Morgunblaðið - 04.01.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 04.01.1996, Síða 6
6 C FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þurfum að verða hag- sýnni, sú hugsun að nýta fjár- munina er ekki nógu rík íokkur Temja okkur þá öguðu hugsun sem krafist er er- lendis og læra að leita eftír fjár- magni LANDVINNINGUM fyrir- tækja á sviði sjávarútvegs og framleiðslu á tækjum til veiða og vinnslu hafa verið gerð góð skil í fjölmiðlum. En að mati margra sem fjalla um efna- * hagsmál þarf fjölbreytni í atvinnulífi að vaxa ef vel á að vera. Þegar minnst er á vaxtarbrodda í útflutn- ingi utan sjávarútvegs og tengdra greina, ber þijá þætti oftast á góma: Ferðaþjónustu, iðnað sem nýtir vax- andi þekkingu og rannsóknir í land- inu og hugbúnaðar- eða upplýsinga- tækni. Þegar tveir dagar lifðu af síðasta ári bauð Morgunblaðið þrem- ur frumkvöðlum sem starfa hver á sínum vettvangi til þess að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þre- menningarnir höfu aldrei hist áður, en þegar upp var staðið var ljóst að þeir áttu margt sameiginlegt. Viðmælendur blaðsins voru þeir Ómar Benediktsson, stjórnarformað- ur íslandsflugs og Island Tours í Þýskalandi, Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, framkvæmdastjóri Verk- fræðistofnunar Háskóla Islands og Guðjón Már Guðjónsson, einn af stofnendum tölvufyrirtækisins OZ. Lengir ferðamannatíma Ómar er frumkvöðull í ferðmálum hér á landi. Árið 1986 stofnaði hann ásamt öðrum fyrirtækið Island To- urs í Þýskalandi, til þess að selja Þjóðveijum ferðir til Islands. Fram að því höfðu íslensk fyrirtækið látið erlendum aðilum að mestu eftir að selja slíkar ferðir. Forráðamenn fyr- irtækisins mættu nokkurri andstöðu hér á landi í fyrstu, en raunin er að straumur þýskra ferðamanna til íslands hefur margfaldast. Island Tours rekur nú skrifstofur í nokkr- um löndum Evrópu og leggja for- ráðamenn þess áherslu á að selja ferðir til Islands allan ársins hring. Rannsóknir i þágu nýsköpunar Þorsteinn er prófessor í eðlisfræði og forstöðumaður Verkfræðistofn- unar Háskóla íslands. Hann hefur verið í fararbroddi þeirra háskóla- manna sem beita sér fyrir nýsköpun og nýtingu rannsókna og þekkingar í íslensku atvinnulífi. Hann átti með- al annars þátt í að þróa nýja tækni í gasskynjurum fyrir frystibúnað sem framleiðsla er hafin á hjá RKS hf. á Sauðárkróki. Áður stóð hann að stofnun Vaka hf. og vinnur nú meðal annars að verkefnum með DNG hf. Vaxandi athafnamaður Guðjón er stofnandi og einn af aðaleigendum OZ hf. Mikið var rætt um fyrirtækið í fjölmiðlum á síðasta ári þar sem erlendir fjárfestar hafa lagt fyrirtækinu lið og hugbúnaður fyrirtækisins hefur vakið mikinn áhuga erlendis. OZ var stofnað árið 1990 af kornungum mönnum og eru forráðamenn þess dæmi um unga athafnamenn sem sækja fram án þess að njóta aðstoðar hins opinbera eða sækjast eftir henni. Þótt OZ sé vel búið tækjum eru eignir þess og framtíð fyrst og fremst bundin þekk- ingu starfsfólks og þeirri þróunar- vinnu sem unnin er innan fyrirtækis- ins. Vöxtur og stöðugleiki Eins og siður er við ára- mót hófst umræðan með spjalli um atburði liðins árs. Guðjón segir að um mitt árið hafi verið ljóst að gera þyrfti mikið átak í rekstri ÓZ, það hefði ver- ið að „blómstra eða fölna.“ Síðustu mánuði hafa orðið umtalsverð umskipti, í ág- úst var opnuð skrifstofa OZ í Los Angeles og á næstu vikum verður önnur opnuð í miðborg Tókyó. Þrátt fyrir að bjart sé framundan segir Guðjón segir að einmitt nú sé ástæða til að vera á verðj vera vel á verði. Fram- undan sé erfíðasta tímabil í sögu OZ, því fyrirtækjum verði oft hált á svellinu þegar vöxtur sé svo hraður sem raun ber vitni. OZ telur nú 14 starfsmenn en þeir verða að líkind- um tvöfalt fleiri í vor. Þá er búist við að velta margfaldist á nýju ári. Ómar segir aðspurður að árið 1995 hafi verið farsælt fyrir ferða- mannaþjónustu í landinu, en þó ekki „Menntakerfið á íslandi stendur frammi fyrir vissri áskorun. Ég spyr hvort Háskólinn, menntakerfið og iðnaðurinn er að vinna rétt úr man- nauðnum. Við Háskólanum blasir að tengja betur þá menntun sem hann veitir og iðnaðinn í landinu," segir Þorsteinn. Guðjón leggur einnig áherslu á hlutverk Háskólans. „Meginmálið er að auka tengslin milli Háskólans og atvinnulífsins. í Bandaríkjunum eru þessi tengsl mjög fijó. Það nægir að nefna að veraldarvefurinn, sem myndar grunninn að þeim verkefn- um sem OZ er að vinna, varð til sem lokaverkefni nemanda í háskóla- námi.“ Guðjón segir að ástandið sé því miður þannig að menntafólk sem læri í útlöndum hafí lítinn hvata til að flytja aftur heim. Þá sé flæði upplýsinganna nú að verða svo gott að góðir starfsmenn á íslandi eigi auðveldara að finna störf í útlöndum. „Þörfín fyrir hæfíleikafólk er svo mikil að íslendingar munu eiga fullt í fangi við að halda í þekkingu á þessu sviði.“ Þarf færri háskólanema Ómar kveðst sjá takmarkaða þörf fyrir tengingu milli Háskólans og ferðaþjónustunnar og þá helst í rannsókna- og upplýsingaöflun. „Stærstur hluti af störfum í ferða- þjónustu er ekki á háskólastigi. Auðvitað þarf að standa vel að menntun og hvetja hæfileikaríkt fólk til framhaldsnáms hér á landi og erlendis, en einnig að huga að því að námið nýtist þjóðinni sem best. Ég spyr mig einnig að því hvort að ekki megi ná fram sparnaði með því að takmarka fjölda þeirra sem fara í háskóla, ekki með því að lækka framlögin heldur að auka kröfurnar. Það eru ekki til endalaus háskóla- störf og einhverjir verða að vinna þessi venjulegu verk,“ segir Ómar. Rannsókna- og þróunarstarf sem unnið er af fagmenntuðu fólki er þó mikilvægt í ferðaþjónustu að mati Ómars. Hann segir eitt af brýn- ustu verkefnum í ferðamálum að afla betri upplýsinga um ferðamenn sem hingað koma. í reynd séu ekki til nema óljósar vísbendingar um ferðamenn, greinda eftir þjóðerni og ferðamáta. Þessar upplýsingar séu nauðsynlegur grundvöllur ákvarð- ana um fjárfestingar og markaðs- sókn. Ómar bendir á að ferðaþjónusta skili meiri skatttekjum í ríkissjóð en aðrar útflutningsgreinar, þar sem virðisaukaskattur fellur á alla þjón- ustu við ferðamenn innanlands. Því væri ekki óeðliiegt að hið opinbera beitti sér fyrir því að styrkja upplýs- ingaöflun og markaðsstarf sem nýt- ist atvinnugreininni í heild. Ekki þörf fyrir fleiri frumkvöðla En hvað um framboðið á frum- kvöðlum í íslénsku atvinnulífi? Telja viðmælendur að yngsta kynslóðin hafi nægan dug og þor til að stofna fyrirtæki og taka áhættu? „Ég' held að það sé alls ekki hollt að eiga of marga frumkvöðla,“ segir Guðjón. „Við eigum nóg af þeim hér á landi. Vandi þeirra sem starfa á mínu sviði er að finna gott fólk til að starfa með sér. Það þykir til dæmis saga til næsta bæjar ef fólk sem útskrifast úr bestu háskólum erlendis kemur heim til starfa.“ Stundum er spurt hvort ungir íslend'mgar sýni nægilegt frumkvæði. Standa háskólamenn sig til dæmis nægilega vel í að hrinda nýjum hug- myndum í framkvæmd? „Ég hef stundum sagt að skóla- kerfíð dragi á vissan hátt úr sköp- unarmætti og frumkvæði fólks,“ segir Þorsteinn. „Umbréyting á há- skólastigi yfir í verkefnanám myndi efla þennan þátt betur. Ég væri hlynntur því að horfið yrði frá því að einblína á kennslu með fyrirlestr- um á námskeiðum og nemendum heldur falið að leysa verkefni í sam- ráði við kennara. TRil dæmis mætti gefa nemendum einingar í námi fyr- ir verkefni á vegum Nýsköpunar- sjóðs stúdenta. Góðir möguleiknr eru fyrst nýttir þegar sverfur til stálsins Við þurfum að skapa menningu fyrir frumkvöðla í efnahagslífinu. Ríkið þarf að smíða ramma um atvinnulífið en hætta að draga línurnar í smáatriðum. Athafnamenn verða hinsvegar að læra að velja réttu hugmyndimar og skila þeim í höfn. Þessi ummæli komu fram í hringborðsumræðum þriggja frumkvöðla, í ferðaþjón- ustu, vísindum og tölvutækni sem Benedikt Stefánsson ræddi við í tilefni áramóta. jafn dijúgt og árið áður. Eitt af því sem breyst hafi er að nú hafi ekki orðið hagstæð gengisbreyting frá því að þjónusta var verðlögð þar til tekjur skiluðu sér að hausti eins og áður tíðkaðist. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu hafí oft vænst þess að afrakstur yrði meiri, þegar tekjur skiluðu sér á betra gengi að hausti. Þó hljóti allir að fagna því að náðst hefur meiri stöðugleiki í efnahagslífi landsins. Ánægður með þróun rannsókna Þorsteinn er ánægður með af- rakstur ársins frá sjónarhóli þeirra sem vinna að rannsókn- um. „Mér fínnst að ís- lenskt rannsóknarum- hverfi hafi styrkst á und- anfömum árum. Rann- sóknir og þróun í fyrir- tækjum eru að eflast. Við sem störfum á vettvangi Rannsóknarráðs íslands verðum mjög varir við það að nú er mikið að gerast í þeim efnum að breyta þróunarverkefnum í sölu- hæfa vöru. Einnig er margt skemmtilegt að gerast í tengslum við Útflutnings- ráð. Þannig eru þessir þættir allir að þroskast og mjög ánægjulegt að fylgjast með því. Því miður er áhættufjármagn enn mjög takmark- að og steinsteypufóturinn við lýði. Veð í fasteignum verða að koma á móti lánum. Ég get til dæmis enn ekki gengið inn í bankastofnun og notað einkaleyfí á vöru sem veð. Þó virðist vera að rýmkast í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Ný hugsun gagnvart HÍ Aðspurður hvort bág fjárhags- staða Háskólans hafi ekki haft slæm áhrif á þá sem starfa að rannsóknum segir Þorsteinn að hann horfi fremur fram á veg í þeim efnum. „Ég held að menn séu að gera sér grein fyrir að Háskólinn verður að endurskipu- leggja sína aðferðarfræði,“ segir Þorsteinn. „Hugmyndin er sú að hugsanlega verði sett á fót sjálfs- eignarstofnun utan um háskólann. Skólagjöld koma auðvitað upp í hug- ann og tilkoma þeirra myndi breyta forsendunum. Líklega verður 1996 árið sem mun valda breytingum á samskiptum háskólans við fjármála- valdið. Ég er svo bjartsýnn að eðlisfari að ég býst við að þessar breytingar verði til góðs. Skilningurinn á hags- munum Háskólans er fyrir hendi. Á hinn bóginn keppir Háskóli íslands nú við fleiri aðila um fjármagn en hann gerði í upphafi, fjölda nýrra skóla á háskólastigi. Við megum ekki missa sjónar á því að Háskólinn er helsti vettvangur grunnrannsókna og ég sakna þess að sjá ekki meiri viðurkenningu á því.“ Ögrun fólgin í erfiðleikum Þeir þremenningar nefna allir dæmi um að þrengingar í atvinnulífi hafí hvatt menn til þess að leita nýrra verkefna. Guðjón segist þekkja það af eigin raun. Slæm staða fyrr á árinu hafi neytt forráðamenn OZ til að sækja fram á nýjum vígstöðv- um. Þannig geti harðæri ögrað mönnum til að nýta hugmyndir og tækifæri betur. „Erfíðleikar okkar urðu til þess að við byijuðum að horfa út fyrir landsteinana," segir Guðjón. „Mér finnst oft að þessa hugsun vanti hjá íslendingum - að sýna hugrekki, þó auðvitað þurfi líka að vanda vinnubrögðin." Ómar tekur undir þetta sjónar- mið. Góðir möguleikar séu fyrst nýttir þegar sverfur til stálsins. Hann hann hafi til dæmis fyrir nokkrum árum auglýst eftir sumar- húsum eða íbúðum til leigu yfir mesta annatíma á sumrin. Þá hafi engin svarað auglýsingunni. Fyrir tveimur árum endurtók hann svo leikinn og reyndist nægt framboð af slíku húsnæði, enda samdráttur í tekjum almennings. „í Þýskalandi er það mönnum eiginlegt að hugsa um að nýta fjármunina en þessi hugsun hefur ekki verið jafn rík í íslendingum. Við verðum að læra að vera hagsýnni og nýta betur þá fjármuni sem við eigum," segir Ómar. Nýta þarf mannauðinn betur Þegar rætt er um ný- sköpun ber fjármagns- skort og menntamál gjarn- an á góma. Hin síðari ár hefur at- hygli beinst að því hvernig nýta megi betur hæfileika íslensks menntafólks sem býr hér á landi og erlendis. Þorsteinn segir að það hafi vakið athygli sína í nýlegri könnun Alþjóðabankans á þjóðarauði víða um heim að íslendingar séu þar í sjöunda sæti. Hinsvegar sé hlutur mannauðsins lítill, aðeins 20% í ein- kunnagjöf Alþjóðabankans til ís- lendinga, meðan sambærilegt hlut- fall hjá þeim þjóðum sem standa okkur nærri sé um 80%. „Eg liekl að það se alls ekki liolll að eiga of marga fruni- kvöðla. Vandi þeiira sem slarfa á niími sviði er að finna gotl fólk til að starfa með sér Upplýsingaflæði er orðið svo gott að íslendingar eiga æ auðveldara að finna slörf er- lendis. Þörfin fyrir hæfileika- fólk er svo mikil að Islending- ar munu eiga fullt í fangi við að lialda í þekkingu," segir Guðjón Már Guðjónsson í OZ. „Stjórnendur Ijárfestinga- sjóðanna segja núna að það sé til nóg af peningum, en það sén góðar og markaðshæfar hiigmyndir sem skorti. Það eru lnmdrað siiinum fleiri hugmyndir sem verða til lield- ur en unnt er að fjármagna. Vaiidinn fyrir athafnanienn er að velja rétt og kuuna að klára verkið. Það er galdur- iim,“ segir Þorsteinn I. Sigfús- son prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.