Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 C 7 FERÐALÖG Morgunblaðið/Hanna Katrín YS og þys og fullt af fólki á Strikinu. Huggulegt áuðventu Það orð hefur lönqum farið af Dönum að þeir kunni sitt fag þegar kemur að því að „hygge sig“ á aðventunni. Hanna Katrín Friðriksen var í Kaupmannahöfn á dögunum og komst í virkilegt jólaskap. ÞESSA byggingu þekkja margir Islendingar. Magasin og nágrenni í jólabúningi. Strikið og nó- grenni var arkað f rant og til baka, og kaffihúsin samviskusam- lega sótt inn ó milli. ig hefur lengi langað að kynnast danskri jóla- stemmningu og um daginn lét ég verða af því. Keypti far til Kaupmanna- hafnar og dvaldi þar í fjóra daga. Flugleiðir buðu sérstaka pakka með gistingu á ákveðnum hótel- um. Palace Hótel á Ráðhústorgi varð fyrir valinu, enda liggja það- an leiðir til allra átta. Alls kostaði pakkinn; flug og gisting í þijár nætur miðað við tvo í herbergi með morgunverði, um 36 þúsund krónur á manninn. Það er eitthvað verulega sér- stakt við jólaundirbúning Dana. Það er erfitt að lýsa því með orðum eingöngu, en hann er eitthvað svo jólalegur. Ekkert stíft eða stress- að, allt svo yndislega afslappað. Fjórir dagar í desember jöfnuðust á við mun lengra frí víðast annars staðar. Eftir að farangurinn hafði verið skilinn eftir á hótelinu um miðjan fimmtudaginn, var farið á rölt um Strikið og nágrenni, svona til að athuga hvort það væri ekki allt á sínum stað frá því síðast. Svo fór að nálgast kvöldverðartíma. Jóla- hlaðborð var einhvern veginn ekki á dagskránni, enda hafði frú ída verið heimsótt tvisvar á Hótel Borg fyrr í mánuðinum. Því var strikið tekið á H.C. Andersens Boule- vard þar sem gamall kunningi var; Indian Palace. Lítill og huggu- legur indverskur veit- ingastaður. Fínn máls- verður þar með öllu til- heyrandi hefur ekki svo slæm áhrif á budduna, fordrykkur, ljúffengur aðalréttur, rauðvín og írskt kaffí á eftir kost- aði fyrir tvo sem svarar til tæplega fimm þúsund króna íslenskra. Eft- ir mat tók við hefðbundið kaffi- húsarölt og annað rölt um ljósum prýddan miðbæinn. Jóla hltt og jóla þetta Á föstudag át-ti að kaupa jóla hitt og jóla þetta. Strikið og ná- grenni var arkað fram og til baka, og kaffihúsin samviskusamlega sótt inn á milli. Reglan var nefni- lega; tvær búðir, eitt kaffihús, tvær búðir, eitt kaffihús og svo framvegis. Fín regla! Uppskera dagsins var ríkuleg og það sem mér þótti svo frábært var að jóla- skapið minnkaði ekki við ösina í verslunum nema síður væri. Það hefur kannski spilað inn í að mér þykir jólaglögg góð og piparkökur líka og rauðvín og í dönskum jóla- innkaupum fá gestir og gangandi slíkar veitingar nær alls staðar. Veðrið var í góðu lagi til göngu, stillt en frekar rakt og því nauð- synlegt að vera í hlýjum fötum. Húfa, trefill og vettlingar og þá voru allir vegir færir. Föstudagskvöldið var einkenni- legt. Þá var nefnilega jólaglögg á flestum vinnustöðum Kaupmanna- hafnar. Það var sama framhjá hvaða glugga var gengið. Alls staðar stóð fólk, sat eða lá þegar verst var, yfir jólaglöggi og smur- brauði. Og veitingahúsin. Úff, troðfull langt út fyrir dyr af sauð- drukknum Dönum með jólasveina- húfur. Dyravörður á veitinga- staðnum Rosie McGee’s á Vest- erbrogade, veitingastaðnum og skemmtistaðnum vinsæla, sem við tróðum okkur með herkjum inn á, sagði að svona væri ástandið ÞESSI strætisvagn var staðsettur á Kóngsins nýjatorgi, þar sem fólki bauðst að geyma poka og pinkla á meðan meira var keypt. JÓLASVEINAR þurfa sína hressingu. Þessi danski jólasveinn sem grillir í á bak við hestvagninn vætti kverkarnar með öli. alltaf þennan föstudag fyrir jól. Lögreglan var í viðbragðsstöðu út um allt og aukavakt af dyravörð- um á skemmtistöðum. Þegar líða tók á nóttina ijölgaði villuráfandi fólki á götunum, þreyttu og sjúsk- uðu með skakkar jólasveinahúfur, gjarnan glas í hendi og reikult í spori, á leið heim vonandi. Daginn eftir var allt liðið hjá og laugar- dagskvöldið leið með friði og spekt. Hjólandi eins og hinir Þó jólainnkaupin hafi gengið vel fyrir sig var ekki laust við þreytu í fótum á laugardagsmorgun. Þá var skoðunarferð á dagskrá og því brugðið á það ráð að rölta yfir á járnbrautarstöðina tii að kanna möguleikana á að leigja hjól. Skömmu síðar þeyttust tveir sigri hrósandi Is- lendingar á leið út á Islandsbryggju á skín- andi reiðhjólum. Ekki laust við þá tilfinningu að fyrst nú félli maður almennilega í hópinn. Úti á Amager var hjól- að fram og til baka, skoðað og spekulerað og síðan strikið tekið á konungshöllina, Amalíuborg. Að sjálf- sögðu með viðkomu á kaffihúsum hér og þar. Sérstakt ástfóstur var tekið við kaffihúsið Zeleste við Nýhöfnina og Cafe Norden við Amagertorg á Strikinu. Önnur sem vert er að nefna eru Krasnap- olsky við Vestergate, sem liggur samhliða Strikinu, en það kaffihús nýtur mikilla vinsælda meðal ungs fólks. Það er heldur ekki ónýtt að reka nefið inn á La Glace á Skov- boggade út af Strikinu þar sem boðið er upp á heitt súkkulaði eða kaffi með ótrúlegu úrvali af tert- um. ísinn sem staðurinn dregur nafn sitt af er minna vinsæll á þessum árstíma. La Glace var sett á laggir einhvem tíma á síðustu öld og hefur örugglega ekki breyst mikið í tímans rás. Það er ekki minnstur hluti sjarmans. Aukataska undlr farangur Tívolí er í jólaskapi þetta árið. Hliðin era opin, aðgangur ókeypis og fyrir innan sölubásar þar sem hægt er að fá alls kyns dót til jóla. Að ógleymdum piparkökum og jólaglögginu sem heldur á manni hita. Parísarhjólið góða fór meira að segja í gang þennan sunnudag og tjöld þar sem hægt er að vinna til verðlauna ef ákveðnar þrautir era leystar af hendi voru vel sótt. Garðurinn var fagurlega jólaskreyttur og fólk naut þess að rölta um í fallegu umhverfí. Eftir Tívolíheimsókn var kominn tími til að pakka niður fyrir heimferð um kvöldið. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir ákveðna fyrirhyggju í ferðatöskumálum þurfti að kaupa aukalega tösku til að koma góss- inu fyrir. Síðasta hringferð um Strikið og nágrenni, kaffihúsatékk í lokin og svo leigubíll út á Kas- trup þar sem beið bókstaflega troðfull vél íslendinga á leið heim í íslensk jól. Frábært frí að baki og mér er fúlasta alvara þegar ég segist þegar vera farin að skipu- leggja heimsókn til kóngsins Kaupmannahafnar á sama tíma að ári. Þó veit ég að þá mun eitt vanta sem hjálpaði til að gera þessa ferð svo góða. Ég er nefni- lega forfallinn handboltaaðdáandi og þóttist því hafa himinn höndum tekið þegar ég áttaði mig á því að lokakeppni heimsmeistara- mótsins í handbolta kvenna stóð yfir þessa daga. Danir eiga þar lið í fremstu röð og það var setið stíft við sjónvarpið þann eina og hálfa tíma á dag sem beinar útsending- ar stóðu yfir. Ekki amalegur kaup- bætir það. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.