Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 C 3
tafl og spil var kennt við djöfulinn
sjálfan.
Gleðin gerði biskupa reiða, gleðin
sem Jón Samsonarson lýsir svo í bók
sinni Kvæði og dansleikir. „Gleðifólk-
ið stígur dansinn og gengur um gólf
í vikivaka, þegar á milli verður í gleði-
leiknum. Dansinn dunar, kvæði eru
kveðin, og allt er í gangi í gleðistof-
unni.“ „í gleðileikjunum hefur verið
kveðskapur og hreyfing, en þar gefst
gleðifólkinu einnig kostur á að horfa
á leik og taka þátt í leik. Karlmenn
taka á sig gervi, ákveðin atriði eru
sýnd og fólkið leikur. Trúlega hefur
gleðistofan verið alþýðu manna hið
eina leikhús og leiksvið sem völ var á.“
Ekki höfðu allir klerkar andúð á
gleðinni en andstaðan bar sigurorð
af gleðinni og fell hún að lokum al-
veg niður og ekkert kom í staðinn.
Harðindi, farsóttir og örbirgð hefur
sennilega hjálpað til við að kveða
hana niður. En dansleikjahaldið
hvarf að minnsta kosti og það er
merkilegt því það var vinsælt í út-
löndum á 18. og 19. öld en það „fór
ekki að breiðast út um sveitir hér á
landi fyrr en um og eftir 1880“.
Sumir fræðimenn hafa sagt að
dansalaust samfélag manna sé óhugs-
andi. En svo er ekki því samkvæmt
heimildum virðast íslendingar hafa
verið án dansa í tvær aldir og jafnvel
lengur í sumum héruðum, eftir því
sem Jón Samsonarson skrifar.
Dr. Ámi Björnsson skrifar um jólin
í bók sína Saga daganna: „Talsverð
rök hafa verið færð að því að jól sé
samstofna við latnesku orðin jocus
og joculus sem þýðir „gamanmál" og
„skemmtun" og af sama stofni væri
franska lýsingarorðið joli sem í ensku
fékk myndina jolly. Orðið merkir sam-
kvæmt því „gleðihátíð“.“ Jólin virðast
samt ekki hafa verið það í tvær aldir
eins og bent var á.
Það eimir jafnvel enn af and-
styggðinni við gleðileg jól, því sú
skoðun heyrist stundum að ekki sé
við hæfi að spila á spil um jólin eða
að gleðjast mjög fyrr en á annan í
jólum.
Tafl og spil eða ráðlaust reik
með lát og leik
lítt trúi eg kristnum sæmi.
Þessa vísu orti síra Jón Magnússon
í Laufás á 17. öld og um miðbik 18.
aldar var gefin út konungleg tilskip-
un um helgidagahald og stendur þar
meðal annars:
Allt tafl, leikir, hlaup spil, gárunga-hjal og
skemmtan... fyrirbjóðast alvarlega hér með
öllum, einum og sérhveijum án mismunar
að viðlögðu straffi sem helgidagsbrot áskil-
ur.
Þetta viðhélst lengur en góðu hófi
gegndi og segir Árni Björnsson að
„Ömmur og afar sem fram undir
miðja 20. öld ömuðust við gamanmál-
um á jólanótt og jóladag höfðu orðið
fyrir innrætingu frá eigin öfum og
ömmum sem ólust upp nálægt miðri
19. öld.
Gleðln nú á dögum
Gamla íslenska hefðin um dans
og leiki var gieymd og tröllum gefin
en á 19. öld fór að bera á einföldum
samkvæmisdönsum frá Danmörku.
Árni segir að þeim hafi fylgt söngur
og hálfgerð prentsmiðjudanska.
Svipað er að segja um dans kringum
jólatré og söng eins og Adam átti
syni sjö, Göngum við í kringum
einibeijarunn, Nú skal segja, Gekk
égyfir sjó og land, Hún Þymirós var
besta barn.
Landsmenn hafa tekið gleðina
aftur og jólagleðin hefur þróast.
Flestir taka nú gleðina út fyrir jólin
en það má merkja af jólaglögginu
en fyrirtæki eða starfsmannafélög
blása til þess á aðventunni og getur
gleðin orðið þónokkur. Jólahlaðborð
veitingahúsanna hafa víst aldrei
verið betur sótt en á þessari aðventu
og mest sækja þau saman
starfsmenn fyrirtækja.
Segja má að aðventan sé að verða
gleðihátíð en fólk reyni svo að hafa
það rólegt um jólin sjálf við snæðing
á kræsingum, lestur góðra bóka og
að njóta besta efnisins sem fjölmiðlar
hafa upp á að bjóða. Margir bregða
sér í kirkju, aðrir á dansleik annan
í jólum eða um áramót. ■
Gunnar Hersveinn
. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
TVENNT að skála og virðist í dansstellingum. Utskurður á rúmfjöl
frá 18. öld.
Thorlacius (Setberg 1995) er
handbók fyrir eigendur mynd-
bandsvéla og reynir höfundurinn
að kenna hvernig búa megi til
skemmtilegar myndir. Bókin sýnir
vel möguleika myndbandsvéla og
ættu eigendur slíkra véla að geta
fengið ýmsar góðar hugmyndir
með lestri. Hér er brot úr bókinni
úr kaflanum Fyrstu kynni og fjall-
ar um fyrirsætur:
„Það, hvernig aðalpersónu er
komið fyrir innan myndrammans
þegar mynd er tekin,
ræður miklu um áhrifin
sem myndin á eftir að
hafa á áhorfendur. í
þessu efni nýtur mynd-
bandstökumaður þess að
áhorfendur hans eru
löngu orðnir kunnugir myndmáli
sjónvarpsins. Það er til dæmis
úrelt staðhæfing úr heimi kvik-
myndanna (hafi hún þá nokkurn
tíma átt rétt á sér) að persóna
eða hlutur á miðjum myndfleti
tákni kyrrstæða mynd. Ándlit á
miðri mynd kallar einmitt á at-
hygli áhorfenda, einkum ef það
er tekið í nærmynd. Gættu þess
að láta höku mannsins ekki „hvíla
á“ neðri brún skjásins, það kemur
yfirleitt illa út.“
Yngri kynslóðirnar þekkja
myndbandsvélar nokkuð, til dæm-
is eru yfirleitt sérstakir videóklúb-
bar í menntaskólum og tæki til
sem nemendur geta notað. Það
er skemmtilegt að gera hreyfi-
myndir en það þarfnast bæði und-
irbúnings og eftirvinnslu vilji
tökumenn ekki valda áhorfendum
sínum leiðindum. Skólanemendur
ættu að nota myndbandsvélar
meira og kennarar jafnvel að láta
þá skila verkefnum á
formi myndbanda. Rit-
gerðir eru nefnilega of-
nýtt form.
Frumskilyrði er að fá
góða hugmynd að mynd,
og svo að gera handrit
með myndrömmum og texta.
Næst er nauðsynlegt að gera
„skotlista" eða myndáætlun sem
felst í því að raða tökum upp í
hentuga röð. Það er nefnilega lög-
mál að lélegur undirbúningur
merkir lélega mynd. Svona mætti
lengi telja en vonandi fjölgar góð-
um heimagerðum myndum á
næstu árum. Það hefur einmitt
vantað bók á íslensku um mynd-
bandstökur. ■
Margir eiga
vélar en ffóir
kunna ó þær.
DAGLEGT LÍF
rmm>
NJÁLSGATA 9, REYKJAVÍK - Látlaust hús, sem gert hefur
verið við, var áður íbúðarhús en er nú barnaheimili.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TJARNARGATA 24, Reykjavík - Byggt 1904-1905, núna er unnið
að því að bárujárnsklæða húsið að nýju.
Bárujárn
hefur staðið af sér
veður og vinda og tískubylgjur
BÁRUJÁRN hefur óvíða átt
P meira upp á pallborðið í húsa-
g gerðarlist en á íslandi. Þó er
j töluvert um slíkar klæðningar
á Falklandseyjum, þar sem veð-
urfar er svipað og hér, í Færeyj-
um og Afríku. Hingað barst
efniviðurinn frá Englandi seint
™ á 7. tug seinustu aldar og hefur
g hann allar götur síðan verið
notaður sem klæðning á' hús
og á þök. Vinsældirnar döluðu þó
um hálfrar aldar skeið þegar stein-
steypa varð alls ráðandi og menn
fóru að þreifa sig áfram með notkun
húðaðs stáls á þök. Samfara áhuga
manna á friðun húsa fékk bárujámið
uppreisn æru og augu manna opnuð-
ust á ný fyrir ágæti þess.
Þótt bárujárnið sé samofíð ís-
lenskri byggingarsögu og bæjar-
menningu hafa haldgóðar upplýs-
ingar og almennur fróðleikur ekki
verið til á einum stað fyrr en nú að
Minjavemd réðst í útgáfu bæklings
um efnið. Höfundar Bárujáms, arki-
tektarnir Hjörleifur Stefánsson, sem
jafnframt er ritstjóri verksins, Grétar
Markússon og Stefán Öm Stefánsson
rekja sögu bárujámsins, telja upp
kostina, gera nafngiftinni skil og
leiðbeina um meðferð, viðgerð, frá-
gang og endurbætur.
Hjörleifur segir að bárujám hafí
átt auknum vinsældum að fagna hin
síðari ár og fólk verið áhugasamt
um viðhald eldri járnklæddra húsa.
Að sama skapi sjáist merki um að
þekking á efnisnotkun og meðferð
við frágang, sem áður hafði þróast,
hafí fallið niður að miklu leyti og oft
hafí verið ráðist í framkvæmdir af
meira kappi en forsjá.
„Iðnaðarmenn og einstaklingar
hafa stundum notað þetta merka
byggingarefni af góðum hug en lít-
illi þekkingu. Frágangi hefur oft ver-
ið ábótavant bæði hvað varðar fagleg
atriði og útlitsatriði. Enduijámuð
hús hafa því stundum misst hluta
af sínum upprunalegu útlitseinkenn-
um og sjarma. Of mikið hefur verið
gert úr frágangi þar sem slíkt á
ekki við, fjölmörg dæmi em um léleg-
an frágang, sem veldur lekahættu
og alls konar handvömm sem hefur
orðið til að spilla þessari merku
menningararfleið."
Hjörleifur segir að miklu máli
skipti að upphaflegt handverk frið-
aðra húsa og húsa, sem hafa menn-
ingarsögulegt gildi, varðveitist og
efnisnotkun og aðferðum sé ekki
raskað nema í undantekningartilvik-
um. Hyggja verði að smæstu atriðum
og velja af kostgæfni hentugustu
aðferðina.
„Þótt bárujárnsklæðning húsa ‘
byggist á handverki sem hófst á öld-
inni sem leið er enn verið að bæta
aðferðir og útfærslur. Við gerð bók-
arinnar er leitast við að draga fram
í dagsljósið hvernig bámjámsnotkun
hefur þróast og handverkið mótast.
Við mælum vitaskuld með aðferð sem
við teljum hentugasta og fullkomn-
asta. Hvert hús verður þó að skoða
með tilliti til sérstöðu þess og sér-
kenna og meta hvemig einstök atriði
skuli leyst."
Allur fróðleikur og leiðbeiningar í
ritinu Bárujám er sóttur í smiðju
sérfróðra manna. Hjörleifur segist
vonast til að ritið megi verða til þess
að glæða áhuga á notkun bámjáms
við byggingu nýrra húsa jafnframt
því að gagnast sem handhægt upp-
flettirit fyrir þá sem em að bæta og
laga eldri hús. ■
Bárótta
þalgámið
í BÁRUJÁRNI segir að samnefnt
efni hafl boríst hingað um 1870
þegar verslunarleiðir til Englands
opnuðust vegna sauðasölunnar
svokölluðu. Þá hófst umtalsverð-
ur útflutningur á lifandi sauðfé
og nýjar verslunarvörur, þar á
meðal bárujámið, komu með skip-
unum sem sóttu sauðféð.
Grein eftir Valgarð Breið-
fjörð, smið og verslunarmann,
sem birtist í blaðinu Reykvíking-
ur árið 1894 þykir ómetanleg
heimild um upphaf bárujárn-
snotkunar. í Bárujárni er greinin
birt í heild, en hér verður stiklað
á stóru.
„Þetta byggingarefni er nú
farið að ryðja sjer svo til rúms
hjer í Reykjavík, helzt á seinni
árum, að á hvert hús sem nú er
byggt hjer úr timbrí er það brúk-
að bæði á þak og jafnvel á veggi.
Rjett fyrir 1870 fluttist hingað
hið fyrsta bárótta þakjárn og var
lagt á húsið í Krýsuvíkurnámun-
um, sem síðar var rifið, og flutt
þaðan 1872. Var Geir Zoéga sá
fyrsti hjer í Reykjavík, sem fékk
galvaníserað bárótt þakjárn, og
lagði það á útúrbyggingu hjá
sjer. Arið 1876 fjekk W.Ó. Breið-
fjörð svo þetta þakjárn, og lagði
það á húsþak sitt og hliðar, en
þetta þakjárn fór þó ekki að
verða almennt hjer fyrr en um
og eptir 1880, og almennt var
það ekki lagt á húsveggi fyrr en
eptir 1890.“
Langur kafli fer í leiðbeining-
ar um lagningu þakjárnsins sam-
kvæmt skriflegum leiðbeining-
um, sem W.Ó.
Breiðfjörð fékk
sendar frá Eng-
landi. Höfundur
greinarínnar var-
ar fólk við að
hlaupa eftir því
sem hann nefnir
„endingarlausar
pjátursplötur“
þótt þær séu
ódýrari og eins
ættu menn að
varast að brúka
ógalvaniseraða nagla. Hann
hnýtir í smiði fyrir handvömm
ogbruðl viðjárnlagningu. „Vjer
göngum að því sem gefnu sam-
kvæmt núríkjandi hugsunar-
hætti, að bæði smiðir og hús-
byggjendur ef til vill í svipinn
reiðist oss ærið fyrir þessar útá-
setningar og víðvíkjandi hinu
bárótta þakjárni og meðhöndlun
þess. En annaðhvort er, eptir
voru álita, að segja sannleikann,
þó súmir veigri sjer við því, eða
þegja; með hræsni fetast ekkert
spor áfram til sannra framfara
eður endurbóta. Og hjer er
margra manna fjármunum hætta
búin af vanþekkingu, ef ekki er
í tíma aðgjört.11 ■
KLUKKUBERG 9, HAFNARFIRÐI - Dæmi
um nútímahús klætt hefðbundnu bárujárni.
Arkitekt Hróbjartur Hróbjartsson.