Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 5
4 C FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Morgunblaðið/Kristinn BJORK Timmermann og Markús Þór Andrésson. Markús Þór Andrésson. Fæðingardagur: 11. mars 1975. Foreldrar: Björk Timmermann, húsmóðir og fyrrum kennari. Andrés Svanbjörtsson, verkfræðingur. Skólaganga: Ölduselsskóli, MR, núna við nám í Leiðsögumannaskólanum. BJÖRK TIMMERMANN Fljótur til máls og óstöðvandi síðan „MARKÚS Þór var yndislegt ung- barn, en þjáðist í mörg ár af eyma- bóigu og stundum var gráturinn alveg að fara með móðurhjartað. Lengi vel varð ég að svæfa drenginn og missti því alltaf af útvarpsleikrit- inu, sem við hjónin reyndum að hlusta á saman. Þegar Markús Þór loks var sofnaður og ég kom fram í stofu heyrði ég bara lokaorðin,11 rifiar Björk Timmermann upp. Hún segir að æ síðan hafi setningin: „... flutt var leikritið ...“ verið orða- tiltæki á heimilinu þegar einhver var seinn fyrir. Markús Þór er fæddur í Sviss og bjó þar í nokkra mánuði áður en hann fluttist með for- eldrum sínum og tveimur árum eldri bróður til íslands. „Svissnesk fram- leiðsla er rómuð fyrir gæði og Markús Þór er engin undantekn- ing. Hann hefur alltaf verið til fyrirmyndar og ég hef aldrei þurft að hafa nokkrar áhyggjur af honum. Hann var fijótur til máls og hefur, eins og allir vita sem til þekkja, verið óstöðv- andi síðan. Þótt um- mælin í einkunnabók- unum hafi ævinlega verið frábær hefur vart brugðist að þar hafi stað- ið:... en hann taiar helst til mikið“.“ Ekki var nóg með að Markús Þór væri óvenju snemma altalandi, held- ur var hann líka orðin flugiæs að- eins fjögurra ára. Þá kom hann for- eldrum sínum í opna skjöJdu með því að þylja reiprennandi upp úr framsóknarpésa, sem borist hafði inn um bréfalúguna. Dúkkulísur og frímerki Björk segir að íþróttir hafi lítið höfðað til Markúsar Þórs en hann sé liðtækur á skíðum og sjóskíðum. Honum hafi alltaf verið öldungis sama þótt áhugamál hans væru af öðrum toga en jafnaldranna. „Hann undi sér við að hlusta á tónlist, syngja, teikna og mála, safnaði frí- merkjum og servéttum og fannst gaman að búa til dúkkuiísur og föt á þær. Jafnframt saumaði hann og nostraði við eitt og annað föndur." Björk er minnistætt þegar Markús Þór var aðeins 9 ára og saumaði sjálfur á sig grímubúning, sam- kvæmt fyrirmynd í listaverkabók. „Markús Þór hefur alltaf verið óhemju skipulagður og tekið við- fangsefnin alvarlega. Ef til vill eiga skipulagshæfileikamir rætur að rekja til þess að hann er Þjóðverji að einum fjórða. Þegar hann var lítill flokkaði hann servéttumar sín- ar mjög nákvæmlega og sömuleiðis frímerkin. Flugmerki máttu til dæmis alls ekki vera þar sem dýra- merkin vom og þar fram eftir götun- um.“ Björk segist jafnan furða sig á öllu því sem Markús Þór geti afkast- að án þess að eitt bitni á öðm. Píanó- nám, kóræfingar og félagsstarf seg- ir hún að hafi aldr- ei komið niður á einkununum og auk þess hafi hann verið og sé enn lið- tækur við heimilis- störfin. „Við eign- uðumst upp- þvottavél fyrir ári og ég get varla sagt að ég fyndi fyrir því. Markús Þór var ekki hár í loftinu þegar hann setti á sig svuntu, prílaði upp á eld- húskoll og sýslaði við uppvask eða annað. Hann hafði gaman af að búa tii mat og var sérstaklega kátur þegar hann fékk að hjálpa til við gerð jólakonfekts- ins. Núna er konfektið hans bæði betra og fallegra en mitt. Björk segir að Markús Þór sé skemmtilega sérvitur og víki sjaldan frá reglum sem hann setur sér. „Hann hefur ekki sett upp í sig tyggjó frá því hann var þriggja ára, hefur aldrei klæðst gallabuxum, hætti algjörlega að drekka kók fyrir nokkmm ámm og stígur aldrei fæti inn í Kringluna." Þótt Markúsi Þór hafi alla tíð ver- ið í nöp við gallabuxur segir Björk að hann hafi að öðm leyti kært sig kollóttan um föt og tísku fram eftir aldri. „Það er helst upp á síðkastið að áhuginn er að glæðast. Sumarbú- staðapeysuna mína hefur hann tekið traustataki og einnig úlpuna sem ég gekk í í menntaskóia." Uppskrift Bjarkar að fyrir- myndarsyni: Takið þátt í áhuga- málum þeirra og umfram allt hlust- ið ef synir ykkar þurfa að tala mikið. ■ LISTRÆNIR hæfileik- ar Markúsar Þórs komu snemma í ljós. MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 C 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF OMRBBBHHBBranBnBnnBi PRÚDIR OG FRJÁLSLEGIR í FASI Mömmudrengir Morgunblaðið/Þorkell GUÐRÚN Ásmundsdóttir og Ragnar Kjartansson. Ragnar Kjartansson. Fæðingardagur: 3. febrúar 1976. Foreldrar: Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona. Kjartan Ragnarsson, leikari og leikritahöfundur. Skólaganga: Melaskóli, Hagaskóli, MR. GUDRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Vaxtarlagið var honum fjötur um fót framan af UNGMEIMNI hafa löngum tekið liðs- menn innlendra og erlendra hljóm- sveita sér til fyrirmyndar hvað varðar útlit, framkomu og háttalag. Foreldr- um hefur ekki alitaf hugnast fyrir- myndirnar, sem þeim finnst oft yfir- máta druslulegar og ósmekklegar til fara og hafa lítt fágaða framkomu. Núna virðist þó komin fram á sjónar- sviðið unglingahljómsveit, sem á upp á pallborðið hjá ungum sem öldnum. Hljómsveitin er skipuð fjórum ung- um sveinum, sem aila tíð hafa verið annálaðir fyrir snyrti- og prúð- mennsku. Auk tónlistarinnar, sem þeir flytja, virðist geðþekk og Ijúf- mannleg framkoma þeirra afla þeim mikilla vinsælda hjá öllum aldurshóp- um. Sjálfum er þeim engin launung á því að gott uppeldi sé besta vega- nesti þeirra í lífinu og viðurkenna fúslega að vera mömmudrengir. Hljómsveitin heitir Kósý og hana skipa Magnús Ragnarsson, Markús Þór Andrésson, Ragnar Kjartansson og Úlfur Eldjárn. Þeir áttu margt sam- eiginlegt þegar leiðir þeirra lágu sam- an í Menntaskólanum í Reykjavík. Rómantískir fagurkerar, sem ailir höfðu óbilandi áhuga á tónlist, iært á hljóðfæri, fengist við ieiklist og sýnt listræn tilþrif á ýmsum sviðum. Auk þess voru þeir námshestar miklir og þrátt fyrir þátttöku í ýmiss konar fé- lagsstarfi voru einkunnir þeirra ætíð til sóma. Slík fyrirmyndarungmenni eru ekki á hverju strái og því lék Daglegu lífi forvitni á að skyggnast svolítið til baka til æsku þeirra og uppvaxtar- ára. Þar sem piltarnir eru yfirlýstir mömmudrengir lá beinast við að leita til mæðranna og gefa þeim orðið. vþj „RAGNAR er örverpið í fjölskyld- unni og hefur verið dekurbarn frá fæðingu. Hálfsystkini hans, systir 19 árum eldri og bróðir 10 árum eldri, létu ekki síður mikið með drenginn en við foreldrarnir,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir, móðir Ragnars og aftekur með öllu að dekrið hafi spillt pilti. Guðrún var fertug þegar Ragnar fæddist og henni fínnst sá aldur hinn ákjósanlegasti til barneigna, a.m.k. í sínu tilviki því fæðingin var mun auðveldari en þegar hin börnin hennar komu í heiminn. „Við hjón- in, vorum búin að koma okkur vel fyrir, fengum heilmikla hjálp og gátum sinnt og dúllað með Ragnar eins og okkur lysti og bamið þurfti." Ekki segir Guðrún að Ragnar hafi verið sérstakt mynsturbarn, en hann hafi verið hvers manns hug- ljúfi þótt skapmikill væri og alltaf komið öllum í kringum sig til að hlæja. „Hann var svo mikill krútt- bolti, alveg hnöttóttur, enda geysi- legur mathákur. Sérstakri lagni þurfti að beita til að mata hann því hann var svo æstur að maður var aldrei nógu fljótur með næstu skeið. Snuðið kom þá að góðu gagni og var óspart notað til að stinga upp í hann milli matskeiða." Vaxtarlag Ragnars var honum svolítill fjötur um fót framan af og var hann seinni til gangs en jafn- aldrar hans. Hann skákaði þeim þó í mælsku og fjölskrúðugum orða- forða. „Ragnar Iék sér yfírleitt ekki með dót og var aldrei hrifinn af leikfangabyssum og hasarleikjum. Helsta skemmtun hans var að spjalla við fólk, syngja og hlusta á tónlist. Ef hann var eitthvað óánægður þurfti pabbi hans ekki RAGNAR um það leyti sem búnaðarþátturinn kætti hann mest. annað en taka smá leikþátt og þá hýrnaði strax yfir gutta. Sérstaklega var hon- um skemmt þegar Kjartan hermdi eftir umsjónarmanni búnaðarþáttarins í útvarpinu og fjallaði um meðferð á súrheyi og þess háttar." Þótt Ragnar hafi alltaf verið mikill snyrtipinni með sjálfan sig, vill Guðrún fá orð hafa um dugnað hans við heimilisstörfín og segir hann engar sérstakar mætur hafa á ryksugunni. Hann vilji þó hafa snyrtilegt í kringum sig, hann hafi ætíð verið smekklegur í vali á inn- anstokksmunum og líki vel að hafa kertaljós og notalegt í kringum sig. „Hann er svolítill sérvitringur að mörgu leyti, t.d. vill hann aldrei vera í gallabuxum og kaupir oftast gömul föt, sem ég þarf síðan að laga og betrumbæta samkvæmt fyrir- mælum frá honum.“ Matarástin og Maja Frá unga aldri þvældist Ragnar með foreldrum sínum í leikhúsinu og fékk óbilandi áhuga á leiklist. Guðrún segir að hann hafi tekið sérstöku ástfóstri við hana Maju í eldhús- inu í Iðnó. „Þetta var sannkölluð matarást og Maja hafði vitaskuld gaman af hversu strákur kunni vel að meta viður- gjörninginn. Eitt sinn þegar Ragnar var þriggja ára sá hann mynd af Buffalo Bill og spurði hvort þetta væri vondur maður fyrst hann væri með byssur. Svörin sem hann fékk voru á þá lund að Buffalo Bill væri ekkert vondur því hann þyrfti bara að skjóta dýr sér til matar. Þá varð Ragnar hugsi mjög en sagði síðan spekingslega: „Hún Maja sýður bara dýr til þess að þeim verði hlýtt.“ Guðrún segist aldrei hafa þurft að hafa áhyggjur af Ragn- ari, honum hafi alltaf gengið vel í námi og hverju því sem hann hafi tekið sér fyrir hendur. „Þrátt fyrir ríka kímni- gáfu, sem oft beinist að honum sjálfum, örlar aldrei á mein- fysni. Ég held að góða skapið hafi fleytt honum langt og ég gæti ekki hugsað mér betri sambýiismann. Uppskrift Guðrúnar að fyrirmyndarsyni: Reynið frá byrjun að eignast trúnað og vináttu sonar ykkar. ■ Morgunblaðið/Þorkell KRISTÍN Waage og Magnús Ragnarsson. Magnús Ragnarsson. Fæðingardagur: 29. apríl 1975. Foreldrar: Kristín Waage, félagsfræðingur. Ragnar Einarsson, viðskiptafræðingur. Skólaganga: ísaksskóli, Hólabrekkuskóli, Hagaskóli, MR, á fyrsta ári í viðskiptafræði í HÍ. KRISTÍN WAAGE Súkkulaðikaka og mjólk við kertaljós og ljúfa tóna ----- í I?T?TT1\/TT3T?I?XTQTZTT e 1l„u 1 a íu. __j 1 MAGNUS á þríhjólinu sínu, uppábúinn að vanda. I FRUMBERNSKU var Snoddas snuð, kallað Dassi, traustasti vinur Magnúsar. Engan skugga bar á vinátt- una þótt margir reyndu sitt ýtrasta að spilla henni. Með sorg og trega í hjarta átti Magnús um síðir frum- kvæðið að því að kveðja Dassa fyrir fullt og allt. í ruslafötuna fór Dassi og lengi vel óttuðust foreldram- ir að sonurinn biði varanlegt tjón á sálinni vegna þessarar afdrifaríku ákvörðunar. Óttinn reyndist ástæðu- laus því ekki leið á löngu þar til jólasveinninn kom til sögunnar. Að sögn Kristín- ar Waage, móður Magnúsar, hefur sú vinátta haldist æ síðan. „Magnús var vært og rólegt ungbarn, þreifst vel og svaf vel. Snemma varð ljóst að hann var gæddur ríkri kímnigáfu og sem ómálga barn sá hann spaugilegu hliðar tilverunnar ' og veltist um af hlátri. Frá unga aldri hefur Magnús unað sér við að hlusta á óperur. Stundum tók hann hljómsveitar- stjórnina í sínar hendur fyrir framan útvarpið og einnig samdi hann og leikstýrði leikritum krakkanna af mikilli rögg- semi. Litlir bílar voru honum hugleiknir, en ekki man ég eftir öðmm leikföngum, sem hann hafði mætur á.“ Blúndudrengur Kristín segir Magnús fastan fyrir og ómögulegt sé að koma nokkru tauti við hann hafi hann bitið eitthvað í sig. „Ég man sérstaklega eftir að einu sinni fyrir jólin hafði ég tekið ljósmynd af systkinunum, prúðbúnum og fínum, til að setja á jólakort til vina og vandamanna. Magnúsi fannst hann ekki nógu sætur á myndinni og linnti ekki látum fyrr en ég hætti við að senda kortin. Ég segi stundum að hann sé blúndudrengurinn minn, slíkt fyrirmyndarbarn hefur hann alltaf verið. Hann er svolítið pjattaður. Krullurnar eru honum til mikils ama og hann hefur ýmsum brögðum beitt til að reyna að slétta úr þeim.“ Kristín segir að Magnúsi sé snyrtimennska í blóð borin og frá þriggja ára aldri hafí hann brotið saman fötin sín og haldið herberginu sínu hreinu og snyrtilegu. Á þeim aldri vildi hann frekar ganga í jakkafötum og með bindi heldur en wJm • i .. ... Morgunblaðið/Kristinn UNNUR Ólafsdóttir og Úlfur Eldjárn. Úlfur Eldjárn. Fæðingardagur: 3. september 1976. Foreldrar: Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðingur, Þórarinn Eldjárn, rithöfundur. Skólaganga: Vesturbæjarskóli, Melaskóli, Hagaskóli, MR. UNNUR OLAFSDOTTIR Tók ástfóstri við ljósblátt köflótt koddaver í gallabuxum þrátt fyrir andmæli foreldranna, sem þótti nóg um fín- heitin svona hversdags. „Ég minnist þess ekki að Magnús hafi nokkurn tíma misst stjórn á skapi sínu. Prúðmannleg fram- koma, jafnaðargeð, reglusemi og staðfesta eru hans aðalsmerki. “ Ekki hefur námið vafíst fyrir pilti, enda segir Kristín að vitnis- burður kennaranna hafi jafnan ylj- að sér um hjartarætur. Systkini Magnúsar, systir fimm árum eldri og bróðir þremur árum yngri, segir hún að hafí einnig verið fyrirmynd- arnemendur og sjaldan verið ávítuð. „Sá yngri varð hálffúll þegar hann kom of seint og kennarinn sagði alvöruþrungið og ásakandi. . . og þú sem ert bróðir hans Magnúsar! Magnús er fram úr hófi matvand- ur og ekki er langt síðan ég heyrði hann tuldra eitthvað um eiturbyrlara þegar honum leist ekki á matinn, sem ég bauð upp á. Uppáhaldsmatur hans er hangikjöt kjöt svokallað til aðgreiningar frá hangikjötsáleggi." Magnús fúlsar þó ekki við „Mrs Simmington“ súkkulaðiköku og mjólkurglasi, en kökuna bakar móðir hans enn handa honum einu sinni í viku. Alsæll snæðir Magnús slíkar veitingar við kertaljós og ljúfa tónlist. Til marks um reglusemi Magnúsar brást ekki að kvöldið fyrir próf stillti hann blýanti og reglustiku upp á náttborðið áður en hann gekk til náða. „Flestar mömmur kvarta um hirðuleysi sona sinna. Á okkar heim- ili er því öfugt farið, því Magnús er mun snyrtilegri með alla hluti en ég.“ Uppskrift Kristínar að fyrir- myndarsyni: Freistist ekki til að spilla vináttu jóiasveinsins og sonar ykkar. Verið iðin að baka góðar súkkulaðikökur. ■ „SÓL, sól gef mér sáL, tunglið ger- ir vandamái," orti Ulfur Eldjárn fjögurra ára. Þá hafði hann af eig- in rammleik lært að lesa og sat löngum stundum uppi í rúmi og las sérstaka útgáfu af fslendingasög- um fyrir unglinga. Móðir hans, Unnur Ólafsdóttir, efast um að snáðinn hafi haft djúpan skilning á lesefninu, en hann hafi altént haft ofan af fyrir sér með þessum hætti. Úlfur er fæddur í Svíþjóð en flutt- ist þriggja ára heim með foreldrum sínum. Unnur segir að hann hafí ekki verið sérstaklega fljótur til máls enda hafí sænskan ruglað hann svolítið í ríminu og hann talað fremur óskýrt. „Hann fór ekki að tala skýrt fyrr en hann byrjaði að lesa. Þá hafði hann ekki öðlast nægjan- lega færni til að skrifa og vélritaði því alls konar ljóð og sögur með tveimur puttum." Úlfur er miðju- barn, hann á tvo eldri bræður og tvo yngri. Unnur segir að hann hafi verið óskaplega rólegt og meðfærilegt barn og alltaf í góðu skapi. „Sem kornabam tók hann sérstöku ástfóstri við ljósblátt, köfl- ótt koddaver. Verið fylgdi honum lengi hvert sem hann fór en þá notaði hann það til að stijúka við augnkrókinn. Einu sinni varð hann afar sorgmæddur þegar koddaverið týndist í heimsókn hjá ömmu og afa. Hann tók ekki gleði sína fyrr en búið var að snúa öllu við og sem betur fer fannst verið um síðir og öllum létti stórum.“ Núna notar Úlfur koddaverið til að pússa gleraugun sín. Hann held- ur mikið upp á gamla hluti og hef- ur safnað bókum frá því hann var smápatti. Unnur segir Úlf fremur hlédrægan að eðlisfari en hann fari sínu fram og sé mjög ákveðinn ef því sé að skipta. „Hann er þó alltaf mjög kurteis og yfirvegaður. Tón- listin hefur átt hug hans og hjarta frá því hann var tveggja ára, en þá var hann ákveðinn í að verða saxófónleikari þegar hann yrði stór. Áhuginn glæddist enn frekar þegar hann, fimm ára, hóf að læra á YFIRVEGAÐUR leysir Úlfur flóknar þrautir í leikskólanum. blokkflautu og byijaði hann þá að semja lög af miklum móð. Miðað við einkunnirnar virðist tónlistará- huginn ekki hafa bitnað á náminu." Aðspurð hvort Úlfur hafi verið í miklu uppáhaldi hjá kennurum, seg- ist Unnur aldrei hafa fengið kvart- anir. Þó veit hún til þess að hann og vinir hans í Hagaskóla gengu í berhögg við vilja kennara í sam- bandi við ræðukeppni eitt árið. „Þeir félagar vildu af einhveijum ástæð- um leggja keppnina niður. Úlfur flutti ræðu þar sem hann lagði til að slíkt yrði gert, en var snarlega stoppaður af, enda vildu kennararn- ir veg skólans sem mestan og voru síður en svo ánægð- ir með framgöngu sonar míns.“ Unnur segir að Úlfur hafi aldrei haft neinn áhuga á íþróttum og minnist þess vart að hafa séð piltinn spretta úr spori. „Okkur, foreldrunum, hefur stundum þótt nóg um hversu Úlfur er rólegur og yfirveg- aður. Systur minni er enn minnisstætt atvik frá því Úlfur var sex ára og bróð- ir hans eins árs. Sá yngri lét öllum illum látum og tog- aði sífellt í hárið á Úlfi. Úlfur snerti ekki við þeim stutta en systir mín segir að við hjónin höfum orðið mjög æst, eggjað Úlf óspart áfram og sagt: „Já, lemdu hann bara, lemdu hann, svona lemdu hann, drengur!““ Unnur er ekki_ allskostar ánægð með umgengni Úlfs um herbergið sitt, en segir hann ganga vel um annars staðar og umbeðinn sé hann boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd við heimilisstörfín. „Hann hef- ur alltaf viljað vera fínn og snyrti- legur, helst í jakkafötum og með bindi. Honum var alveg sama þótt hann gengi alltaf í fötum af bróður sínum, sem er einu ári eldri. Ég held bara að Úlfur hafi aldrei eign- ast ný föt, því fötin sem hann kaup- ir sér núna eru öll komin töluvert til ára sinna.“ Uppskrift Unnar að fyrirmyndar- syni: Reynið að vera sjálfum ykkur samkvæm og gefið ykkur alltaf tíma til að tala við syni ykkar. Kynning á fyrirsætustarfi £ BÓK Kolbrúnar Aðalsteins- ídóttur Þú eða . . . um sjálfs- í traust og módelstörf er ■ skemmtilega hönnuð af Frið-» riki Erni Haraldssyni. Hún er prent- uð á góðan pappir og bundin inn með gormi. Svörtu síðurnar í bók- inni virðast því miður smita út frá sér og skyggja á efnið. Bókin er fyrst og fremst handa ungu fólki sem hefur áhuga á fyrir- sætustörfum og er brýnt fyrir því að sigrast á feimninni og læra að koma óþvingað fram í hópi. Van- máttarkenndinni er sagt stríð á hendur með sjálfstrausti, reglusemi, trú, fæðuvali og jákvæðri hugsun. Ljósmyndari bókarinnar er Gústaf Guðmundsson sem hefur náð góðum árangri í tískuljósmyndun. Höfundar texta eru í raun margir því Kolbrún hefur fengið sérfræðinga til að rita pistla í verkið eins og Haildóru Stein- grímsdóttur um snyrtingu, Línu Rut um förðun, Erlu Magnúsdóttur um hárgreiðslu, Ágúst Hallvarðsson og Magnús Scheving um lífsstíl og heilsurækt og Pétur H. Bjamason um Saga film. Glansmyndir og skuggamyndir Fyrirsætur, sem Kolbrún hefur þjálfað, segja frá reynslu sinni og / DÆMI um sterka Jjós- myndaförðun. Úr bók- inni Þú eða.... Förðun Lína Rut, módel Alda, mynd Gústi. foreldrar Ásdísar Maríu Franklín tjá sig um hvemig það er að eiga dótt- ur á þessari braut. Margir segja ágætlega frá. Kolbrún og Gústaf ofnota samt óákveðna fornafnið „þú“ í sínum texta. Kolbrún skrifar: „Þú verður að beijast fyrir öllu sjálf. Úmboðsskrifstofan þín vinnur fyrir þig af öllum mætti. Sendir þig í prufur ..." Og Gústaf skrifar: „Skrif- stofan þín selur sérstakar bækur sem þú raðar myndunum þínum í með hjálp bókarans þíns. Bókina þína verður þú að varðveita mjög vel, t.d. ef þú ferðast á milli landa máttu aldrei setja hana ofan í ferða- tösku.“ Bókin Þií eða veitir innsýn í mód- elstarfið og geymir ýmsar upplýs- ingar sem ættu að nýtast þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor á þessum vettvangi. En hún er einnig kynning á nokkrum fyrirtækjum eins og Skóla John Casablances, hár- greiðslustofunni Prima Donna, Su- per Stúdió og Saga film. Aftast í bókinni er listi yfir um- boðsskrifstofur hér og þar í heimin- um. Hann eykur gildi bókarinnar. Niðurstaðan er að þetta er fróðleg bók handa ungu fólki sem vill kynn- ast fyrirsætustarfinu. Hins vegar má gagnrýna að glansmynd vel- gengninnar er of áberandi. Skugg- ann vantar. ■ Gunnar Hersveinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.