Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 8
8 B LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STUNDUM þegar ég er á gangi í Austurstræti, ein- mana og auralaus, og virði fyrir mér hið snyrti- lega, lífsglaða fólk, gljábrenndar bifreiðar og uppljómaða búðar- glugga, sem hafa á boðstólum næstum því öll gæði veraldarinnar fyrir lítið, já undursamlega lítið verð, þá kemur það fyrir, þrátt fyrir mína persónulegu vesal- mennsku, að hjarta mitt fyllist fögnuði og jafnvel stolti yfír minni þjóð og minni borg, sem þrátt fyr- ir þúsund ára umtalaða fátækt, jarðskjálfta og hýðingar, hefur skapað þetta líf, þessa dýrð, þetta stræti — Austurstræti, sem er hvað sem hver segir, ofurlítil vasa- útgáfa af dýrð og glæsileika er- lendra stórborga. t Þessi fögnuður minn er þó eng- an veginn sprottinn af þjóðernis- rembingi eða hatri til marxista, heldur af meðfæddri respekt fyrir dugnaði manna, einkum fátækra manna, og í öðru lagi af þjóðfé- lagslegri afstöðu smáborgarans, sem gerir mér stað þennan svo óendanlega hjartfólgnari en Siglu- fjörð eða Grindavík. Ég hafði einu sinni ætlað mér að verða skáld þessa strætis. í ódauðlegum ljóðum ætlaði ég að lýsa lífi þess og dýrð þess. — En annar maður varð fyrri til. — Tóm- as Guðmundsson hefur sem sé gert það, sem ég ætlaði mér að gera. — Og af þeirri einföldu ástæðu, að ég treysti mér ekki til að vinna verkið betur af hendi, hefí ég ákveðið að hyggja ekki framar til frægðar úr þeirri átt. Þannig er lífíð — einnig í Austur- stræti. Síðan hef ég löngum raulað fyrir munni mér vísu: Hvað er um orðstír út í frá eirðarlaust að dreyma? Betra er að lifa og luma á listunum sínum heima. 0g þessa ágætu vísu orti Steph- an G. Stephansson um einhvetja útigangsbikkju norður í landi, — en hún gæti eins vel verið um Eggert Stefánsson eða Halldór Kiljan Laxness. Einhver maður hefur látið svo um mælt, að Óli Maggadon væri hinn ókrýndi konungur Austur- strætis. Frá mínu sjónarmiði er þetta helber hótfyndni. Hitt mun sanni nær, að Austurstræti repres- enteri þjóðarsálina, eða að minnsta kosti þann hluta hennar, sem snýr að hinum stóra heimi. Þar festir heimsmenningin rætur, þar tekur hún á sig sína ísiensku mynd og þaðan flyst hún síðan til Siglu- fjarðar eða Grindavíkur, ef hún á Austur- stræti Út er komið hjá Vöku- Helgafelli nýtt safn greina Steins Steinars, ásamt viðtölum og ýtar- legum inngangi um ævi skáldsins eftir Inga Boga Bogason bók- menntafræðing. Tvær greina Steins hafa aldrei komið fyrir augu almennings að sögn útgefenda. Önnur þeirra, Austurstræti, er birt hér í heild. annað borð flyst þangað nokkum tíma. Þegar maður virðir fyrir sér ungu stúlkumar í Austurstræti, verður maður þess áskynja, sér til mikillar undmnar, að fjöldi þeirra líkist einkennilega mikið fílm- stjörnunum í Hollywood, sem sýndar eru hér í kvikmyndunum. Það em ekki einungis andlitin af Gretu Garbo, Colleen Moore, Lilian Harvey og mörgum fleiri, sem maður rekur sig á í hundraða tali hér í Austurstræti, heldur einnig hreyfingar þeirra, látbragð og jafnvel hreimurinn í röddinni er hinn sami. Það er eftirtektarvert hversu reykvískum stúlkum hefur tekist vei að læra marga hluti á því að horfa á kvikmynd nokkram sinnum. — Og þessi andlit em tekin ofan og sett upp, eftir því, sem við á. Því flestar þessar stúlk- ur verða að vinna allan daginn, í vist eða físki, og við slík störf þýðir ekkert að koma fram eins og fílmstjarna. En svo kemur kvöldið með alla sína lævísu róm- Steinn Steinarr' antík. Og sjá! Tugir og hundrað ungra stúlkna, með andlit Gretu Garbo og hreyfingar Lilian Harv- eys, fylla Austurstræti —þar sem ævintýrin gerast. Tómas Guðmundsson, sem ég hef áður minnst á, hefur áram saman verið nokkurs konar úti- gangshross í Austurstræti. Hann hefur lifað þar æsku sína, trúlof- ast þar unnustum sínum og týnt þeim aftur. Hann hefur andað þar að sér rykinu á þysmiklum eftir- miðdögum og gengið þar í hljóðl- átri rigningu vornæturinnar með- an grasið var að vaxa uppi á Amarhólstúni. Hann hefur drakk- ið í sig fegurð þessa strætis, fögn- uð þess og sorg, — því Austur- stræti á einnig sorg. Og hann hefur ort þar sín kvæði, sem nú eru það formfegursta, fágaðasta og hugnæmasta, sem þjóðin þekk- ir í þeirri grein, eins og Austur- stræti er fágaðasti og hugnæm- asti staður borgarinnar. Svo skyld eru ljóð Tómasar lífinu í Austur- stræti, að um það má segja líkt og Laxness sagði um Hallgrím Pétursson og Jesú Krist: „Það er erfitt að sjá hvar Hallgrímur endar og Jesú byijar.“ Á sama hátt: „Það er erfitt að sjá hvar Tómas endar og Austurstræti byijar.“ Það er sagt að forðum daga, þegar Dante gekk um göturnar í Flórens, hafí fólkið staðnæmst, horft pg hvíslað: Þarna gengur hann. Á sama hátt gæti ég hugsað mér, að reykvískar hispursmeyjar staðnæmdust á götunni, þegar Tómas gengi fram hjá, horfðu og hvísluðu: Þarna gengur hann, þama gengur hann. Ég hef ekki orðið þess var, en hvað væri á móti því að slíkt ætti sér stað? Ég hef nú skrifað nokkur orð um Austurstræti, þennan undur- samlega stað, sem seiddi mig til sín fyrir mörgum árum, saklausan sveitadrenginn, alla leið vestan úr Breiðafirði, þar sem gráslepp- an veiðist á vorin og æðarkollan verpir í túnfætinum. Og ég hef gengið hér um og látið mig dreyma ýmsa hluti, sumir þessir hlutir hafa reynst mér svikulir og fánýtir, og sumir þeirra voru ekki til þegar betur var að gætt. Stúlk- urnar, með andlit Gretu Garbo og hreyfingar Lilian Harveys, hafa reynst mér kaldar og harð- bijósta, þrátt fyrir allt. — Svo er mannsins saga. — Hin fagra ver- öld, er aðeins nafn á bók, sem er gefin út fyrir áskrifendur og kostar 10 kr. eintakið, eðajafnvel meira, það má hamingjan vita! Það kemur einnig fyrir, að ýmsir ungir menn gera aðsúg að mér og hrópa ókvæðisorð á eftir mér, þetta er gert í pólitískum til- gangi, eftir því, sem ég hef kom- ist næst. En ég hef oft þakkað í hjarta mínu götúsópurunum, sem með sérstakri dyggð og trú- mennsku hreinsa allt rusl og allan óþverra, sem fellur á þetta stræti. Það er hræðileg tilhugsun, ef hent væri í mann skít, einnig af póli- tískum ástæðum. — Þó að ég láti slík orð falla, þá ska! enginn ætla að ég sé hryggur eða óánægður. Nei, það er Austur- stræti, sem á hug minn og hjarta, Austurstræti í dag, Austurstræti á morgun og Austurstræti um alla eilífð. — Og ég get sagt eins og stendur í sálminum, gömlum og fallegum sálmi, sem enn þann dag í dag er sunginn fyrir vestan, þeg- ar það á við: Þar aðeins yndi fann ég, þar aðeins við mig kann ég, það er mitt draumaland. Draumaland! — Þrátt fyrir allt -1934 Nýjar bækur • FJÖLVAÚTGÁFAN heldur áfram myndskreyttri útgáfu á ævintýrum hins dáða barnabóka- höfundar Sigur- björns Sveinsson- ar. Nú er komið út ævintýrið Silfurskeiðin. Áður hefur Fjölvi gefið út Gló- koll (ævintýrið meðmargföld- unartöflunni) og Dverginn í Syk- urhúsinu. Þær eru allar myndskreyttar með lit- prentun á hverri síðu og er það listamaðurinn Jean Posocco sem leggur þar hönd að verki. Hann er franskur að uppruna en hefur lengi búið áíslandi. Bókin er unnin íPrentmynda- stofunni og G.Ben.-Edda prent- stofa. Verðerkr. 1.280. • KOMIN er út unglingabókin Vetrarvík eftirMate Wahl. Þessi spennusaga fjallar um John-John sem er að byija leiklist- arnám þegar hann verður ástfang- inn. Óvæntir atburðir verða til þess að hann lendir upp á kant við bestu vini sína og kærastu svo öll sund virðast lokuð. En bjartari tímar virðast framundan í lokin.“ Mats Wahl er sænskur höfund- ur sem hlotið hefur margvísleg verðlaun. Áður hafa komið út tvær unglingabækur eftir hann hjá Máli og menningu, Húsbóndinn og Maj Darling. Hilmar Hilmarssonhef- ur þýtt allar bækurnar og fékk verðlaun fýrir Maj Darling sem bestu þýddu barnabókina 1992. Útgefandi er Mál og Menning. Bókin er 286 bls., prentuð íSkot- landi ogkostar 1.880 innbundin og 890 krónur sem kilja. Alda Lóa Leifsdóttir gerði kápu. • LISTAKONAN Gerður Berndsen hefur samið og mynd- skreytt barnabók sem nefnist Margt býr í sjón- um — Ævintýri á hafsbotni. Sagan er þannig byggð upp að lítil stúlka að nafni Freyja dettur í sjóinn ein- hvers staðar við Reykjanes og upp- lifir hin undarleg- ustu atvik, meðan foreldrar hennar eru að reyna að bjarga henni. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 48 bls., litmyndir í hverri opnu. Verð bókarinnar er kr. 1.480. VETTVANGUR Hver á að velja? Starfsmenn Menningardeildar ritstjórnar Morgunblaðsins ætla að hrinda úr vör vikulegum þætti undir heitinu Vettvangur, þar sem gefst færi á að reifa skoðanir, strauma og stefnur, eða að ræða almennt um það sem er á döfinni hveiju sinni. Að undanförnu hafa spunnist nokkrar umræður um samskipti listamanna og fjöl- miðla, í kjölfar Rabbs sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkru undir fyrir- sögninni Látið listaverkin tala og umræðuþáttar í Ríkisútvarpinu um sama efni. AÐ ER ekkert óeðlilegt við það að skoðanir séu skiptar um með hvaða hætti fjölmiðlar eigi að umgangast og sinna hinum fjölmörgu lista- mönnum landsins, listsköpun þeirra og list- viðburðum sem þeir standa fyrir. Það viðhorf var m.a. reifað í ofangreindum útvarpsþætti að fjölmiðlar hefðu ekki yfír starfskröftum að ráða, sem væru færir um að meta vægi listviðburða rétt í flóru listaumfjöllunarinnar. Vel má vera að þetta viðhorf eigi við rök að styðjast í einhveijum tilvikum. Blaðamenn og fréttamenn ljósvakamiðla era yfírleitt ekki sérmenntaðir listfræðingar, sem geta menntunar sinnar vegna vegið og metið list- viðburðinn út frá listfræðilegu eða listasögu- legu gildi. En það er ekki þar með sagt að þeir séu ófærir um að vega viðburðinn og sinna honum, því einatt era fræðin nokkuð fjarlæg blaðamennskunni. Blaðamennska er eigi að síður fagmennska og það þarf ákveðna hæfni til þess að koma listviðburðum sem öðrum viðburðum til skila á læsilegan og aðgengilegan hátt fyrir hinn almenna les- anda. Sé blaðamaðurinn sér meðvitandi um fréttagildi listviðburðarins, getur fjölmiðillinn nokkuð vel við starfskraft sinn unað. Það er ekki i verkahring fjölmiðiis (hér er átt við dagblöð og ljósvakamiðla) að vera með list- fræðilega umfjöllun, að listfræðilegri gagn- rýni undanskilinni. Með því að meta listviðburðinn út frá fréttagildi, getur blaðamaðurinn fjallað um hann fyrir fréttamiðil, þannig að hann miðli fréttinni til lesenda sinna, áhorfenda eða áheyrenda. Það er auðvitað lykilatríði. Blaða- menn sem fjalla um listræna viðburði, era alla jafna einnig áhugasamir um bókmenntir og listir. Því eru þeir færir um að skrifa greinar um þá viðburði sem þeir fjalla um í víðara samhengi en fréttalegu. Þeir geta tek- ið viðtöl, sem gefa litríka mynd af viðmæland- anum, eða þeir geta skrifað Iýsingu á því sem um er að ræða, þannig að eftir sitji áhuga- verð og efnismikil frásögn um viðfangsefnið og þannig er lesandinn einhveiju nær eftir lesturinn. Það hlýtar í það minnsta að vera markmið fjölmiðils að hafa yfír slíkum starfs- kröftum að ráða. Þeirri skoðun hefur einnig verið hreyft að fjölmiðlar hafi tilhneigingu til að gera öllum listamönnum jafnhátt undir höfði. Ekki sé gert upp á milli áhugamanna og atvinnu- manna og ekki sé nægjanlegur greinarmunur gerður, þegar stórlistamenn eiga í hlut. Það kann vel að vera, að einnig sé eitt- hvað til í gagnrýni af þessu tagi, þótt það sé mismunandi eftir íjölmiðlum. Ef litið er til fjölmiðils eins og Morgun- blaðsins, þá er a.m.k. reýnt að sinna hinu svokallaða þjónustuhlutverki við alla þá sem óska eftir þjónustu, þótt sjaldnast sé það í þeim mæli sem óskað er eftir. En það er einmitt með því að halda utan um þjónustuhlutverkið, að ritstýra og tak- marka þjónustuumfjöllunina, sem svigrún gefst til þess að fjalla um stærri listviðburði og merkari listamenn í hlutfalli við stöðu þeirra og mikilvægi. Þetta er ekki vel séð af áhugalistamannin- um eða þeim listamönnum sem ekki hefur tekist að hasla sér völl í listalífinu, sem ein- att reifa það sjónarmið að gera skuli öllum jafnhátt undir höfði. Slík jafnaðarmennska er auðvitað hvorki skynsamleg né fram- kvæmanleg. Góðir listamenn, sem hafa með listsköpun sinni auðgað menningarlíf þjóðar sinnar, eru einfaldlega áhugaverðara umfjöll- unarefni en meðal-Jónarnir. Fjölmiðlar þekkja óskir lesenda sinna og sækjast eftir því að fá að fjalla um þá sem þegar njóta virðingar og um þá sem koma nýir fram og þykja efnilegir, frumlegir og skapandi. Blaða- lesandi vill lesa um dáða listamenn og hann vill lesa um þann eða það sem vekur forvitni hans og í besta falli fróðleiksfýsn. Það er ósköp skiljanlegt að listfræðingar og ástríðulistamenn telji stundum að fjölmiðl- unum verði á i messunni, þeim yfirsjáist mikilvægi listviðburða, ofgeri með umfjöllun minniháttar viðburðum og kunni ekki að velja og hafna. Þeir sem gagnrýna fjölmiðla á þessum nótum eru iðulega í hlutverki sjálf- boðaliðans, sem býðst til þess að velja og hafna fyrir fjölmiðilinn. Fjölmiðill getur átt og á að eiga sérfræðilega ráðgjafa að, sem hægt er að leita til, til þess að fá ráðgjöf eða umsögn, en fjölmiðill getur auðvitað ekki afsalað sér valdinu til ákvarðanatöku í hend- ur fræðinga úti í bæ. Slíkt jafngildir sjálf- stæðisafsali. Líf fjölmiðilsins ræðst síðan m.a. af því trausti sem lesandinn hefur á vali hans. AB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.