Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 B 7 VIÐSKIPTI ðS Stólpi fyrir Windows Kerfisþróun ehf. Fókotero 108 Sim: S68*e055 F*cc 5ÖFS83i Natfeng ihra«n<S>c<&fttfum s-'efgr www tr#knet Í%J6uouc\ th&sZA CfgíoA Ou$Mumfes«n t «J«þí6KEÍ< ÚW'flN* 1®5 VS96 *s \&t*i&ur 5«*W»R» Þungt undir fæti hjá Windows 95 Tölvupistill Windows 95 notendaskilin hlutu mikla um- fjöllun og sölu þegar þau komu á markað fyrir hálfu árí. Ámi Matthíasson komst að því að heldur hefur hallað undan fæti undan- farið, segir frá Office-forritapakkanum, nýju íslensku forriti og óhugnanlegum tölvuleik. EKKERT forrit hefur fengið aðra eins kynningu og Windows 95, nýj- asta útgáfa notendaskilanna fyrir PC-samhæfðar tölvur. Salan var í samræmi við tilstandið, því frammámenn hjá Microsoft ætla að búið sé að selja fjórar milljónir ein- taka og þrjár milljónir til sem fylgi- búnað í tölvum. Eftir rífandi gang framan af virðist nú aftur á móti komið bakslag í seglin, því salan fer hríðminnkandi ytra. Upphafleg áætlun Microsoft var að á hálfu öðru ári myndu seljast hátt í tutt- ugu milljón eintök af Windows 95, en nú stefna menn á tólf milljóna eintaka sölu, sem er vissulega harla gott, en nokkur samdráttur þó. Helsta skýring þess hve dregur úr sölu er að þeir sem biðu spennt- ir eftir betri útgáfu af Windows en 3.1 og höfðu til þess nógu öfluga tölvu hlupu til og keyptu sér eintak af nýrri útgáfu, en grúi tölvunot- enda notar Windows 3.1, eða 3.11 og er hæstánægður með. Kostir Windows 95 eru aftur á móti marg- ir og þeim sem notað hafa það að staðaldri um einhvern tíma bregður í brún þegar þeir þurfa að vinna í 3.x útgáfu aftur. Það er því óhætt að búast við aukinni sölu á ný, sér- staklega eftir því sem fjölgar forrit- um sem nýta sér kosti Windows 95 til fulnustu. Flaggskipið Office Eðlilega var Microsoft í fremstu röð þeirra sem sendu frá sér hug- búnað til að nýta Windows 95 og þar er Office flaggskipið. í Office er nýjasta útgáfa á Word, 7.0, Pow- erPoint 7.0 og Excel 7.0, en í sum- um uppfærslunum er útgáfunúm- ersbreytingin allmikil, til að mynda var síðasta útgáfa á Access númer 2. Office er síðan með einskonar möppu, svokallaðan Binder, sem heldur utan um forritin, auðveldar mjög að skipta á milli þeirra og samnýta gögn. Einnig fylgir í pakk- anum „filofaxið“ Schedule+ 7.0. Svonefndri Professional útgáfu fylgir einnig Access 7.0. Fátt er um byltingarkenndar breytingar á forritunum í Office- pakkanum, en þó eru þau öll endur- skrifuð fyrir 32 bita umhverfið og keyra því hvert um sig í eigin minn- isrými sem gerir þau stöðugri. Sitt- hvað má og finna sem gerir vinnu þægilegri og þannig er hjálpartexti allur endurskrifaður og afskaplega gagnlegur, til að mynda má spyija spurninga með venjulegum setning- um. Það er helst að hraðamunur finnist á Excel frá útgáfu 5.0 í 7.0 en Office-pakkinn var reyndur á 90 MHz Pentium tölvu með 16 Mb af innra minni. Word 7.0 virtist líka öllu sprækara en Word 6.0. Helsti galli Office-pakkans er Schedule+, sem er varla nema hálfköruð út- gáfa. 95-útgáfa af Stólpa íslenskir forritarar hafa tekið vel við sér og þegar eru komin á mark- að forrit sniðin að Windows 95 og reyndar einnig að Windows NT. Þannig sendir Kerfisþróun hf. frá sér um þessar mundir Windows 95-útgáfu af Stólpa viðskiptahug- búnaðinum. Að sögn manna hjá Kérfisþróun fór hálft annað mannár í að íslenska Stólpa, en hann er byggður á bandaríska forritinu MTX. Stólpi er hannaður í Micro- soft Access og fellur fyrir vikið einkar vel að Office-pakkanum sem getið er áður, hefur reyndar fengið sérstaka viðurkenningu sem MS Office-samhæfður hugbúnaður. Að sögn Kerfisþróunarmanna býður Stólpi upp á öll almenn bókhalds- kerfi og heildarlausnir, en tilbúið er í nýju útgáfunni fjárhagsbók- hald, skuldunautakerfi, lánar- drottnakerfi og sölukerfi, en í sum- ar segja þeir að berist pantana- kerfi, birgðakerfi og fleiri síðan eftir því sem verkast vill. Litla bókin um Windows 95 Um líkt leyti og Windows 95 kom á markað sendu ýmsir frá sér handbækur um notendaskilin og hvemig mætti helst nýta þau. Einna best hugnast mér Litla bókin um Windows 95 eftir Baldur Sveinsson kennara við Verslunarskólann. Hún hefur þann kost að vera lítil og handhæg, en þó upp full af upplýs- ingum sem gagnast bytjendum og jafnvel lengra komnum. Bókin er ríkulega skreytt skýringamyndum sem eykur gildi hennar. Það hefur staðið í mörgum að semja eða snara tölvubókum á ís- lensku, enda tölvan svo ungt fyrir- bæri að ekki er komin ýkja traust hefð fyrir tölvu-íslensku. Baldur kemst lipurlega frá flestu, en ekki kann ég við að sjá Dialog Window þýtt sem samtalsglugga. Betur færi á að kalla slíkt tilmælaglugga. Blóðbað á geisladisk Geisladiskavæðingin sem nú gengur yfir einkatölvuheiminn á sér ekki síst skýringu í því að forrit eru orðin svo umfangsmikil að þau bein- línis kalla á geisladisk; hver hefur ekki lent í því að setja inn á tölvu forrit sem var á þriðja tug diskl- inga? Mestu hefur þó líklega ráðið þróunin á leikjamarkaðnum, því þar blómstrar geisladiskaútgáfan. Bæði er að myndefni er orðið slíkt í leikj- unum að ekki rúmast á disklingum með góðu móti, en á geisladisk má koma fyrir efni sem þurft hefði yfir 450 disklinga til, aukinheldur sem það er einfaldlega miklu ódýr- ara að gefa leikina út á geisladisk- um en disklingum. Við þetta bæt- ist svo að með geisladiskaútgáfu er gamall fjandi leikjaframleið- enda, ólögleg afritun, nánast úr sögunni. Líklega þætti flestum nóg að hafa leik sem er 650 Mb, en meðal umtöluðustu leikja í heimi í dag er Phantasmagoria, sem Skífan flytur inn. Hann er hvorki meira né minna en á sjö geisladiskum, rúm fjögur gígabæti. Allt þetta pláss fer undir myndefni leiksins, en hann er í raun gerður uppúr kvikmynd; myndskeið eru flutt í tölvutækt form og raðað þannig saman að úr verður leikur. Fyrir vikið eru allar hreyfirigar að- alpersónanna afskaplega eðlilegar og umhverfi ekki síst. Leikurinn gengur annars út á par þar sem karlinn missir vitið og eykst blóð- baðið eftir þvi sem líður á leikinn. Umfangið hefur vakið mikla at- hygli sem vonlegt er en ekki hefur vakið minni athygli hve óhugnaður- inn er mikill eftir því sem morðin verða viðurstyggilegri. Reyndar þótti framleiðanda best að merkja diskinn sem svo að hann sé bannað- ur innan átján ára ytra, samsvarar banni innan 16 ára hér á landi, en margar verslanir hafa neitað að selja leikinn vegna innihaldsins, þá helst er nauðgunaratriði í leiknum sem vakið hefur deilur. Margt bendir til að IBM hafi enn einu sinni veðjað á rangan hest með kaupunum á Lotus Notes að verða undir í slagnum við Iutranet FYRIR um tveimur árum vakti nýr hugbún- aður frá Lotus Development mikla hrifningu meðal forráðamanna og stjómenda fyrir- tækja. Heitir hann Notes og umfaðmar allt það nýjasta í fyrirtækjarekstri, vinnuhópa, lárétta stjórnun, aukna ábyrgð starfsmanna og fijáls samskipti. Fyrir árslok 1994 höfðu selst tvær milljónir eintaka af þessum pakka og í júlí á síðasta ári keypti IBM Lotus fyr- ir 3,5 milljarða dollara, rúmlega 227 millj- arða ísl. kr. Þegar hér var komið sögu skaut Internet eða alnetið upp kollinum með öllum sínum margmiðlunarmöguleikum og var ekki annað að sjá en Veraldarvefurinn byði upp á það sama og Notes en bara rniklu ódýrara. Nú telja margir, að Notes sé búið að vera og IBM hafi enn einu sinni veðjað á rangan hest. Meiri vöxtur Þessum slag er langt í frá lokið en margt hefur þó breyst á einu ári. Það nýjasta er tilkoma Intranets, nettengingar innan fyrir- tækja, sem er ekki byggð á Notes, heldur á þeirri tækni, sem notuð er á Veraldarvefn- um. Intranet er nátengt Internetinu, notast við sama búnað og sama tölvutungumálið. Munurinn er aðeins sá, að Internet er al- heimsnet og öllum opið en Intranet tekur eingöngu til fyrirtækja. Um er að ræða einkanet innan fyrirtækja og útibúa þeirra og Internet er lokað úti með eins konar „eldvarnarvegg“. Internet er á allra vörum en vöxturinn í Intranetinu hefur þó verið enn meiri. Sam- kvæmt könnun, sem gerð var í desember, nota 22% af 1.000 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum Intranet og Netscape Com- munications, sem er fremst í framleiðslu hugbúnaðar fyrir Internet, áætlar, að 70% af sölu fyrirtækisins séu vegna Intranets. Salan í netþjónum, tölvunum, sem geyma og dreifa upplýsingum á Veraldarvefnum, er nú að 43% vegna Intranets og talið er, að hún verði komin fram úr Internetinu fyrir lok næsta árs. Fjölþjóðafyrirtæki eins og Levi Strauss, Eli Lilly, Lockhees Martin og AT&T hafa tengt þúsundir starfsmanna sinna saman með Intranetinu og kostirnir eru þeir sömu og á Internetinu. Vefurinn opnar öllum dyrn- ar að margmiðluninni. í stað þess að ljósrita og fjölfalda innan- hússkýrslur sér netþjónninn um að koma boðunum til allra og starfsmennirnir, hvar sem þeir eru niðurkomnir, geta spjallað sam- an eins og sætu þeir yfir kaffibolla við sama borð. Netþjónninn getur líka gætt skýrslurn- ar lífi og litum, auðgað þær með myndum og hljóði. Þyngra í vöfum Þetta er raunar nákvæmlega það sama og Notes býður upp á en munurinn er þó sá, að þar til nýlega kostaði það um 10.000 kr. á notanda. Það hefur líka haft þann ljóta sið að hægja jafnvel á hinum öflugustu net- kerfum og viðhaldið eða eftirlitið með því er mikið. Hugbúnaðurinn á Vefnum kostar oft minna en 2.600 kr. á notanda og hann notar netkerfin betur en Notes. Svo er fyrir að þakka stöðugum framförum í framleiðslu hugbúnaðar fyrir Internet. Notes virðist nú vera í sömu sporum og móðurtölvan gagnvart einkatölvunni. Dýr og ofvaxin afurð, sem enginn kann að meta nema risafyrirtæki. Það kemur því ekki á óvart, að Lotus skuli vera að endurhanna Notes og í desember lækkaði IBM verðið verulega eða næstum niður í það, sem er á hugbúnaði fyrir Vefinn. Þá hafa verið til- kynntar ýmsar breytingar á því, sem eiga að gera það að almennu Intranet-tæki. Þessi tilkynning virðist hafa friðað marga notendur Notes, sem voru famir að hóta að hætta að nota það, en ef því er ætlað að keppa við Intranet, verður að gera meira en að þóknast núverandi notendum. Lotus spáði því í fyrra, að Notes-notendur yrðu orðnir 20 milljónir fyrir lok næsta árs en þeir em nú aðeins 3,5 millj. og um 70% sölunnar hafa verið til notenda, sem fyrir eru. Augljóst er, að Notes mun eiga á bratt- ann að sækja gagnvart Vefnum og hugbún- aði fyrir hann frá Microsoft, Netscape, Oracle og fjöldanum öllum af nýjum Inter- net-fyrirtækjum. Það getur því orðið einhver bið á að IBM fái einhvern arð af 227 millj- arða kr. kaupunum á Lotus. (Heimild: The Economist)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.