Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 B 3 Þegar stjaman snýtti rauðu Eitt nafntogaðasta leikrit aldarinnar, Spor- vagninn Gimd eftir Tennessee Williams, sem fært verður upp hjá Leikfélagi Akureyrar um jólin, féll í frjóa jörð þegar það var frum- sýnt á Broadway árið 1947. Orri Páll Orm- arsson rifjar upp þessa fyrstu uppfærslu, þar sem Jessica Tandy og Marlon Brando voru í aðalhlutverkum. MARLON Brando og Jessica Tandy í hlutverkum sínum sem Blanche DuBois og Stanley Kowalski í Sporvagninum Girnd á Broadway árið 1947. Voru þau bæði á rangri hillu? „Með Sporvagninum Girnd höfðum við í höndunum eitt best skrifaða leikrit sem fært hefur verið upp.“ TENNESSEE Williams hafði þegar haslað sér völl sem leikritaskáld þegar hann lauk við Sporvagninn Girnd árið 1947 og tók Broadway verkið, sem upphaf- lega var kallað Pókerkvöldið, um- svifalaust upp á sína arma. Hinum umdeilda en snjalla Elia Kazan var falið að leikstýra og annað aðal- hlutverkið, Blanche DuBois, féll skrautfjöðrinni Jessicu Tandy í skaut. Það stóð hins vegar í fram- leiðendunum að velja leikara í hitt aðalhlutverkið, Stanley Kowalski. John Garfield og Burt Lancaster voru efstir á blaði en gengu báðir úr skaftinu. Einhver stakk þá upp á liðlega tvítugum sveitapilti frá Nebraska, Marlon Brando að nafni, sem hafði getið sér gott orð í nokkrum hlutverkum á Broad- way. Framleiðendurnir tóku þeirri hugmynd fálega en Brando fór engu að síður á puttanum að finna Williams í sumarhúsi hans á Þorskhöfða. Seint og um síðir komst leikar- inn ungi á leiðarenda og tók Will- iams honum vel. Ræddust þeir við um hríð, Brando leiklas nokkur atriði og gerði við klósettskálina í bústaðnum. Hann var ráðinn. Eftir kynnin ritaði Williams umboðsmanni sínum bréf: „Þú getur ekki gert þér í hugarlund hvílíkur léttir það er að fá Stanley sendan af himnum ofan í líki Bran- dos. Það hafði ekki hvarflað að mér hversu mikið gildi það getur gefið verkinu að velja kornungan leikara í þetta hlutverk. Stanley verður þannig persónugervingur harðgeðja og ruddalegrar æsku fremur en illkvittinn eldri mað- ur... Ný vídd opnaðist við lestur Brándos, sem var sá langbesti sem ég hef nokkru sinni heyrt. Hann virtist þegar hafa skapað heil- steypta persónu, ekki ósvipaða ungu hermönnunum sem sneru heim úr stríðinu. Garfield hefði aldrei getað lagt jafnmikið af mörkum og auk þess að vera afar hæfileikaríkur leikari er hann [Brando] að minnsta kosti jafnað- laðandi og Burt Lancaster." Andstæða Stanleys Sporvagninn Girnd var frum- sýndur í Ethel Barrymore-leikhús- inu í New York 3. desember 1947. Hældu gagnrýnendur verkinu, leikurunum og aðstandendum öll- um á hvert reipi. Tennessee Will- iams var á hátindi ferils síns. Sagt hefur verið að Brando hafi ekki átt í erfiðleikum með að draga upp sannferðuga mynd af Stanley, þar sem hann hafi í raun verið að leika sjálfan sig. Marlon Brando hafi verið Stanley Kow- alski. Leikarinn tekur í annan streng. „Ég hef hitt nokkra Stan- ley Kowalski á ævinni — þrek- vaxnar, þvoglumæltar, árásar- gjarnar skepnur sem efast aldrei um eigið ágæti og sinna einungis eigin þörfum," segir hann í ævi- minningum sínum. „Þeir voru ekki ég. Við Stanley Kowalski vorum andstæður: Ég viðkvæmur að eðlisfari en hann gróflyndur — maður með dýrslega eðlishvöt og hugsæi. Síðar á ferlinum vann ég mikla heimildavinnu áður en ég tókst hlutverk á hendur en ekki í þetta skipti. Stanley var þverskurður hugarflugs míns, byggður á hand- ritinu. Ég skóp hann í gegnum orð Tennessees." Stanley Kowalski er einhver eftirminnilegasta en um leið um- deildasta persóna leikbókmennt- anna á þessari öld. Þar á Marlon Brando stóran hlut að máli. Leik- arinn kveðst engu að síður aldrei hafa verið sáttur við frammistöðu sína. „Að mínu mati skrifaði gagn- rýnandi sem sagði að ég hefði verið rangur maður í hlutverkið besta leikdóminn." Jessica Tandy fær áþekka um- sögn í æviminningum leikarans. „Jessica er [var] mjög góð leik- kona en að mínu mati var hún aldrei trúverðug sem Blanche. Mér fannst hún hvorki hafa fágunina og kvenleikann sem hlutverkið krafðist né viðkvæmnina sem Tennessee setti sér fyrir sjónir. Að hans mati var Blanche DuBois tær, mild og brothætt — væng- brotið fiðrildi en Stanley fulltrúi hinnar dökku hliðar mannsins.“ Fyrirlitning í svipnum Brando segir að Stanley hafi, fyrir þessar sakir, oft og tíðum fengið meiri samúð áhorfenda en Williams hafi ætlast til. „Blanche verður í lokin að hafa öðlast skiln- ing og samúð áhorfenda,“ sagði höfundurinn einhveiju sinni við Kazan leikstjóra. Eitt af því sem kom aðstandend- um Sporvagnsins spanskt fyrir sjónir á Broadway var að áhorf- endur hlógu annað veifið að Stan- ley á sýningum. Fyrir vikið varð Blanche á köflum álkuleg, sem var þvert á vilja Williams. „Ég reyndi ekki að gera Stanley fyndinn," segir Brando. „Fólk hló bara. Jessiea þoldi þetta ekki og bað Gadg [Kazan] að kippa þessu í liðinn. Það gerði hann aldrei og ég greindi fyrirlitningu í svip henn- ar í hvert sinn sem áhorfendur hlógu að mér. Henni var virkilega í nöp við mig vegna þessa.“ Þegar Sporvagninn var kvik- myndaður nokkrum árum síðar fór Vivien Leigh með aðalhlutverkið á móti Brando. Myndin var að hans mati betri en sýningin á Broadway enda Leigh, sem leikið hafði Blanche á sviði í London, sniðin í hlutverkið. „Að mörgu leyti var hún Blanche. Hún var eftirminni- lega fögur, ein af gyðjum hvíta tjaldsins, en jafnframt berskjöld- uð. Líf hennar var um margt líkt lífi Blanche." Sporvagninn Girnd gekk sleitu- laust í tvö ár á Broadway. Brando minnist þess að gífurlegt andlegt álag hafí fylgt hlutverki Stanleys. Hann hafi þurft að æpa, gráta, bijóta diska, mölva húsgögn, beija í veggi og upplifa sömu sársauka- fullu tilfinningarnar kvöld eftir kvöld, auk þess að miðla þeim til áhorfenda. „Þetta var strembið, ekki síst þar sem ég vissi um leið og ég yfirgaf sviðið, eftir að hafa fengið útrás fyrir þessar tilfínningar, að ég þurfti að endurtaka leikinn nokkrum kiukkustundum síðar. Ég var hins vegar mikill keppnis- maður og var staðráðinn í að standa mig sem Stanley Kow- alski. Ég vildi skara framúr og verða bestur, þannig að ég kostaði kapps um að gera mitt besta hveiju sinni.“ Snýtti rauðu Brando hefur sjaldan farið troðnar slóðir, hvorki innan sviðs né utan. Meðan sýningar á Spor- vagninum stóðu sem hæst festi hann kaup á boxhönskum og skor- aði sviðsmenn og aðra tiltæka menn á hólm til að stytta sér stundir milli atriða. „Ég gerði mér lengi þá grillu að ég væri harð- jaxl.“ Kvöld eitt kárnaði hins vegar gamanið þegar sviðsmaður nokkur — rumur sem Brando hafði æst til átaka — nefbraut hann með bylmingshöggi. Snýtti stjarnan rauðu og var ófrýnileg ásýndum. Nú voru góð ráð dýr enda átti hún að fara á svið innan fárra mínútna. En örlögin voru á bandi Brand- os. í leikritinu verður Stella, eig- inkona Stanleys, léttari og í um- ræddu atriði kemur hann heim eftir að hafa lyft sér upp í tilefni dagsins. Alblóðugur lauk Brando leikritinu eins og ekkert hefði í skorist. „Áhorfendur gerðu sér enga grein fyrir hvað hafði gerst; senni- lega hafa þeir haldið að ég [Stan- ley] hefði lent í áflogum þegar ég var að halda upp á bamsburðinn og að blóðið væri hluti af gervinu." Að sýningu lokinni var hins vegar ekið sem leið lá með Brando á sjúkrahús, þar sem hann dvaldist í viku. Jessicu Tandy var ekki skemmt. Brando ber þrátt fyrir allt mik- ið lof á leikritið og segir að viðtök- urnar hafí ekki komið sér á óvart. „Með Sporvagninum Girnd höfð- um við í höndunum eitt best skrif- aða leikrit sem fært hefur verið upp. Okkur gat ekki orðið á í messunni." Skömmu eftir að sýningum á Sporvagninum lauk sagði Brando skilið við Broadway og sneri sér að kvikmyndaleik. „Sagt hefur ver- ið að Hollywood hafí keypt mig. Að sumu leyti er það rétt en ég vissi upp á hár hvað ég var að gera. Eg hef aldrei borið virðingu fyrir Hollywood sem stendur fyrir aurasýki, gervimennsku, græðgi, tilfinningaleysi og smekkleysi. Kvikmyndaleikarar þurfa hins veg- ar einungis að vinna í þijá mánuði á ári. Það gefst því nægur tími til að sinna hugðarefnum sínum.“ SÍÐUSTU vikuna fyrir jól held- ur kammerhópurinn Camer- arctica sína árlegu aðventutón- leika með tónlist eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Leikið verður í kirkjum á höfuðborg- arsvæðinu og að þessu sinni verða tónleikarnir fimm talsins; í Fella- og Ilólakirkju mánu- daginn 18. desember, Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 19. desember, Kópavogskirkju miðvikudaginn 20. desember, Árbæjarkirkju fimmtudaginn 21. desember og í Dómkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 22. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Camerarctica skipa þau Ár- Mozart við kertaljós mann Helgason klarinettuleik- ari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson víólu- leikari og Sigurður Halldórs- son, sellóleikari. Þau hafa leik- ið undir nafninu Camerarctica síðastliðin þijú ár, eða frá því að þau sneru heiin að fram- haldsnámi loknu. Þess má einn- ig geta að á næstu dögum er væntanlegur geisladiskur með leik þeirra á verkum eftir Moz- art. Verkin sem hópurinn liefur valið að þessu sinni eru frá ólík- um tímum í lífi Mozarts en þau eru: Kvintett fyrir klarinettu og strengi Kv 581, Kvartett fyrir flautu og strengi í D-dúr Kv 285, og Divertimento nr. 3, Kv 138 fyrir strengjakvartett. í lokin verður að venju leikinn jólasálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum“ sem er úr Töfraflautu Mozai-ts. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir börn og veittur er afsláttur fyrir nemendur. KAMMERHÓPURINN Camerarctica.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.