Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 8
J®iS«yi0mMaMfo VIDSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 Fólk Morgunblaðið/Ásdís Sif Konráðsdóttir og Elín Arnadóttir. Nýlögmanns- stofa HÉRAÐSDÓMSLÖGMENNIRN- IR Sif Konráðsdóttir og Elín Árna- dóttir hafa frá 1. janúar 'sl. rekið saman lögmannsstofu að Klappar- stíg 25-27, 5. hæð, Reykjavík. •SIF Konráðsdóttir lauk prófi frá lagadeild Háskóla íslands í júní árið 1988 og öðlaðist leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi hinn 18. febrúar 1991. Sif starfaði á lögfræðiskrifstofu Guðjóns Ár- manns Jónssonar hdl. frá náms- lokum og þar til sl. haust er hún stofnaði lögmannsstofuna að Klapparstíg 25-27. í tengslum við lögmannsstofuna stofnaði Sif einnig á síðasta ári Eurojuris Is- landi, sem er aðili að alþjóðlegum samtökum smárra og meðalstórra lögmannsstofa í öllum helstu borg- um Evrópu, Eurojuris Internati- onal efh., með höfuðstöðvar og skrifstofu í Brussel. •ELÍN Árnadóttir útskrifaðist frá lagadeild Háskóla íslands í október árið 1989. Hún hóf störf við embætti ríkisskattstjóra 1. október 1989 og starfaði þar til 30. september 1993, fyrst í virðis- aukaskattsdeild og síðan á tekju- skattskrifstofu og sá m.a. um kröfugerðir í kærumálum til yfír- skattanefndar. Einnig vann Elín um skeið við Kvennaráðgjöfina og kenndi lögfræði í Skrifstofu- og ritaraskólanum á árinu 1990. Frá 1. október 1993 til 1. janúar 1996 var Elín sett og síðar skipuð skatt- stjóri Vestfjarðaumdæmis með aðsetur á ísafirði. Elín fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 17. mars 1995. Báðir lögmennirnir stunduðu nám í Rekstrar- og viðskiptafræð- um við Endurmenntunardeild Háskóla íslands og luku þaðan prófi í febrúar 1993. Skrifstofan er opin frá kl. 9-12 og 13-17. Aðstoðarmaður lög- mannanna er Helga Hauksdóttir, ritari, sem áður starfaði í gesta- móttöku Hótels Sögu. Morgunblaðið/Júlíus JÓN Sigurgeirsson og Magnús I. Erlingsson. Breytingar hjá lögfræði- skrifstofu JÓN Sigurgeirsson hdl. hefur tekið við rekstri lögfræðiskrifstofu Magnúsar I. Erlingssonar hdl. o g rekur Jón skrifstofuna í eigin nafni. Lögmennirnir hafa rekið sína stofuna hvor, en þeir hafa unnið að gerð skiptasamninga fyr- ir fjöleignarhús, þjónustu við hús- félög og að nábýlisréttarmálum og hverskonar skjalagerð, fjár- málalegri og lögfræðilegri ráðgjöf. •MAGNÚS starfaði við fast- eignasölu um þriggja ára skeið að loknu laganámi en hefur starfað sjálfstætt síðan. Hann öðlaðist málflutningsréttindi haustið 1994. Hann ritaði Húsfélagahandbókina sem kom út á árinu 1994 með handhægum upplýsingum fyrir húsfélög, þ.á.m. um nýju ijöleign- arhúsalögin. Magnús heldur nú til framhaldsnáms í Evrópurétti o.fl. •JÓN lauk lagaprófi árið 1978. Um sjö ára skeið vann hann hjá borgarfógetaembættinu í Reykja- vík við skipta- og þinglýsing- armál. Þá vann hann hjá SKÝRR um 5 ára skeið við þinglýsingar- kerfið, lagasafn o.fl. Fimm næstu árin starfaði hann sem útgáfu- stjóri Alþingis. Hann hefur rekið eigin stofu frá miðju síðasta sumri. Jón hefur haft umsjón með upp- færslum lagasafns, lagaskráa o.fl. Hann er nú að ljúka EMP í rekstr- ar- og viðskiptafræðum. Starfs- stöð stofunnar er að Skipholti 50b. Nýrfram- kvæmdastjóri Prenttækni- stofnunar •HJÖRTUR Guðnason hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Prenttæknistofnunar af Guð- brandi Magnús- syni, sem tekið hefur við starfi framleiðslustjóra Morgunblaðsins. Hjörtur hefur kennt undanfarin þrjú ár hjá Prent- tæknistofnun á ýmsum tölvunám- skeiðum, en áður starfaði hann við prentsmíð hjá Iceland Revi- ew, Prentmyndastofunni og við eigin rekstur. Nýir þjónustu- stjórar Eimskips í TENGSLUM við breytingar á siglingakerfi Eimskips, sem taka gildi í áföngum á þessu ári, hefur verið ákveðið að staðsetja þjón- ustustjóra á Austurlandi með að- setur á Eskifírði. Verkefni hans verður að þjóna inn- og útflytjend- um á svæðinu og með því vill Eim- skip efla enn frekar þjónustu fé- lagsins á Austurlandi. •KARL Gunnarsson tekur við hinni nýju stöðu þjónustustjóra um mánaðamótin fe- brúar-mars næstkomandi. Karl hefur starL að hjá Eimskip síðan árið 1968, fyrstu árin sem háseti og síðar stýrimaður. Hann hefur unnið sem verkstjóri í vöru- afgreiðslu og sem deildarstjóri skipaafgreiðslu félagsins. Um rúmlega eins árs skeið vann Karl hjá Hafnarbakka, dótturfyrirtæki Eimskips í Hafnarfirði. Frá því um mitt ár 1990 hefur hann verið afgreiðslustjóri Eimskips í Vest- mannaeyjum. •JÓHANN Kristján Ragnars- son tekur við starfi Karls Gunn- BÍLALEIGAN Bónus fékk ný- lega afhenta 6 nýja Ford Esc- ort bíla frá Brimborg hf. Fyrir- tækið fagnar á þessu ári 10 ára afmæli sínu og ákvað að bæta við flotann vegna vaxandi starf- semi og vaxtar á bílaleigumark- aðnum. Ford Escort varð fyrir valinu vegna hagstæðs verðs miðað arssonar sem af- greiðslustjóri Eim- skips í Vest- mannaeyjum. Jó- hann hefur starfað hjá Eimskip síðan árið 1968, fyrstu árin m.a. sem stýrimaður og síð- ar verkstjóri í skipaafgreiðslu. Jó- hann Kristján gengdi starfi deild- arstjóra vörugeymslna um átta ára skeið og að auki starfi deildar- stjóra skipaafgreiðslu í tvö ár. Hann starfaði um rúmlega tveggja ára skeið hjá MGH Ltd. dótturfyr- irtæki Eimskips í Bretlandi. Síðan síðla árs 1993 hefur Jóhann starf- að sem fulltrúi í gámadeild. við stærð og búnað, en að auki þykir mikilvægt að bjóða upp á þekkt merki þegar um erlenda ferðamenn er að ræða, segir í frétt. Helga Sigrún Sigurjóns- dóttir og Agúst Sigurðsson tóku við lyklunum nýlega úr hendi Jóns Péturs Guðbjarts- sonar, sölumanns hjá Brim- borg. Bílaleigan Bónus valdi Ford Torgid Umbrot á mat- vörumarkaðnum ÞRÓUNIN á matvörumarkaðnum hefur á margan hátt verið áhugaverð að undan- förnu. Þar vekur sérstaka athygli nýbyrjað samstarf kaupfélaganna, Nóatúns- verslananna og Olíufélagsins hf. um inn- kaup á nýlenduvörum innan Búrs ehf. Nýja innkaupafyrirtækið fær það hlut- verk að útvega aðildarfyrirtækjum ný- lenduvörur á lægsta mögulega verði í krafti magninnkaupa. Hefur Búr ehf. sam- ið við BM flutninga hf., dótturfyrirtæki Samskipa, um að annast birgðahald á athafnasvæði sínu við Holtagarða, eins og fram kemur í blaðinu í dag. Samvinnuhreyfingin vill endurheimta sfna stöðu Ætla má að Búr muni valda töluverðum usla á matvörumarkaðnum þegar hafist verður handa um að semja um afslætti og önnur kjör. í því sambandi hefur verið vísað til þess að aðildarfyrirtækin hafa um 10-11 milljarða árlega veltu á matvöru- markaði. Gert er ráð fyrir að u.þ.b. þriðj- ungur af vöruframboði þeirra fari í gegn- um Búr. Ávinningurinn af þessu sam- starfi ætti sérstaklega að styrkja stöðu Nóatúns í samkeppninni á höfuðborgar- svæðinu svo og kaupfélögin í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Þessir aðilar eru hins vegar einnig sagðir hafa áhuga á að hasla sér völl í smásölu hér á höfuðborgarsvæðinu. Eru uppi ýmsar kenningar um að stofnun Búrs ehf. sé einungis fyrsta skrefið í frek- ari uppbyggingu smásölureksturs og að þessir aðilar ætli sér jafnframt að setja þar upp smásölukeðju. Samvinnuhreyf- ingin hafi þannig hug á að endurheimta stöðu á smásölumarkaðnum á þessu svæði sem glataðist með gjaldþroti Mikla- garðs hf. Hins vegar heyrast einnig efasemdar- raddir um að innkaupasamstarfið eigi eftir að skila miklum árangri. Hætta sé á of mikilli yfirbyggingu hjá slíku inn- kaupafyrirtæki og reksturinn verði of þungur í vöfum vegna mikils fjölda aðild- arfyrirtækja. Forsvarsmenn Búrs hafa bent á í þessu sambandi að stofnsamn- ingur Búrs skuldbindi eignaraðilana til að kaupa allar sínar nýlenduvörur gegn- um Búr. Fyrirtækið verði rekið með eins lágum tilkostnaði og hægt er og því sé ekki ætlað að skila hagnaði. Helstu andstæðingar þessarar sam- fylkingar í smásöluversluninni eru augljós- lega Hagkaup og Bónus. Hingað til hafa þessi fyrirtæki notið betri kjara gegnum innkaupafyrirtæki sitt, Baug, en almennt þekkist, enda nemur matvöruvelta þeirra a.m.k. 10 milljörðum króna. Þau hafa náð miklum yfirburðum í innkaupum og dreif- ingu með nútímalegum vinnubrögðum. Ávinningurinn af þessu samstarfi ásamt litlum tilkostnaði hefur skilað sér í mjög lágu vöruverði hjá Bónus. Hins vegar hafa viðskiptavinir þurft að sætta sig við minni þjónustu og mun minna vöruúrval en í stórmörkuðunum. Hagkaup hefur ákveðið að vera á miðjum markaðnum hvað verð- lag snertir, en býður í staðinn mikla þjón- ustu, mikið vöruúrval, langan opnunar- tíma og kreditkortaþjónustu. Fleiri verslanir eiga síðan eftir að blanda sér í slaginn á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu af meiri þunga en áður. í blaðinu í dag er rætt við Eirík Sig- urðsson, kaupmann í 10-11 sem hyggur á aukin umsvif. Velta fyrirtækisins hefur aukist hratt á undanförnum árum og nam 1,7 milljarði í fyrra og er áætluð 2,4 millj- arðar á þessu ári. Hann þarf reyndar að láta undan síga í Borgarkringlunni og loka búðinni þar vegna andstöðu Kringlunnar við þennan rekstur, en ætlar að opna þrjár nýjar verslanir á árinu þannig að þær verði sjö talsins. Þá eru umsvif Kaupgarðs í Mjódd og Fjarðarkaupa í Hafnarfirði tölu- verð. Loks er ótalinn hlutur heildsala og fram- leiðenda sem standa frammi fyrir því að dreifa til sífellt færri aðila og um leið stór- auknum kröfum um afslætti og bætt inn- kaupakjör verslana. Ætla má að þessi þróun Jeiði til frekari samþjöppunar á heildsölusviðinu, ekki síst þar sem stórar smásölukeðjur munu í auknum mæli flytja inn milliliðalaust í framtíðinni. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.