árum, Flug Ikarusar eftir Hafliða Hallgrímsson, Riding the Wind eftir Bandaríkjamanninn Harvey Sollberger, Ein Hauch von Unzeit eftir Svisslendinginn Klaus Huber, Cho fyrir flautu og tölvu- hljóð eftir Þorstein Hauksson, Lam- ento fyrir bassaflautu eftir Mexíkó- manninn Mario Lavista og Mnemo- syne fyrir níu bassaflautur eftir Englendinginn Brian Ferneyhough. Verkin voru hljóðrituð í Skálholts- kirkju af Sigurði Rúnari Jónssyni. Kolbeinn segist hafa valið á disk- inn verk eftir eigin höfði, liann sé svo ópraktískur í sínum þankagangi að hann hafi ákveðið að gera ná- kvæmlega þá plötu sem hann vildi. „Mig langaði samt alls ekki að gefa út disk sem fólk keypti kannski af forvitni, hlustaði á einu sinni og þætti ágætur en fyndi ekki hjá sér þörf til að hlusta á hann aftur. Ég ákvað því að hafa seinni hlutann á disknum, tæplega fjörutíu mínútur, tónlist sem ég ímynda mér að fólk geti hlustað á aftur og aftur,“ segir Kolbeinn og bætir við að hann hafi fengið ánægjuleg viðbrögð frá blá- ókunnugu fólki sem hefur hlustað margsinnis á diskinn. „Ef ég einfalda þetta mikið má segja að þessi seinni hluti plötunnar sé hugleiðslutónlist,“ segir Kol- beinn, „þó hún sé ekki samin með það í huga. Þetta er tónlist friðar og íhugunar og virkar mjög róandi á hlustendur. Fyrri hlutinn er hins vegar mun ágengari og til þess fall- inn að hrista upp í fólki. Annars er mér reyndar í nöp við að tala um að nota tónlist á einn eða annan hátt, þó mér finnist að hún eigi að breyta fólki og heiminum með,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sé þá að amast við „Gebrauc- hsmusik" Hindemiths verður hann hugsi og svarar svo: „Nei, það er mjög mikilvægt að tónskáld semji tónlist sem kemur einhvers staðar að gagni, t.d. í kirkj- um eða skólum en tónlistina sjálfa á ekki að nota, það á að hlusta á hana. En það eru kannski til tvær aðferðir til að hlusta; að fara inn í tónlistina eða að svífa á vængjum hennar inn í sjálfan sig. Tónlist er -f- verk,“ segir Kolbeinn og bætir við að eins konar undirtitill plötunnar sé óframkvæmanlegur konsert því að einn og sami maðurinn gæti aldr- ei spilað alla þessa tónlist á einum tónleikum. Ófullkomin tákn - ófullkomnir flytjendur Ljósmynd/Gunnar Leifur Jónasson KOLBEINN Bjarnason kveðst hafa fengið ánægjuleg viðbrögð frá bláókunnugu fólki sem hafi hlustað margsinnis á diskinn. í eðli sínu óhlutbundin, hún tengist engum veruleika og þó það sé sett nafn á eitthvert verk er ekki þar með sagt að það tengist því nafni á nokkurn hátt. Þó verk heiti Mnemosyne," segir Kolbeinn og vís- ar þar til verksins eftir Ferneyhough á disknum, „er ekki þar með sagt að það fjalli um grísku minnisgyðj- una eða um minningar yfirleitt. Mnemosyne er kannski bara titill sem getur hugsanlega hjálpað fólki að komast í eitthvert hugarástand áður en það hlustar á verkið.“ Veikir og hárfínir tónar í 21 minútu Kolbeinn segir að það hafí verið erfitt að velja á diskinn og þess vegna sé hann svona langur, tæpar 80 mínútur. „Ég hefði viljað hafa mörg verk til viðbótar og ef það hefði verið tæknilega mögulegt hefði hann orðið helmingi lengri," segir hann og kímir. Kolbeinn segist hafa undirbúið sig undir plötuna í mörg ár, „eigin- lega vegna þess að ég kom því aldr- ei í verk að taka hana upp. Tónverk- in eru öll mjög erfið og krefjandi, hver á sinn hátt og til að mynda hef ég aðeins spilað Ein Hauch von Unzeit einu sinni á tónleikum, það er svo langt, viðkvæmt og erfitt. Ég verð að vera í góðu jafnvægi og góðu formi líkamlega. Þetta eru veikir og hárfínir tónar í 21 mínútu og þú hleypur ekki með svona verk inn á hvaða tónleika sem er. Ég tók mér mánuð í að æfa það fyrir upp- tökuna, æfði ekkert annað á meðan, og fínstillti mig inn á þetta eina Kolbeinn segir að hann túlki aldr- ei neitt persónulega, að minnsta kosti ekki meðvitað. „Mér finnst það mjög tilgerðarlegt þegar flytjendur eru að reyna að koma sjálfum sér á framfæri, en ef maður vinnur heiðarlega þá kemur persónan í gegn,“ segir hann. I því samhengi ber Ferruccio Busoni á góma sem sagði nótur aðeins uppkast að hugs- un tónskáldsins, sem flytjandi ætti að styðjast við en ekki trúa á í blindni. Kolbeinn svarar því til að bragði að Stravinskíj hafi til að mynda ekki verið á sama máli. „Hann sagði að túlkun í tónlist væri ekki til, bara ætti að spila nóturnar og ekkert umfram það. Tónlist gefur mönnum eðlilega mis- jafnt rými, en fyrir mér eru nóturn- ar tiltölulega ófullkomin tákn, það verður að horfa á bak við nótumar til að sjá hvað tónskáldið var að pæla. Tónskáld á þessari öld hafa samt reynt að skrifa allt í nóturnar og sennilega hefur enginn gengið eins langt og Femeyhough sem skrifar verk sín af svo mikilli ná- kvæmni og með svo mörgum og misvísandi fyrirmælum að þau em • algerlega óspilandi. Þá er það aum- ingja flytjandinn sem er ófullkom- inn!“ Vildi ráða öllu Kolbeinn segist alls ekki líta á þessa útgáfu sem auglýsingu, „ég er alls ekki að segja: Hér er ég. Þetta er ekkert nafnspjald. Ég tel einfaldlega að þessi tónlist eigi brýnt erindi við fólk.“ Implosions er gefin út á Ítalíu, eins og áður segir, en Japís sér um dreifingu hér heima, aukinheldur sem Peters, útgefandi Ferney- houghs í Bretlandi, óskaði eftir því að fá plötuna til dreifingar. Kolbeinn segist einnig hafa fengið tilboð frá öflugu bandarísku fyrirtæki sem vildi gefa plötuna út, „en menn þar vildu krukka í hana og ég gat ekki. hugsað mér það, ég vildi ráða öllu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.