Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 B 3 Örlög Fokkers ráðast á mánudag Amsterdam. Reuter. ERFIÐAR viðræður um áfram- haldandi rekstur Fokker-flug- vélaverksmiðjanna í Hollandi eru á lokastigi og örlög þeirra kunna að verða ráðin á fundi í stjórn Daimler Benz 22. jan- úar. Fokker verður eina umræðu- efnið á fundinum að sögn tals- manns flugvélaverksmiðjanna. Daimler Benz Aerospace, aðalhluthafi Fokkers, og hol- lenzka ríkisstjórnin hafa átt í margra mánaða viðræðum um björgunaráætlun, þar sem talið er að gert sé ráð fyrir viðbót- arfjármögnun upp á tvo millj- arða gyllina. Þeir sem reykja ekki ráðnir Washington. Rcuter. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna hefur úrskurðað að borg á Florida geti krafizt þess að þeir sem sæki um störf undir- riti yfirlýsingu um að þeir hafí ekki reykt eða neytt tóbaks í eitt ár. Staðið var við staðfestingu hæstaréttar Florida á réttmæti þess skilyrðis, sem borgin North Miami setur fyrir því að umsækjendur séu ráðnir, að þeir skrifi undir yfirlýsingu um að þeir reyki ekki. Hæstiréttur Florida hafði staðfest að hagur borgarinnar af því að minnka kostnað vegna sjúkdóma af völdum reykinga væri réttmæt forsenda regl- unnar, sem bryti ekki í bága við ákvæði bandarísku stjórn- arskrárinnar um frelsi og einkalíf. Reglan, sem hefur gilt síðan 1990, var vefengd þegar Ar- lene Kurtz, sem hefur reykt í 30 ár, sótti um starf hjá borg- inni. Úrskurður hæstaréttar Florida um að vísa máli hennar frá hefur ekki fordæmisgildi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna, en gæti orðið öðrum borgum hvatning um að taka upp ámóta bann við ráðningu rekinga- manna. Alcoa með meiri hagnað Pittsburgh. Reuter. ALUMINUM Co of America hefur skýrt frá auknum hagn- aði á síðasta ársfjórðungi og árinu 1995 í heild, sem erþriðja bezta ár í sögu félagsins, en hefur misst helzta viðskiptavin pökkunardeildar. Intel Corp, hinn kunni fram- leiðandi tölvukubba, hefur ákveðið að hætta viðskiptum við pökkunardeild Alcoa, sem er metin á 69 milljónir dollara. Hlutabréf í Alcoa lækkuðu um 3 dollara í 52,375 dollara í kauphöll. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi jókst í 150.9 millj- ónir dollara eða 85 sent á hluta- bréf úr 67.8 milljónum dollara eða 38 sentum á hlutabréf á fjórða ársfjórðungi 1994. Á árinu í heild jókst hagnað- ur í 790.5 milljónir dollara eða 4,43 dollara á hlutabréf úr 375.2 milljónum dollara eða 2,48 dollurum á hlutabréf. KÓS missti tvo stærstu birgja byggingarvörudeildar Bostik ogHygea með í stofnun nýs fyrirtækis ur, Jóhann Hákonarson og Ágúst Gunnarsson. NYTT fyrirtæki, Dan Inn ehf., hefur tekið við dreifingu fyrir dönsku byggingarvörufyrirtækin Hygea og Bostik af Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. Dönsku fyrirtækin stóðu sameigin- lega að stofnun Dan Inn í samvinnu við íslenska aðila og hefur það ráðið til sín tvo fyrrverandi starfsmenn byggingarvörudeildar Kristjáns Ó. Skagfjörð. Að sögn Þórðar Jónssonar, stjórn- arformanns Dan Inn, fóru dönsku fyrirtækin að hugsa sér til hreyfings sl. sumar eftir að Kristján Ó. Skag- fjörð seldi matvörudeildina frá fyrir- tækinu. „Þá fór stór hluti starfsem- innar út úr fyrirtækinu og síðla sum- ars bytjuðu menn að segja upp störf- um. Erlendu fyrirtækin urðu eðlilega mjög uggandi um sinn hag. Þetta spurðist út og margir íslenskir aðilar sóttu fast eftir því taka við umboð- inu. Þau settu sig hins vegar í sam- band við mig, þar sem ég var áður starfsmaður hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð. Eftir nánari athugun á mark- aðnum tóku þau ákvörðun um að breyta til. Niðurstaðan varð sú að dönsku fyrirtækin ákváðu sjálf að stofna fyrirtæki um dreifingu ásamt mér og fleiri aðilum. Þau eiga menn í stjórn og geta nú haft áhrif á fram- vindu mála. Við réðum síðan tvo fyrrverandi starfsmenn Kristjáns Ó. Skagfjörð og starfsemin hófst þann 1. janúar." Bostik og Hygea voru langstærstu merki byggingavörudeildar Krist- jáns Ó. Skagfjörð. Bostik framleiðir margar tegundir af lími, spörslum og þéttiefnum. Hygea framleiðir fúavarnarefni og málningu og er leiðandi á danska markaðnum með gagnfúavarnarefni. ESB leyfir samvinnu Lufthansa/SAS Bríissel. Reuter. EVRÓPU SAMBANDIÐ hefur sam- þykkt samstarfssamning Lufthansa og SAS með því skilyrði að félögin geri ráðstafanir til að tryggja að samband þeirra verði ekki að einok- un. Blaðafulltrúi Flugieiða segir að samþykktin muni ekki hafa nein áhrif á samstarf Flugleiða og SAS. Stjórn sambandsins hefur fengið félögin til að lofa að afsala sér viss- um skömmtuðum tímum til brottfar- ar, ferðum og tengslum við önnur flugfélög. Framkvæmdastjórnin segir að fé- lögin geti komið á nýjum tengslum samkvæmt samkeppnislögum ESB, ef þau uppfylla viss skiiyrði. Hefur engin áhrif á samstarf Flug- leiða og SAS Stjómin segir að félögin verði að afsala sér átta skömmtuðum brott- farartímum þegar umferðarþungi er mestur í Frankfurt, Dusseldorf, Stokkhólmi og Ósló, ef önnur flugfé- lög vilja fljúga milli þessara flugvalla og milli Frankfurt og Gautaborgar og Miinchen og Kaupmannahafnar. Lufthansa og SAS fá ekki að halda uppi aukaferðum á þessum leiðum, ef annað flugfélag hefur flug á þeim. Lufthansa verður að slíta samn- ingum við Finnair og Transwede og SAS verður að binda enda á sam- vinnu sína við Swissair og Austrian Airlines. Engin áhrif á samstarf Flugleiða og SAS Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að samstarf Flug- leiða og SAS muni haldast óbreytt enda sé ekkert minnst á Flugleiðir í samþykktinni. „Við erum mjög ánægðir með niðurstöðuna og hún ætti að eyða öllum vangaveltum um að við yrðum að slíta samstarfinu við SAS.“ Eimskip opnar skrifstofu í Tromsö EIMSKIP hefur ákveðið að setja á stofn markaðsskrifstofu í Tromsö í Norður-Noregi á vormánuðum. Jafnframt ætlar félagið að auka verulega flutn- ingaframboð sitt frá Noregi á næstu misserum með breyttu siglingakerfi, að því er segir í frétt frá félaginu. Eimskip hefur um árabil þjónað norska flutningamark- aðnum og starfað náið með sölufyrirtækjum og útgerða- raðilum í Noregi. Þjónusta Eimskips hefur einkum verið frá Fredrikstad í Oslófírði en félagið hefur nú tekið upp þjón- ustu við nokkrar hafnir í Vest- ur-Noregi. Eimskip býður reglulega gámaflutninga til og frá Bergen, Álasundi, Bodö og Tromsö auk Fredrikstad og eru gámarnir fluttir um Imming- ham. Aukin þjónusta í N-Noregi Eimskip vinnur á mörkuðum við Norður-Atlantshaf, frá Nýfundnalandi til Vestur-Nor- egs, heimamarkaði félagsins. Markaðsskrifstofa í Tromsö, sem er miðstöð fiskveiða og þjónustu við sjávarútveg í Norður-Noregi, miðar að því að efla þjónustu félagsins á þessu svæði. Eimskip hefur, allt frá árinu 1992, aukið þátt- töku sína á norska flutninga- markaðnum í kjölfar ýtarlegra úttekta sem félagið gerði á þörfum viðskiptavina i Noregi. Viðskiptaaðilar Eimskips í Noregi eru aðallega útflytjend- ur á frystum sjávarafurðum og hefur félagið annast flutn- inga á sjávarafurðum frá Nor- egi til Bandaríkjanna, Ný- fundnalands og Nova Scotia. Þá hefur Eimskip átt samstarf við norska útgerðaraðila um árabil um flutning á fiskafurð- um frá Nýfundnalandi til hafna í Evrópu. Fyrirtækið flytur einnig verulegt magn af iðn- aðarvöru frá Noregi til Banda- ríkjanna og Kanada. 9,5 milljónir nota alnetið vestanhafs New York Reuter. NÍU og hálf milljón Bandaríkja- manna notar alnetið samkvæmt könnun Find/SVP Inc. í New York. Rannsóknarfyrirtækið Com- merceNet and Nielsen Media Re- search komst að allt annarri niður- stöðu í október þegar það skýrði frá því að 24 milljónir manna í Bandaríkjunum og Kanada notuðu alnetið. Samkvæmt könnun Find/SVP eru 8.4 milljónir þeirra sem nota alnetið eldri en 18 ára, en 1.1 millj- ón yngri en 18 ára. Könnun Find/SVP var niður- Af notendum alnetsins eru 35% konur og 51% hóf notkun á alnetinu 1995. Könnunin nær aðeins til Banda- ríkjanna og mun líklega magna deilur um fjölda þeirra sem nota alnetið. Nielsen Media stendur við niður- stöður könnunarinnar í október að sögn talsmanns fyrirtækisins. Sú könnun byggðist á símtölum við rúmlega 4.200 Bandaríkjamenn og Kanadamenn, sem valdir voru af handahófi. FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIÐIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 staða 15 mánaða rannsóknar og byggðist meðal annars á hálftíma viðtölum við 1000 notendur alnets- ins, sem valdir voru af handahófi. Könnunin naut styrks frá 30 stór- fyrirtækjum í tölvu- og íjarskipta- geiranum. Langflestir notendur alnetsins njóta þjónustu America Online Inc. samkvæmt könnun Find, eða 30%. Fleiri heimili en fyrirtæki nota ver- aldarvefinn. Notendur veraldar- vefsins eru vandfýsnir samkvæmt könnuninni, þar sem 77% notenda heimsækja 25 vefsetur að jafnaði. ÓDU EGLU KHALDI... ...stemmi^H STÆRÐIN LIKA! R Lll Hringdu í sölumenn okkar í síma 562 8501 eðs 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um næl. ROÐ OC RE6LA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbrét: 552 8819

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.