Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FERÐAPISTILL Starfsþjálfun þyrfti að komast í tísku Morgunblaðið/RAX HÉR SÉST hópur ferðamanna baða sig í Víti í Oskju. ÞAÐ ER margt í tilveru okkar sem lýtur tögmálum tískunnar. Tískan stýrir klæðaburði, vali á innan- stokksmunum híbýla, útliti bygg- inga, afþreyingu í tómstundum og jafnvel vali á sumarleyfisstöðum. Tískan hefur áhrif á hvað það er sem við tökum okkur fyrir hendur og einnig á það sem við segjum og hugsum. Ákveðin málefni eru efst á baugi um tíma og það er enginn maður með mönnum nema að geta lagt sitt til málanna. Þann- ig hefur ferðaþjónusta verið í tísku í heiminum nú um nokkurt skeið. Efnahagskreppur og atvinnuleysi herja á mörg samfélög og mörg leita lausna í ferðaþjónustu, einni vinsælustu atvinnugrein nútímans. Starfsþjálfun og tíska Þó orð séu til alls fyrst eru þau á stundum nokkuð innantóm. Um- ræðan stendur þó fyrir sínu og sú athygli sem fæst með aðstoð tísku- bylgja. Menntun og fræðsla í ferða- þjónustu eru dæmi um hugtök, sem nú eru í tísku. Hvar sem ferðaþjón- ustu ber á góma er rædd nauðsyn þess að styrkja undirstöðumar með menntun og fræðslu. í kjölfarið hefur framboð á menntun í ferða- þjónustu hér á landi aukist gífur- lega og fjöldi nemenda eykst stöð- ugt. í dag virðist vera í tísku að fara í ferðamálaskóla. Starfsþjálfun er hinsvegar hug- tak, sem ekki hefur náð upp á pall- borð tískunnar þó á því væri vissu- lega þörf. Nú segja kannski margir að lítil þörf sé á starfsþjálfun vegna QölbrejAts námsframboðs í grein- inni. Þeir sem ljúki námi í tilteknum skólum hljóti að skila sér inn í at- vinnulífið og bera með sér þá þekk- ingu sem til þarf. En skila nemendur í ferðamála- fræðum sér inn í starfs- greinina og hver eru tengsl menntunar og starfsþjálfunar? Á ráðstefnu, sem hald- in var í Mývatnssveit fyr- ir skömmu um uppbygg- ingu ferðaþjónustu á jað- arsvæðum setti vinnu- hópur fram hugmyndir um hvetja þyrfti að mennta. Þar má helst nefna starfsfólkið í at- vinnugreininni en einnig íbúa landssvæða, sem ferðamenn sækja heim svo og opinber yfirvöld s.s. sveitarstjómarmenn. Þessir hópar þurfa að fá upplýsingar um grein- ina og það hver „söluvara" tiltekins svæðis sé. íbúar á ferðmannasvæð- um eru mjög oft óbeinir þátttak- endur í ferðaþjónustu og sveitar- stjórnarmenn þeir sem hafa ákvörðunarvald í veigamiklum þáttum, sem snerta uppbyggingu ferðamannastaða. Vinnuhópurinn í Mývatnssveit taldi of lítið framboð í námi í ferðaþjónustu úti á lands- byggðinni. Uppbyggingin ætti sér stað í Reykjavík. Þó er það svo að fjölmargir framhaldsskólar hafa komið upp ferðamálabrautum og gildir það einnig um landsbyggð- ina. í Reykjavík eru hinsvegar 3 sérhæfðir ferðamálskólar en lands- byggðin nýtur góðs af margvísleg- um námskeiðum. Aðsókn í ferðamála- skólana í Reykjavík er góð og nemendafjöldi eykst stöðugt. Ferðamálabrautir jjölbrautaskólanna virðast einnig ganga vel. Mest er um að yngra fólk sæki í skólana, en einnig situr þar fólk, sem vinnur nú þegar í greininni; Aðsókn að styttri gnámskeiðum er hinsvegar sögð slakari, þátttak- endur 5-10 talsins. Þó eru þetta námskeið sem ætluð eru starfsfólki í ferðaþjónustu. Ef þetta er rétt má spytja hver ástæðan sé og í framhaldi af því hvort svona nám- skeið séu rétti vettvangurinn til þjálfunar starfsfólks. Hafa smærri fyrirtæki ekki bolmagn til að senda starfsfólk á námskeið, eða er áhugi hreinlega ekki fyrir hendi? Og hvað með stærri fyrirtæki, er starfsfólk þar betur menntað og þykir því ekki ástæða til að auka sérþekk- ingu þeirra á faginu? Ef niðurstaðan er sú að nám- skeið utan vinnustaða þjóni ekki tilganginum, ætti þá ekki frekar að styrkja stöðu skipulegrar starfs- þjálfunar? Starfsþjálfun eins og hún þekkist erlendis hefur ekki náð vin- sældum á Islandi. Erlendis er al- gengt að fyrirtæki sæki inn í há- skóla eftir starfsfólki. Þessir ein- staklingar eru ráðnir í ákveðnar stöður en njóta Jjeirra forréttinda fram yfir okkur Islendinga að fara fyrst í gegnum langt ferli þar sem hver eining fyrirtækisins er kynnt. Forréttindi er vissulega rétta orðið því með þessu móti fá nýir starfs- menn tækifæri til að kynnast fyrir- tækinu frá grunni, skilja og skynja menningu og starfsaðferðir fyrir- tækisins og bæta við eigin þekk- ingu. Starfsþjálfuninni má líkja við nám í skóla, því nýir starfsmenn þreyta próf í áföngum og færast stig af stigi innan fyrirtækisins. Með þessu móti er viðkomandi bú- inn undir að nýta eigin þekkingu til ákvarðana- töku og hugmyndasmíði, út frá eigin forsendum en í takt við starfsemi fyrirtækisins. Styrkja þarf stöðu skipulagðrar starfsþjálfunar Með starfsþjálfun er ekki gert lítið úr námi viðkomandi einstaklings. Námið nýtist betur en ella, en kemur ekki í stað þess að starfsmenn læri hlutverk sín á vinnustöð- um. Flestir þeir sem starfa { greininni í dag hafa öðlast reynslu og þekkingu í starfí. Enn sem komið er hefur at- vinnugreinin ekki tekið við nema litlum hluta þeirra einstaklinga, sem sótt hefur það ferðaþjón- ustunám, sem í boði er. Það er óskandi að sá hóp- ur fari stækkandi í framtíðinni, hinsvegar má leiða að því líkum að atvinnurekendur muni einnig halda áfram að sækja starfsfólk inn á önnur svið menntunar. Það kallar enn frekar á eflingu skipulegrar starfsþjálfunar. Niðurstaðan er í raun sú að í ljósi kröfu um aukna menntun og fræðslu ætti að stórefla starfsþjálf- un innan fyrirtækja, ef sjálfstæð og tilfallandi námskeið henta starfsmönnum illa. Vel upplýst starfsfólk er ein besta auglýsing fyrirtækis. Seta á námskeiðum get- ur verið liður í þjálfuninni, en það sem gerir gæfumuninn er hið kerf- isbundna ferli, þ.e. að stefnt er að ákveðnu marki og því náð á skipu- legan og fyrirfram ákveðinn hátt. Það væri því ekki úr vegi að koma starfsþjálfun í tísku. ■ Höfundur er ferðamálafræðingur. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Rúm 60% íslendinga ferð uðust um ísland í sumar UM 120 þúsund landsmanna fóru í ferð um ísland í sumar skv. könnun sem Hagvangur gerði fyrir Ferðamálaráð Islands. Fólk dvaldi að meðaltali rúmlega 12 daga í ferðinni og meðaleyðslan á mann var 2.354 krónur á dag. Samkvæmt því notuðu íslending- ar á ferð um ísland um 3,5 millj- arða króna síðasta sumar. „Þetta eru svipaður fjöldi og ferðaðist um landið í fyrrasum- ar. Það kemur í raun á óvart þvl maður hefði haldið að lýð- veldishátíðin sumarið 1994, hestamót og fleiri viðburðir skekktu myndina það sumarið. Maður gleðst því yfir því að sami fjöldi var á ferð síðasta sumar,“ segir Magnús Oddsson, ferða- málastjóri. „Annað vakti athygli mína. Eg hefði haldið að eyðslan væri meiri nú en síðasta sumar. Það eru alltaf að koma fram nýjungar sem miða að því að freista ferðamanna auk þess sem virðisaukaskattur á gistinguna var ekki kominn inn í verðlagið sumarið 1994. Á móti kemur greinilega að matarverð hefur lækkað auk þess sem meira er um tilboð í gistingu. Það er meiri möguleiki nú á þvi að ferð- ast ódýrt.“ ■ Komu sem bakpokaferðalangar og selja nú íslandsferðir Unniö nö ungverskri leiðsögubók um íslnnd SALA Íslandsferða verður í náinni framtíð markvissari en hingað til. Hjónin Istvan og Ágnes Kiss reka ferðaskrifstofu í Búdapest, sem nær eingöngu helgar sig sölu á ferðum til Islands. Þau vinna nú að útgáfu leiðsögubókar um ísland á ung- versku, en slíkar bækur hafa ekki verið fáanlegar í Ungverjalandi frek- ar en annað upplýsingaefni um ís- land. Ágnes og Istvan komu fyrst til íslands árið 1991 sem bakpokaferðalangar og hrif- ust af Jandi og þjóð, svo mik- ið að Ágnes lét af starfi sínu sem verkfæðingur og rekur nú ferðaskrifstofuna, Tóni Túra Travel Agency. Istvan er lögfræðingur og hefur líka mikil afskipti af reksti ferða- skrifstofunnar. Ágnes og Istvan segja að fyrsta árið hafi sala íslands- ferða gengið best, 60 manns hafi þá keypt sér far til lands- ins hjá þeim. Næsta ár var svipað, en í ár hafi verið minna um að vera vegna lé- legra efnahagsástands í Ung- veijalandi. „Það hefur líka verið erfitt að fá flugmiða," segir Ágnes. „Við reyndum ýmsar leiðir, Kaupmannahöfn, Vín, London og fleiri staði. Þetta hefur verið vandamál því bókunartími flugfélaganna er mun styttri en bók- unartími flestra farþega." Tóni Túra Travel Agency er að sögn Kiss hjónanna eina ferðaskrif- stofan í Ungveijalandi sem sérhæfð er í sölu íslandsferða, og í raun sú eina sem selur sérstakar ferðir til íslands. „Við erum að selja tiltölu- lega dýrar ferðir,“ segir Ágnes, „en með því að halda umfangi skrifstof- unnar og öllum yfírkostnaði niðri, getum við boðið lægra verð en ella. Það bætir líka þjónustuna að við erum sérhæfð í sölu íslandsferða." Ævintýragjarnir og feröavanir Ungveijar sem koma til íslands eru að sögn Ágnesar og Istvans yfir- leitt í eldri kantinum, ævintýragjarn- ir og ferðavanir. Ekki endilega fjár- sterkir heldur „fólk sem safnar fyrir ferðalaginu og vill fá mikið út úr því.“ Enda sé það í náttúru Ung- veija að ferðast. Ungverska leiðsögubókin um ís- land kemur út í Búdapest í mars á næsta ári. Bókin verður um 220 blaðsíður og er reiknað með að hún verði gefin út í tíu þúsund eintökum. Ágnes og Istvan hafa líka látið vinna tvær kynningarmyndir um ísland fyrir Ungveija, önnur er sjö mínútna löng en hin 50 mínútur. „15 mars er sérstakur hátíðsdagur í Ungveija- landi þar sem haldið er upp á af- mæli sjálfstæðishreyfíngarinnar 1848,“ segir Ágnes. „Þann 15. mars næstkomandi verður lengri myndin sýnt í ungverska sjónvarpinu á milli tveggja opinberra hátíðarút- sendinga." íslendlngar tll Ungverjalands Það er líka markmiðið hjá Tóni Túra Travel Agency að selja íslendingum ferðir til Ungveijalands. „Við viljum koma því inn hjá íslensku ferðafólki að Ungveijaland er mjög vænlegur ferða- mannastaður," segir Ágnes. „Við erum að skoða mögu- leikana á áætlunarflugi frá Islandi til Ungverjalands næsta sumar í samvinnu við íslenska aðila. Við viljum gjarnan koma á auknum tengslum milli landanna tveggja." „Ungveijaland er falleg land og þar er mikið að skoða. Bílaleigubílar kosta til dæmis aðyins þriðjung af því sem þeir kosta á íslandi og út um allt land er fjöldi mismunandi hótela og gistiheimila. Það er líka hægt að komast í bænda- gistingu, svipaða og boðið er upp á hér á landi." Heitustu mánuðir í Ungveijalandi eru júlí og ágúst en maí og júní og svo aftur september og október eru þægilegir að sögn Ágnesar. ■ Morgunblaðið/Ásdís ÞAU komu til Island sem bakpokaferðalangar, verkfræðingurinn Ágnes Kiss og lögfræð- ingurinn Istvan Kiss, hrifust af landinu og stofnuðu í kjölfarið ferðaskrifstofu í heima- landi sínu Ungverjalandi. Þar er áhcrslan lögð á sölu íslandsferða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.