Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 1
með krossi úr Hekluhrauni ÞAÐ er með óvenjulegra móti jólatréð sem prýðir vinnustofu Hraunverk- smiðjunnar í Gunnarsholti. „Eg fann þennan hraunmola stuttu fyrir jól, og það kom eiginlega ekkert annað til greina en búa til jólatré," segir Snorri Guðmundsson, hraunlistamaður. Hraunverksmiðjan á rætur að rekja til samstarfs Snorra og vistheimilisins í Gunnarsholti sem hófst síðastliðið sumar. Þar eru unnir hlutir úr hrauni eins og nafn fyrirtækisins bendir til. „Þetta jólatré er nú ekki dæmi- gert fyrir framleiðsluna, en við búum meðal annars til litla skúlptúra og skartgripi." Hraunjólatréð er um 40 sentimetra hátt. Snorri segir það að mestu vera upprunalega stærð hraun- molans, en hann hafi hiað ið lítilsháttar undir hann til að stækka „tréð." „Þetta er moli úr kristni- tökuhrauninu svokall- aða, en krossinn ofan á er úr Hekluhrauni, yngsta hrauni á ís- landi," segir hann. I miðjum krossinum er fjöruslípaður kvarsmoli. Skýrsla um greiningu á ferðaþjónustunni Maður, náttúra og dýr dragi hingað f erðamenn BAÐMENNING við heimskauts- baug, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sælkeralandið ísland, listir, forn- leifar og íslensk hestamennska eru meðal kosta landsins sem bjóða má erlendum ferðamönnum, sam- kvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir Rannsóknarráð íslands. Ákveðið var árið 1993 að stofna starfshóp undir forystu Tómasar Inga Olrich til að gera úttekt á þörfum ferðaþjónustunnar fyrir Rannsóknarráð íslands. Hópurinn hefur nú skilað niðurstöðum og til- lögum sem ráðið mun fjalla um og marka framtíðarstefnu í ferðamál- um í samráði við stjórnvöld. Starfshópurinn telur horfurnar í ferðaþjónustu góðar, en að hún njóti ekki verðskuldaðrar athygli opinberra aðila. íslandi er talið hagstætt ferðamannaland því að- stæður hér séu í samræmi við það sem betur stætt millistéttarfólk í iðnvæddum ríkjum sækist eftir. Eftir greiningu starfshópsins á stöðu og þróunarmöguleikum ferðaþjónustunnar gerði hann til- lögur í málefnum greinarinnar. Meðal þeirra er að virkja þekkingu nokkurrar fagstétta til að þróa sér- stæða baðmenningu og heilsurækt. Bent er á vænlega staði fyrir heilsulindir eins og Lýsuhól á Snæ- fellsnesi og eyjar á Breiðafírði. Hellbrigðisþjónustan úr vlöjum mlðstýrlngar Starfshópurinn segir að ekki sé úr vegi að bjóða útlendingum heil- brigðisþjónustu sem íslendingar eru sérhæfðir í, til dæmis á sviði hjartaaðgerða, glasafrjóvgana og lýtalækninga, eða meðferðarþjón- ustu á borð við þá sem íslenskum áfengissjúklingum hefur staðið til boða. Bent er hins vegar á að sam- keppni sé hörð í heilbrigðisþjón- ustunni og að nauðsynlegt sé að losa slíkan rekstur úr viðjum mið- stýringar. „Sælkeralandið ísland er áþreif- anlegt og augljóst," stendur í skýrslunni og að opna þurfi mat- vælafyrirtækin fyrir ferðamönnum í samvinnu við ferðaþjónustuna, sælkerar séu nefnilega oft miklir ferðamenn. „Menning og saga eru auðlindir sem seint verða ofnýttar og geta því orðið varanleg söluvara," segir starfshópurinn sem vill að íslensk menning að fornu og nýju sé ferða- mönnum aðgengileg. En fjöldi er- lendra gesta hefur áhuga á heimi íslendingasagna. íslenskrl tamnlngarlist verði hampað meira íslenski hesturinn er umfjöllun- arefni í skýrlu starfshópsins sökum þess að hann er ekki taminn í evr- ópskum skilningi þess orðs, en ís- lensk tamningarlist er sennilega sú eina í heiminum sem ekki á rætur að rekja til hermennsku. Höfundar spyrja hvort ekki sé ástæða til að kynna íslenska reiðtamningarlist og finna efnivið í íslenskan „skóla" um listina. „Þannig hafa í sam- skiptum þjóðarinnar við náttúru- lega dýrastofna og húsdýr þróast viðhorfjog hefðir sem eru hugsan- lega vannýttar þegar við leitumst við að kynna ferðamönnum menn- ingu okkar," segir í skýrslunni.B Heimild/Útlendingaeftirlitið Gæludýr f á líka eitthvað fallegt þó ekki sé það kerti eða spil f^ ÞAÐ þykir mikilvægt að fara ekki í jóla- ¦m köttinn en ætli gæludýrin hugsi þannig? J*B í það minnsta gera margir eigendur !"£5 það, vilja ekki láta hundana sína og ketti í hendurnar á því ljóta hrekkjusvíni. Og Shvað er-þá til ráða? Morgunblaðið leit við í einni sérverslun fyrir hunda og ^^ ketti, Tókýó i Garðabæ. Þar varð fyrir ^* svörum Geir Ágústsson sem rekur versl- unina ásamt konu sinni, Unni Kristjóns- dóttur. „Fólk er að gefa hálsbönd, ný rúm eða bæli, nammibland í poka og margt fleira. Þessu er pakkað inn í skrautlegan jólapappír og ef um er að ræða gjafir sem ekki lykta er gjarnan sett kex eða eitthvað matarkyns með svo að dýrin þekki pakkana sína," segir Geir. Geir og Unnur létu sérsauma jólasveina- húfur fyrir hunda og þær seljast eins og heit- ar lummur. „Það eru ekki bara eigendur þessara dýra sem gefa þeim jólagjafir heldur líka vinir og ættingjar eigendanna," segir Geir. „Hjá mörg- um kemur þetta í staðinn fyrir gjafír til barna sem oft eru vaxin úr grasi og ekki svo lítil lengur. Það er líka al- gengt að gæludýrin séu snur- fusuð fyrir jól- in á þar til gerð- um snyrti- stofum, fái til dæmis klippingu eða naglasny- rtingu Diljó litla sael med nýju jólasveinakúfuna SÍna og bein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.