Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ BRUSSEL Uppáhaldsveitingastaðir Herdísar L. Storgaard barnaslysavarnafulltrúa SVFÍ Hún Herdís Storgaard hjá Slysavamafélagi íslands mælir eindregið með því að fólk heimsæki kaffihúsið Skyndidauða og Líkkistuna, sem er krá, eigi það leið um uppá- haldsborgina hennar, Brussel. „Ég hef komið nokkrum sinnum til Brussel og það sem heillar mig við borgina er að hún er svo fijálsleg og full af iðandi mannlífi.“ Herdís segir að borgin sé mjög evrópsk og það sé alveg sérstök tilfinning að ganga þröng stræti og heyra öll möguleg tungu- mál töluð því í borginni býr fólk hvaðanæva úr Evrópu. Eldgamalt kaffihús Herdís á uppáhalds kaffihús í miðborg Bruss- el. „Þetta er eldgamalt kaffíhús og hefur engum breytingum tekið í tugi ára. Þangað kemur alls- konar fólk og mér fínnst mjög notalegt að setjast þar niður. Nafnið er ekki sérstaklega aðlaðandi því kaffíhúsið heitir Skyndi- dauði eða Ala Mort Subite. Fólkið sem ber fram veit- ingar er roskið eins og umhverfíð og þetta er auð- sjáanlega rótgróið fjölskyl- dufyrirtæki." Herdís segir að það séu óhemju margir veitinga- staðir í Brussel og sérstök gata sem heitir Rue des Bouchers þar sem fátt annað er að finna nema veitingahús. „Það er mjög gaman að ganga þessa veitingahúsagötu, sérstak- lega á matmálstímum því þá er mikið um að vera. Fólk situr úti og snæðir ef veður leyfír og þjónam- ir standa fyrir utan og hrópa hvað er á matseðlin- um og hvað er á tilboði þann daginn. Við þessa götu er veit- UPPÁHALDS kaffihús Herdísar í Brussel er Skyndidauði eða Ala Mort Subite. Áhugavert að heimsækja Skyndi- dauða og likkistuna ingastaður sem ég hef sér- stakt dálæti á. Staðurinn heitir Ches Léon og var opnaður árið 1893.“ Her- dís segist hafa tekið þá stefnu fyrir mörgum árum að borða þjóðarrétti þeirra sem hún er að heimsækja. V eitingastaðurinn Chesléon er með á boðstól- um sígildan belgískan mat, ferskan fisk og einn af aðalréttum hússins er í uppáhaldi, kræklingar í skel. „Ég er ekki frá því að fólki kunni að bregða í fyrsta sinn sem það pantar kræklinga. Komið er með Herdís Storgaard kfló af kræklingum í lún- um potti á borðið og ef fólk hefur borðað forrétt áður þá er þetta sérstak- lega yfírþyrmandi. Með flestum réttum bera þeir fram franskar kartöflur og ég ráðlegg fólki að sleppa þeim og halda sig við brauðið sem er heimabak- að og njóta síðan bragðsins af þunnum sósum sem þeir bera fram með kræklingn- um.“ Hún segist líka mæla sérstaklega með einum forrétti. „Það er bufftóm- atur sem búið er að hola og fylla með pínulitlum rækjum sem eru bragð- miklar og dýrar. Þetta er borið fram með heima- hrærðu majónesi og er óviðjafnanlegur réttur.“ Þrírétta máltíð léttir pyngjuna ekki sérstaklega mikið. „Þriggja rétta föst máltíð kostar 1.200-1.500 krónur og þá hefur fólk val um þrjá til fjóra mögu- leika.“ DrukklA úr hauskúpuglösum I lokin bendir hún fólki á að ef það vilji virkilega fínna lífslöngunina seitla um sig megi það ekki láta fara framhjá sér skemmti- staðinn Le Cerceuil eða Líkhúsið. „Ég held að sjaldan hafí ég verið eins glöð að vera lifandi og eft- ir að ég kom út af þessum stað. Þetta var ógleyman- legt, alveg eins og útfarar- stofnun. Tónlistin var þung og drungaleg og jarðarfararsálmar leiknir af og til. Inni er kolsvarta myrkur nema ljósin kasta birtu á allt sem er hvítt. Gestir sitja á líkkistum og starfsfólkið gengur um í dökkum kuflum. Bjórinn er borinn fram í hauskúpu- formuðum glösum. Það er alveg þess virði að fara þarna inn og margir fyllast örugglega lífsgleði þegar þeir koma þaðan út. “ ■ Dýrustu borgir heims Moskva næst á eftir Japan á listanum MOSKVA hefur tekið við af S svissnesku borgunum Zurich og Genf sem dýrasta borgin utan Jap- ans samkvæmt alþjóðlegri könnun sem birt var fyrr í vikunni. Það er af sem áður var og Bejing, önnur frekar ódýr höfuðborg í hinum gamla kommúnistaheimi, hefur líka þotið upp listann, er nú í áttunda sæti. Önnur kínversk borg, Shang- hai, er ekki langt undan, situr í 14. sæti fyrir ofan t.d. bæði Singapore og París. Könnunin er framkvæmd tvisvar á ári af svissn.eska fyrirtækinu Corporate Resources Group (CRG). Niðurstöðumar eru mikið notaðar af ríkisstjómum og alþjóðlegum fyrirtækjum til þess að meta launa- greiðslur til starfsmanna sem send- ir em til starfa erlendis. Könnunin nær til 136 helstu borga í öllum heimsálfum og er byggð á verði 155 vörutegunda og þjónustuliða; fatn- aði, matvöm, áfengi, tóbaki, sam- göngum, frístundum, skemmtunum o.fl. Þessi nýjasta könnun sýnir að japönsku borgimar Tókýó og Osaka em enn langefstar á lista yfir dýr- ustu borgimar. Þær em næstum þrisvar sinnum dýrari en þær tvær borgir sem neðstar em á listanum; Lagos í Nígeríu og Monterrey í Mexíkó. StaAfestlr minnl verAbólgu Reikningsaðferðin er þannig að New York fær gmnneinkunnina 100. Miðað við það er Tókýó með 202 stig og Ósaka 190. Moskva kemur síðan næst með 142 stig, en í könnun sem framkvæmd var sl. vor var borgin í áttunda sæti list- ans. Þessi breyting er rakin til vem- legrar hækkunar á dollaraverði vöra í súpermörkuðum og á þeirri þjónustu sem útlendingar og nýrík- ir Rússar nýta sér. Aðrir innfæddir afla fanga annars staðar. Á eftir Moskvu kemur Zurich með 141 stig, Genf með 140 stig, Osló með 135 og Kaupmannahöfn 132. Síðan kemur Bejing með 130 stig. Samkvæmt CRG staðfesta niður- stöður könnunarinnar að töluvert hefur dregið úr verðbólgu í heimin- um. í færri en 15% þeirra borga sem könnunin nær til hefur verð hækkað meira en 10% síðustu sex mánuði. í könnuninni sem gerð var sl. vor hafði verð hækkað meira en 10% sex mánuðina þar áður í um 22% borganna. Könnunin leiðir hins vegar í ljós að flestar þeirra asísku borga sem skoðaðar vom era orðn- ar dýrari. Auk Bejing hafa Seoul, Hong Kong, Shanghai og Singapore allar færst upp listann. New York dýrust í Bandaríkjunum New York var dýrasta borgin í Bandaríkjunum, með 100 stig í 56. sæti á svipuðu róli og Bangkok, Ho Chi Minh (áður Saigon) Kuala Lumpur og Róm. Washington var í 92. sæti með 92 stig og Atlanta var ódýrasta borgin sem skoðuð var með 81. stig í 123. sæti. Það er reyndar hætt við að það breytist þegar nær dregur Ólympíuleikum sem verða haldnir þar næsta sumar. í latnesku Ameríku hefur Buenos Aires skotist upp fyrir Rio de Ja- neiro og Sao Paulo í Brasilíu, en allar þrjár borgimar halda stöðu sinni sem þær dýmstu í þessum heimshluta. Argentíska höfuðborg- in var í 19. sæti heimslistans með 120 stig. í Miðausturlöndum var Tel Aviv dýrast með 115 stig í 32. sæti. Næst kom Kairó með 106 stig í 43. sæti og Amman í Jórdan- íu í 48. sæti með 103 stig. Morgunblaðið/Hamia Katrín VIÐ Vestmannagötu við íslandsbryggju í Kaupmannahöfn er Cafe Island til sölu. Danska dúkkan Alex ÞAÐ getur ómögulega hafa far- ið framhjá nokkrum sem á ann- að borð fylgjist eitthvað með dönsku þjóðlífi að annar prins- inn hennar Margrétar Þórhild- ar, Jóakim, gifti sig á dögunum. Brúðurin, sem á ættir að rekja til Kína og Bretlands, hefur unnið hug og hjörtu Dana. Þeir voru ekki lengi að átta sig að á þeim vinsældum mætti hagn- ast yfir jólin og leikfangaversl- anir á Strikinu í Kaupmanna- höfn eru fullar af dúkkum sem líkjast. Alexöndru sem mest, heita Alex og eiga fullt, fullt af fötum. Líklega er engin dönsk stúlka með stúlkum án svona dúkku. En dúkkur í líki annarra meðlima dönsku kon- ungsfjölskyldunnar voru hvergi sjáanlegar. ■ Á hjóli um kóngsins Kaupmanna- höfn H J ÓLREIÐ AFÓLK er óvíða jafn algeng sjón og í Dan- mörku. í Kaupmannahöfn er reiðhjól einfalt og þægilegt tæki til þess að komast leiðar sinnar, ökumenn bíla taka fullt tillit til hjólreiðamanna, sér- stakir hjólastígar eru víðast meðfram götum og ekki eru brekkurnar að íþyngja mönn- um. Víða er hægt að leigja reið- hjól í lengri eða skemmri tíma, til dæmis á aðaljárnbrautarstöð þeirra Kaupmannahafnarbúa, Hovedbanegárden. Þar kostar sólarhringsleiga á fínu þriggja gira reiðhjóli 50 krónur dansk- ar eða sem svarar 600 krónum íslenskum. Það er hægt að fá mun fínni og flóknari tæki með því að borga meira, auk þess sem hægt er að leigja ýmis konar hjálpartæki; hliðar- vagna, töskur, barnastóla o.fl. Hjólageymslan er opin á skrifstofutíma og fyrir hádegi um helgar. Það er hins vegar hægt að skila hjólum af sér langt fram eftir kvöldi. Starfs- menn veita ítarlegar leiðbein- ingar um hvernig farið skuli að, en lyklum á að skila í pakka- geymsluna sem líkt og hjóla- ÞAÐ er lítið mál að leigja sér reiðhjól í Kaupmannahöfn. Og enn minna mál að fara þar allra sinna ferða hjólandi. leigan er undir sjálfri járn- brautarstöðinni. Pakkageymsl- an er opin allan sólarhringinn. Það er rétt að geta þess að við leigu á hjóli þarf að leggja fram trygging11.300 krónur danskar fyrir 50 króna þjól. Trygging- arféð er endurgreitt við skil á lyklum. Það er óhætt að mæla með skiptum við hjólaleiguna í Hovedbanegárden, þeir sem aðeins hafa reynslu af hjólreið- um hér á landi ætti alls ekki að nota hana sem viðmiðun þegar hjólreiðatúr í Kaup- mannahöfn er íhugaður. Það er alveg út í hött, eins og að bera saman epli og fíl. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.