Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir EIRÍKUR Sigurðsson, kaupmaður í 10-11, í verslun sinni í Glæsibæ. Búðirnar eru nú fimm talsins en verður fjölgað í sjö á árinu. 10-11 sækirfram á matvörumarkaðnum Fyrirtækið ætlar að opnar þijár nýjar versl- anir á þessu ári jafnframt því sem það geng- ur til samstarfs við bresku smásölukeðjuna Tesco. Hins vegar verður verslun 10-11 í Borgarkringlunni lokað á næstunni að kröfu Kringlunnar, Kristinn Briem ræddi við Eirík Sigurðsson, eiganda 10-11, um stöðu fyrirtækisins og framtíðaráform hans. EIRÍK Sigurðsson, kaup- mann í 10-11, má án efa kalla guðföður svokall- aðra klukkubúða á ís- landi. Hann setti fyrstu 10-11 versl- unina á stofn við Engihjalla árið 1991 ásamt eiginkonu sinni, Helgu Gísladóttur, sem var opin frá klukk- an 10 á morgnana til 11 á kvöldin alla daga vikunnar. Þar með var lagður grunnur að nútímalegri verslunarkeðju sem vaxið hefur ört frá þeim tíma, þrátt fyrir að aðrir hafi reynt að líkja eftir honum og stórmarkaðir lengt sinn opnunar- tím_a. Á síðasta ári nam velta fyrirtæk- isins um 1,7 milljörðum í fimm versl- unum og hafði vaxið um 70% frá árinu á undan. Á þessu ári er gert ráð fyrir að setja þijár nýjar verslan- ir á stofn og er því áætlað að veltan í ár nemi um 2,4 milljörðum króna. Hins vegar liggur fyrir að versl- uninni í Borgarkringlunni verði lok- að þar sem hún féll ekki að hug- myndum forráðamanna Kringlunn- ar um framtíðarskipulag á svæðinu. Eins og kunnugt er hafa eigendur Borgarkringlunnar átt í viðræðum við Kringluna um að setja húsin undir sameiginlega yfirstjórn og samnýta bílastæði húsanna. í þeim hugmyndum er gert ráð fyrir veru- legri uppstokkun á verslunarrekstri í Borgarkringlunni. Ákveðin hugmyndafræði að baki 10-11 Eiríkur á ekki langt að sækja áhugann á matvöruverslun því hann er sonur Sigurðar Matthíassonar og Vigdísar Eiríksdóttur sem stofnuðu verslunina Víði árið 1951. Víðir varð gjaldþrota fyrir tíu árum og Eiríkur kom reynslunni ríkari inn á markaðinn á ný fáum árum síðar til að stofna 10-11. „Ég sá fyrir mér fyrir tíu árum að það væri pláss á markaðnum fyrir þessa tegund búða þegar opn- unartími yrði gefinn frjáls," sagði Eiríkur þegar hann var spurður um aðdragandann að stofnun 10-11. „Opnunartími var gefinn frjáls árið 1990 og ég opnaði fyrstu búðina árið eftir. Hins vegar gerði ég mér grein fyrir því strax í byijun að þessar búðir þyrfti að byggja upp með sérstökum hætti. Þetta þyrfti að vera verslanakeðja með ákveðna hugmyndafræði að baki. Þar þyrfti að ieggja höfuðáherslu á langan opnunartíma alla daga, hreinlæti, ferskar vörur og hagstætt verð. Ég tel að 10-11 séu einu búðirnir sinnar tegundar hér á landi. Þrátt fyrir að aðrar búðir hafi valið sér nafnið 10-10 eða 11-11 þá vinna þær ekki eftir sömu stefnu og 10-11. Það er ekki nóg að ákveða einn góðan veðurdag að hafa opið lengur en áður, heldur þurfa búðimar að vera betri en almennt gerist og verð- ið hagstætt. Hjá 10-11 er einnig lögð mikil áhersla á starfsmannamál. Við ráð- um eingöngu mjög ábyrgt starfsfólk og leggjum mikið upp úr því að hægt sé að treysta því. Launin eru hærri en gengur og gerist, en það skilar sér til baka í vandaðri vinnu beint til neytandans. Ég mótaði ákveðið vinnufyrirkomulag strax í upphafi vegna hins langa opnunar- tíma sem hefur verið þróað með til- liti til óska starfsmannanna og fyrir- tækisins. Fólkið vinnur mikið en'fær góð frí inn á milli. Það á alltaf sína frídaga og veit um þá fyrir vissu með löngum fyrirvara." Það er sérstakt markmið hjá 10-11 að halda fjárfestingum í lág- marki, bæði í innréttingum, hús- næði og birgðum. Þar að auki hefur Eiríkur farið allsérstæða leið varð- andi húsaleigusamninga sem miðar að því að lágmarka áhættuna í rekstrinum. „Við höfum horft upp á erfíðleika og gjaldþrot fyrirtækja í þessari grein. Húseigendur hafa oft farið illa út úr viðskiptum við matvöruversianir og ekki fengið sína leigu greidda þegar hlutirnir hafa ekki gengið rétt fyrir sig. Hjá 10-11 eru húsaleigusamning- ar byggðir upp á því að húsaleigan er ákveðið hlutfall af veltu. Á því er hvorki hámark né lágmark. Þetta þýðir það að húseigandinn nýtur góðs af því ef vel gengur hjá okk- ur, en hann þarf að taka á sig lækk- un ef illa gengur. í mínu tilviki yrði bæði verslunin og húseigandinn að taka höndum saman ef erfíðleikar gerðu vart við sig. Ég hef sem betur fer ekki lent í þessari stöðu ennþá og húseigend- ur eru allir mjög ánægðir.11 Ódýrari en Hagkaup og Nóatún Eiríkur leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir 10-11 eigi kost á að versla þegar þeim henti og að einfaldleikinn sé jafnan í fyrirrúmi í rekstrínum. „Búðirnar sinna þörf- um neytenda á þægilegan hátt því þeir geta komið á öllum tímum og keypt inn þær neysluvörur sem vantar hveiju sinni. Það virðist vera gífurlegur markaður fyrir þessar tegundir verslana því þótt fleiri 10-11 búðir hafi verið að bætast við, hefur orðið stöðug aukning í hinum búðunum. Fólk virðist vilja nota 10-11 búðirnar eins og búrið heima hjá sér. Það getur verslað þegar því hentar í stað þess að gera einhver risainnkaup á vörum í stór- mörkuðum sem það hefur e.t.v. enga þörf fyrir eða hætta er á að skemm- ist. Stórmarkaðirnir eru að selja allt að 8-10 þúsund vörutegundir en við erum einungis me_ð 2.700 tegundir af neysluvörum. Ég reyni ekki að troða upp á fólk vörum sem það hefur enga þörf fyrir. Við reynum að vera með hnitmiðað vöruval til að koma til móts við óskir neyt- enda.“ -í kjölfarið á stofnun 10-11 spruttu upp aðrar verslanir með langan opnunartíma og stórmark- aðir hafa lengt sinn opnunartíma undanfarin misseri. Hefur þetta ekki haft nein áhrif á ykkar rekstur? „Stórmarkaðirnir hafa elt okkur uppi varðandi sinn opnunartíma. Ég tel að þeir séu komnir út fyrir þann ramma sem var settur í upphafi í þessu efni og að lengri opnunartími sé þeim afar kostnaðarsamur. Á endanum verður það neytandinn sem greiðir þennan kostnað. Aftur á móti er rekstrargrunnur 10-11 miðaður við langan opnunartíma. Lengri opnunartími stórmark- aðanna hefur alls ekki dregið úr okkar sölu, þar sem við erum fylli- lega samkeppnisliæf við Nóatún og Hagkaup, bæði hvað snertir verð og gæði. Þannig hefur 10-11 verið ódýrari en báðir þessir stórmarkað- ir, skv. verðkönnunum.“ Stofnar dreifingarmiðstöð á þessu ári - Nú hafa stórmarkaðir samein- ast um innkaup sín og um áramótin stofnuðu kaupfélögin og Nóatún til slíks samstarfs í Búri ehf. Hver er þín staða i þessu efni? „Ég vinn mjög náið með íslensk- um framleiðendum og heildsölum. Það er engin kjötvinnsla í fyrirtæk- inu heldur skipti ég við þá aðila sem hafa sérhæft sig í framleiðslu á kjöt- vörum. Stefna okkar felur í sér að hafa hraða umsetningu á vörunum og að greiðslur berist fljótt til okkar birgja. Þannig veltum við lager 50-60 sinnum á ári. 10-11 hefur einnig byggt upp nútímalega tölvutækni við innkaup, Kerfíð veitir okkur upplýsingar á hveijum degi um það hvernig rekst- urinn gekk deginum áður. Ég gerði mér strax í upphafí grein fyrir því að fyrr eða síðar þyrfti að setja á stofn dreifingarstöð fyrir verslanir okkar. Önnur fyrirtæki eins og Hagkaup og Bónus hafa sett á stofn stóra heildsölu og nú ætla kaupfélögin og Nóatún að stofna sambærilegt fyrirtæki. Ég tel að heildsalar geti sinnt sínu hlut- verki mjög vel fyrir mig. Hins vegar ætla ég að setja á stofn dreifingar- stöð á þessu ári sem safnar vörunum frá mínum birgjum á einn stað og þaðan verður þeim dreift til búð- anna. Ég ætla engu að síður að halda hröðum veltuhraða og ekki binda fjármagn í lager. Það skapast verulegur sparnaður í dreifingu því heildsaiar þurfa ekki lengur að dreifa vörunum til allra verslananna heldur fara þær á einn stað. Þetta sparar síðan mikla vinnu í bókhaldi því búðirnar munu panta frá safn- lager í stað þess að pantað sé frá einstökum heildsölum. Til viðbótar get ég nefnt að ég hef hafíð samstarf við breska fyrir- tækið Tesco, sem er eitt stærsta smásölufyrirtæki Bretlands. „Ég mun kaupa vörur sem eru sérmerkt- ar Tesco beint frá birgðastöð þeirra í Bretlandi en fæ auk þess að njóta góðs af þekkingu þeirra í smásölu- verslun. Á þennan hátt ætla ég að bjóða enn ódýrari vörur í 10-11 ásamt öðrum vörum frá íslenskum heildsölum. Þetta er mitt svar við sérmerkjavörum stórmarkaðanna. Viðskiptavinir 10-11 verða örugg- lega mjög ánægðir með þessar vör- ur sem eru væntanlegar á markað- inn í næsta mánuði." 10-11-búðir á landsbyggðinni? 10-11 verslanirnar eru nú fímm talsins víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. í Borgarkringlunni, Glæsibæ, Miðbæ Hafnaríjarðar, Engihjalla og Laugalæk. Því vaknar sú spurning hvað sé framundan í uppbyggingu nýrra verslana hjá fyrirtækinu. „Fyrirtækið hefur bætt við búðum eftir efnum og ástæðum á hveijum tíma. Ég er núna að skoða sjö mögu- leika á opnun nýrra búða og hef ákveðið að opna á þessu ári þijár búðir. Jafnframt er ég að skoða mögu- leika á opnun búða í nágrenni við höfuðborgarsvæðið frá Borgarnesi, á Reykjanesi og Suðurlandi. Ég tel að það vanti búðir eins og 10-11 á stöðum á landsbyggðinni því neyt- endur þar eru ekkert öðruvísi en í Reykjavík,“ segir Eiríkur. Lokað í Borgarkringlu Samningar hafa tekist um að 10-11 versluninni í Borgarkringl- unni verði lokað og fær fyrirtækið bætur frá húseigendum fyrir riftun á leigusamningi sínum til tíu ára. „Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarið ár og að lokum fékk ég tilboð sem erfitt var að hafna," seg- ir Eiríkur. „Ég tel skynsamlegra fyrir mig að fá bætur fyrir þessa hluti og eyða orkunni í uppbyggingu fleiri búða, frekar en að beijast við þau öfl sem þarna eru. Áðilar í Kringlunni hafa ekki verið reiðubún- ir að leyfa mér að taka þátt í þess- ari uppbyggingu. Mér hefur verið tilkynnt að sameining Kringlunnar og Borgarkringlunnar verði ekki að veruleika nema ég fari út. Búðin í Borgarkringlunni hefur gengið vel og var með um 32% veltu- aukningu frá árinu á undan. Mér hefur líkað vel að vera þarna og við lögðum mikla vinnu í að byggja hana upp. Hins vegar ætla ég að finna nýjan stað fyrir hana í ná- grenni við Borgarkringluna," sagði Eiríkur Sigurðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.