Morgunblaðið - 13.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 13.01.1996, Side 1
fHmrgmttritafeto • Ólund, farðu út alla með sút!/4 • Farið frjálslega með sannleikann/5 • Málað eftir smekk fjöldans/8 MENNING USTIR rj PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 blaðJJ Listahátáð Sirkus í Reykjavík 1996 LISTAHATIÐ í Reykjavík ’96 verð- ur haldin í júní. Að vanda kemur fjöldi innlendra og erlendra lista- manna fram en hátíðin er nú haldin í fjórtánda sinn. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með áherslu á það sem er helst á döfínni í heimi listanna, hér heima og erlendis. Dagskrá Listahátíðarinnar er nánast fullmótuð. Hún verður sett á undan opnun sýningar á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer í Listasafni íslands 31. maí, þar sem m.a. verða kunngjörð úrslit í Ljóða- samkeppni Listahátíðar, en í hana bárust 525 ljóð. Margir erlendir gestir verða á hátíðinni. Óperusöngvararnir Gal- ina Gorchakova, Rannveig Fríða Bragadóttir, Dmitri Hvorostovsky og Keith Ika- ia-Purdy munu syngja á tónleikum í Laugardalshöll 8. júní með Heimskórnum, The World Festival Choir, og Sinfóníuhljómsveit Islands. Evgeni Kissin var undrabam á flygilinn en er nú orðinn fullþroska listamaður, margverðlaunaður fyrir frábæra tækni og túlkun. Telja sumir hann vera fremsta píanóleik- ara okkar tíma (sbr. Gramophone, nóv. 1994). Einleikstónleikar hans verða í Háskólabíói 15. júní. Strengjakvartettinn Philharmon- ia Quartett-Berlin sem skipaður er leiðandi mönnum úr Fflharmóníu- sveit Berlínar leikur í íslensku óper- unni 9. júní. Aðrir athyglisverðir tónleikar verða í íslensku óperunni 5. júní með Yuuko Shi- okawa fiðluleikara og píanósnillingn- um András Schiff. Af öðrum klassísk- um stórviðburðum ber hæst komu Vladimirs Ash- kenazy og Deutsches Sym- phonie Orchester-Berlin en undir hans stjórn hefur þessi hljómsveit skipað sér í röð fremstu sinfóníuhljómsveita heimsins. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 29. júní og verða haldnir til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur for- seta íslands og vemdara Listahátíðar í Reykjavík. Bandaríska gagnrýnend- ur skortir ekki lýsingarorðin þegar þeir iýsa dansi Maure- en Fleming. Hann er eins konar ljóðlist í hreyfingum sem sameinar hina japönsku butoh danshefð og klassískan dans. Sýn- ingar hennar verða í Loftkastalan- um 2. og 4. júní. Djass, sirkus o.fl. Úr heimi djassins kemur tromp- etleikarinn Lester Bowie með Brass Fantasy hljómsveit sína skipaða 10 hljóðfæraleikurum og leika þeir í Loftkastalanum 2. og 4. júní. Lest- er Bowie heimsótti ísland fyrir rúm- um áratug en þá með Art En- semble of Chicago. Sem fyrr fer Lester ekki troðnar slóðir og það er ekki að ósekju að hann er talinn einn af fremstu trompetleikurum heimsins í dag. Belgíski leikhússirkusinn Circ- us Ronaldo byggir á gömlum * hefðum úr evrópsku leikhúsi /' og fjölleikahúsi. Sirkusinn kemur með forna húsvagna sína og slær upp skrautleg- ‘ SJÁ BLS. 2 an dýra FRANSK-kanadískur sirk- us, „Cirque du Soleil", hefur vakið geysilega athygli víða i Evrópu og í Bandaríkjun- um fyrir framúrskarandi lipurð sirkusmeðlima. Engin —- dýr eru í ‘W' hópnum, að- eins lipurt fimleikafólk af öllum stærðum og «. gerðum, Kúbu- menn, Kín- >jHr verjar, Rússar %S ogFrakkar’ ' Pólverjarog Perúmenn sem sett hafa upp óvenju listræna og fallega sýningu. ÍSLENSKA óperan frumsýnir í dag klukkan 15 ævintýraóperuna Hans og Grétu sem Adelheid Wette og Engelbert Humperdinck sömdu á síðustu öld. Hún er byggð á góð- :unnu Grimmsævintýri með sama Snakmenmn fjögur hafa ekki hlotið nafngift- ina út i loftið. Morgunblaðið/Halldór Hans og Gréta frumsýnd í dag nafni. Aðalhlutverkin i sýningunni eru í höndum Hrafnhildar Björns- dóttur (Gréta) og Rannveigar Fríðu Bragadóttur (Hans). ■ Ólund, farðu út/D4 KONANI LÍFIKAFKA LIF ÞEKKTRA manna varpar (jósi á líf þeirra sem þá umgengust. Lífs- hlaup Milenu Jes- ensku var af þeim toga en hún átti í » skriflegu ástarsam- bandi við rithöf- undinn Franz Kafka skömmu áður en hann lést. Milena var ekki aðeins þekkt fyr- ir tengsl sín við Kafka, hún var þekktur blaða- maður og bar- áttukona fyrir sjálfstæði Tékkóslóvakíu í heimsstyrjöld- inni síðari. Ævisaga Milenu kom nýlega út hjá André Deutsch for- laginu en hún er eftir Mary Hockaday og nefnist „Kafka, love and courage: The life of Milena Jesenska". Bókin fær frá- bæra dóma í The Financial Tim- esþar sem helstu aðfinnslur varða það að bókin sé ekki lengri. Milena var hávaxin og glæsileg kona og varð sem ung kona þekkt í samkvæmislífi Prag. Hún flúði undan ráðríki föð- ur síns til Vínar en þaðan skrifaðist hún á við Kafka. Eru bréf hans til hennar talin mikilvæg viðbót við annað útgefið efni eftir hann. Þau þykja hlaðin tilfinningum og bera vitni sam- kennd þeirra og nán- um skilningi á þörf- um hvors annars. Mi- lena og Kafka áttu í skammvinnu ástar- sambandi en veikindi Kafka gerðu það að Franz Kafka verkum að hann varð afhuga kynlífi. Þegar Kafka lést skrifaði Mi- lena minningargrein um hann sem þótti sýna að hún hefði haft skilning á viðkvæmni hans og snilligáfu. „Hann var maður og listamaður, svo átakanlega næm- ur að hann heyrði jafnvel þegar aðrir, hinir sem ekkert heyrðu, töldu sig örugga,“ skrifaði hún m.a. Milena gerðist blaðamaður og varð þekkt og dáð í heimalandi sínu. Þegar Þjóðverjar réðust inn i Tékkóslóvakíu, gekk hún til liðs við andspyrnuhreyfinguna, var handtekin og lést í fangabúðum árið 1944.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.