Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ i DAGLEGT LÍF Gleðin er óvallt sú sama en andleg yfirvöld vildu stjórna hvenær og hvar fólk fengi útrós. á höfða til áhorfenda og vera skemmtileg er ágætt að kunna skil á nokkrum frumatriðum eins og myndbyggingu og lýsingu. Einnig er gott að gera handrit og myndáætlun. Að mörgu ber að hyggja, hvernig á til dæmis að byrja myndina eða enda? í hvaða hæð á vélin að vera? Fjölbreytnin er til góðs, hægt er að skipta milli þess að hafa vélina nálægt jörðu og í augnhæð. Ágætt er að skipta milli víðmyndá og nærmynda. Sýna fyrst manneskjuna alla en í næsta myndskeiði aðeins andlit hennar. Hins vegar er ekki talið gott að skipta á milli andlita án þess að brjóta það upp með víð- myndum. Hreyfing vélarinnar þarf að vera markviss svo áhorfendur verði ekki sjóveikir og lengd myndskeiða eiga að vera stutt svo þeim fari ekki að leiðast. Skemmtilega stuttmyndir stökkva ekki alskapaðar út úr myndbands- vélinni og þarf ævinlega að breyta röð mynda, stytta, fella burt, og setja inn tónlist eða tal. Bók John Hedgecoe Allt um myndbandstöku í þýðingu Örnólfs fara í hempu og settur á hann niður- brettur hattur og trefill. Hver maður tók sína gleðistúlku og pör voru svo gefin saman. Þetta fór allt fram með miklum tilþrifum og stóð uns dagur reis. Vikivaki var títt kallaður vökunæt- ur eða bara gleðir, en sú frægasta var á bænum Jörfa í Haukadal og sótti hana fólk úr Breiðafjarðar- dölum, Skógarströnd og Rauðamels- heiði. Reis gleðin svo hátt að hún hætti ekki fyrr en yfirvöld höfðu dæmt hana tvisvar af, árið 1695 og 1707 eða 8 en það ár er sagt að 19 börn hafi komið undir í gleðinni. Nákvæma lýsingu á Jörfagleði er ekki hægt að fá en síra Guðmundur Einarsson, fæddur 1812, grenslaðist fyrir um hana og skrifaði Jóni Arna- syni þjóðsagnasafnara. Hann segir að fólk hafi safnast saman á bað- stofugólfinu í Jörfa í Haukadal og var sá sem stýrði gleðinni kallaður Hoffmn. Guðmundur ritar: „Er þá mælt að kallmenn hafi gengið í kvennahópinn, foringjar fyrst og svo hver af öðrum, og tekið sér konu til fylgilags. Ein sem var í Jörfagleði hinni síðustu og tók þá uppundir kvað hafa lýst 18 feður að barni sínu. Sú hét Þórdís.“ Árið 1977 var Jörfa- gleði endurvakin sem heiti á vorhá- tíð Dalamanna. Dansalaust samféiag óhugsandi? Rétttrúnaðar- og galdraöldin reiddi gleðinni banahögg og hefur hún aldrei borið sitt barr hér á landi síðan. ísland var dansalaust og gleði- snautt samfélag og fór ekki að hýrna yfír samkvæmislífinu fýrr en eftir 1880. Dans- og gleðihefðin gleymd- ist og fluttist því ekki til næstu kyn- slóða eins og meðal annarra þjóða. Kirkjan hafði bókstaflega ímugust á allri skemmtan um jólin og jafnvel , t'lK.lR'iittÍ0' °\íkai^iu- TILTÆK- UR stuðn- ingur. Gott er að sitja á stólnum með stól- bakið milli fóta og hvíla oln- boga á því. hreyfimyndir geta IÉ orðið skemmtilegar áhorfs ■’ ALLFLESTIR eiga myndavélar og albúm með ■S™*' myndum sem lýsa upp helstu atburðina úr sögu fjölskyldunnar. Æ fleiri eiga nú myndbandsvél- ar eða „videókamerur“ eins og þær eru stund- um nefndar, en vélar handa almenningi hafa verið að þróast frá árinu 1968. Nú er 100 ára afmæli kvikmynd- ^.arinnar og almenningur farinn að búa til litlar hreyfimyndir á hand- . hægar vélar. Myndbandstækið er svo notað til að horfa á þær í sjónvarpinu. Þegar gerð er heimatilbúin stuttmynd sem ÞJÓÐDANSAR minna á gamla tíma þó að hefðin glaða frá því að vikivakinn reis hæst hafi glatast. JÓLAHLAÐBORÐ. Islendingar virðast nú taka gleðina út á aðventunni og sækja gjarnan girnileg hlaðborð veitingahúsanna. Morgunblaðið/Sverrir m 3 MYNDATAKA - Það er ágætt að breyta stundum um sjónar- horn og taka myndir frá fleiri en einum hæðarpunkti. FYRIRSÆTA - Á myndinni gefa augnaráð og öll svip- brigði stúlkunnar til kynna að það sem vekur ótta hennar muni birtast áhorf- endum í næsta atriði. Gleðileg jól án dansleikja, tafls og annars apaspils GLEÐIN Iyftir okkur upp yfir áhyggjur dagsins. Hún er frjáls og ekki bundin neinni hugmyndafræði. Hún er aufúsugestur sálarinnar og oft gleður sá aðra sem glaður er. Predikarinn í hinni helgu ritningu rannsakaði lífið og fann aðeins eitt sem ekki var aumasti hégómi og eftirsókn eftir vindi, hann sagði: „Fyrir því lofaði ég gleðina, því ekk- ert betra er til fýrir manninn undir sólinni en að eta, drekka og vera glaður.“ Jólin eru hátíð gleðinnar, fæðing- arhátíð frelsarans, fögnuður eða eins og Gabríel erkiengill sagði: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veit- ast mun öllum lýðnum.“ Gleðin á því ein að ríkja um jólin og í henni felst bæði að gleðja sjálfan sig og aðra og einnig að gefa, því „Guð elskar glaðan gjafara". Sleppa ærlegafram af sér belsllnu Íslendingar kunnu svo sannarlega að gleðjast á jólahátíðinni áður en kirkjunnar menn bönnuðu gleði um jólin á 18. öld. Vinsælasta gleðin var vikivakinn sem reyndar var stundað- ur á öðrum tímum árs líkaj en hann var dansleikur. Vikivakinn var gleði sem hófst með áti og drykkju sem af uppspratt söng- ur mikill. Algengt var að konur og karlar syngju hvert í sínu lagi söngva, sálma og klámvísur. Dans var svo stiginn milli söngva eða farið í leiki. Vikivakar voru gleðilæti í orðsins fyllstu merkingu og slepptu menn ærlega fram af sér beislinu. Dansinn skók húsin og leikimir voru til að mynda fólgnir í „hjónavígslum.“ Nokkrar heimildir éru til um viki- vaka, Jón Ólafsson frá Grunnavík skilgreinir hann svona: „Vikivaka- dans íslendinga er í raun og veru syngjandi danshringur." Hann segir að vikivaki sé oftast um hönd hafður „að næturlagi og að vetri til og áður fyrr oftast um jólaleytið og allt fram í föstuinngang". Óhætt er að segja að hér hafi verið mikið fjör á ferð- inni, að minnsta kosti gekk það fram af kirkjunnar þjónum. í bréfabók Jóns biskups Árnasonar frá 1733 stendur um gleðileikina: „Þeirra nyt- semi er engin, so eg sjái, heldur eru þeir sæði andskotans í vantrúuðum mönnum sem era fullir af gjálífi og vondum girndum.“ Vikivaki var margbrotin gleði; dans, söngur og leikir eins og Þór- hildarleikur en í honum er einn látinn i -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.