Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 5
4 B FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 B 5 VIÐSKIPTI . VIÐSKIPTI Bankastjóri Landsbankans segir mikilvægt að stjórnvöld móti skýrari stefnu um framtíð ríkisbankanna EINKAVÆÐING ríkisbankanna hef- ur verið mikið til umræðu að und- anförnu m.a. vegna þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að breyta bönk- unum í hlutafélög á þessu kjörtímabili. Þrátt fyrir að Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hafi lýst því yfir að ekki standi til að selja hlut ríkissjóðs í bönkunum á næstunni og að samþykki Alþingis þurfi til, hafa miklar vangaveltur verið uppi um sölu og hugsanlega kaupendur. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, segist hafa' áhyggjur af vinnu- brögðum stjórnvalda í þessu máli. Hann seg- ir að íhuga verði þessi mál vandlega áður en ráðist verði í að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Í því samhengi sé meðal annars nauðsynlegt að stjórnvöld móti og kynni stefnu sína hvað sölu bankanna varði, enda sé enginn tilgangur í því að breyta rekstrar- formi bankanna ef ekki standi til að selja hlut ríkisins í þeim síðar meir. Sverrir segist aldrei hafa dregið dul á áhuga sinn á einkavæðingu ríkisfyrirtækja og það sé síður en svo að hann sé andvígur einkavæðingu ríkisbankanna. „Ég tel að rík- ið eigi yfirleitt ekki að vera að vasast í at- vinnurekstri og alls ekki í rekstri banka. Þróunin hefur verið sú um allan heim að ríkisvaldið hefur dregið sig út úr rekstri banka í þeim löndum þar sem það hefur tíðk- ast.“ Þá segir Sverrir að rétt sé að jafna þann aðstöðumun sem ríki á milli ríkisbanka og einkabanka. Þar halli á báða aðila til skiptis og því sé rétt að jafna þann mun svo þessir aðilar megi standa jafnfætis í samkeppninni. Landsbankinn hefur búið sig undir þessar breytingar að undanförnu, að sögn Sverris, og hófst sá undirbúningur áður en málið var sett inn í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar. Formaður bankaráðs bar fram tillögu í byij- un síðasta árs, þess efnis að skipuð yrði 5 manna nefnd til að kanna hvaða áhrif hugs- anleg breyting á Landsbanka í hlutafélag hefði. „Nefndin átti m.a. að skoða hvaða áhrif slíkar breytingar hefðu á samkeppnis- stöðu bankans gagnvart innlendum og er- lendum aðilum," segir Sverrir. „Þá átti hún einnig að kanna áhrif þeirra á viðskiptahags- muni bankanns innanlands, bæði gagnvart lánþegum og innistæðueigendum og áhrif á viðskiptahagsmuni bankans erlendis. Nefnd- in átti einnig að gera sér grein fyrir áhrifum slíkra breytinga á starfsmannahald, launa- þróun, lífeyrismál og annað sem varðar hags- muni starfsfólks.“ Nefndin skilaði tillögum sínum til stjórn- valda skömmu fyrir síðustu áramót og lét hún jafnframt fylgja með drög að frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um rekstur Landsbanka íslands. Markmið stjórnvalda óljós Sverrir segir að áform stjórnvalda hvað varðar breytingar á ríkisbönkunum valdi honum nokkrum áhyggjum. Þessi markmið séu óljós og stjómvöld virðist ekki vera á einu máli um hvert skuli stefna. „Það hefur verið látið líta svo út af hálfu bankamálaráðherra að það standi ekkert til að einkavæða bankana heldur einvörðungu að breyta forminu. Þetta er svo í orði kveðnu að því er mér virðist, til þess að slá á einka- væðingarótta, sem ýmsir aðilar, t.d. þing- menn í Framsóknarflokknum, virðast vera Einkavæðing ekki hnst fram úrerminni Sverrir Hermannson, bankastjóri Landsbankans, segir að hann hafi miklar áhyggjur af vinnubrögðum stjómvalda við breytingu á ríkisbönkunum í hlutafélög. Hann segist þó, í samtali við Þorstein Víglundsson, vera hlynntur einkavæðingu bankanna en telur nauðsynlegt að móta stefnu um sölu þeirra áður en þeim verður breytt í hlutafélag, til þess að forðast megi alla óvissu um framtíð þeirra. haldnir. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til að menn fóru að tala tveim tungum. Bankamálaráðherrann fór að svara því til að það gæti verið þægilegt að geta selt hlutafé ef bæta þyrfti eiginfjárstöðu bankanna. Það er, að heíja sölu á bönkunum án þess að hafa mótað nokkra stefnu í því. Það var talað ýmist af eða á um þessa hluti en framhaldið var svo það að skipaður var mikill einkavæðingargarpur, Gunnlaugur M. Sigmundsson, til að fara fyrir nefnd sem á að hafa þessi mál með höndum og skipuð var af bankamálaráð- herra. Gunnlaugur birtist síðan í sjónvarpi þar sem hann virðist vera albúinn til þess að hefja sölu á ríkisbönkunum og þá sér í lagi Búnaðarbankanum. Það verður ekki öðru vísi skilið en að hann sé með þau áform á prjónunum. Þá er nú orðið lítið eft- ir af þessari fullyrðingu bankamálaráðherr- ans um að ekkert standi til nema formbreyt- ing, þegar hann skipar þennan einkvæðing- arframkvæmdarmann í verkið." Treystir forsvarsmönnum málsins illa Bankaráð Landsbankans hefur að sögn Sverris lagt höfuðáherslu á að brýnt væri að afstaða stjórnvalda og Alþingis liggi fyr- ir varðandi fyrirkomulag á eignaraðild í hlut- afélagi um rekstur Landsbankans, á sama tíma og ákvörðun kynni að verða tekin um að breyta bankanum í hlutafélag. „Það hef- ur komið mjög skýrt fram í viðræðum við hvort sem er innlenda eða erlenda viðskipta- aðila bankans, ekki síst þá aðila sem hann hefur átt hvað lengst og traust- ast samstarf við varðandi er- lenda Qármögnun sína, að brýnt sé að engin óvissa ríki um hver áform eigenda bankans séu varðandi framtíðarfyrirkomulag eignarhaldsins. Ég álít það vera alveg út í hött að heija athugun þessa vandaverks með því að láta sem aðeins sé verið að breyta rekstr- arformi ríkisbankanna. Sú breyting er tilgangslaus nema þá að menn stefni að einkavæð- ingu og auðvitað hefur það svo komið í ljós að sú er meiningin. Ég er mjög áhyggjufullur vegna þessara lausu taka á þessu máli. Meðal annars vegna þess að ég treysti þeim mönnum sem þarna eru í fyrir- svari illa til að framfylgja þessum málum og byggi það á þessu lausa tali þeirra og annarri reynslu sem ég hef af vinnubrögðum þeirra.“ Sverrir segir það einnig vera áhyggjuefni hvernig stjórnvöldum hafi farist einkvæðing ríkisfyrirtækja úr hendi á undanförnum árum. „Þó að þar sé nú af ríku að taka hygg ég að einkavæðing Síldarverksmiðja ríkisins sé frægasta dæmið. Það verður aldr- ei liðið með þessar þýðingarmestu stofnanir þjóðfélagsins að það verði viðhöfð einhver lausatök. Að ég tali nú ekki um tök eins og Þorsteinn Pálsson hafði á sölu Síldarverk- smiðja ríkisins. Þingmenn sjálfir hafa gefið slíkum vinnubrögðum nafn og kalla þau einkavinavæðingu." Sverrir segir að sér lítist illa á framhaldið ef það eigi að vera háð duttlungum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Gunnlaugs Sig- mundssonar, hveijir fái keypt Búnaðarbank- Sverrir Hermannsson ann. „Það er vonandi að menn taki nú hönd- um saman og vinni þetta mál gaumgæfilega og skoði endinn í upphafinu. Ráði við sig hvernig framtíðareignarhaldi á þessum mikilvægu stofnunum verði best fyrir komið og verði til þess að treysta innviði þeirra. Öll lausatök í þessu máli eru bráðháskaleg.“ Fyrirkomulag við sölu alfarið mál stj ór nmálamanna Hvernig telur þú að hentugast væri að hátta sölu á ríkisbönkum ef til þess kemur? „Þetta er spurning sem stjórnvöld verða að svara. Við eigum ekki að segja til um það, starfsmenn Landsbankans. Né heldur vill bankaráðið segja til um það. Þetta eru hinar pólitísku ákvarðanir sem menn verða að takst á hendur. Það er fráleitt að starfs- menn stofnunarinnar eigi að segja eigandan- um fyrir um það hvernig hann eigi að ráð- stafa eigninni." Sverrir segir hins vegar að bankinn sé stjómvöldum innan handar um það hvernig standa skuli að öllum öðrum þáttum slíkra breytinga, hvort sem um er að ræða starfs- mannamál, stjórnskipulag, ijárhagsstöðu, nauðsynlegar íagabreytingar o.s.frv. „Allt þetta höfum við undirbúið af því að við teljum að bankamir sjálfir séu í bestri aðstöðu tii að vinna að breytingunni. Það er mjög mikil- vægt að hafa starfsfólk bankanna með í ráð- um og að bankarnir sjálfir taki fullan þátt í öllum undirbúningi og framkvæmd breyting- arinnar, en ekki sölu á þessum stofnunum." Sameining ríkisbankanna ekki æskileg í viðtali við Morgunblaðið í liðinni viku sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, formað- ur þeirrar nefndar sem fer með breytingu ríkisbanka í hlutafélög, að æskilegt væri að nota þetta tækifæri sem nú gæfist til þess að stokka upp bankakerfið hér á landi. Gunn- laugur benti m.a. á að fjárhagsstaða ríkis- bankanna væri ekki nægilega góð til þess að þeir teldust góð söluvara. Sverrir segist ekki vita hversu vel Gunn- laugur hafi kynnt sér ijárhagsstöðu ríkis- bankanna. Hins vegar sé það auðvitað mikil- vægt fyrir ríkið að gera bankana að sem söluhæfastri vöru. Breytingar af þessu tagi verði þó ekki hristar fram úr erminni heldur verði menn að gefa sér góðan tíma í þær. Hann segir að sameining banka geti vissu- lega haft í för með sér umtalsverða hagræð- ingu í bankakerfinu en hins vegar þurfi að gæta að því hvernig samkeppnismynstur slíkar sameiningar gætu haft í för með sér. Þannig telur hann að sameining Landsbanka og Búnaðarbanka væri óhugsandi vegna þeirrar yfirburðarstöðu sem slíkur banki myndi hafa á markaðnum. Sverrir dregur jafnframt í efa að vilji sé fyrir slíkri samein- ingu meðál stjórnmálamanna. Þá segir Sverrir það vera gríðarlega mikil- vægt að vandað sé til við verkið ef til sölu ríkisbankanna kemur. „Ég fmn það á öllum sanngjörnum og hugsandi mönnum að þeim finnst fráleitt að úrslitavald í þessum stofnunum eignist örfáir fjársterkir aðilar. Fyrri reynsla gefur manni hins vegar ástæðu til að ætla að svo kynni til að bera. Ég treysti hins vegar á það að Alþingi nái áttum í þessu máli og að ekki- verði viðhöfð nein lausatök. Þetta verk verður ekki unnið á skömmum tíma.“ Agnar Kofoed-Hansen framkvæmda- stjóri Upplýsingaþjónustunnar ehf. Takmarka má töp í lánsviðskiptum ÞEGAR stjórnendur fýrirtækja standa frammi fyrir því hvort þeir eigi að samþykkja ákveðinn við- skiptamann í reikningsviðskipti brennur sú spurning á þeim, hvort viðkomandi sé treystandi eða ekki. Upplýsingar um greiðslugetu og lánshæfni viðskiptamanna eru afar mikilvægar fyrir stjórnendur fyrir- tækja, sem daglega taka slíkar ákvarðanir, en liggja að sama skapi ekki á lausu. Upplýsingaþjónustan ehf. er nýtt fyrirtæki í eigu Verslun- arráðs íslands, Samtaka iðnaðarins og fieiri aðila, sem hyggst veita þjónustu á þessu sviði og byggir það á starfsemi upplýsingaskrifstofu Verslunarráðsins. Að sögn aðstand- énda Upplýsingaþjón- ustunnar hefur starf- semi fyrirtækisins og forvera þess að mestu snúist um að veita er- lendum aðilum upplýs- ingar um fjárhagsstöðu íslenskra fyrirtækja en á næstunni hyggst það leggja aukna áherslu á að kynna starfsemi sína fyrir íslenskum aðilum. Þá stendur stjórnendum íslenskra fyrirtækja til boða upp- lýsingar um greiðslu- getu innlendra sem er- lendra viðskiptavina. Þegar fyrirtæki fær ósk um viðskipti eða greiðslufrest frá viðskiptamanni er oft látið undir höfuð leggjast að kanna hvaða líkur séu á að hann geti eða vilji standa í skilum, heidur fallist á beiðnina. I mörgum tilvikum er það þó ekki svo að fyrirtækið treysti viðkomandi aðila. Það kýs hins vegar frekar að hætta á tap af viðskiptunum frekar en að eyða tíma í að afla sér upplýsinga og verða þá e.t.v. af viðskiptunum. Erlendis er algengt að fyrirtæki tryggi kröfur sínar gagnvart öðrum fyrirtækjum en slíkt þekkist varla hér á landi. Upplýsingaþjónustan ehf. leigir aðstöðu í húsakynnum Verslunar- ráðs í Húsi verslunarinnar og er Agnar Kofoed-Hansen, rekstrar- verkfræðingur, framkvæmdastjóri hennar. Hann segir að fram til þessa hafi fyrirtækið aðallega sinnt er- lendum fyrirspurnum vegna ís- lenskra fyrirtækja. „Erlend upplýs- inga- og greiðslutryggingafyrirtæki eru helstu viðskiptavinir okkar eins og er en nýlega hófum við að veita íslenskum fyrirtækjum upplýsingar, bæði um innlend og erlend fyrir- tæki. Töluverður fjöldi fyrirtækja hefur þegar notfært sér þjónustuna og enn fleiri hafa sýnt henni áhuga. Augljóst er að vanskil viðskipta- manna eru mikið vandamál í íslensk- um fyrirtækjum og stjórnendur þeirra ættu því að taka slíkri þjón- ustu fegins hendi. Mörg fyrirtæki tapa um 1-2% af veltu á hveiju ári vegna lánsviðskipta við sína við- skiptavini og er það markmið okkar að aðstoða meðal annars þessi fyrir- tæki við að draga úr slíku tjóni. Áætla má að tjón vegna tapaðra viðskiptakrafna nemi milljörðum króna á hveiju ári.“ Áhersla á áreiðanleika Agnar segir að ýmsar aðferðir séu notaðar til þess að skera úr um fjárhagsstöðu ein- stakra fyrirtækja. „Við söfnum iyrst og fremst gögnum frá þeim aðil- um, sem spurt er um, frá opinberum aðilum eða úr opinberum gögnum og víðar. Við leggjum mat á horfur í atvinnugrein, mark- aðsstöðu og afkomu- horfur viðkomandi fyr- irtækja. í flestum til- vikum óskum við eftir því að fyrirtækin heim- ili okkur að leita um- sagnar viðskiptabanka sinna og er því yfirleitt vel tekið endá hafa traust fyrirtæki hag af því að geta sýnt fram á sterka fjár- hagsstöðu. Við leggjum mikla áherslu á að upplýsingar okkar séu hvort tveggja í senn, ýtarlegar og áreiðanlegar. Varðandi upplýsingar um erlend fyrirtæki þá erum við í mjög góðum viðskiptum við erlend upplýsingafyrirtæki, sem gefur okk- ur aðgang að upplýsingum um fyrir- tæki í öllum heimshornum." 90% fyrirspurna erlendis frá Fyrirspurnir erlendis frá eru enn yfir.90% af starfsemi fyrirtækisins, að sögn Agnars, en hann segir að íslendingar séu óðum að uppgötva starfsemi þess. Töluvert sé um fyr- irspurnir um áreiðanleika ýmissa erlendra verðbréfafyrirtækja, sem bjóða fyrirtækjum og einstaklingum góða ávöxtun á sparifé bréfleiðis eða símleiðis. Upplýsingaþjónustan ehf. getur grennslast fyrir um til- veru og áreiðanleika slíkra félaga auk hefðbundinna kannana. Skýrsl- ur um erlenda aðila kosta að jafn- aði frá 5-15 þúsund krónur en hefð- bundnar upplýsingar um íslensk fyrirtæki kosta hins vegar um 2.500-5.000 krónur. Agnar Kofoed-Hansen Verk- og kerfisfræðistofan hf. fær vottun á gæðakerfi Fyrsta hugbúnaðarfyrirtæki á íslandi með gæðavottun FORSVARSMENN VKS fagna vottun. Frá vinstri: Þorsteinn Sverrisson og Halldór Halldórsson I gæða- ráði, Daði Orn Jónsson, stjórnarformaður; Jón Ágúst Guðjónsson, stjórnarmaður; Sveinn Björnsson, gæðastjóri og Ari Arnalds, framkvæmdasljóri. VOTTUN hf. hefur veitt Verk- og kerfisfræðistofunni hf. (VKS) vott- un samkvæmt hinum alþjóðlega gæðastaðli ÍST ISO 9001. Vottorðið var gefið út í síðasta mánuði en Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra mun afhenda það við athöfn á Grand Hótel Reykjavík í dag. Alls hafa nú 12 íslensk fyrir- tækið fengið slíka vottun. Ari Amalds, framkvæmdastjóri VKS, segir að gæðakerfið nái til alls fyrirtækisins, bæði þróunar hugbúnaðar og ráðgjafar á sviði upplýsingatækni. „VKS er fyrsta íslenska hugbúnaðarfyrirtækið og jafnframt fyrsta ísienska ráðgjafar- fyrirtækið sem fær gæðavottun, en það verður nú æ algengara að er- lendir kaupendur geri kröfu um að hugbúnaður sé framleiddur eftir við- urkenndum gæðastöðlum," segir Ari. Hann segir að VKS hafi stefnt að því í nokkur ár að komast á Evrópumarkað og hafí þá verið mið- að við verkefnaútflutning frekar en útflutning á tilbúnum kerfum. „Þeg- ar um verkefnaútflutning er að ræða hefur viðskiptavinurinn ekki sýnishorn af vörunni sem á að af- henda. Þá er sérstaklega mikilvægt að viðskiptavinurinn geti treyst því að verktaki beiti öguðum vinnu- brögðum sem tryggir að hann muni afhenda þá vöru sem um er samið. Enda þótt við teljum nánast nauð- synlegt að hafa ISO vottun til að geta náð árangri í verkefnaútflutn- ingi er ávinningurinn af vottun gæðakerfisins ekki síður mikilvæg- ur hvað varðar þjónustu við innlenda viðskiptavini. Skipulegt gæðakerfi- verður til þess að öll vinnubrögð innan fyrirtækisins verða skilvirkari sem aftur leiðir til þess að þjónusta við viðskiptavini batnar.“ Sveinn Björnsson, gæðastjóri VKS, segir að Vottun hf. muni í framtíðinni gera úttektir á gæða- kerfí fyrirtækisins tvisvar á ári og ganga úr skugga um að kerfið sé virkt og í stöðugri þróun. Hann seg- ir að í fyrirtækinu sé starfrækt gæðaráð sem hafi yfirumsjón með innra eftirliti og úrbótastarfi hjá fyrirtækinu. Sveinn segir að í hópi viðskipta- vina VKS séu mörg af stærstu fyrir- tækjum og stofnunum landsins. Þau geri miklar kröfur um að sá búnað- ur sem þau fái í hendurnar sé í góðu lagi og sé afhentur á réttum tíma. Virkt gæðakerfi sé lykilatriði til þess að geta mætt þessum kröf- um. Lækkar viðhaldskostnað Sveinn segir að samkvæmt rann- sóknum sem gerðar hafi verið á hundruðum erlendra tölvukerfa megi sjá að viðhaldskostnaður þeirra er oft og tíðum afar hár. „Það lætur nærri að þessi kostnaður sé að meðaltali jafn mikill og kostn- aður við upphaflega þróun kerf- anna,“ segir Sveinn. „Okkar reynsla er að þennan kostnað megi lækka verulega með því að vanda vinnu- brögð, bæði við upphaflega kerfis- gerð og seinni tíma endurbætur. íslendingar líta oft til Danmerkur sem fyrirmyndar í útflutningi hug- vits. I Danmörku eru um 70 hug- búnaðarfyrirtæki sem hafa verið vottuð skv. ISO 9000. Miðað við höfðatölu ættu því að vera milli 5 og 10 íslensk hugbúnaðarfyrirtæki með vottun samkvæmt þessum staðli og því ljóst að við stöndum Dönum enn nokkuð að baki í þessum efnum en þetta stefnir þó allt í rétta átt.“ Ikea-fyrirtækið á ekki að splundrast í ættarátökum ... en heldur ekki að verða andlaus stofnun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. INGVAR Kamprad stofnandi Ikea tilkynnti nýlega að enginn af sonum hans þremur myndi erfa forstjóra- stólinn. Kamprad hefur enn fremur búið svo um hnútana að fyrirtækið eigi ekki að geta splundrast vegna átaka um eignarhald á því og núverandi forstjóri er ekki fjölskyldumeðlim- ur. Hinn 69 ára Kamprad býr í Sviss sökum hárra skatta í Svíþjóð. Ikea er metið á 50 milljarða sænskra króna og á 124 verslan- ir í26 löndum. Öllum ummælum Kamprads er tekið með mestu athygli, því for- stjórinn er einkar fá- mæltur við fjölmiðla. Hann braut þó út af reglunni í janúarbyij- un, þegar birtist við hann viðtal í sænska tímaritinu Mánadens affarer. Fréttin um það flaug strax út yfir heims- byggðina og Financial Times birti hluta úr viðtalinu sama dag og það birtist. Kamprad stofnaði fyrirtækið á Skáni fyrir 53 árum. Hug- myndin var sú sama og enn er leiðarljósið, að framleiða og selja einföld en góð húsgögn á viðráð- anlegu verði. Fyrstu tveir staf- irnir í Ikea eru dregnir af nafni hans. Hann var forstjóri þar til 1986, en er enn stjórnarformað- ur í kjarnafyrirtæki samsteyp- unnar. Hann er í daglegu sam- bandi við fyrirtækið. Forstjóri þess, Anders Moberg, er ekki í fjölskyldunni. Samsteypan er þrískipt. Stærst er Ikea-samsteypan sem selur og dreifir Ikea-vörunum. Höfuðstöðvar þess eru í Danmörku, en það er í eigu Stichting Ingka, sem stjórnað er frá Hollandi. Inter Ikea ræður öllum fram- leiðsluleyfum og einka- leyfum og er undir stjórn sjóðs. Inter Ikea er hinn skapandi hluti Ikea veldisins, en féð kemur frá Ikea-sam- steypunni. Þriðji hlut- inn, Ikano-samsteypan er í eigu sonanna. Þar er fengist við banka- og fjárfestingarstarf- semi, en þetta fyrirtæki á einnig Habitat. Hluti af sérvisku Kamprads er að hann hefur ekki viljað gera Ikea að hlutafélagi, sem seldi hlutabréf á fijálsum markaði. Að sögn hans samræmist það ekki anda fyrirtæk- isins. Hluthafar krefjist skjóts hagnaðar, sem hindri þá langtíma skipulagningu, sem hann álítur þurfa til í rekstrin- um. Auk þess sé þá einnig hætta á að fyrirtækið verði keypt gegn vilja stjórnarinnar. Reikningar fyrirtækisins eru ekki opinberir, en í Mánadens affárer er giskað á að hagnaður eftir skatt hafi á síðasta ári num- ið 2,5 milljörðum sænskra króna. Einnig er giskað á að veltan hafi aukist um 5% á milli áranna 1994- 1995 og hafi numið 39 milljörðum sænskra króna á síðasta ári. Kamprad á þrjá syni, Peter 31 árs, Jonas 29 og Mathias 26 ára. Peter er hagfræðingur, Jon- as er hönnuður og Mathias hefur lagt fyrir sig vöruþróun. Allir starfa þeir í Ikea. Faðirinn segir synina sammála um að það sé ekki vel til fundið að einhver þeirra setjist í forstjórastólinn. Hann hefur þó ekki tilkynnt hve- nær hann dragi sig í hlé, en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Öll uppbygging samsteypunn- ar er miðuð við að fjölskyldan hafi þar hvorki of mikil völd né geti dregið fé út úr fyrirtækinu. Fyrirtækið á ekki að geta liðast í sundur í valdabaráttu og upp- gjöri fjölskyldumeðlima. En Kamprad hefur einnig áhyggjur af að of mikill stofnanabragur færist yfir fyrirtækið og að frumkvöðlaandinn lognist út af. Það á Inter Ikea að koma í veg fyrir. Andinn í fyrirtækinu hefur alla tíð vakið athygli. Yfirbygg- ingin er lítil og Kamprad berst ekki á. Fyrirtækinu hefur stund- um verið líkt við japönsk fyrir- tæki að því leyti að starfsfólkið sé sér vel meðvitað um markmið fyrirtækisins og sérstakan anda þess. Fyrir nokkrum árum lenti Kamprad á milli tannanna á sænskum fjölmiðlum vegna orð- róms um að hann hefði verið hliðhollur nasistum á sinum tíma. Annars heyrist afar sjald- an nokkuð af honum annað en að fyrirtækið gengur vel. Bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum er Ikea hugtak um ódýr og góð húsgögn. Framan af þótt. fyrirtækið ekki leggja mikið upp úr hönnun og var stundum sakað um að taka upp hugmyndir ann- arra í lítt breyttri mynd. Á tíma- bili virtist fyrirtækið ætla að staðna í þungu furuhúsgögnun- um, en nú er öldin önnur og meira lagt upp úr góðri hönnun og blærinn fjörlegur og litríkur. Sem stendur eru ekki horfur á öðru en að sá blær mælist vel * fyrir, því bæði í Evrópu og Bandaríkjunum er Ikea hugtak um hugmyndaríki, bæði í hönn- un, framleiðslu og dreifingu. INGVAR Kamprad stofnandi Ikea. TILKYNNING UM UTGAFU MARKAÐSVERÐBREFA HÚSBRÉF 1., 2. og 3. flokkur 1996 Kr. 13.500.000.000,- - krímur þrettánþúsunciojffimmhundrndmilljónir 00/100- Utgefandi: Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Útgáfúdagur: 15. janúar 1996 Skráning á Verðbréfaþing íslands hefst: 17. janúar 1996 Vextir: 4,75% Lokagjalddagi: 1. flokkur 15. janúar 2011 2. flokkur 15. janúar 2021 3. flokkur 15. janúar 2036 Einingar bréfa: kr. 10.000, 100.000, 1.000.000 Umsjón með útgáfu: Landsbréfhf. íf , LANDSBREF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. ___________I________> # - <_________^ "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.