Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Verk eftir Vivaldi, Bach og Marcello í brennidepli á Jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur Hátíðleg gleðitónlist Morgunblaðið/Þorkell KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til jólatónleika í Askirkju á morgun klukkan 17. VERK eftir Vivaldi, Bach og Marcello verða í brennidepli á Jólatónleikum Kammersveit- ar Reykjavíkur í Áskirkju á morgun. „Þetta er hátíðleg gleðitón- list sem tilvalið er að flylja á aðventunni,“ segir Eiríkur Örn Pálsson, sem verður ásamt Ein- ari St. Jónssyni einleikari í konsert í D-dúr fyrir tvo trompeta og kammersveit eftir Vivaldi. Sigurlaug Eðvalds- dóttir fiðluleikari kemur til skjalanna í moll-þætti kons- ertsins. „Þetta stafar af því að á tímum Vivaldis voru tromp- etar ekki nógu fullkomnir til að geta leikið verk í molI,“ segir Eiríkur. Dæmigerður Vivaldi Hinn Vivaldi-konsertinn sem fluttur verður á tónleikunum er í g-moll fyrir selló og kammersveit. Einleikarar verða Bryndís Halla Gylfadótt- ir og Inga Rós Ingólfsdóttir sem telja að um sé að ræða eina konsertinn sem skrifaður hafi verið fyrir þessa hljóð- færaskipan. „Þetta er annars dæmigerður Vivaldi," segir Bryndís Halla og Inga Rós bætir við: „Það eru líflegir og hraðir kaflar í þessu verki.“ Stöllurnar hafa margsinnis stillt saman strengi á vettvangi Sinfóníuhljómsveitar íslands og segja að Kammersveit Reykjavíkur kalli á önnur vinnubrögð. „Hérnaþurfa sellóin að hljóma eins og eitt hljóðfæri," segir Bryndís Halla og Inga Rós bætir við, að þær þurfi því að samræma stílinn. Einleikari í þriðja verkinu á efnisskránni, konsert í d-moll fyrir óbó og kammersveit eftir Marcello, verður Daði Kol- beinsson. „Þetta er mjög gam- alt verk sem fannst nýlega í upprunalegri útgáfu. Það.er sennilega þekktast fyrir þær sakir að Bach stal því og breytti í sembalkonsert, sem er mun frægari," segir Daði. Sjaldan leikið Að lokum verður leikinn konsert í a-moll fyrir flautu, fiðlu og sembal eftir Bach. Ein- leikarar verða Bernharður Wilkinson á flautu, Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu og Char- les Harrison á sembal. „Við vildum koma einhverju nýju á framfæri og þetta verk er mjög sjaldan leikið,“ segir Bern- harður. Charles Harrison starfar við dómkirkjuna í Carlisle á Eng- landi og kom til landsins fyrir milligöngu Bernharðs. „Okkur vantaði semballeikara og mér datt Charles í hug. Hann gat fengið sig lausan, þótt fyrir- varinn væri stuttur, og hingað er hann kominn.“ í t i i i í Ævintýri líkast BOKMENNTIR Skáldsaga FRÚ BOVARY eftir Gustave Flaubert Pétur Gunn- arsson þýddi. Bjartur, Reykjavík 1995.266 bls. Verð: 2.980 kr. FRÚ BOVARY eftir franska rithöfundinn Gustave Flaubert (1821-1880) hefur verið eitt um- talaðasta bókmenntaverk síðari alda frá því það kom fyrst út árið 1857. Og þrátt fyrir að hafa skrif- að önnur allmerkileg verk varð höfundurinn að sætta sig við að verða ætíð minnst fyrir þessa einu sögu. Hún varð ekki einasta til þess að hneyksla svo frönsku borgarastéttina þegar hún kom út að höfundurinn var sóttur til saka fyrir vikið, heldur hefur hún haldið áfram að vera á milli tann- anna á fólki og vaxa að vinsæld- um. Reyndar er þetta sú saga sem Frakkar vitna hvað oftast í. Frú Bovary fjallar um árekstur ídylls og veruleika. Kona reynir að lifa lífinu eins og henni firinst að því eigi að lifa en rekur sig fljótlega á tálma í umhverfinu. Segja má að í þessari sögu rekist þannig á, eða blandist, hin frjálsa og egóíska söguhetja rómantíkurinnar og hin lögmálsbundna samfélagsmynd raun- sæisins. Sagan segir frá Emmu sem hefur alist upp við lestur á róman- tískum ástarsögum í eilítið mýstískum heimi klausturskólans. Þegar hún giftist smá- borgaralegum lækni, Karli Bovary, uppgöt- var hún að hjóna- bandslífið er ekkert í líkingu við það sem hún hafði lesið um í bókum sínum. Hún verður mjög vonsvikin og þegar hún fær nasaþef af heimi fyrirfólksins í veislu, sem þeim hjónum er boðið til, leggst hún veik úr óhamingju; hún sér að Karl mun aldrei geta fullnægt þörfum sínum og löngunum. Til að hressa hana við bregður Karl Gustave Flaubert hins vegar á það ráð að flytja í smábæ nefndan Yonville en þar gerist sagan að stærstum hluta. í Yonville telur Emma sig kynn- ast ástinni og ástríðunum sem vantar í samband hennar og Karls, hún telur að hún hafi fundið ham- ingjuna, neistann sem gæðir lífið hinum mýstíska bjarma sem hún hafði lesið um í ástar- sögunum. I rauninni eru þau kynni hins vegar ekki í mjög rómantískum anda. Emma er dregin á tálar af miður vönd- uðum mönnum sem vilja aðeins eitt, svo sem Rodolphe sem stígur fyrst í vænginn við hana á landbúnað- arsýningu Yonville- bæjar (staðsetningin er dæmigerð fyrir háðskan húmor Flau- bert í sögunni); hann fær fljótt leið á henni og leysir málið með bréfi sem hann byijar í fölskum sjálfsfómartón: „Hug- rökk, Emma! Hugrökk! Ég vil ekki steypa þér í glötun...“ Honum er þó ekki alls vamað, honum finnst hann þurfa að réttlæta svik sín og brigðlyndi: Það er málið, hugsaði Rodolphe; ég er að gera það sem er henni fyrir bestu; ég er heiðvirður maður.“ Þannig eru ástamál Emmu í raun og vera, innantóm og fölsk. Og þannig er líf hennar alltþegar upp er staðið, yfirborðskennt og innantómt, ekki túkallsvirði frekar en líf hinna smásálarlegu samborgara Flau- berts sem vora skotspænir sög- unnar. Þótt frásagnarháttur Flauberts sé hlutlægur og hann forðist það eins og heitan eldinn að fella dóma um persónur sögunnar eða segja lesendum sínum beinlínis hvað þeim eigi að finnast um þær, þá skín andstyggð hans á þeim greini- lega í gegnum textann. Háð, skop og ýkjur eru verkfæri hans og samtíminn er viðfangsefnið. Mað- ur getur hugsað sér þessa sögu eins og skopstælingu á samfélag- inu sem hún lýsir, sennilega hefur stælingin verið svo nákvæm að góðborgurum hefur sviðið hún. Hinn hlutlægi raunsæisstíll varð enda sú aðferð sem sporgöngu- menn Flauberts tömdu sér við að stinga á kýlum samfélagsins. Vegna hins hlutlæga frásagnar- háttar er oft sagt að við hvem lestur orki Frú Bovary á mann eins og ný bók. Þannig sé hver lestur sögunnar líkastur ævintýri, eins og ferð þar sem maður er sífellt að upplifa og uppgötva eitt- hvað nýtt.- I vissum skilningi má því tala um Frú Bovary sem lif- andi texta; það mætti jafnvel segja að hún væri texti sem lifði á sjáf- um sér, væri óháður ytra um- hverfi og hafi þess vegna staðist tímans tönn jafnvel og raun ber vitni. Og það er einmitt þessi sjálf- umsérnógi texti sem helst ein- kennir skáldsögur á eftir Frú Bo- vary; texti þeirra snýst um sjálfan sig — og aðra texta. Þannig hefur smám saman myndast eins konar textasamfélag, sjálfstætt og sjálf- ala. Þetta textasamfélag hafa menn nefnt bókmenntir, hugtak sem farið var að nota hér á landi skommu áður en Frú Bovary kom út í París árið 1857. Áhrif Frú Bovary á svokallaðar nútímabókmenntir verða seint of- metin. Sömuleiðis verður senni- lega seint gert of mikið úr mikil- vægi þess að hafa nú fengið þessa bók þýdda á íslensku í heild sinni. Útkoma Frú Bovary er þannig án efa einn merkasti viðburður þessa bókaárs. Engin vafi leikur á því að það hefur verið mikið vandaverk að þýða Frú Bovary en ekki verður annað sagt en að Pétur Gunnars- son hafi leyst það með sóma. Þröstur Helgason jrfvað varð ® /um stúlkuna á Græna kaffi? Þessi spennandi verðlaunasaga Vestur- (slendingsins William D. Valgardson fjallar um leit sögumanns að stúlku sem hverfur á dularfullan hátt. Inn í söguna fléttast uppgjör hans við líf sitt ásamt minningabrotum sem hægt og bítandi skerpa einkenni sögupersónanna og skýra breytni þeirra. Gannar Gunnarsson og AnMcmrTMr'A Hildur Finnsdóttir fslenskuðu ORMSTUNCjA BÓKAÚTGÁFA Nýjar bækur Hrímfaxi - nöfn og litir íslenzka hestsins ÚT ER komin bókin Hrímfaxi, en hún fjall- ar um hestanöfn frá fyrri tíð til vorra daga og liti íslenzka hests- ins. Bókin er rituð af Hermanni Pálssyni, fræðimanni í Edinborg, en texti bókarinnar er á íslenzku, ensku og þýzku. Kápumynd er málverk Baltasars, Hrímfaxi og Skinfaxi. í inngangi fjallar höfundur um sögu ís- lenzkra hestanafna, sem hefst með Eddu Snorra Sturlusonar og þeim kvæðum sem hann studdist unnin í Prentþjónustunni hf og G. við, en þau eiga sér djúpar rætur Ben. Eddu hf. Herinann Pálsson i norrænni heiðni. Þá er farið yfir elztu heimildir um hesta- nöfn, hestamennsku Ásanna og loks farið yfir helztu heiti hrossa og uppruna þeirra. Að því loknu er skrá yfir íslenzk hestanöfn og skýringar á þeim á um það bil 230 blað- síðum. Aftast í bókinni eru loks litmyndir sem sýna liti og litbrigði íslenzkra hrossa. Útgefandi er Bóka- útgáfan á Hofi. Bókin er um 300 síður og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.